Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 26

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 26
Í Fjörðum hafa andstæðurnartekist á. Þar hafa menn ýmisthokrað á örreytiskotum eðarekið stórbú. Þar voru kostaj- arðir, grösugar engjar, fjörubeit góð og mikill reki. Á hinn bóginn er þar gífurlegt fannfergi á hörðum vetrum, en nærri lætur að um tíu býli hafi verið í byggð í Fjörðum fyr- ir 100 árum. Það er Björn Ingólfs- son, fyrrum skólastjóri á Grenivík og leiðsögumaður hjá Fjörðungum, sem hefur orðið og leiðir sextán manna gönguhóp yfir holt og hæðir, fjöll og dali, sprænur og bullandi læki. Ferðinni er heitið í Fjörður, sem samanstanda af Hvalvatnsfirði og Þorgeirsfirði, og svo í Keflavík og inn Látraströnd. Ferðaþjónustan Fjörðungar eru í eigu Heimis Ás- geirssonar og Jóns Stefáns Ingólfs- sonar. Trússhestar bera tjöld og annan viðlegubúnað og því er dag- poki með nesti fyrir daginn sem menn útbúa sér af morgunverð- arhlaðborði eingöngu á herðum göngumanna. Fararstjórar sjá svo um að töfra fram kvöldverði á öllum nátt- stöðum. „Það eru tvö hugtök, sem menn þurfa að hafa á hreinu,“ upplýsir Björn við upphaf ferðar. „Aftöku- staðir eru þeir staðir nefndir þar sem við tökum af okkur bakpokana, hvílumst og mötumst. Og aftur- göngur eru þeir nefndir sem ganga með okkur oftar en einu sinni.“ Lélegt brauð og lítt eftirsótt Eftir akstur norður Leirdalsheiði að eyðibýlinu Gili í Hvalvatnsfirði þar sem Theodór Friðriksson, rit- höfundur, bjó var gengið yfir í Þor- geirsfjörð og tjaldað á Þöngla- bakka. „Talið er að Þorgeir, sem nam land í Þorgeirsfirði, hafi búið á Þönglabakka og þar hafi því verið búseta í þúsund ár. Kirkja var reist þar fljótlega eftir kristnitöku og þar var prestsetur. Höfuðdýrlingur kirkjunnar var Ólafur konungur helgi. Ekki eru kaþólskir Þöngla- bakkaprestar nafngreindir, en þeg- ar fyrsti lúterski presturinn, Kol- beinn Gamlason, kom þangað 1596 hafði ekki setið þar prestur í 100 ár. Eftir séra Kolbein kom óslitin röð 23 presta. Sumir bjuggu góðu búi og komust vel af. Aðrir hokruðu og flýðu staðinn eða dóu í vesöld. Sókn- in var lögð niður 1902 og lögð undir Grenivíkurprestakall, síðar Laufá- sprestakall. Þönglabakki þótti lélegt brauð og ekki eftirsótt. Þangað voru stundum á fyrri öldum sendir prestar, sem höfðu ekki kost á öðru eða gátu með því móti endurheimt hempu sína eft- ir skírlífisbrot. Þönglabakki þótti allgóð jörð þótt ekki væri öllum prestum lagið að búa þar. Gott var til sjósóknar og voru gerðir út það- an vélbátar á öðrum áratug 20. ald- ar. Síðustu ábúendur Þönglabakka voru Jóhannes Kristinsson og Sig- urbjörg Guðlaugsdóttir. Þau komu þangað úr Kaðalstöðum 1933 og fluttu til Flateyjar 1944 þegar síð- ustu þrír bæir í Fjörðum fóru í eyði,“ segir Björn. Andstæðurnar kallast á Frá Þönglabakka var gengið dag- inn eftir vestur yfir Botnsfjall, Blæju og áð á Messukletti, sem gnæfir yfir Keflavíkurdal. Tjaldað var í Keflavík. „Í Keflavík hefur verið búið um aldaraðir, þó ekki samfellt. Þeir, sem þar bjuggu, þurftu að horfast í augu við miklar andstæður. Annars vegar var þar gott undir bú, grösug tún og gott til beitar og fengsæl fiskimið skammt undan landi. Þess vegna gátu menn haft það gott í Keflavík, þar skorti sjaldan mat. Hinsvegar gat verið afar snjóþungt þar og menn gátu lokast inni jafnvel