Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HÁSKÓLINN á Akureyri og Fasteignamat ríkisins hafa samið um skipu- lagningu nám- skeiða fyrir not- endur nýs álagningakerfis. Á síðastliðnum vetri samþykkti Alþingi breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þess efnis að frá 1. janúar 2007 fari álagning fasteignaskatta og fast- eignagjalda fram í Landskrá fast- eigna, en það er samhæft gagna- og upplýsingakerfi um allar fasteignir í landinu. Fasteignamat ríkisins rekur skrána og hefur hlotið vottun frá Bresku staðlastofnuninni, BSI, og Háskólinn á Akureyri hefur nú tekið að sér að skipuleggja nám- skeið fyrir verðandi notendur álagningarkerfisins en áætlað er að þeir verði 150–200. Námskeiðin verða á nokkrum stöðum um landið í tengslum við símenntunarmið- stöðvar. Háskólinn skipuleggur námskeiðahaldið, þjónustar þátttak- endur og mótar kennslufræði náms- ins en starfsmenn Fasteignamats ríkisins munu leiðbeina á námskeið- unum. Að námskeiðunum loknum munu sömu starfsmenn síðan starfa við þjónustu við sveitarfélögin vegna álagningarinnar en það þjónustu- borð verður á skrifstofu Fasteigna- mats ríkisins á Akureyri. Kenna á álagning- arkerfið Námskeið fyrir 150–200 manns víða um land NORÐLENSKA hætti á mánu- daginn að inn- heimta gjald fyr- ir flutning á nautgripum frá bændum í slátu- irhúsi. Naut- gripum er slátr- að tvisvar í viku hjá fyrirtækinu og hefur flutnings- gjald verið kr. 2.600 kr. fyrir hvern grip. Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri, segir að fyr- irtækið hafi talið rétt að stíga þetta skref og hvetur bændur til þess að koma með nautgripi til slátrunar. „Framboð á nautakjöti á síðustu mánuðum hefur ekki verið nægi- lega mikið til þess að mæta eft- irspurn. Þess vegna er brýnt að auka slátrun nautgripa til þess að unnt sé að mæta óskum markaðar- ins,“ segir Sigmundur á heimasíðu Norðlenska. Flytja nautgripi frítt til slátrunar AKUREYRARBÆR gerði í vor rammasamning við Vaxtarrækt- ina um að fyrirtækinu væri veitt- ur byggingarréttur fyrir heilsu- ræktarmiðstöð, á svæðinu milli Íþróttahallarinnar og Sundlaugar Akureyrar, en bæjarstjórn ákvað í fyrradag að fresta afgreiðslu málsins „til þess að skoða megi betur áhrif þessarar fram- kvæmdar á rekstur fjölskyldu- garðs á þessu svæði,“ eins og sagði í tillögu Hermanns Jóns Tómassonar, oddvita Samfylking- arinnar og formanns bæjarráðs. Tillagan var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Heilsuræktarmið- stöð í biðstöðu HUGRÚN Helga Guðmundsdóttir og Arinbjörn Þórarinsson kynntust á veitingastaðnum Greifanum þegar þau störfuðu þar bæði, hafa nú búið saman í nokkur ár og stóðust ekki mátið þegar þeim bauðst að kaupa gamla vinnustaðinn. Þau taka við rekstrinum 1. október næstkomandi. Arinbjörn, sem er 32 ára, vann í eldhúsinu á Greifanum í sjö ár með skóla, frá 1993 til 2000, en Hugrún Helga, sem er 29 ára, hóf störf á staðnum 1995 og lærði þar til fram- leiðslumanns. Þau eru bæði fædd og uppalin á Akureyri. „Við höfum búið síðustu sex ár í höfuðborginni en ákváðum að flytja aftur heim í sum- ar,“ segir Arinbjörn í samtali við Morgunblaðið. Hann hafði raunar ráðið sig í aðra vinnu, „en það að eignast eigin rekstur var bara of spennandi til þess að grípa ekki tækifærið“. Hann starfaði síðustu ár við framleiðslustjórnun