Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 29
Bilið á milli foreldra ogbarna er að aukast, börnverða fyrir minni ogminni áhrifum frá for-
eldrum sínum en meiri áhrifum frá
umhverfinu og öðrum börnum,“
segir Lars Dencik sem stjórnar
miðstöð fyrir barna- og fjölskyldu-
rannsóknir við Hróarskelduháskóla
í Danmörku. „Það er samfélagslegt
bil á milli foreldra og barna vegna
þess að reynsla foreldranna er ekki
eins mikilvæg fyrir börn í dag, þau
hafa ný sjónarhorn og ólík lífs-
viðhorf. Þetta snýst ekki eins mikið
og áður um flutning á gildum og
viðhorfum frá foreldrum til barna
heldur meira um að börn fái gildi,
siði og hegðunarmynstur frá um-
hverfi, skóla og vinahópi.“
Dencik segir að foreldrar þurfi
ekki að vera eins miklar fyr-
irmyndir og áður fyrir börnin held-
ur séu þau frekar mótandi fyrir
þau. „Með því að setjast að í
ákveðnu hverfi, senda þau í ákveð-
inn skóla og leyfa þeim að æfa
ákveðnar íþróttir móta þau barnið
og umhverfið sem það býr í. Fyr-
irmyndirnar eru síðan orðnar önn-
ur börn sem þau umgangast og um-
hverfið sem þau búa í, sem
foreldrarnir völdu.“
Skortur á innsæi í líf ástvina
„Á sama tíma og þetta bil á milli
foreldra og barna fer stækkandi er
meira af tilfinningum. Foreldrar í
dag eru mjög tilfinningatengdir
börnum sínum, þeir vilja skilja þau
því foreldrar kjósa að eiga börn,
mæður eru eldri en áður og að
stofna fjölskyldu er val. Foreldrar
taka mikla ábyrgð á barninu og
vilja skilja veröld þess en það er
erfitt.“
Breytingarnar í samfélaginu eru
miklar og fjölskyldur eru alltaf að
reyna að koma til móts við þær,
segir Dencik. „Báðir foreldrar
vinna úti, fjölskyldugerðirnar eru
margskonar, börnin eru allan dag-
inn í pössun og ný tækni kemur
með nýja upplifun og reynslu í
heim barnanna. Fjölskyldan er að-
skilin að morgni og svo reynir hún
að tengjast aftur að kvöldi og
byggja upp sitt samfélag en það er
ekki auðvelt, tilfinningalegu tengsl-
in eru til staðar en á sama tíma er
skortur á innsæi inn í heim hinna
fjölskyldumeðlimanna.“
Barnið er frjálsara en áður
Dencik segir barnið vera meiri
einstakling en áður. „Það hefur sitt
eigið tengslanet, sínar eigin upplif-
anir sem þau deila ekki með for-
eldrunum eða öðrum, barnið er að
öðru leyti frjálsara og að hinu leyti
meira eitt. Barnið þarf meiri sjálf-
stjórn nú því heimurinn er fullur af
freistingum sem er erfitt að stjórna
að utan. Áður var börnum frekar
stjórnað af yfirvöldum; foreldrum,
kennurum eða prestum, nú þarf
stjórnin að byggjast upp hjá
barninu sjálfu, sumir standast það
en aðrir freistast. Börn í dag lifa í
öðru félagsumhverfi en eldri kyn-
slóðir og þurfa því að treysta meira
á sjálfan sig.“
Fjölskyldan þarf
að vera stöðug
Að sögn Dencik hagnast mörg
börn á þessu aukna frelsi, þau njóta
meiri virðingar, það er hlustað á
þau og þau taka þátt í ýmsu sem
börn gátu ekki tekið þátt í áður. En
sum börn ráða ekki við þetta frelsi.
