Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 24
|fimmtudagur|14. 9. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Það er ekki óalgengt að venju-
leg meðalfjölskylda borgi á
bilinu 20.000 – 40.000 krónur
á ári í seðilgjöld. » 28
fjármál
Björn Ingólfs leiðir sextán
manna gönguhóp í Fjörður, yfir
holt og hæðir, fjöll og dali,
sprænur og bullandi læki. » 26
hreyfing
Bilið á milli foreldra og barna er
að aukast, börn verða fyrir æ
minni áhrifum frá foreldrum
sínum, segir Lars Dencik. » 29
uppeldi ferðalög
Hvað á að hafa í matinn um
helgina? Skoðum það sem mat-
vöruverslanirnar eru að bjóða á
kostakjörum. » 28
neytendur
Tannheilsa dýra er mjögmikilvægur þáttur íþeirra heilbrigði og eruhunda- og kattaeigendur
allflestir orðnir mjög meðvitaðir
um það,“ segir Lísa Bjarnadóttir,
dýralæknir við Dýraspítalann í
Víðidal.
„Við dýralæknar gerum bara
nokkuð mikið af því að hreinsa
tannstein úr kisum og það á
reyndar líka við hunda. Fólk er
sem betur fer orðið mjög með-
vitað um tannheilsu dýranna
sinna því við erum í þessu yf-
irleitt á hverjum degi og stundum
oft á dag,“ segir Lísa.
Mjög misjafnt er hve oft þess-
um hluta tilverunnar er sinnt.
Venjan er sú að kisurnar kom ár-
lega í ormahreinsun og bólusetn-
ingu og þá er gjarnan skoðað upp
í munn og augu í leiðinni. „Ef
okkur finnst þörf á að hreinsa
tannstein, þá gefum við kisunum
tíma í tannhreinsun. Þær koma
þá hingað að morgni. Þær eru
settar í létta svæfingu og steinn-
inn hreinsaður. Stundum eru
tennurnar farnar að losna ef það
er mikill tannsteinn og þá þarf að
fjarlægja þær.“
Við notum sérstakt hátíðnitæki
við tannsteinshreinsunina sem
sprengir tannsteininn utan af
tönnunum. Ég er nokkuð viss um
það að hvorki hundar né kettir
myndu sætta sig við þessa með-
ferð án léttrar svæfingar,“ segir
Lísa dýralæknir.
Hún segir jafnframt að fæða
katta geti spilað inn í tannsteins-
myndun. Þannig er dýrum, sem
eru mikið á dósamat eða manna-
mat, hættara við að safna á sig
tannsteini en þeim dýrum, sem
eru á þurrmat. Þetta er líka
spurning um munnvatnssamsetn-
ingu hjá dýrunum. Sum dýr virð-
ast vera gjarnari á að fá tann-
stein en aðrir, líkt og við
mannfólkið. Til er sérstakt þurr-
fóður frá ýmsum framleiðendum
sem á að draga úr myndun tann-
steins auk þess sem til eru tann-
væn nagbein fyrir hunda sem
eiga að draga úr myndun tann-
steins. Svo höfum við einfaldlega
verið að hvetja hvolpa- og kett-
lingaeigendur til að tannbursta
dýrin sín. Sum dýr láta sér það
lynda ef menn byrja bara nógu
snemma. Best er að nota mjúka
ungbarnabursta og sérstakt tann-
krem fyrir hunda og kisur sem er
með lifrabragði og ýmsum öðrum
dýravænum bragðtegundum.
Tannkrem mannfólksins þykir
þeim alltof sterkt.“
gæludýr
Kettir og hundar þurfa
líka að fá tannhreinsun
Morgunblaðið/Jim Smart
Dugleg Það er ekki víst að allir kettir verði ánægðir með tannburstunina.
Þetta lítur vel út. Nú er bara að pakka blöðunuminn í litla Fíatinn minn og keyra hringinn,“sagði Teitur Atlason þegar fyrstu eintökin afEimreiðinni litu dagsins ljós í prentsmiðju
Morgunblaðsins í gær.
Teitur er nú orðinn ritstjóri, útgefandi og auglýs-
ingastjóri því hann er að hefja útgáfu tímarits fyrir
framhaldsskólanema, sem hann telur markaðinn vera í
brýnni þörf fyrir. „Efnistökin í blaðinu mínu verða frá-
brugðin efnistökum annarra blaða fyrir þennan hóp.
Áherslan verður mikill texti og litlar myndir. „Mér
finnst vanta svona blað á markaðinn því það efni, sem er
í boði fyrir ungt fólk, einblínir svolítið mikið á skemmt-
analífið og frítímann eftir skóla. Það er enginn fjölmiðill
að fjalla um málefni, sem snúa beint að sjálfu náminu og
því að vera framhaldsskólanemandi í skóla.“
Teitur segist líta á Eimreiðina sem tengibrú milli
framhaldsskólastigsins og háskólastigsins. „Ég hugsa
blaðið hvetjandi fyrir námsfólk. Það kemur margt fróð-
legt fram í þessu fyrsta tölublaði. Athyglivert viðtal er
við formann Félags framhaldsskólakennara um stytt-
ingu stúdentsprófsins. Ég er með kynningu á því hvaða
kjör kunna að bíða nýútskrifaðra háskólamanna eftir
starfsgreinum, velti því upp hvort yfirdráttarheimildir
séu góð lán eða ólán og bendi auk þess á þá staðreynd að
alls staðar í Skandinavíu fá framhaldsskólanemar styrki
frá ríkinu nema á Íslandi. Í Danmörku nema þessir rík-
isstyrkir allt frá þremur þúsundum danskra kr. og upp í
6.500. 90% íslenskra framhaldsskólanema vinna hins-
vegar eitthvað með námi sem er met, sé litið til atvinnu-
þátttöku framhaldsskólanema á Norðurlöndunum.“
Eimreiðin er gefin út í hefðbundnu dagblaðabroti í tíu
þúsund eintökum og verður dreift frítt í alla framhalds-
skóla á landinu. Útgáfan er kostuð með auglýsingasölu
og segist Teitur vera með öfluga penna úr röðum fram-
haldsskólanema með sér við skriftirnar. Fyrsta tölublað-
ið er 20 blaðsíður og það næsta stefnir í 24 síður.
Teitur hóf að dreifa nýja blaðinu sínu í alla framhalds-
skóla á höfuðborgarsvæðinu í gær, Hann ætlar svo að
leggja af stað í dag á Fíatn-
um sínum hringinn í kring-
um landið til að dreifa nýja
blaðinu sínu í alla aðra
framhaldsskóla.
Eimreiðin er tengibrú
fyrir framhaldsskólanema
Nýtt Teitur Atlason
gluggar í Eimreið,
sem kom út í fyrsta
sinn í gær.
Morgunblaðið/Ómar
Ritstjórinn Teitur Atlason pakkaði Eimreiðinni inn í
Fíatinn sinn og ætlar að keyra hringinn í kringum
landið til að dreifa nýja blaðinu til nemenda.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
TENGLAR
...........................................
ritstjorn@eimreidin.is