hjá Kjöt- bankanum í Hafnarfirði og Kötlu en Hugrún Helga var framleiðslumaður á Grand hóteli. „Aðdragandinn að þessu var mjög stuttur. Tækifærið kom upp í hend- urnar á okkur og við ákváðum að slá til,“ segir hann og bætir við að það sé ekki á færi venjulegs fólks úti í bæ að kaupa slíkan rekstur einsamalt og því séu þau í samstarfi við rekstr- arfélag American Style í Reykjavík, sem verði hluthafi í fyrirtækinu. Greifinn eignarhaldsfélag, sem selur nú veitingastaðinn, á Keahótel ehf. sem rekur sex hótel; á Akureyri, í Reykjavík og Mývatnssveit, og ætla eigendur félagsins að einbeita sér að hótelrekstrinum. „Við viljum að við- skiptavinirnir verði sem minnst varir við það að eigendaskipti eigi sér stað. Við leggjum áherslu á að Greifinn haldi áfram því sem þar er best gert; að bjóða góðan mat og góða þjón- ustu. Staðurinn er orðinn 16 ára, það má segja að við tökum við honum eft- ir táningsárin og hann hefur örugg- lega róast á þeim tíma og eitthvað farinn að þroskast!“ segir Arinbjörn. Hann ítrekar að tækifærið hafi verið of gott til þess að sleppa því. „Við kynntumst þarna, búum saman og eigum tvö börn. Það má því segja að rætur okkar séu á Greifanum. Hann er örlagastaður okkar.“ Kynntust í vinnunni á Greifanum og hafa nú keypt staðinn Of spennandi til að grípa ekki tækifærið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Örlagastaður Hugrún Helga og Arinbjörn kynntust þegar þau unnu á Greifanum og stóðust ekki mátið þegar þeim bauðst að eignast staðinn. » Hugrún Helga verður veit-ingastjóri Greifans en Ar- inbjörn framkvæmdastjóri. » Greifinn hóf núverandistarfsemi 1990 í Gler- árgötu 20. Fyrirtækið leigði þá helming húsnæðisins sem það á nú. » „Fyrirtækið hafi alla tíðstutt dyggilega við íþrótta- og menningarstarf í bænum og það verður síst minna eftir eigendaskiptin,“ segir Ar- inbjörn. Í HNOTSKURN AKUREYRI Hafnarfjörður | Á fundi bæj- arráðs Hafna- fjarðar fyrir skömmu voru lögð fram að nýju drög að nýrri lögreglu- samþykkt Hafn- arfjarðar. Bæj- arráð samþykkti að vísa drögunum til umsagnar hjá sýslu- manninum í Hafnarfirði, heil- brigðiseftirlitinu, fjölskylduráði og skipulags- og byggingarráði. Jafnframt að drögin væru að- gengileg á heimasíðu bæjarins og almenningi gefinn kostur á að koma athugasemdum og ábend- ingum á framfæri. Fresturinn er til 15. okt. Drög að nýrri lög- reglusamþykkt Árbær | Hreinsunardagur í Árbæj- arhverfi verður laugardaginn 16. september. Reykjavíkurborg skor- ar á íbúa og starfsmenn borg- arinnar að leggjast á eitt um að snyrta umhverfið, tína rusl, leggja túnþökur, laga leiksvæði, kant- skera, sópa og lagfæra girðingar svo dæmi séu tekin. Átakið hefst kl. 11 á laugardag. Safnast verður saman á þremur stöðum þar sem verkefnum verður útdeilt: við Ártúnsskóla, Árbæj- artorg við Árbæjarkirkju og við Selásskóla. Kl. 14.00 verður Árbæingum boð- ið að koma saman og fagna vel heppnuðum degi við Fylkisvöll. