Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ER LEIKSKÓLINN
AFGANGSSTÆRÐ?
Morgunblaðið sagði í gær fréttaf því að ekki hefði veriðráðið í 105 stöðugildi í leik-
skólum Reykjavíkurborgar. Þar af
vantar fólk í 76 stöður leikskólakenn-
ara. Aðeins er fullmannað í þriðjungi
leikskóla borgarinnar. Og í tveimur
leikskólum hefur þurft að skerða
þjónustu. Það felst í því að börnin fá
aðeins að vera hálfan daginn suma
daga í vikunni og jafnvel þurfa þau að
vera heima heila daga.
Mörg falleg orð hafa verið látin
falla um mikilvægi leikskólans á und-
anförnum árum, ekki sízt í kosninga-
baráttunni fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar síðastliðið vor. Nokkur ár
eru síðan leikskólinn var formlega
gerður að fyrsta skólastiginu með
sérstakri námskrá. Mikilvægi góðra
leikskóla fyrir heimilin, þar sem for-
eldrar vinna oftast báðir fulla vinnu,
og ekki síður fyrir atvinnulífið, sem
þarf á starfskröftum foreldranna að
halda, fer ekki á milli mála. Vaxandi
pólitísk samstaða hefur verið um að
leikskólinn sé staður, þar sem börn fá
ekki aðeins gæzlu og öryggi heldur
menntun, örvun og leiðsögn fag-
menntaðs starfsfólks. Þess vegna eigi
leikskólastigið að vera hluti af sam-
felldri skólagöngu og kostað í vaxandi
mæli, ef ekki að fullu, af almannafé.
Hvernig fer raunveruleikinn í leik-
skólum í Reykjavík saman við þetta?
Væri það látið viðgangast í grunn-
skóla, að börnin væru send heim 2–3
daga í viku og fengju enga kennslu
vegna skorts á starfsfólki? Eða að
sum börn hefðu engan kennara?
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður leikskólaráðs Reykjavíkur,
segir í Morgunblaðinu í gær að stað-
an sé ívið skárri en á sama tíma í
fyrra. Þannig séu færri börn á bið-
lista en í fyrra, eða um 70. Það skiptir
í raun litlu máli þegar staðan er þessi.
Það er betra að bjóða foreldrum ekk-
ert leikskólapláss en pláss, sem er
bara virkt part úr vikunni; þá finnur
fólk sér aðra dagvistun.
Auðvitað verður starfið í leikskól-
unum ekki tryggt nema þeir séu full-
mannaðir og það gerist ekki nema
boðin séu mannsæmandi laun fyrir
þau mikilvægu störf, sem þar eru
unnin. Það er kjarni þessa máls.
Það skiptir máli fyrir nýjan borg-
arstjórnarmeirihluta að ná tökum á
þessari stöðu. Deilur um skiptingu
menntaráðs borgarinnar í tvennt og
stofnun sérstaks leikskólaráðs hafa
að flestu leyti verið deilur um keis-
arans skegg. En ef nýjum meirihluta
tekst ekki að tryggja foreldrum og
börnum viðunandi þjónustu og starfs-
fólki viðunandi starfsaðstæður, mun
það færa þeim vopn í hendur, sem
halda því fram að ekki sé litið á leik-
skólann sem raunverulegan hluta
menntakerfisins, heldur sem af-
gangsstærð.
SPORIN HRÆÐA
Þeir, sem fylgdust með Víetnam-stríðinu fyrir fjórum áratugum
muna þá tíma, þegar Lyndon John-
son, þáverandi Bandaríkjaforseti,
fjölgaði stöðugt í herliði Bandaríkja-
manna þar í landi án þess að það skil-
aði nokkrum árangri öðrum en þeim,
að fleiri bandarískir hermenn féllu og
Bandaríkin töpuðu stríðinu að lokum.
Brottför Bandaríkjamanna frá Sai-
gon var ekki með neinum glæsibrag.
Óskir framkvæmdastjóra Atlants-
hafsbandalagsins um að fjölgað verði
í liði bandalagsins í Afganistan eins
og fram kom í frétt á forsíðu Morg-
unblaðsins í gær verða til þess að
gamlar minningar rifjast upp. Fjölg-
un hermanna Atlantshafsbandalags-
ins í Afganistan er ekki líkleg til að
skila meiri árangri en fjölgun her-
manna í Víetnam á sínum tíma.
Bandarískir hershöfðingjar hafa
hvatt til þess, að fjölgað verði í herliði
Bandaríkjamanna í Írak. Hið sama
má segja um þær óskir. Þær eru ekki
líklegar til að skila meiri árangri en
fjölgun hermanna í Víetnam á sínum
tíma.
