Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.09.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 31 s skotnar en búr- , ekki höfum en ipti þó þess að átt og urin.“ því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni en eins og kunnugt er hefur Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., þegar hafið undirbúning vegna hvalveiða og er t.a.m. Hvalur 9 kominn úr slipp og unnið er að því að koma búnaði hvalstöðvarinnar í samt horf. Kristján lýsti því m.a. yf- ir í Morgunblaðinu að hann gæti orðið tilbúinn til veiða í haust en alla vega næsta vor. Mikið hefur verið rætt um nei- kvæð áhrif hvalveiða á ferðaþjón- ustu og þjónustu hvalaskoðunarfyr- irtækja. Forsvarsmenn hvalaskoð- unarfyrirtækja halda því jafnframt fram að vísindaveiðar á hrefnu, sem hófust árið 2003, hafi þegar haft áhrif. Halldór er þó fullviss um að hvalveiðar í atvinnuskyni og hvala- skoðun geti farið saman. „Ég hygg að veiðar muni ekki spilla neinu. Þó að menn fari að veiða langreyðar og sandreyðar á ný þá mun það ekki rekast á hvala- skoðun. Það er á ákveðnum stöðum þar sem menn hafa byggt upp fyr- irtæki í hvalaskoðun og ég get ekki séð annað en það geti farið saman að friða þau svæði, þau eru ekki svo mörg og það er nógur hvalur í sjón- um kringum landið. Það ætti ekki að spilla hvort fyrir öðru,“ segir Halldór og bætir því við að hann hafi ávallt verið á þeirri skoðun að nýta ætti auðlindir hafsins og það sem hafið gefur af sér. Að fara með ferðamenn til að sýna þeim hvali sé einn þáttur í því. „Ég tel mig vera náttúruvernd- arsinna en auðvitað verðum við að lifa í landinu, lifa með landinu og af því sem landið gefur af sér. Það á við um hvalveiðar eins og annað.“ Hrefnuveiðar hafa ekki bitnað á okkur Spurður út í þá neikvæðu um- ræðu sem talin er geta sprottið upp á alþjóðavettvangi ef Íslendingar taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni segir Halldór: „Hér hafa verið stundaðar hrefnuveiðar og það hef- ur ekki bitnað á okkur. Ég sé því ekki að það þurfi að vera og held að það verði að láta á þetta reyna.“ Halldór segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hægt verði að hefja veiðar næsta vor. a verið háværar að undanförnu, skiptar skoðanir eru á veiðunum og ólík sjónarmið virðist erfitt að sætta alveiðar og arið saman Morgunblaðið/Golli n vann sig upp úr því að draga kjötið inn í kæli sagarmaður og loks flensari. andri@mbl,is ug- ð og öfl- lendis, ti.“ fa á því að bera if af vís- ekki ver- fur búist orf út- ast þegar hveli. erf- dið hlífi- úna þessi voru vís- svo veiðar reint í ndilega að muni alveg eins alveg itið er al- g við vit- si öfl eru. því að í riðun r um- r ekkert ir Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gerir út Hörður Sigurbjarnarson. Hefur rekið hvalaskoðunarfyrirtækið Norður-siglingu frá árinu 1994. Gestir í ár eru nálægt 30 þúsundum. MEIRIHLUTI Íslendinga er fylgjandi hvalveiðum, eða 73,1% aðspurðra í skoðanakönnunum, sem Capacent Gallup gerði fyrir samtök í sjávarútvegi í síðustu viku. Andvígir eru 11,5% og 15,4% eru hvorki með né á móti. Sé sam- bærileg könnun frá árinu 1997 skoðuð, kemur í ljós að fylgjendur hvalveiða voru þá svipað hlutfall, 72%, en þá voru 20,8% andvíg veið- unum en 7,2% tóku ekki afstöðu. Samkvæmt þessu hefur andstaða við hvalveiðar Íslendinga minnkað verulega. Þetta kom fram á fundi sem Sjávarnytjar, LÍÚ, Landssamband smábátaeigenda, Sjómannasam- band Íslands, Farmanna- og fiski- mannasamband Íslands, Vélstjóra- félag Íslands, Félag hrefnuveiðimanna og Hvalur hf. boðuðu til í gær. Þar kom jafn- framt fram að tæp 77% Íslendinga hafi borðað hvalkjöt og stór hluti þeirra hafi gert það á síðustu 12 mánuðum. Loks hafa um 27% landsmanna farið í hvalaskoðun, en af þeim eru um 73,5% fylgjandi hvalveiðum. Jón Gunnarsson, formaður Sjáv- arnytja, kynnti niðurstöðurnar og rakti stöðuna í hvalveiðimálum. Hann fjallaði fyrst um markaðsmál og sagði að réttur Íslendinga til hvalveiða í atvinnuskyni væri al- gjörlega skýr og í samræmi við lög og reglur Alþjóða hvalveiðiráðsins. Lygin endurtekin nógu oft „Það er annar óhróður sem við höfum mátt