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Í sumar var efnt til hreins- unardags í Breiðholti og þótti hann takast ágætlega. Hreinsunardagur í Árbæjarhverfi miðborginni. „Þá vantar orðið bæði leiðsögumenn og langferðabíla,“ seg- ir Ágúst. Spurður um hversu margt ferða- fólk hafi komið til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum í ár segir Ágúst að fjöldinn sé svipaður eða meiri en í fyrra, en þá var hann um 54.500 manns. Hann segir að síðustu árin hafi verið mælt hversu miklu fé ferðafólk- ið eyði meðan það dvelst í landi. „Þetta eru í kringum sex þúsund krónur sem hver ferðamaður eyðir í að kaupa sér kaffi, póstkort, frí- merki, bækur og minjagripi. Síðan kaupir fólk líka túra, það fer að Gull- fossi og Geysi, upp á Langjökul, í Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Reykjavík | Siglingar skemmtiferða- skipa til Íslands eru að renna sitt skeið á enda í ár, en síðasta skip sum- arsins kemur til hafnar í Reykjavík 30. september næstkomandi, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Faxaflóahafna. Hann segir að næst- síðasta skipið í ár hafi komið hingað fyrr í þessari viku, en alls hafa um 75 skip komið til Reykjavíkur í sumar og lagðist hið fyrsta að bryggju 24. maí. Ágúst segir að sú þróun virðist vera að eiga sér stað að „skipavertíð- in“ nái yfir lengra tímabil en fyrr. „Þau verða jafnvel að koma fram í október á næsta ári,“ segir Ágúst, en þegar hafa um 70 skip boðað komu sína til Íslands sumarið 2007. Góð aðstaða á Skarfabakka Ágúst segir að í sumar hafi oft tvö til þrjú skip komið til hafnar í Reykjavík á einum degi, en ný að- staða fyrir skipin var opnuð að Skarfabakka í júníbyrjun. „Þar er gríðarlega fín aðstaða, bæði fyrir skipin sjálf og þá sem taka á móti þeim, svo sem ferðaskrifstofur sem sjá um að koma farþegum í ferðir. Þá er mjög gott pláss þarna fyrir rútur og leigubíla,“ segir Ágúst. Hann seg- ir höfnina anna því vel að taka á móti tveimur til þremur skipum á dag, en ef um stór skip sé að ræða kunni á fimmta þúsund ferðalangar að streyma inn í borgina á sama tíma, en þeir séu viðbót við aðra ferðamenn í Bláa lónið eða annað,“ segir hann. Það sé að aukast að skipin haldi til yf- ir nótt í Reykjavík. Kannanir sýni að þeir sem hingað koma séu mjög ánægðir með dvölina. Ágúst segist telja að útlit sé fyrir gott sumar hjá höfnunum á næsta ári. Líklegt sé að fleiri skip eigi eftir að bóka komu sína hingað en þau 70 sem þegar hafa gert það. „Þetta lítur vel út en við erum að vinna í því að fá fleiri. Við erum að markaðssetja okkur og reyna að segja frá því hvað hægt sé að gera hérna,“ segir Ágúst. Það sé í raun lít- ill hópur sem taki ákvarðanir um hvert skip sigla, skipafélögin séu það fá. „Við reynum að þekkja þetta fólk eins vel og við getum og jafnvel bjóð- um því hingað í heimsókn. Síðan för- um við á eina eða tvær sýningar á hverju ári þar sem við kynnum okk- ur,“ segir hann. Þá séu sendir út bæklingar til kynningar á Íslandi, auk þess sem ferðaskrifstofur vinni í þessum málum. Engin takmörk séu á því hvað höfnin í Reykjavík geti tekið á móti mörgum skipum á sumri, en fyrr þrengi að í höfnum á landsbyggðinni. Skipin komi til Keflavíkur, Hafnar- fjarðar, Ísafjarðar, Grundarfjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Seyðisfjarðar og Vestmannaeyja. Ánægjulegt sé hversu margra staða á landinu skipin komi til. Tvö til þrjú skemmtiferðaskip að bryggju á dag í sumar Þegar hafa um 70 skip boðað komu sína til Reykjavíkur á næsta ári Morgunblaðið/Kristinn 75 skip á einu sumri Skemmtiferðaskipin Maasdam og Aida Blu við Korngarð í Sundahöfn í júlí síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.