Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 14.09.2006, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ísland hefur ætíð átt sérstakanstað í hjarta mínu vegnaþeirra atburða sem hér gerð-ust,“ segir Anne-Marie Vall- in-Charcot, dótturdóttir landkönn- uðarins Jean-Baptiste Charcot, sem fórst með rannsóknarskipi sínu Po- urquoi Pas? Vallin-Charcot er meðal fyrirlesara á málþingi um Charcot sem fram fer í hátíðarsal HÍ í dag kl. 14–17 og er opið öllum. Aðspurð seg- ist hún í erindi sínu ætla að bregða upp svipmyndum af afa sínum bæði í máli og myndum og fjalla um við- burði í lífi hans sem mótuðu hann sem manneskju. „Hann var mikill húmanisti, afar lífsglaður og hláturmildur. Hann naut mikillar virðingar þeirra sem umgengust hann og var dáður af starfsfélögum sínum um borð í rann- sóknarskipunum,“ segir Vallin- Charcot, þegar hún er beðin um að lýsa afa sínum. Bætir hún við að hann hafi einnig verið mikill dýra- vinur og borið ómælda virðingu fyrir lífinu. Þannig hafi hann sem dæmi haft megnustu óbeit á því að menn dræpu dýr sér til ánægju. Tekur hún fram að Charcot hafi haft ýmis dýr á ættaróðali fjölskyldunnar í Neuilly. Þannig voru meðal fyrstu leikfélaga hans apinn Zibidi, hundurinn Sig- urður og asninn Saladín. Fræg er einnig sagan af því þegar Charcot sleppti mávi þegar Pourquoi Pas? var að sökkva til þess að fuglinn mætti bjargast. Mávurinn, sem fékk nafnið Ríta, hafði sest á þilfar skips- ins þegar það við Grænlands- strendur nokkru áður og var þá særður, en fékk umönnun um borð. Þykir vænt um hversu minn- ingu Charcot er haldið á lofti Spurð hvort hún hafi sjálf náð að hitta afa sinn svarar Vallin-Charcot því neitandi og bendir á að hún sé fædd í ágúst árið 1936, þ.e. aðeins mánuði áður en Pourquoi Pas? sökk. „Hann vissi samt af því áður en hann dó að honum hefði fæðst barnabarn, sem hann hlakkaði að sögn mikið til að hitta,“ segir Vallin-Charcot og rifjar upp að þegar Charcot fékk þær fréttir að hann væri orðinn afi hafi hann verið staddur í Angmagss- alik og látið draga fánann að húni til heiðurs litlu stúlkunni. Í framhaldinu rifjar hún upp Ís- landsheimsókn sína árið 1987 þegar hún lagði leið sína vestur á Mýrar í Borgarfirði og hitti þar fjóra Íslend- inga sem aðstoðað höfðu við að bjarga líkum skipverja á þurrt, þeirra á meðal líkamsleifum Char- cot. Segir hún það hafa verið af- skaplega tilfinningaþrungna stund að hitta þessar manneskjur sem tengdust sögunni með jafnáþreif- anlegum hætti. Að sögn Vallin-Charcot er þetta fjórða Íslandsheimsókn hennar og tekur hún fram að hún heillist mjög af landi og þjóð. „Mér þykir afar vænt um það hversu minningu Char- cot og skipverja hans er haldið vel á lofti hérlendis. Það virðast allir þekkja þessa sögu, meira að segja börn í grunnskólum hafa heyrt hana,“ segir Vallin-Charcot, sem hefur á umliðnum árum unnið öt- ullega að því að halda minningu afa síns á lofti. Hún hefur þannig haldið utan um öll rannsóknargögn hans, bréf og myndir, auk þess sem hún gætir ættaróðals fjölskyldunnar í Neuilly. Vallin-Charcot ritar einnig formálann að nýlegri ævisögu um Charcot eftir Serge Kahn sem er ný- útkomin hérlendis í þýðingu Frið- riks Rafnssonar, en báðir eru þeir meðal fyrirlesara á málþinginu í dag. „Hann var afar lífsglaður húmanisti“ Þess er nú minnst að 70 ár eru síðan rannsókn- arskipið Pourquoi Pas? fórst við Íslandsstrendur. Anne-Marie Vallin-Charcot hefur á umliðnum ár- um unnið ötullega að því að halda minningu afa síns, Jean-Baptiste Charcot, á lofti. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Vallin-Charcot sem heldur fyrirlestur um afa sinn í hátíðarsal HÍ í dag. Dýravinur Jean-Baptiste Charcot þótti sérlega vænt um köttinn Chata- cajou, sem dvaldi með honum um borð í rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas? Morgunblaðið/RAX Dótturdóttir Anne-Marie Vallin-Charcot var aðeins kornabarn þegar afi hennar fórst. Hún vinnur að því að halda nafni Charcot á lofti. Í UNDIRBÚNINGI er nú opnun sýningar um heimskautafarann, landkönnuðinn og lækninn Jean- Baptiste Charcot. „Þetta verður sýning um manninn Charcot, líf hans, bakgrunn, menntun, leið- angra og rannsóknir,“ segir Jör- undur Svavarsson, prófessor í sjáv- arlíffræði við HÍ og formaður stjórnar Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði, sem hýsa mun Char- cot-setrið. Segir hann ráðgert að opna sýninguna í febrúarlok 2007 í tengslum við Franska daga sem þá standa sem hæst hérlendis. Leggur hann áherslu á að sýningunni sé ætlað að höfða jafnt til íslenskra skólabarna sem og franskra ferða- manna sem kynnast vilji Charcot og sjávarrannsóknum þeim sem stund- aðar voru um borð í rannsókn- arskipum hans. „En þær rann- sóknir eru með merkari sjávarrannsóknum sem gerðar voru á fyrri hluta síðustu aldar.“ Að sögn Jörundar hefur stuðn- ingur Anne-Marie Vallin-Charcot við uppbyggingu Charcot-setursins reynst ómetanlegur, en hún leggur því til ýmsa persónulega muni Charcot, skjöl, heimildir og ljós- myndir úr eigu fjölskyldunnar. Charcot-setur opnað í febrúar BROTIST var inn í fjórar bifreiðir í umdæmi lögreglunnar í Reykja- vík í fyrradag og stolið hluta af búslóð úr einum þeirra. Þá er tölvu saknað úr einum bílanna. Einnig bárust lögreglunni tilkynn- ingar um innbrot í tvö fyrirtæki á svipuðum tíma. Á öðrum staðnum var skjávarpa stolið en á hinum voru verkfæri tekin ófrjálsri hendi. Þjófar voru líka á ferðinni við tvo vinnuskúra í borginni og höfðu þaðan verkfæri á brott með sér. Málin eru í rannsókn hjá lög- reglu. Brotist inn í bifreiðir í höfuðborginni ÞRÍVEGIS var ekið á hæðarslár við gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar á þriðjudag og hefur þetta gerst margoft að undanförnu þrátt fyrir að öllum eigi að vera ljóst að þar sé unnið að gerð mislægra gatnamóta, að sögn lögreglu. Á þessum stað eru því hæðartakmörk 4,2 metrar sem er mesta leyfilega hæð öku- tækis samkvæmt reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Til að finna hæð ökutækis skal mæla hornrétt frá yfirborði vegar að þeim hluta þess sem hæst stend- ur, segir lögregla. Ítrekað ekið á hæðarslár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.