Morgunblaðið - 08.08.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 47
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
-bara lúxus
HÖRKU SPENNUMYND Í ANDA JAMES BOND
ÞÚ ERT ALDREI
OF UNGUR TIL
AÐ DEYJA
Sýnd kl. 4 og 6 ÍSLENSKT TAL
eee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.
eeee
P.B.B. DV
Sýnd kl. 3:40, 5:50, 8 og 10:15 B.i. 14 ára
Það hefur ekki verið svikari í
leyniþjónustunni í 141 ár...
þangað til núna!
Útvarp einsog þú hefur aldrei upplifað það áður
Frábær gamanmynd með íslandsvininum John C. Reilly
sem sló svo eftirminnilega í gegn í Borgarleikhúsinu.
Sími - 551 9000
A Praire Home Company kl. 5.45, 8 og 10.15
Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára
Ultraviolet kl. 5.20 B.i. 12 ára
Da Vinci Code kl. 5 og 10 SÍÐUSTU SÝN. B.i. 14 ára
Stormbreaker kl. 6 og 8
Click kl. 8 og 10.10 B.i. 10 ára
400 KR.
Í BÍÓ
*
* Gildir á allar
sýningar í
Regnboganum
merktar með rauðu
Mögnuð
spennum
ynd
í anda „2
4“
eeee
K.M. - Sena
Þau ætla að ná aftur hverfinu...
...einn bita í einu!
Máttarstólpi Menningarnætur
Menningarnótt 19. ágúst
KVIKMYNDIN The Long Week-
end hittir naglann einu sinni á
höfuðið og það fyrir slysni; hún
hófst um verslunarmannahelgina.
Sá brandari finnst náttúrlega ekki
í handritinu, sem ber þess engin
merki að hafi orðið til fyrir inn-
blástur líffæra ofanmittis, heldur
útblástur neðan þess. „Fyndnin“
er öll í tengslum við líffærastarf-
semina á milli rasskinnanna eða
dingla undir söguhetjunni, vei-
fiskata (Fehr), sem er að reyna að
forðast brottrekstur úr vinnunni.
Það blæs ekki byrlega, ofan á litla
getu bætast endalausar tilraunir
hálfvitans stóra bróður hans
(Klein), að koma litla bró upp á
kvenmann.
Tilgangurinn með sýningum á
subbulegri og mislukkaðri örmynd
með einu, gleymdu smástirni og
engum hæfileikum, liggur ekki
ljós fyrir í myndarlok. The Long
Weekend gæti e.t.v. hentað sem
þáttur í mislukkuðu steggja- eða
gæsapartíi, annars er það vafamál,
mér leiddist eins og öðrum í saln-
um og vorkenndi foreldrunum sem
höfðu komið með börnin sín og
stóðu í ströngu að grípa fyrir
augu þeirra eða eyru, eða hvort
tveggja. Þau hafa örugglega óskað
sér að vera að berjast við rokið í
Herjólfsdal frekar en vindganginn
á tjaldinu.
Glötuð helgi
KVIKMYNDIR
Sambíóin
Leikstjóri: Pat Holden. Aðalleikarar:
Chris Klein, Brendan Fehr, Chandra
West, Craig Fairbrass, Paul Campbell.
90 mín. Kanada/Bandaríkin 2005.
The Long Weekend – Sæbjörn Valdimarsson
Það fer mikið fyrir neðanbeltis-
húmornum í The Long Weekend.
EINA opinbera inniútihátíð versl-
unarmannahelgarinnar, Innipúkinn,
stóð frá föstudegi til sunnudags og
komu um þrjátíu listamenn og
hljómsveitir fram. Á hátíðinni hefur
verið gott að taka stikkprufu á því
hvað er að gerast í grasrótartónlist
landsmanna, hún virkar eins og
vasaútgáfa af Airwaves um leið og
hún hefur ofan fyrir tónleikaþyrst-
um Reykvíkingum sem eru innlyksa
á þessari stærstu ferðahelgi ársins.
Dr. Gunni hóf leik rétt yfir 18. Þar
lék á bassa væntanlegur bæjarstjóri
Bolungarvíkur og aðalskipuleggj-
andi Innipúkans, Grímur Atlason.
Vonandi hefur hann færi á að iðka
rokkið meðfram stjórnunarstörfum,
en leitun er að bassaleikara sem tek-
ur sér jafn flotta stöðu með bassann
á sviðinu. Dr. Gunni mætti ákveðin
(ath. hljómsveitin heitir Dr. Gunni)
til leiks, snilldarpopppönk á borð við
„Snakk fyrir pakk“ og „Homo Sapi-
ens“ var framreitt af ruddalegri
röggsemi. Þegar komið var að
„Helmút á mótorhjóli“ var sveitin
komin á flug, ásamt líka þeim fáu
sem á hlýddu. Við svo búið hætti
sveitin, eftir um korters spila-
mennsku. Dr. Gunni hefði líkast til
rústað pleisinu fimm tímum síðar en
ætli við höfum ekki verið um tuttugu
stykki sem nutu leiks Dr. Gunna.