„Meirihluti barna bjargar sér en
ekki allir og það hefur mikið að
gera með fjölskylduna sjáum við í
rannsóknum okkar. Fjölskyldan
þarf að vera stöðug því allt annað
er á hreyfingu, en það er erfitt í
dag því fjölskyldan er svo brot-
hætt,“ segir Dencik og bætir við að
í heimi freistinga þurfi fjölskyldur
að velta fyrir sér hvernig þær ætli
að halda öllu gangandi. „Það þarf
að búa til lítið samfélag úr fjöl-
skyldunni og hún þarf að gera eitt-
hvað saman. Foreldrar þurfa að
upplifa eitthvað með börnunum sín-
um og deila því, það kemur ekki af
sjálfu sér og því brotna margar
fjölskyldur í sundur. Við höfum séð
í rannsóknum okkar að þau börn
sem hafa upplifað nokkur fjöl-
skyldumynstur, þ.e foreldrar skilið
jafnvel oftar en einu sinni, eru mjög
særð því þau hafa ekkert traust. Ef
fjölskyldan er sífellt að splundrast
týnist traustið hjá börnunum á for-
eldra, fullorðna, kerfið og sig sjálf.
Þessi börn eiga ekki góða mögu-
leika, börn með traust tilfinninga-
sambönd í kringum sig hagnast af
öllum þessum möguleikum í heim-
inum. Þau geta tekið þátt í mörgu
því þau hafa alltaf þetta tilfinn-
ingaakkeri sem fjölskyldan er.“
Deila reynslu með börnunum
„Þær fjölskyldur sem standa sig
vel í rannsóknum okkar eru þær
fjölskyldur sem gera ýmislegt sam-
an og deila reynslu, þær sem ekki
gera mikið saman og leyfa börn-
unum að vera hvert í sínu horninu
eru viðkvæmar. Það versta sem
getur komið fyrir barn er að vera
ekki partur af samfélagi og fjöl-
skyldu, ef það er eitthvað sem börn
þrá og berjast fyrir þá er það að
vera partur af samfélagi og klíku.“
Í framtíðinni sér Dencik bilið á
milli barna og foreldra aukast enn
frekar. „Bilið er þarna því veröldin
breytist svo hratt, hvernig við skilj-
um og hugsum getur ekki haldið í
við þessa hröðu þróun. Til að brúa
bilið sem myndast þurfa fjölskyldur
að skapa tilfinningalega nálægð
sem byggist upp vegna sameig-
inlegrar reynslu. Það mun samt
alltaf vera þetta félagslegt bil sem
gerir það að verkum að foreldrar
og börn lifa í sitthvorum heim-
inum.“
Foreldrar og börn búa
í sitthvorum heiminum
Samskipti ungra barna
og foreldra þeirra í vel-
ferðarsamfélögum sam-
tímans er yfirskrift á er-
indi sem Lars Dencik
flutti á ráðstefnu í Kenn-
araháskóla Íslands um
daginn. Ingveldur Geirs-
dóttir ræddi við hann um
fjölskylduna og barn-
æsku nútímans.
Morgunblaðið/Jim Smart
Lífið Fyrirmyndirnar eru nú orðið önnur börn sem krakkarnir umgangast og umhverfið sem þau búa í.
Morgunblaðið/Eyþór
Nútíminn Báðir foreldrar vinna úti, fjölskyldugerðirnar eru margskonar,
börnin eru allan daginn í pössun og ný tækni kemur með nýja upplifun og
reynslu í heim barnanna.
Kynslóðabil Lars Dencik stjórnar
miðstöð fyrir barna- og fjölskyldu-
rannsóknir í Danmörku.
ingveldur@mbl.is
uppeldi
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 29
Sími: 50 50 600 • www.hertz.is
Bókaðu
bílinn heima
- og fáðu 500
Vildarpunkta
Vika í
Evrópu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
32
54
6
05
/2
00
6
16.600
Ítalía
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
13.200
Spánn
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
19.400
Holland
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
17.900
Bretland
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
24.200
Danmörk
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
Orlando Vacation Homes
If you are planning a trip to Orlando, Florida and you are interested
in learning more about vacation home ownership, please contact
us or visit our website.
www.LIVINFL.com
Contact: Meredith Mahn
001-321-438-5566
Domus Pro Realty - Vacation Home Sales Division