vikum saman þegar ófært var yfir Hnjáfjall og Blæju yfir í Þorgeirs- fjörð og um Uxaskarð inn í Látur og ólendandi af sjó. Árið 1862 til 1868 var starfræktur þar sjómannaskóli, einn sá fyrsti á landinu. Hálfri annarri öld áður hafði stúlkubarn lifað af margar vikur eftir að allt annað heimilisfólk var látið. Árið 1862 fórust bæði hjónin á bænum við að bjarga bát sínum undan brimi og áratug síðar veiddu vinnumenn átján stórlúður meðan húsbændurnir fóru til kirkju. Síðasti bóndi í Keflavík var Geir- finnur Magnússon, sem flutti að Botni 1906," upplýsir Björn leið- sögumaður. Að morgni þriðja áfanga var haldið inn Keflavíkurdal inn á Ux- askarð og þaðan upp á Gjögurfjall í 710 m hæð þaðan sem Eyjafjörður blasir við. Þá var gengið niður í Lát- ur og gist. „Á Látrum er talið að hafi verið búið frá því skömmu eftir landnám. Jörðin mun fyrst hafa heitið Hval- látur. Þar var verstöð frá fornu fari og fram á 20. öld. Fyrir utan útgerð, sem heimabændur ráku, var oft mikið um að bátar innan úr Eyja- firði væru þar við róðra. Frægust ábúenda að Látrum er Björg Ein- arsdóttir, Látra-Björg, sem uppi var á árunum 1716–1785. Hún er talin með helstu alþýðuskáldum 18. aldar og hefur töluvert varðveist af kveð- skap hennar. Á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. bjuggu að Látrum feðgarnir Jónas Jónsson og Tryggvi Jónasson, annálaðir sjómenn og gerðu út á há- karl. Búseta á Látrum markaðist af andstæðum náttúrunnar. Þar var gott land til búskapar og stutt á gjöful fiskimið. Á hinn bóginn gat tekið fyrir allar samgöngur vikum saman á veturna þegar ófært var inn yfir Látrakleifar og brim haml- aði lendingu. Áfallið, þegar bænd- urnir Steingrímur Hallgrímsson og Hallur sonur hans, létust eftir mikla hrakninga á sjó í aftakaveðri í des- ember 1935, batt enda á búsetu á Látrum. Axel Jóhannesson, tengda- sonur Steingríms, hafði búið þar með þeim. Hann fékk eftir slysið í lið með sér Hólmgeir Árnason. Þeir bjuggu áfram á Látrum með fjöl- skyldum sínum í þrjú ár, en fluttu þá burt. Þremur árum seinna settust að á Látrum fjölskyldur Sveinbjörns Guðbjartsonar og Kristins Sigurðs- sonar. Sú búseta stóð í tvö ár. Síðan hefur Látur staðið í eyði,“ segir Björn. Á fjórða og síðasta degi er gengið inn Látraströnd, sem hefur að geyma einkar fjölbreytt gróðurfar. Á Svínárnesi er svo sest upp í bíl, sem flytur göngufólkið á ný til Grenivíkur eftir fimmtíu kílómetra göngu á fjórum dögum. Þar var að vonum kærkomið að dýfa sér niður í heitar laugar eftir ferðasvita liðinna daga áður en sest er að dýrindis veisluföngum þeirra Fjörðunga. Með aftur- göngum á af- tökustöðum TENGLAR ..................................................... www.fjordungar.com Trússið Hestasveinarnir Heimir Ásgeirsson og Birgir Birgisson. Brúað Gengið yfir Keflavíkurbrú. Leiðsögumaðurinn Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, sá um að uppfræða göngufólkið. Nærri lætur að um eitt þúsund göngugarpar hafi notið göngutrússferða Fjörðunga á Grenivík sem stofnað var fyrir ellefu árum. Jóhanna Ingvarsdóttir lét gamlan draum rætast í sumar og fór í trússferð um Fjörður. Morgunblaðið/JI join@mbl.is Kvöldvakan Göngugarp- urinn og hagyrðingurinn Halldór Fannar sá um að spila undir söng á sitt heimagerða göngustafs- gítarbanjó. ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.