Mæting var þannig dræm framan af
og fyrstu fjórar sveitirnar léku svo
gott sem fyrir tómum sal. Það var
ekki fyrr en um kl. 21 að fólk fór að
tínast inn að einhverju ráði. Eins var
um laugardagskvöldið.
Hin gríðarefnilega Benny
Crespo’s Gang var næst á svið en nú
hillir undir breiðskífu frá genginu.
Ég verð nú að velja fyrsta lag sveit-
arinnar lag hátíðarinnar, all svaka-
leg smíð með þessum einkennandi
takt- og kaflaskiptingum sem hefur
markað sveitinni sérstöðu í íslenska
neðanjarðarrokkinu. Sveitin er að
vinna vel úr áhrifum frá amerísku
rokki, At the Drive-In og Trumans
Water t.d. en einnig var róið á önnur
mið; eitt lagið hugljúfur bræðingur
af Stinu Nordenstam og Blonde
Redhead. Ekki láta þetta nafnatog
flækjast fyrir ykkur, Benny
Crespo’s Gang er einstök sveit, hef-
ur lengi verið með fremstu ung-
sveitum landsins og megi henni farn-
ast sem allra best næstu misserin.
The Foghorns er „ameríkana“-
sveit, leidd af ritstjóra Grapevine,
Bart Cameron. Sveitin komst vel frá
skringilegu og fjörugu kántrírokki
sínu. Ég var svo næst á svið og átti
skemmtilegasta innslag kvöldsins.
Þetta eru ekki eðlileg lög sem Ró-
bert, söngvari og gítarleikari sveit-
arinnar, semur, allt er einhvern veg-
inn yndislega úr takti og textarnir
sömuleiðis. Endað var á „My Gen-
eration“ sem var að sjálfsögðu til-
einkað Magna „okkar“. Jan Mayen
var næst á svið og lék bæði gömul
lög og ný, en önnur plata sveit-
arinnar er bráðum væntanleg.
Það vantar ekki spilagleðina hjá
liðsmönnum en einhverra hluta
vegna er tónlist sveitarinnar engan
veginn að ná til mín.
Jomi Massage er nokkurs konar
sólóverkefni dönsku söngkonunnar
Signe Høirup Wille-Jørgensen, sem
syngur annars í Speaker Bite Me
(sem lék á sunnudeginum). Signe lék
á píanó og söng, studd gítarleikara
og trymbli. Tónlistin var þokkalega
súr; hvass og afstrakt gítarleikur á
meðan trommarinn átti þrusu-
spretti. Hávaði og þögn skiptust á en
of oft keyrði tilgerðin gjörsamlega
fram úr hófi.
Þá var komið að Jakobínurínu,
hinni umtöluðu og lofuðu sigursveit
Músíktilrauna 2005. Jakobínarína á
vissulega innistæðu fyrir öllu því
hampi sem hún hefur notið, frumleg
og stórskemmtileg sveit. Tækni-
legur vandræðagangur hamlaði
henni þó frá því að komast almenni-
lega í gang og náði hún ekki að skila
nema fjórum lögum af sér.
Television, einn af hornsteinum
pönkbókmenntanna, stríddi við svip-
uð vandamál. Leiðtoginn, Tom Ver-
laine, var sýnilega ósáttur við hljóm-
inn í húsinu og sveitin var lengi í
gang. Engu að síður var magnað að
horfa á gítartvíeykið Verlaine og
Lloyd galdra fram snilldina á sviði
og undir restina voru hlutirnir farnir
að rúlla, en síðasta lag fyrir upp-
klapp var að sjálfsögðu „Marquee
Moon“. Geðveikt lag og gæsahúðin
mætti óðar á svæðið.
Það var skynsamlegt að láta Jeff
Who slíta kvöldinu. Það virðist mikil
stemning í bandinu og smitaðist hún
vel út í sal. Innipúkar dönsuðu því
dátt fram á nátt við Franz/Bravery-
skotið stuðrokkið.
Inni-leg stemning
TÓNLIST
NASA
Fyrsta kvöld Innipúkans, föstudags-
kvöldið 4. ágúst.
Innipúkinn
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Eggert
Jakobínarína, frumleg og stórskemmtileg.
Morgunblaðið/Eggert
Tom Verlaine úr Television, hornsteini pönkbókmenntanna.