Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 49

Morgunblaðið - 08.08.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 49 FRÁ J.J. ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS eeee VJV, Topp5.is S.U.S. XFM DIGITAL Bíó SAMBÍÓIN KRINGLUNNI FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. eee V.J.V.Topp5.is SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI KVIKMYNDIR.IS ÁRA. ÁRA. SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI NÝJASTA MEISTARA- VERKIÐ FRÁ PIXAR SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM. FRÁ FRAMLEIÐEN- DUM „THE INCREDI- BLES“ & „LEITIN AÐ NEMO“ VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ. STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI eee Kvikmyndir.is NÚ ER KOMIÐ AÐ HENNI AÐ SKORA eeee V.J.V, Topp5.is FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3:30 - 6 - 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA. BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3:30 - 5:30 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 3:30 - 6 - 8 - 10:30 DIGITAL SÝN. MI : 3 kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 8:30 B.I. 14.ÁRA. FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA. FAST AND THE FURIOUS 3 LÚXUS VIP kl. 4:15 - 8 - 10:20 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3 - 5:30 - 8 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 THE LAKE HOUSE kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA. SHE´S THE MAN kl. 3 - 5:45 - 8 THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. Glæsilegur blaðauki um skóla og námskeið á Íslandi fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 18. ágúst. Meðal efnis er háskólanám, endurmenntun, símenntun, tómstundanámskeið, tölvunám, framhaldsskólanám, tónlistarnám, skólavörur og margt fleira. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 15. ágúst. Allar upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is „Í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera...“ ROKKSVEITIN Weapons hóf annað kvöld Innipúkans um hálfsjöleytið. Líkt og kvöldið áður voru örfáir mættir og gekk Wea- pons á lagið og spilaði ein tíu lög. Það er merki um fagmennsku þeg- ar menn láta fámenni ekki slá sig af laginu og átti Weapons þannig hörku sett. Lofandi sveit, bara býsna þétt og tónlistin kraftmikið tilfinningarokk. Morðingjarnir ösluðu þvínæst upp á pall og var engu minna stuð þar í gangi. Hreinræktað þunga- pönk af Discharge-skólanum en söngröddin var af Proppé- skólanum. Hið besta mál. Hermigervill mætti þvínæst með forláta hljómborðastand upp á svið sem nýrómantíkerar frá níunda áratugnum hefðu verið fullsæmdir af. Ekki var riðið við einteyming í raftónlistinni; hipp hopp, teknó, hás og elektró í góðu samansulli en verst var að enginn var til að stíga dansinn. Donna Mess fór á miklum kost- um og átti fyrsta hápunkt kvölds- ins. Ekki einasta að tónlistin hafi verið bráðskemmtileg, elektró að hætti Peaches og Le Tigre, heldur var sviðsframkoman ansi mögnuð. Leikar hófust á því að söngkona sté á svið, í þröngum galla, rauð- um að lit sem huldi allan líkamann og andlitið líka. Söng hún texta þar sem m.a. mátti heyra hina frómu línu „double dildo in my heart“. Brátt læddist önnur söngkona inn á svið, sú var í áþekkum galla, silfurlit- uðum. Framvindan varð nú enn furðu- legri. Fjórar stúlkur voru allt í einu mættar inn á svið, samhæfðar mjög og hófu að dansa. Fyrr en varði voru þær komnar á brjósta- haldarana og leifturljós blikkaði á milljón. Ein söngkvennanna var þá mætt í kjól – og með yfirvar- arskegg! Eiginlega algjör snilld allt saman. Solex hreif mig nú ekki jafn mikið. Dúett, þar sem kona ein lék á trommur og kona önnur á hljóm- borð. Sú síðari er Elisabeth Essel- ink, rekstraraðili