Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
SAMFYLKINGIN vill að gerð verði
rammaáætlun um náttúruvernd sem
taki til allra náttúrusvæða landsins og
að frekari ákvörðunum um stóriðju-
framkvæmdir verði frestað þangað til
fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yf-
ir verðmæt náttúrusvæði Íslands og
verndun þeirra hefur verið tryggð.
Þetta kemur meðal annars fram í
nýrri stefnumörkun og tillögum Sam-
fylkingarinnar í umhverfis- og nátt-
úruverndarmálum undir heitinu
Fagra Ísland, sem kynnt var á blaða-
mannafundi í gær. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingar-
innar, sagði að þessar tillögur og
stefnumörkun í umhverfis- og nátt-
úruverndarmálum eigi sér talsvert
langan aðdraganda. Unnið hafi verið
að henni í helstu stofnunum flokksins
undanfarin tvö til þrjú ár.
„Ég legg á það ríka áherslu að
þessar tillögur sem við erum að
kynna hér eru tillögur um náttúru- og
umhverfisvernd. Þetta eru tillögur
um að líta á náttúruvernd og um-
hverfisvernd á forsendum náttúru-
gæðanna, en ekki á forsendum virkj-
ana og stóriðju, sem hefur verið alltof
ríkur þáttur í stefnumótun stjórn-
valda þegar kemur að þessum mála-
flokki,“ sagði Ingibjörg.
Stóriðjan hefur haft forgang
Hún sagði að stóriðjan hefði notið
svo mikils forgangs á Íslandi á und-
anförnum áratug að nú væri komið að
því að stokka spilin upp á nýtt og gefa
náttúrunni forgang. „Það er kannski
meginatriðið í þessum tillögum okk-
ar,“ sagði hún og einnig að Samfylk-
ingin vildi með þessari stefnumótun
gera náttúruverndina og umhverfis-
málin að meginstraumi í stjórnmál-
um, ef svo mætti segja.
Fram kemur að Samfylkingin vilji
styrkja stöðu náttúru- og umhverfis-
verndar og leggi til markvissar að-
gerðir sem byggist á forsendum sjálf-
bærrar þróunar og skýrri
framtíðarsýn. „Jafnaðarmenn telja að
náttúra Íslands sé sameign þjóðar-
innar sem hverri kynslóð hafi verið
fengin til skynsamlegrar nýtingar.
Okkur sem nú lifum er skylt að af-
henda næstu kynslóðum náttúru
landsins jafnverðmæta og við fengum
hana í hendur. Jafnframt berum við
Íslendingar ábyrgð á sérstökum nátt-
úruverðmætum landsins gagnvart
öllu mannkyni,“ segir einnig.
Samkvæmt tillögunum á ramma-
áætlunin að ná til allra náttúrusvæða
landsins og eiga þar að koma fram til-
lögur um skipan verndarsvæða og
hvernig verndun þeirra sé háttað. Þá
verði tryggðar fjárveitingar til helstu
grunnrannsókna á náttúrufari lands-
ins á næstu misserum þannig að áætl-
unin geti legið fyrir á komandi kjör-
tímabili.
Samfylkingin vill einnig að heimild
til að veita rannsóknar- og nýtingar-
leyfi vegna virkjanaáforma verði færð
úr höndum iðnaðarráðherra til Al-
þingis meðan á gerð rammaáætlunar-
innar stendur og einnig að ákvörðun
um nýtingu losunarheimilda sam-
kvæmt Kyoto-bókuninni verði færð
til Alþingis.
Þá vill Samfylkingin að verndun
ákveðinna svæða verði tryggð nú
þegar. Þannig verði Vatnajökulsþjóð-
garður stækkaður og feli í sér
Langasjó og allt vatnasvið Jökulsár á
Fjöllum og að friðlandið í Þjórsárver-
um verði einnig stækkað í samræmi
við tillögur umhverfisstofnunar og í
samráði við heimamenn.
Samfylkingin vill einnig þróa að-
ferðir til að úthluta takmörkuðum
mengunarkvótum til stóriðju og
kanna kosti þess að taka upp markað
með losunarheimildir fyrirtækja.
Efla á rannsóknir íslenskra aðila á
vetni, metangasi og öðrum minna
mengandi orkugjöfum í samgöngum
og efla fræðslu til almennings um
loftslagsmál og þátttöku Íslands í al-
þjóðlegu samstarfi til að afstýra
hættulegum loftslagsbreytingum og
kynna um leið íslenska tækni til að
nýta hreina orku.
Samfylking vill einnig auka áhrif
almennings og réttarstöðu í umfjöllun
um umhverfismál, meðal annars með
því að staðfesta Árósasamninginn frá
1998, þannig að almenningur og fé-
lagasamtök teljist hafa lögvarða
hagsmuni á sviði umhverfisréttar.
