Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.08.2006, Qupperneq 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi „ÉG vil auka umræðu um rann- sóknir á mænusköddun innan Evr- ópusambandsins og í kjölfarið að aukið fjármagn verði sett í málaflokkinn og eftir atvikum að sambandið vinni að löggjöf um málið,“ segir Miroslav Ouzký, tékk- neskur endur- hæfingarlæknir og fulltrúi Tékka á Evrópuþinginu, sem staddur er hér á landi til að kynna sér starf í þágu mænuskaddaðra, en undanfarið hefur verið starf- ræktur á Íslandi gagnabanki um mænusköddun sem styrktur er af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, WHO. „Ég tel gagnagrunninn sem er starfræktur hér vera afar gott framtak því að það sem skiptir mestu máli í þessu öllu saman er að auka umræðu um meðferðarúrræði mænuskaddaðra,“ segir Miroslav. Það er Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi gagnagrunnsins, en hún hefur ver- ið ötul í baráttu sinni fyrir auknum rannsóknum vegna mænusköddun- ar undanfarna áratugi. „Starf mitt innan Evrópusambandsins verður meðal annars að auka aðgengi fólks að gagnagrunninum, kynna hann og mögulega að greiða fyrir fjár- stuðningi,“ segir Miroslav. Auka þarf umræðu um mænu- sköddun Miroslav Ouzký  Mikilvægt | Miðopna NÆTURHIMINNINN var víða um landið lýstur flugeldum á síðasta kvöldi verslunarmannahelg- arinnar. Meðal þeirra staða sem buðu upp á flugeldasýningu voru Vestmannaeyjar, Neskaupstaður og Akureyri þar sem myndin er tekin. Hátíðarhöld fóru víðast friðsamlega fram er tugþúsundir gesta skemmtu sér á skipulögðum hátíðum um landið. | 6 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bleik þau lýsa ágústhimin UMFANGSMIKIL leit hófst í gær að 45 ára karlmanni, Jóhanni Konráð Sveins- syni, í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Hans var saknað af tjaldstæðinu í Skaftafelli þar sem hann var ásamt konu sinni en hann fór frá tjaldinu um kl. 1.30 eftir mið- nætti. Um 160 leitarmenn voru komnir á leitarsvæðið í gærkvöldi með svæðisleit- arhunda og sporhunda. Björgunarsveitir frá Selfossi til Hafnar í Hornafirði sendu leitarhópa á vettvang auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send til leitar úr lofti. Jóhann var ekki vel búinn til útivistar, en var í gallabuxum, strigaskóm og í úlpu. Veðrið á leitarsvæðinu var hins vegar gott. Notast var við fjórhjól og sexhjól og leitað frá Skaftafelli upp að Morsárjökli og Freysnesi. Leita átti í nótt en þyrlan var sett í hvíld þar til birti. Umfangs- mikil leit í Skaftafelli Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landsvirkjunar, höfðu mótmælendur komið sér fyrir innan virkjanasvæðisins við Lindur. Fólkið hafi ítrekað ruðst inn á vinnusvæðið og truflað vinnuna. „Okkur fannst það engan veginn ganga upp að fólkið haldi til í óleyfi innan þess svæðis sem við höfum ráðstöfunarrétt yfir og geri þaðan út innrásir á vinnusvæðið,“ segir Sigurður. „Verktakarnir sjálfir sem urðu fyrir beinu tjóni kærðu innrásirnar til lögreglunnar og við fórum jafnframt fram á að þessar búðir yrðu einfaldlega fjarlægðar.“ Fjórir höfðu fest sig við rör Þegar lögreglan vísaði fólkinu burt með tjöld sín voru 12 mótmælendur á svæðinu og höfðu fjórir þeirra fest sig við rör þar á staðnum. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Egils- stöðum, sagði að einn mótmælandinn hefði LÖGREGLAN á Seyðisfirði handtók í fyrrinótt 14 manns fyrir að ganga inn á vinnusvæði við Kárahnjúkavirkjun og valda truflun á starfsemi verktaka Landsvirkjunar. Verktakarnir hafa kært athæfið og verða málin rannsökuð hjá lög- reglunni á Egilsstöðum, ásamt fyrri málum af sama toga. Hinir handteknu voru færðir á lög- reglustöðina á Egilsstöðum og sleppt að loknum yfirheyrslum. Hluti hópsins hafði hlekkjað sig við vinnuvélar á svæðinu. Lögreglustjórinn á Seyðisfirði ákvað í gær að nýta sér heimildir í lögreglulögum til að fyrirskipa brottflutning mótmælenda af virkjunarsvæðinu eftir að Landsvirkjun, sem umráðaaðili landsins, óskaði þess. Tjaldbúðir mótmælenda voru því upp- rættar en vísað er í greinargerð með lög- reglulögum þar sem fjallað er um svonefnda lögmætisreglu, þ.e. þá reglu að hið opinbera, lögreglan sem aðrir, þurfi að hafa heimild í lög- um til afskipta af borgurunum gegn vilja þeirra. Að sögn Sigurðar Arnalds, upplýsingafulltrúa haldið fast um tein innan í niðurgröfnu röri en það hefði ekki komið í ljós fyrr en lokið hefði verið við að grafa rörið upp enda gengið út frá því að hönd viðkomandi væri föst í rörinu. Fólk- inu var ekið niður á láglendið og fengu sumir að geyma dótið sitt hjá lögreglunni um stund- arsakir. „Við vildum streitast á móti“ Keith MacKay, skoskur mótmælandi sem staddur var í tjaldbúðunum þegar þeim var lok- að, segir um 40 lögreglumenn hafa umkringt búðirnar og skipað mótmælendum að yfirgefa þær án nokkurrar viðvörunar. „Við vildum streitast á móti og nokkur okkar hlekkjuðu sig föst við stálrör. Lögreglan reyndi í fyrstu að draga okkur burt þrátt fyrir að við værum föst og það olli nokkrum óþægindum. Þegar við höfðum verið losuð vorum við færð í handjárn og okkur fleygt í jörðina. Þeir beittu ekki of- beldi en gengu afar hart fram,“ segir Keith en hann telur að lögreglan hafi ekki haft heimildir til þess að vísa fólkinu úr búðunum. Tjaldbúðir mótmælenda upprættar og 14 handteknir Segja lögreglu hafa gengið hart fram Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Þóri Júlíusson MAREL hefur keypt danska fyrirtækið Scanvaegt Inter- national sem fram- leiðir matvælavélar. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra, eða tæplega 10 milljörðum íslenskra króna. Hörður Arnarson, forstjóri Marel, segir að orðspor Scanvaegt sé afar gott og vörur þess framúrskarandi. „Hér sameina tveir öflugir að- ilar krafta sína og búa til enn sterkara fyr- irtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika.“ Hann segir að sameinuð fyrirtækin geti aukið vöru- úrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin komi fram að fullu. Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen, núverandi framkvæmdastjóra, og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmda- stjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bæt- ast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanva- egt, og fjölskylda hans eignast með þessum við- skiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins. | 11 Marel kaupir danskan keppinaut UMFERÐ um þjóðvegi landsins gekk vel í gær- dag þrátt fyrir að hafa þyngst nokkuð eftir því sem leið á daginn. Jöfn og þétt umferð var t.a.m. í gegnum Hvalfjarðargöngin og engin teljandi vandræði komu upp, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík gekk umferð til höfuðborgarinnar vel fyrir sig. Lögreglan á Sauðárkróki kvartaði þó vegna hraðaksturs og hafði á orði að ökumenn á stórum bílum með tjaldvagna hefðu sumir hverjir auk þess að fara of hratt keyrt óvarlega, en með því stofnað öðrum ökumönnum í hættu. Í Borgarnesi nefndi lögregla einnig hraðakstur og því er ljóst að ökumenn sóttu sumir hverjir hratt leiðina heim. Engin alvarleg umferðaróhöpp komu þó upp og voru helstu vegir orðnir vel greiðfærir undir kvöld. Nokkur hraði á vegum en um- ferð gekk vel ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.