Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 249. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HRÁR KRAFTUR SJOSTAKOVITSJ BLÆS HORNLEIKURUM SINFÓNÍUNNAR GLEÐI Í BRJÓST >> 46 HELGARTILBOÐ MEXÍKÓSK MATARGERÐ, BLÓÐMÖR OG SÚPUKJÖT NEYTENDUR >> 28 Opið til 21 Haust- og vetrartískan ÍSLENDINGURINN Magni Ás- geirsson er á heimleið eftir við- burðaríkar fimmtán vikur í Banda- ríkjunum, en í gær varð ljóst að hann verður ekki næsti söngvari rokksveitarinnar Supernova. Í lokaþætti sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova kom í ljós að Kan- adamaðurinn Lukas Rossi verður söngvari sveitarinnar. Magni sagðist í samtali við Morg- unblaðið sáttur við úrslitin. „Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sannarlega skilið,“ sagði Magni sem hlakkar til að komast aftur heim til Íslands. Hann sýtir það ekki að verða ekki söngvari Supernova. „Nei, ég átti aldrei von á að ég næði svona langt. Satt að segja var ég viss um að mér yrði hent út eftir fyrstu tvær vikurnar,“ segir hann. Þrátt fyrir að verða ekki söngv- ari Supernova mun Magni fara í sex vikna tónleikaferðalag með hljóm- sveitinni í janúar. Hlakkar hann til þess að endurnýja kynnin við félaga sína úr sjónvarpsþáttunum Rock Star: Supernova. Magni játar því að hann hafi fengið nokkur tilboð vegna frammistöðu sinnar í þátt- unum en vill sem minnst um það segja á þessari stundu. En hvað tekur við þegar heim er komið? „Mitt fyrsta verk verður að slökkva á símanum, hvílast og leika við son minn Marinó í nokkrar vik- ur. Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað,“ sagði Magni. | 22 Ljósmynd/Matthías A. Ingimarsson „Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað“ Brugðu á leik Magni Ásgeirsson ásamt nýjum söngvara Supernova, Lukas Rossi, þegar niðurstaðan lá fyrir í gær. SVARTKLÆDDUR maður með riffil hóf skyndilega skothríð í matsal Daw- son College í miðborg Montreal í gær og skaut unga konu til bana auk þess sem hann særði minnst 19 manns, þar af fimm lífshættulega áður en lög- reglan skaut hann til bana. Árásin var gerð klukkan eitt að staðartíma, eða 17 að ísl. tíma. Nemendur, kennarar og annað starfsfólk framhaldsskólans, þar sem nemendur eru flestir rétt innan við tví- tugt, flúðu í ofboði út úr húsinu og hundruð lögreglumanna og sjúkra- flutningamanna dreif þegar að. Fyrstu fréttir af málinu voru óljósar, jafnvel talið að árásarmennirnir hefðu verið tveir eða þrír. Davansh Smri Vastava, nemandi við skólann, sagðist hafa séð mann í her- mannabúningi með stóran riffil ráðast inn í matsalinn. Aðrir sjónarvottar sögðu manninn hafa klæðst svörtum frakka, einn sagði hann hafa falið sig bak við sjálfsala. Hann var sagður hafa verið á þrítugsaldri og ekki mælt orð af vörum áður en hann hóf árásina. „Hann fór bara að skjóta á fólk,“ sagði Vastava sem sagðist hafa heyrt um 20 skot. „Við hlupum öll upp á efri hæðina. Þar voru lögreglumenn að skjóta. Þetta var allt svo hrikalegt. Ég var dauðhræddur, hann skaut á fólk af handahófi, honum var alveg sama hvern hann hitti. Ég kom mér bara út.“ Árásarmaðurinn féll rétt eftir að fyrstu lögreglumennirnir komu á vett- vang, að sögn yfirmanns lögreglunnar, Yvan DeLorme. Ekki væri ljóst hvort þeir hefðu skotið manninn eða hann fyrirfarið sér, hið fyrra væri þó lík- legra, var haft eftir DeLorme í skeyti AP-fréttastofunnar. Sérsveitarmenn könnuðu skólann og lóðina vandlega til að ganga úr skugga um það hvort maðurinn hefði verið einn að verki. Var loks skýrt frá því í gærkvöldi að svo hefði verið og hættan því liðin hjá. Reuters Skelfing Fólk á leið út úr Dawson-skólanum í Montreal eftir skothríðina. Gekk berserksgang í skóla Karlmaður í Montreal skaut konu og særði 19 áður en hann var felldur Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Taugaspenna | 4 TALIÐ er að um 90 þúsund manns muni fara í hvalaskoðunarferðir um land allt í ár, og stefnir því allt í metár hjá hvalaskoðunarfyrirtækjunum. Þrátt fyrir þennan góða árangur segir forsvarsmaður eins þeirra að hvalveið- ar séu þegar farnar að skemma fyrir hvalaskoðun. „Það er enginn vafi á því,“ segir Hörður Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Norður-siglingar á Húsavík. Hann segir erfiðara að nálg- ast hvalinn eftir að veiðar hófust. „Hvalurinn er orðinn styggari og hugs- anlega er búið að drepa eitthvað af þessum gæfu dýrum.“ Þrátt fyrir þetta fer andstæðingum hvalveiða fækkandi og í nýrri skoðana- könnun sem gerð var af Capacent Gall- up fyrir samtök í sjávarútvegi kom í ljós að 73,1% aðspurðra er fylgjandi hvalveiðum. 11,5% eru andstæð hval- veiðunum og 15,4% segjast hvorki fylgjandi né andstæð veiðunum. Halldór Blöndal þingmaður er ekki í vafa um að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman, sér í lagi ef þau svæði sem hvalir eru einkum skoðaðir á verði friðuð. „Það er nógur hvalur í sjónum. Það ætti ekki að spilla hvort fyrir öðru,“ segir Halldór. Stefnir í metár í hvalaskoðun Í HNOTSKURN »Alls sögðust um 77% að-spurðra hafa borðað hval- kjöt í nýrri könnun um hval- veiðar, þar af 11,7% í síðasta mánuði. »26,6% þeirra sem svöruðukönnuninni sögðust hafa farið í hvalaskoðun.  Miðopna MARGRÉT Ásgeirsdóttir, sem býr í Montreal, var á leið í bíl fram hjá skólanum en hún á þar vinkonu. „Ég þekki þessa stelpu vel og tók strax upp farsímann og hringdi í hana til að vita hvað væri á seyði og hvort allt væri í lagi hjá henni,“ sagði Margrét. „Ég skildi eftir skila- boð og hún hringdi í mig stuttu seinna og sagði að það væri þarna maður eða menn að skjóta í kaffi- teríunni.“ Sumir nemendur væru enn í fel- um í skólahúsinu, sagði Margrét, þyrðu ekki að hreyfa sig. Skelfing hefði gripið um sig, foreldrar sem ættu börn í leikskóla Dawson- skólans hefðu óttast mjög um þau. Mikil skelfing greip um sig Margrét Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.