Einnig að félagasamtök á þessu sviði
fái fjárframlög til þess að afla sér-
fræðiaðstoðar vegna umsagna í
skipulags- og umhverfismálum.
Ingibjörg Sólrún sagði spurð um
hve langan frest á stóriðjufram-
kvæmdum gæti verið að ræða að
OECD og fleiri aðilar segðu að
staldra ætti við nú til þess að ná jafn-
vægi í efnahagsmálum. „Núverandi
iðnaðarráðherra segir að það muni
taka fimm ár að ná jafnvægi í efna-
hagsmálum. Ég held að það sé alveg
hægt að vinna svona rammaáætlun
innan þeirra tímamarka, að minnsta
kosti í stórum dráttum.“
Hún sagði einnig að sér fyndist
menn stundum vera að fara fram úr
sér í umræðu um stóriðju, sérstak-
lega í Helguvík og Straumsvík. Þar sé
talað eins og allt sé í höfn, en það sé
alls ekki raunin. Það sé enn eftir að
rannsaka ýmis svæði og m.a.s. vanti
rannsóknarheimildir fyrir ýmsum
svæðum, eins og í Krýsuvík, til þess
að hægt sé að afla þeirrar orku sem
þurfi fyrir þessi tvö álver. „Mér finnst
eins og menn séu farnir að hoppa yfir
ána úti á miðju túni. Þeir eru ekkert
komnir að henni,“ sagði Ingibjörg
Sólrún einnig.
Tími til kominn að náttúran
fái forgang á stóriðjuna
Morgunblaðið/Sverrir
Náttúruvernd Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í gær. Talin frá hægri Þórunn Sveinbjarnardóttir, Mörð-
ur Árnason, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Möller og Dofri Hermannsson.
Samfylkingin kynnti
stefnu sína í umhverfis-
og náttúruverndarmálum
í gær undir heitinu Fagra
Ísland þar sem lögð er
áhersla á aðgerðir sem
byggjast á forsendum
sjálfbærrar þróunar.
Í HNOTSKURN
»Samfylkingin vill tryggjafriðun Skjálfandafljóts,
Jökulánna í Skagafirði, Torfa-
jökulssvæðisins, Kerling-
arfjalla, Brennisteinsfjalla og
Grændals.
»Beita á hagrænum hvötumtil að minnka notkun
mengandi eldsneytis í sam-
göngum og hvetja til orku-
sparnaðar í sjávarútvegi.
»Efla á rannsóknir á djúp-borun til að mæta megi
aukinni orkuþörf án þess að
ganga á verðmæta náttúru
landsins.
LJÓSMYNDARAFÉLAGIÐ hefur
lagt inn kæru á hendur ríkinu vegna
ljósmyndatöku á vegum sýslumanns
vegna vegabréfa.
Hægt er að fá
mynd í vegabréf
sitt frítt hjá
sýslumanni en at-
vinnuljósmyndar-
ar rukka fyrir það
um 2.500 krónur.
Gunnar Leifur
Jónasson, for-
maður LFÍ, segir
að málið verði
rekið á tveimur
forsendum. Annars vegar á forsend-
um laga um iðnréttindi þar sem þeir
einir mega vera með starfsemi
tengda ljósmyndun sem hafa tilskilin
réttindi en hins vegar vegna þess að
ríkið brýtur með ljósmyndatökunni
samkeppnislög. „Ríkið er í sam-
keppni við einkageirann og þeir eru
að bjóða upp á þjónustu sem kostar
ekki neitt hjá þeim en um 2.500 krón-
ur hjá okkur. Þetta eru nokkrar ljós-
myndastofur sem eru að verða af við-
skiptum upp á kannski 50 milljónir á
ári,“ segir Gunnar sem veit af stofum
sem eru að hætta vegna þessa og
„einsýnt er að mörgum stöðum úti á
landi mun verða lokað.“
Gunnar segir málið verða fordæm-
isgefandi fyrir aðrar iðngreinar.
„Við viljum fá þá til að gera ein-
hverja breytingu á þessu, þannig að
verðið á vegabréfinu verði lækkað ef
viðkomandi kemur með eigin mynd.
Þannig verður í raun og veru val um
hvort farið sé til atvinnuljósmynd-
ara, þó svo að það gæti kostað aðeins
meira – þar eru meiri gæði. En í dag,
þegar ekkert kostar að fá mynd hjá
sýslumanni, koma fáir á ljósmynda-
stofur til að fá myndir í vegabréf.“
Telja
lögin vera
brotin
Gunnar Leifur
Jónasson
Ljósmyndarafélag
Íslands kærir ríkið
♦♦♦
ATLANTSOLÍA, Esso, Olís og
Shell lækkuðu í gær verð á bensíni
um eina krónu. Atlantsolía lækkaði
verð á bensínlítra í 121,6 krónur í
gærmorgun og svo í 121 í lok dags.