Einhvern tíma varaði gamalreynd-
ur bandarískur hershöfðingi þjóð
sína við því að festast í landhernaði í
Asíu. Reynsla Bandaríkjamanna af
landhernaði hvort sem er í Víetnam,
Afganistan eða Írak er ekki góð. Þeir
hafa ekki bolmagn til þess að halda
þessum ríkjum.
Það er orðin áleitin spurning fyrir
þjóðir Vesturlanda hvort þær eigi
ekki að koma sér út úr þeirri stöðu að
vera með herlið í þessum fjarlægu
löndum. Hernaðaríhlutun getur þjón-
að tilgangi til skamms tíma, t.d. til að
stilla til friðar eða koma fótunum
undir lýðræðislega stjórn, sem nýtur
lögmætis í augum íbúanna. En ef slíkt
tekst ekki, verða ríkisstjórnir ekki
festar í sessi með erlendu hervaldi.
Bandaríkjamenn gerðu innrás í
Afganistan í kjölfar atburðanna 11.
september fyrir fimm árum. Þeir
hröktu talibana frá völdum og komu í
veg fyrir að hryðjuverkamenn gætu
notað landið sem stökkpall til árása
víðs vegar um heim. Í þeirri aðgerð
fólst ekki að þeir ættu að verða þar
um alla eilífð eða Atlantshafsbanda-
lagið fyrir þá. Hið sama á við um Írak.
Þeir hröktu Saddam Hussein frá
völdum en það þýðir ekki að þeir eigi
að vera í Írak um aldur og ævi.
Sporin hræða. Reynslan sýnir, að
Bandaríkin geta hernumið lönd en
þau geta ekki haldið þeim til lang-
frama og leysa heldur engan vanda
með því að reyna það.
Þess vegna er tími til kominn að
Bandaríkin horfist í augu við veru-
leikann, hverfi heim á leið og sjái
hvort það er kannski betri kostur
þrátt fyrir allt, að þessar þjóðir leysi
sjálfar sín vandamál. Bretar hrökkl-
uðust frá nýlendum sínum á 20. öld-
inni. Herferðir Bandaríkjamanna í
kjölfar brottfarar Breta hafa ekki
skilað þeim árangri, sem að var
stefnt. Þess vegna fer bezt á því að
þeir fylgi í kjölfar frænda sinna Breta
og hugi að heimför en ekki fjölgun
hermanna í vonlausri aðstöðu þegar
til lengri tíma er litið.
„GRUNDVALLARSKOÐUN mín
er sú að við höfum rétt til að nýta
auðlindir hafsins,“ segir Halldór
Blöndal sem var í hópi þeirra þing-
manna sem greiddu atkvæði gegn
hvalveiðibanninu á sínum tíma.
„Ástæðan var sú að ég vann mörg
ár í hvalstöðinni í Hvalfirði og mér
er kunnugt um að hvalveiðarnar,
eins og þær fóru fram, voru með
vistvænum hætti.“
Halldór hóf störf í hvalstöðinni
sumarið 1954, á sextánda ári, og
vann heilar fimmtán vertíðir. Hann
sinnti þar ýmsum störfum, m.a.
sem vinsugutti, víramaður á sög-
inni og að lokum hvalskurðarmaður
– eða flensari – og að sögn voru
sumrin skemmtileg en erfið.
Hugsað um að ganga ekki of
nærri hvalastofnunum
Halldór þekkir því vel til starf-
semi hvalstöðvarinnar og hvalveiða
í atvinnuskyni. Hann segir að í
stöðinni hafi mikið verið hugsað út í
að ganga ekki of nærri stofnunum
og lagt upp úr því að nýta kjötið til
manneldis, t.a.m. giltu strangar
reglur um það hversu langur tími
mætti líða frá því hvalur var skot-
inn þangað til hann kæmi í land til
að kjötið væri ferskt, gott og gæti
nýst. Einnig var hvalbátunum
bannað að koma með fleiri en tvær
langreyðar að landi í einu, til að
gæta þess að kjötið spilltist ekki.
„Það voru vísindamenn í hvalstöð-
inni meðan ég var þar, ár eftir ár,
og ég man sérstaklega eftir einum
sem var þeirrar skoðunar að við
stæðum rétt að veiðunum og þær
væru með vistvænum hætti. Síð-
ustu árin voru t.a.m. aðeins
langreyðar og sandreyðar
hvalur hafði verið friðaður
vegna ofveiði hér í norðurh
af öðrum ástæðum. Það sk
ekki svo miklu máli vegna þ
hann nýttist ekki á sama há
langreyðurin og sandreyðu
Halldór segist hlynntur
Umræður um hvalveiðar Íslendinga í atvinnuskyni hafa
Fullviss um að hva
hvalaskoðun geti fa
Tilbúinn Halldór vann ýmis störf í hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann
og upp í vinsagutta, því næst varð hann víramaður á söginni, þá s
Halldór Blöndal þing-
maður vann við hval-
skurð á fimmtán ver-
tíðum, frá 1954-1974,
í hvalstöðinni í
Hvalfirði. Andri Karl
ræddi við hann um
gamla tíma og nýja
í hvalveiðum.
