Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 23
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
BOÐSKAPUR Sigurðar Nordals
átti erindi við samtíðarmenn hans
og ekki síður við Íslendinga nú á
tímum, segir Páll Skúlason, heim-
spekingur og fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands. Páll flytur fyr-
irlestur í boði Stofnunar Sigurðar
Nordals í Norræna húsinu í dag,
en þá verða liðin 120 ár frá fæð-
ingu hans og 20 ár frá því að
Stofnun Sigurðar Nordals var sett
á laggirnar.
Fyrirlestrar um
sálarlíf þjóðarinnar
Páll segir að ævistarf Sigurðar
hafi að stórum hluta snúist um
rannsóknir á íslenskri menningu
og bókmenntum. „Ég held að það
sé mikill áhugi á Sigurði Nordal
og hann hafi haft veruleg áhrif
með sínum skrifum. Hans upp-
haflega fræðasvið var íslenskar
fornsögur en hann var einnig
hugsuður og heimspekingur og
hélt mikla og merka, sálfræðilega
og siðfræðilega fyrirlestra árið
1918 sem hann kallaði Einlyndi og
Marglyndi. Hann er einn af okkar
merkustu fræðimönnum um menn-
ingu og bókmenntir og skrifaði
margar athyglisverðar ritgerðir.
Allir sem hafa áhuga á íslenskri
menningu hljóta að kynna sér
verk Sigurðar,“ segir Páll.
Hann segir að Sigurður haldi
hárri stöðu í íslensku fræða-
samfélagi og sé einn af mátt-
arstólpum þess. „Það sem heldur
nafni hans á lofti eru skrif hans
um ýmis skáld og bókmenntasögu.
Hans stóra höfuðverk er bókin Ís-
lensk menning, sem kom út 1942.
Bókin er tilraun hans til þess að
fá Íslendinga til að yfirvega skipu-
lega menningu sína og rækta
hana. Það var ekki vanþörf á her-
hvöt af þessu tagi á hans tímum
og ekki heldur núna. Ég held að í
verkum Sigurðar sé boðskapur
sem er mikilvægt fyrir Íslendinga
að yfirvega. Viðfangsefni hans
hafa erindi til samtímans og eru
kannski aldrei brýnni en einmitt
núna,“ segir Páll.
Íslensk menning
og menning Íslendinga
Páll segir að Sigurður hafi gert
greinarmun á íslenskri menningu
og menningu Íslendinga. „Að því
leyti að menning Íslendinga á
hverjum tíma er auðvitað fólgin í
því að við erum að tileinka okkur
ýmislegt úr menningu annarra
þjóða. En íslensk menning er sú
menning sem við Íslendingar höf-
um sjálfir skapað í gegnum tíðina
með því hvernig við tökum afstöðu
til landsins, til tungunnar og sög-
unnar. Hvernig við mótum okkar
eigin veruleika. Við Íslendingar
þurfum því stöðugt að endurskapa
íslenska menningu um leið og við
tileinkum okkur menningu ann-
arra þjóða. Menning verður ekki
til nema í sífelldri ræktun og
sköpun. Í þessu fólst boðskapur
Sigurðar til okkar. Hættan er allt-
af sú að við látum glepjast af
framandi menningu og ræktum
ekki nægilega okkar eigin, ís-
lensku menningu.
Sigurður hvetur okkur til þess
vegna þess að forsendan fyrir því
að lifa mannsæmandi lífi í landinu
er sú að við eigum okkar eigin
menningu. Í huga Sigurðar er
menning það sem gefur lífi okkar
gildi.“
Páll segir að í fyrirlestri sínum
beri hann fram þá spurningu
hvernig boðskapur Sigurðar
hljómi í dag. „Í heimi nútímans
ríkir ákveðin markaðshyggja, þar
sem margir eru á bólakafi í versl-
un og viðskiptum og hugsa mjög
alþjóðlega. Ég spyr því hvaða
hljómgrunn boðskapur Sigurðar
hafi í dag og hvaða erindi hann
eigi við okkur. Um leið er fyr-
irlesturinn tilraun til að greina nú-
tíma markaðshyggju,“ segir Páll.
Íslensk menning | Fyrirlestur um Sigurð Nordal í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu hans
Skyldur Íslend-
inga vegna sögu,
tungu og lands
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Andans menn Úr móttöku fyrir W. H. Auden úr Ljósmyndasafni Ólafs K.
Magnússonar. F.v.: W.H. Auden, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Nordal og
Tómas Guðmundsson.
Páll Skúlason „Allir sem hafa
áhuga á íslenskri menningu hljóta
að kynna sér verk Sigurðar.“
SIGURÐUR Nordal fæddist 14.
september að Eyjólfsstöðum í
Vatnsdal, dr. phil. frá Kaup-
mannahöfn með ritgerð um
Ólafs sögu helga. Stundaði
heimspekinám í Berlín og Ox-
ford 1915–1918. Prófessor í ís-
lenskum fræðum við Háskóla
Íslands 1918. Rektor Háskóla
Íslands 1922–1923. Gaf út Eg-
ilssögu fyrir Hið íslenskra forn-
ritafélag. Sigurður markaði
með þessari útgáfu þá stefnu
sem útgáfur Fornritafélagsins
hafa fylgt síðan. Var útgáfu-
stjóri félagsins til 1951. Íslensk
menning kemur út 1942 og er
af mörgum talin höfuðrit Sig-
urðar Nordals. Sendiherra Ís-
lands í Kaupmannahöfn 1951–
1957. Sigurður Nordal lést í
Reykjavík 21. september 1974.
Starfsferill
Sigurðar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
6
6
5
7
Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is
„MÁ ÉG FARA AFTUR
NÆSTU HELGI?“
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
EFTIR ASTRID LINDGREN
ANÍTA MJÖLL 5 ÁRA
Fyrir eldri borgara
Sérlega vandaðar og glæsilegar eignir
fyrir þá sem vilja minnka við sig. Vand-
aðar íslenskar innréttingar frá Brúnás
eru í öllum íbúðum svo og tæki af við-
urkenndri gerð frá Ormson auk mynd-
dyrasíma. Lyftur eru í öllum stigahús-
um er ganga niður í bílageymslu. Á
aðalhurðum verða sjálfvirkir hurðaopn-
arar. Svæðið er við sjóinn og þar liggja
skemmtilegar gönguleiðir meðfram
ströndinni. Ökuleiðir til og frá hverfinu
eru greiðfarnar, stutt í Smáralind og
miðbæ Garðabæjar.
Stúdíó, 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir eru í
boði.
VERÐ frá 16,0–47,0 millj.
BYGGINGAFÉLAG GYLFA OG GUNNARS ÁSAMT AKKURAT KYNNA
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
S. 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali
Komið eða fáið senda bæklinga um
þessar vönduðu eignir. Upplýsingar
gefa sölufulltrúar Akkurat á skrif-
stofu í síma 594 5000.
www.akkurat.is
17 JÚNÍTORG – SJÁLANDI – GARÐABÆ
50 ÁRA OG ELDRI