Hjá Esso og Shell er algengasta
verð á 95 oktana bensíni eftir lækk-
unina 123,1 króna og hjá Olís kost-
ar 95 oktana bensín á bilinu 122,6
til 123,1 í sjálfsafgreiðslu á höf-
uðborgarsvæðinu.
Verð á bensíni
lækkar um
eina krónu
Eftir Berg Ebba Benediktsson
bergur@mbl.is
EINS og vegfarendur um hafnar-
svæðið í miðbæ Reykjavíkur hafa
tekið eftir er nú verið að rífa Faxa-
skála við Geirsgötu, en í lok síðasta
mánaðar var öll starfsemi flutt úr
húsinu. Byggingarefni hússins verð-
ur að miklu leyti endurnýtt og verður
steypan notuð í landfyllingu í höfn-
inni. Niðurrifið er hluti af víðtækri
uppbyggingu við þetta svæði hafn-
arinnar þar sem meðal annars verð-
ur byggt stórt ráðstefnu- og tónlist-
arhús. Fiskmarkaðurinn, sem áður
var í Faxaskála, hefur nú verið flutt-
ur í nýtt húsnæði vestur á Granda.
„Hér fer fram mikið niðurrif. Við
hliðina á Faxaskálanum stóðu rauðar
skemmur í eigu siglingafélagsins
Brokeyjar sem við rifum niður núna í
vor,“ segir Snorri Vignir Vignisson,
yfirmaður véladeildar SR-verktaka,
sem sér um að rífa húsið í umboði Ís-
lenskra aðalverktaka sem eru að-
alverktaki uppbyggingarinnar á
hafnarsvæðinu.
Þegar blaðamaður nær sambandi
við Snorra er hann staddur á þaki
hússins í 20 tonna vinnuvél og segir
hann það staðfestingu á traustri
byggingu hússins. „Venjulega myndi
þakið brotna undan þessu en þetta er
allt rammgert og undir mér er 30 cm
steypuplata og á hæðinni fyrir neðan
er 40 cm þykk plata,“ segir Snorri og
tekur fram að niðurrifsstarfsemi geti
verið skemmtileg. „Það er ekki leið-
inlegt að skemma eitthvað og fá
borgað fyrir það,“ segir hann hlæj-
andi.
Átta tonna risaklippur
Að sögn Snorra fer niðurrifið
þannig fram að fyrst voru fimmtán
manns í hartnær þrjár vikur að
hreinsa allt innan úr húsinu. Nú
starfa svo um fimm menn á samtals
þremur þungavinnuvélum við að
klippa steypuna og járnið niður.
Meðal véla sem notaðar eru við verk-
ið er 85 tonna Volvo-beltatæki sem
hægt er að setja átta tonna þungar
klippur á sem eru samtals þrír metr-
ar á beidd og sjö metrar á hæð. „Það
er eins og það sé skriðdreki framan á
þessu,“ segir Snorri. Við niðurrifið er
mikið af efni sett í endurnýtingu.
Járnið er klippt niður og notað aftur,
steypan fer í uppfyllingu á hafn-
arsvæðinu og hana þarf því ekki
flytja um langan veg, timbrið er not-
að til brennslu og öll steinull í húsinu
er notuð til einangrunar í öðrum hús-
um. „Hver einasti kúbiksentimetri í
húsinu fer í endurvinnslu og endur-
nýtingu,“ segir Snorri.
Lýkur innan nokkurra vikna
Spurður um reynslu sína af sam-
bærilegum verkefnum er af nógu að
taka hjá Snorra. Hann segir fyr-
irtækið meðal annars hafa rifið
gamla hraðfrystihúsið við Mýr-
argötu, ÁTVR-húsið við Lindargötu
og margt fleira. Sjálfur hefur Snorri
fylgst með niðurrifum húsa í Þýska-
landi og segir hann reynsluna sífellt
gera sig betri í starfinu. Framundan
er svo niðurrif Hampiðjuhússins við
Brautarholt.
Af niðurrifi Faxaskála segir Snorri
hins vegar að ráðgert sé að ljúka
verkinu innan þriggja vikna og ef allt
fari vel taki það ekki meira en tíu
daga. Þá mun fyrirtækið rífa hluta
brúar milli skálans og Esso-
stöðvarinnar en tímasetning á því er
enn ekki ákveðin.
Steypan úr húsinu notuð í landfyllingu
Niðurrif „Það er ekki leiðinlegt að skemma eitthvað og fá borgað fyrir
það,“ sagði Snorri Vignir Vignisson, yfirmaður véladeildar SR-verktaka.