Eftir Andra Karl
ALLT stefnir í að met verði sett í
gestafjölda hjá hvalaskoðunarfyr-
irtækjum í ár en talið er að um 90
þúsund gestir fari í skoðunarferðir
um allt land á tímabili hvalaskoð-
unarferða, sem senn lýkur. Tölu-
verð aukning hefur verið í gesta-
fjölda á undanförnum árum en
eigandi Norður-siglingar á Húsa-
vík óttast neikvæð áhrif af fyr-
irhuguðum hvalveiðum.
Hörður Sigurbjarnarson, eig-
andi og framkvæmdastjóri Norð-
ur-siglingar, hefur farið með gesti
í hvala- og náttúruskoðun á Skjálf-
andaflóa undanfarin ellefu ár.
„Það hefur verið frekar góð línu-
leg aukning í gestafjölda hjá okk-
ur síðan við byrjuðum og nálgumst
nú þriðja tuginn í ár,“ segir Hörð-
ur og bætir við að það sé met hjá
fyrirtækinu. Norður-sigling fer í
skoðunarferðir frá 1. maí til 20.
september en mun á næsta ári
flýta fyrstu ferðum fram í apríl.
Færri hrefnur hafa
sést eftir að veiðar hófust
„Eins og lagt er upp með þetta
núna eru hvalveiðar þegar farnar
að skemma fyrir hvalaskoðun, það
er engin vafi á því,“ segir Hörður
spurður út í fyrirhugaðar hval-
veiðar. Hann tekur sem dæmi að
aldrei hafi gengið jafnilla að nálg-
ast hrefnu á Faxaflóa og í sumar
en þar starfa þrjú hvalaskoð-
unarfyrirtæki. „Hvalurinn er orð-
inn styggari og hugsanlega er búið
að drepa eitthvað af þessum gæfu
dýrum. Við vitum þetta ekki ná-
kvæmlega en það hefur verið
greint að verr gengur að nálgast
hrefnuna,“ segir Hörður og bætir
við að svipað ástand hafi verið fyr-
ir norðan. „Síðan hvalveiðarnar
hófust árið 2003 eru miklu færri
hrefnur hérna af einhverjum
ástæðum.“
Hann segir sumarið hins vegar
hafa gengið mjög vel þar sem
meira hafi sést af steypireyði og
hnúfubökum en nokkurn tíma áð-
ur. Á háannatíma hafi hvalir sést í
nær öllum ferðum.
Um 90% gesta Norður-siglingar
eru erlendir ferðamenn en Hörður
segir Íslendinga þó sýna hvala-
skoðun meiri áhuga með hverju
árinu sem líður. Hann telur að nei-
kvæð umræða um hvalveiðar Ís-
lendinga á alþjóðavettvangi muni
hafa slæm áhrif. „Og þær hafa nú
þegar haft neikvæð áhrif. Sú aukn-
ing sem hefur almennt tekist að
viðhalda í komu ferðamanna til
landsins, s.s. með fleiri flu
félögum sem fljúga hinga
ugri markaðssetningu erl
hefur vegið þar upp á mót
Friðun hvala táknræn
fyrir umhverfisvernd
Hörður telur engan vaf
ferðaþjónustan öll muni b
skaða af hvalveiðum. Áhr
indaveiðum á hrefnu hafi
ið jafnmikil og Hörður hef
við en hann segir að viðho
lendinga muni gjörbreyta
farið verður að veiða stórh
„Það má segja að umhv
isverndarsamtök hafi hald
skildi yfir Íslendingum nú
árin vegna þess að þetta v
indaveiðar og þær voru í s
smáum mæli en stórhvala
munu setja okkur alveg hr
nýja stöðu. Það er ekki en
hvalaskoðunarfyrirtækin
verða verst úti, það geta a
verið flugfélögin. Það er a
augljóst að almenningsáli
veg gegn okkur í þessu og
um ekki hversu sterk þess
Við skulum ekki gleyma þ
umhverfismálum hefur fr
hvala verið táknræn fyrir
hverfisvernd. Þetta hefur
breyst.“
Hvalveiðar þegar
farnar að skemma fyri