Solex, en nokkr- ar plötur liggja fyrir á hinu virta Matadormerki. Skringilegt ný- bylgjupopp, margt gott en margt ekki og settið var auk þess allt, allt of langt. Eberg stóð sig hins vegar með prýði, en nýverið kom út önnur plata hans, Voff voff. Tónlist Ebergs, sem er listamannsnafn Einars Tönsberg, er skrýtin og skemmtileg; stundum er stuð og stundum melankólía en það er ein- hver Ebergs-þráður sem heldur öllu saman og gefur tónlistinni sér- kenni. Nýbylgjuhetjurnar Throwing Muses, þar sem í forvígi er Kristin Hersh, komu á óvart. Tvímæla- laust eftirminnilegustu tónleikar helgarinnar en Hersh ákvað að taka áhorfendur með sér í ferð um skuggasund sálarinnar þar sem aldrei var gefið eftir, eitt andartak. Bylmingsrokkið kom mér í opna skjöldu; ég hafði átt von á meiri blómanýbylgju en þess í stað var þetta eins og að vera staddur á tónleikum með Babes in Toyland árið 1993. Byrjað var á „Hazing“ af University og svo var strax rennt í „Shimmer“ af sömu plötu. Það var ekkert talað á milli laga, rifin en þó undurfalleg rödd Hersh sagði allt sem segja þurfti. Lára róaði mannskapinn niður eftir lætin og komst vel frá sínu en angurværar og dramatískar smíðar hennar voru listavel framreiddar. Hjálmar slógu svo botninn í kvöldið og þvílíkur botn. Óhætt er að segja að hér fari ein fremsta tónleikasveit landsins og tónleikar sveitarinnar eru farnir að hafa á sér yfirbragð trúarsamkundna. Hipsterar og streitarar samein- ast um fagnaðarerindið og samspil Hjálmanna er slíkt, að það er sem einn maður sé á ferð. Óaðfinn- anlegur endir á býsna góðu laug- ardagskvöldi. Af Hjálmum og músum TÓNLIST NASA Annað kvöld Innipúkans, laugardags- kvöldið 5. ágúst. Innipúkinn Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Golli Gestir Innipúkans skemmtu sér konunglega á hátíðinni, þótt inni væri. Dómur Helgu Þóreyjar Jónsdóttur um sunnudagskvöld Innipúkans birtist í Morgunblaðinu á morgun. Bandaríska barnastjarnan fyrr-verandi Macaulay Culkin, mun leika í nýrri gamanmynd sem heita á Sex and Breakfast og fjallar um par sem á við svefn- herbergisvanda- mál að etja. Það fer til sálfræð- ings sem segir að hópkynlíf sé lausnin á öllum vandamálunum. „Ég les mikið af handritum og féll fyrir þessu,“ sagði Culkin við Variety. „Það fjallar í raun um álag- ið sem leiðir til þess að þau ákveða að gera tilraunir, aðdragandann og síðan afleiðingarnar.“ Culkin, sem verður 26 ára síðar í ágúst, hefur ekki leikið í kvikmynd frá árinu 2004 en þá var hann hand- tekinn fyrir að vera með maríjúana í fórum sínum. Fólk folk@mbl.is Ástralska kvikmyndastjarnaCate Blanchett mætti á Inni- púkann á Nasa í fyrrakvöld en Blanchett hefur verið í fríi hér á landi. Mætti Blanchett snemma á sunnudagskvöld- inu og hlýddi á Mr. Silla leika. Eftir tónleika hennar fór hún til að fá sér að borða og kom svo aftur á Nasa síðar um kvöldið. Í dómi Helgu Þóreyjar Jónsdóttur um sunnu- dagskvöld Innipúkans sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, kemur fram að Blanchett hafi verið sér- lega ánægð með að hafa dembt sér á tónleika á Íslandi. Blanchett hefur leikið í fjölda kvikmynda í Hollywood. Þá lék hún álfadrottninguna Galadriel í þríleiknum Hringadróttinssögu. Söngvarinn Magni Ásgeirssonfékk konu sína og son í heim- sókn til Los Angeles þar sem hann dvelur nú vegna sjónvarpsþátt- anna Rock Star Supernova. Að vonum urðu fagn- aðarfundir og er sýnt frá því í þættinum í nótt þegar fjölskyldan sameinast á ný. Keppendur fengu meðal annars það hlutverk fyrir þáttinn að semja laglínu og texta við nýtt lag Supernova en í enda þátt- arins stíga keppendur svo á svið og syngja fyrirfram valin lög eins og venja er. Magni mun í kvöld syngja lagið „When Dolphins Cry“ með hljómsveitinni Live.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.