sitja undir varðandi viðskipti með hvalaafurðir, þar er endurtekið fullyrt að markaður sé ekki fyrir hendi. Það sé bann við al- þjóðlegum viðskiptum með hvala- afurðir og í Noregi sé hvalkjöti hent og í Japan séu þvílíkar birgðir að þær séu til margra ára neyzlu. Í stuttu máli standast engar þessara yfirlýsinga, sem andstæðingar hvalveiða gefa ítrekað. Það er eins og þeir vinni stundum eftir þeirri uppskrift, að sé lygin nógu oft end- urtekin fari fólk á endanum að trúa henni,“ sagði Jón. Hann sagði að ekkert bannaði Íslendingum að eiga viðskipti með hvalaafurðir á alþjóðlegum vett- vangi. Það hefði sannazt þegar hvalkjöt hefði verið keypt frá Nor- egi og þar með verið uppfyllt öll þau skilyrði sem þurfti til viðskipta með hvalkjöt á alþjóðlegum vett- vangi. Vísindaveiðar hefðu síðan verið hafnar 2003 og á þessu ári væri verið að hefja fyrsta útflutn- inginn á hvalkjöti til Færeyja, að vísu í litlu magni. Þetta væri fyrst og fremst gert til að sýna að ekkert væri hægt lögformlega til að stöðva veiðar og viðskipti með afurðirnar. Það sama ætti við um markaðinn í Japan. Þar væri staðan þannig að eins og Noregur, Ísland og Fær- eyjar hefðu Japanar sett fyrirvara við bann CITES á viðskiptum með ákveðnar hvalategundir. Það sé því ekkert flóknara að flytja hvalaaf- urðir frá Íslandi til Japans en fisk- afurðir, eða bíla frá Japan til Ís- lands. Breyttar aðstæður í Japan „Aðstæður í Japan hafa verið mjög sérstakar á síðustu árum. Þeir hafa stundað vísindaveiðar í Suður-Íshafinu og Kyrrahafinu í kringum Japan. Þessar veiðar hafa átt að standa undir ákveðinni vís- indaáætlun, sem þeir eru þegar búnir að útvíkka mjög mikið. Þeir hafa nú tvöfaldað þann fjölda dýra, sem þeir taka á ári. Það þýðir aftur að hvalamarkaðurinn í Japan getur farið að lifna á ný og vinna á eðli- legum nótum. Nú er nægilegt framboð til þess að veitingastaðir og verzlanakeðjur geti treyst því að fá nægilegt kjöt til að bjóða reglulega upp á það. Þegar þessi markaður lifnar á ný með nægu framboði er ekkert því til fyrir- stöðu að hefja viðskipti með hvala- afurðir við Japana,“ sagði Jón. Hann sagði að reynsla annarra þjóða af hvalveiðum og áhrif þeirra á aðrar atvinnugreinar væri lítil sem engin. „Við biðjum um mál- efnalega umræðu, þar sem rökin eru höfð á borðinu. Að þessi at- vinnugrein fái að blómstra í friði, fái að skapa atvinnu og tekjur í sátt við aðra atvinnustarfsemi í landinu. Fá sér hvalkjöt að lokinni hvalaskoðun Í lok fundarins bauð Gissur Guð- mundsson matreiðslumeistari upp á smakk á hvalkjöti. Hann sagðist vera búinn að hafa hvalkjöt á mat- seðlinum í sex ár og reynslan væri mjög góð. Ferðamenn kæmu í hóp- um á sumrin til að smakka á hval- kjötinu og mjög margir þeirra væru þá að koma úr hvalaskoðun. Hann sagðist jafnframt gera tölu- vert af því að taka hvalkjöt með sér til útlanda til að kynna það þar. Viðtökurnar væru undantekningar- laust góðar. Hann hefði kynnt hval- kjötið í Litháen fyrir skömmu og nú hefði verið ákveðið að hafa það á matseðlinum á veitingahúsi, sem nú væri verið að hleypa af stokk- unum. Hvalir Jón Gunnarsson, formaður Sjávarnytja, kynnir skoðanakönnum um afstöðu fólks til hvalveiða í atvinnu- skyni. Nú eru andstæðingar hvalveiða mun færri en í könnun frá árinu 1997. Fylgjendur eru jafnmargir. Andstæðingum hval- veiða fer fækkandi           !"  # $% &' (   )      *+      $  ,  -   .  / # # )(/ . 0-1 .   ' #  21 .     2. 3   . ,2  .   1 .24        !"#$  $% &5    )# "6  ( *+      %  # &  %' $% &5  )# "6 ( *+ ( ( )* $% &5  )#   6 +,-    (     . # %' % . #% / # 0 1 ( (   )* +,- Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Í HNOTSKURN »Við landið eru 12 tegundirhvala. Þeirra helztar eru hrefna, langreyður, sand- reyður, steypireyður og hnúfubakur. »Öllum þessum tegundumhefur fjölgað mikið á síð- ustu árum, en talið er að 43.600 hrefnur séu á land- grunninu. »Hvalir éta um 6 milljónirtonna á ári, mest krabba- dýr, en um 2 milljónir tonna af fiski. »Hrefnan étur mest, tværmilljónir tonna, þar af er helmingurinn fiskur. »Hvalir éta milljón tonn afloðnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.