Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 22

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ SKOSKI listamaðurinn Iain Sharpe opnar málverkasýn- ingu í Anima galleríi á morgun, föstudag. Iain Sharpe er Breti og býr og starfar í London. Hann segist í verkum sínum kanna formgerðir og kerfi sem tengjast útbreiðslu úthverfa og leitist við að endurspegla færi- bandasiðfræðina sem fasteignaverktakar hafi til- einkað sér. Þetta er fyrsta sýning Sharpe hér á landi en sýningin stendur fram til 7. október. Anima gallerí er opið þriðjudaga til laugardaga, milli klukkan 13 og 17. Sýning Kannar útbreiðslu úthverfa SÖNGKONAN Kristjana Stef- ánsdóttir fer fyrir hljómsveit- inni The Olivers á tónleikum í kvöld. Efnisskráin er að sögn þrí- skipt en þar má finna þekktar djassperlur, blús og fönk. Kristjana hefur verið iðin við að halda merkjum djass- tónlistar á lofti og er ein fremsta söngkona okkar á því sviði. Tónleikarnir fara fram á veitinga- og skemmti- staðnum Café Oliver við Laugaveg. Dagskráin hefst klukkan 22 og stendur til lok- unar, eða til klukkan 1 eftir miðnætti. Tónleikar Kristjana og The Olivers á Oliver Kristjana Stefánsdóttir KVIKMYNDIN Blóðbönd, í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirs- sonar, er meðal þeirra 49 mynda sem Evrópska kvik- myndaakademían hefur valið í forval til Evrópsku kvik- myndaverðlaunanna. Fimm myndanna verða að lokum til- nefndar til verðlaunanna sem veitt verða í Varsjá í Póllandi 2. desember næstkomandi. Blóðbönd var sýnd á kvikmyndahátíðinni í To- ronto síðastliðinn þriðjudag. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hilmar Jóns- son og Margrét Vilhjálmsdóttir. Kvikmynd Blóðbönd á faraldsfæti Úr Blóðböndum. ÞÝSKI listamaðurinn Christoph Shlingensief stendur þessa dagana undir nafni sem vandræðabarn í leikhúsheim- inum. Nýjasta hneykslið kring- um Shlingensief er leikrit hans Kaprow City sem frumsýnt var í Volksbuehne- leikhúsinu í Berl- ín á miðvikudag. Sýningin er höfð á sama tíma og Freize-listahátíðin fer fram í Re- gent’s Park í Lundúnum. Til stend- ur að sýna verkið í Lundúnum í október. Leikritið fjallar um Díönu prins- essu af Wales og dauða hennar. Í verkinu er Elísabet II. Englands- drottning meðal annars túlkuð þar sem hún heilsar að hætti nasista. Eins og vænta má eru viðbrögð Breta við uppátæki Shlingensiefs mjög neikvæð. Listamaðurinn hefur veitt þau svör að honum þyki Bretar gera úlfalda úr mýflugu, að því er segir í umfjöllun Sunday Express. Það mun ekki draga úr óánægju aðdáenda drottningar og prinsess- unnar heitinnar að fyrirhugað er að Lars Von Trier geri kvikmynd eftir verki Schlingensiefs og að jafnvel standi til að taka myndina upp í Lundúnum. Morgunblaðið sagði frá því í febr- úar að Þjóðleikhúsið hefði náð sam- komulagi við Schlingensief um að hann stýrði þar uppfærslu á eigin verki, Ragnarökum 2010. Schlin- gensief varð þó að fresta verkefninu og gaf þá skýringu að hann vildi ein- beita sér að myndlist og að vinna í leikhúsi hentaði honum ekki að svo stöddu. Í staðinn var verkið Fögnuður eft- ir Nóbelsskáldið Harold Pinter tekið til sýninga og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Schlingen- sief styggir Breta Elísabet II heilsar að nasistasið Christoph Schlingensief NÚ ER komið að leiðarlokum í keppninni um söngvara Supernova og ljóst að keppandinn kanadíski, Lukas Rossi, bar sigur úr býtum. Magni Ás- geirsson varð fyrstur fjórmenning- anna úr leik í úrslitaþættinum sem sýndur var í nótt. Hann steig svo á svið í lok þáttarins og lék með Lukasi þegar hann söng sigursönginn. Á blaðamannafundi að lokinni keppninni sagði Jason Newsted, liðsmaður Sup- ernova, að Magni væri langbesti hljóðfæraleikarinn af öllum kepp- endum þáttaraðarinnar og því hefði það legið beint við að fá hann upp á svið. Það má kallast framúrskarandi ár- angur hjá Magna að hafa náð jafn langt og raun ber vitni. Því er rétt að spyrja hann hvort að hann hafi gert sér vonir um það í upphafi. Blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af þreyttum en brosmildum Magna í stúdíói sjónvarpsstöðv- arinnar CBS þegar úrslitin voru kunngerð. ,,Nei, ég átti aldrei von á að ég næði svona langt. Satt að segja var ég viss um að mér yrði hent út eftir fyrstu tvær vikurnar. En ég er sáttur við úr- slitin. Ég vildi að Lukas ynni þetta, hann átti það svo sannarlega skilið,“ segir Magni og virðist heilshugar sátt- ur við úrslitin. Hamingjusamastur í heimi ,,Ég er búinn að vera núna alls 15 vikur í Bandaríkjunum, þar af 12 vik- ur búsettur í villunni með hinum keppendunum,“ segir Magni. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig sambúð keppendanna hafi gengið. ,,Þetta hefur verið rosalega skrýtið á margan hátt,“ segir Magni. ,,Þetta er búið að vera tilfinningalegur rússí- bani, bæði stórskemmtilegt og líka erfitt. Það áttu allir keppendurnir sín- ar erfiðu stundir og hvert og eitt okk- ar brotnaði niður á einhverjum tíma- punkti. En það voru vissulega líka stundir þar sem við gátum glaðst sam- an.“ En finnst Magna hann vera reynsl- unni ríkari? „Já, mér finnst ég hafa kynnst sjálf- um mér nokkuð vel. Ég veit full- komlega núna hvað ég vil fá út úr líf- inu. Ég er hamingjusamasti maður í heimi og er búinn að læra að það að vera heimsfrægur poppari og vaða í seðlum er ekki endilega það sem færir manni hamingjuna.“ Nú veit ég að þið fenguð sálfræðiað- stoð meðan á keppninni stóð. Þurft- irðu einhvern tíma að nýta þér hana? Magni brosir og segir: ,,Já, það var sálfræðingur í fullri vinnu með okkur allan tímann en ég hef nú ekki þurft á sálfræðiaðstoð að halda. Ég hef reyndar starfað sem launalaus sál- fræðingur allan tímann sem við bjuggum saman í húsinu. Við Dilana tókum að okkur það hlutverk til skipt- is. Hún er jafnframt einn besti vinur minn úr þessum hópi. Storm, Toby, Lukas og Dilana eru vinir sem ég á eftir að eiga það sem eftir er ævinn- ar.“ Hlakkar til að leika við soninn Blaðamaður minnist á mikla þátt- töku Íslendinga í síma- og netkosn- ingum undanfarnar vikur og Magni skellir upp úr og segir: ,,Það þýðir ekkert að rukka mig fyrir það. En síð- ustu vikurnar hef ég virkilega fundið stuðninginn að heiman og ég er búinn að vera klökkur og hrærður yfir þeim samhug sem ég hef fundið frá Íslend- ingum. Ég vissi í fyrstu ekki hvernig ég átti að taka þessu en ég er Íslend- ingur og missi mig gjörsamlega þegar landsliðið í handbolta stendur sig vel, svo ég skil stemninguna. Ég er bara svo ánægður að hafa fengið að vera ,,strákurinn okkar“ í nokkrar vikur.“ Ýmislegt er fram undan hjá Magna og til stendur að hann fari í tónleika- ferðalag með Supernova og húsbandi þáttanna í janúar. ,,Þetta ferðalag hefst upp úr miðjum janúar 2007 og stendur í sex vikur,“ segir Magni og segist hlakka til að endurnýja kynnin við félaga sína í byrjun næsta árs. Magni segir veru sína í Supernova vissulega hafa komið honum á fram- færi en hann eigi hins vegar eftir að gera það upp við sig hvort hann vilji eitthvað með þetta gera eða hreinlega vera bara áfram á Íslandi. Magni ját- ar því að hann hafi nú þegar fengið ýmis tilboð en vill á þessari stundu minnst tjá sig um það og er hógværð- in uppmáluð. ,, Ég er opinn fyrir öllu og skoða allt sem að mér er rétt.“ En hvað skyldi taka við þegar heim til Íslands er komið? ,,Mitt fyrsta verk verður að slökkva á símanum, hvílast og leika við son minn Marinó í nokkrar vikur. Á Ís- landi er fjölskyldan og þar er hjart- að,“ segir Magni örmagna að lokum. Gaman að vera „strákurinn okkar“ í nokkrar vikur Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Fullskipuð Hljómsveitin Supernova, frá vinstri Jason Newsted, Lukas Rossi, Tommy Lee og Gilby Clarke. Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Að leiðarlokum Magni svarar spurningum ónefndrar sjónvarpskonu hjá TV Guide sjónvarpsstöðinni eftir blaðamannafundinn í gærkvöldi. Magni sáttur við úrslitin og hlakkar til að koma heim Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur steinunnolina@mbl.is MIÐASALA á hina árlegu tónlist- arhátíð Iceland Airwaves hefst næstkomandi föstudag í verslunum Skífunnar á Laugavegi, í Kringl- unni og Smáralind og verslunum BT á Akureyri, Egilsstöðum og Sel- fossi. Miðaverð er 6.900 krónur auk 460 króna miðagjalds og fæst fyrir það aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar. Alls koma um 180 hljómsveitir, tónlistarmenn og plötusnúðar fram í ár á sjö tónleikastöðum. Iceland Airwaves stendur yfir dagana 18. til 22. október. Miðasala á Airwaves hefst á föstudag MENNING Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeið fyrir börn. Taltímar. Einkatímar. Kennum í fyrirtækjum. Frönskunámskeið hefjast 18. september Innritun til 16. september Tryggvagötu 8, 101 Reykjavík, fax 562 3820. Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.