Morgunblaðið - 14.09.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 35
HÉR Á árum áður var mikil og
almenn fiskneysla eitt meg-
ineinkenni á mataræði Íslendinga.
Árið 1990 mældist hún hærri en í
nokkru öðru Evrópulandi og var
soðin eða bökuð ýsa algengasti rétt-
ur á borðum landsmanna, sam-
kvæmt niðurstöðum landskönnunar
á mataræði sem þá fór fram. Árið
2002 var svo komið að fiskneyslan
var aðeins 40 grömm á dag, sem er
30% minnkun frá 1990. Fiskneyslan
hefur því nálgast það sem gengur og
gerist í mörgum löndum Evrópu.
Minnst var hún meðal unglings-
stúlkna sem borðuðu einungis sem
svarar einum munnbita á dag – enda
hefur pítsan nú rutt sér til rúms
sem þjóðarréttur ungra Íslendinga.
Góð uppspretta næringarefna
Lengi hefur verið tröllatrú á fiski
hér á landi, ekki bara það að með
auknu fiskáti komi gáfurnar, heldur
hafa margir leitt að því líkum að það
sé einmitt fiskinum og lýsinu að
þakka hversu heilsuhraust og langlíf
þjóðin hefur verið. Fiskur er ein-
faldlega hollur matur jafnt fyrir lík-
ama og sál. Næring-
argildi fiskmetis
einkennist af ríkulegu
magni próteina í
hæsta gæðaflokki og
óvenjumiklu magni af
snefilefnum, sér-
staklega seleni og joði.
Feitur fiskur er einnig
auðugur af D-vítamíni
og löngum ómega-3-
fitusýrum sem eru ein-
stakar en þessi nær-
ingarefni eru í fáum
öðrum matvælum en
sjávarfangi. Lítil fisk-
neysla er því talsvert áhyggjuefni
enda eru joð og lífsnauðsynlegar
ómega-3-fitusýrur af skornum
skammti í fæði þeirra sem minnst
borða af fiski og allir þurfa á þess-
um efnum að halda heilsunnar
vegna.
Áhrif á heilsu
Rannsóknir á heilsufarsbætandi
áhrifum sjávarfangs hafa einkum
beinst að ómega-3-fitusýrum en já-
kvæð áhrif fiskneyslu á hjarta-
sjúkdóma eru að miklu leyti rakin til
fiskifitunnar. Rannsóknir hafa sýnt
að ómega-3-fitusýrur hafa góð áhrif
á ýmsa þætti líkams-
starfsemi, meðal ann-
ars á blóðfitu, þlóð-
þrýsting og samloðun
blóðflagna. Eins benda
rannsóknir til að fiski-
fita geti haft áhrif á
bólgu- og ónæm-
issvörun líkamans.
Lýsi veitir stærstan
hluta langra ómega-3-
fitusýra í fæði Íslend-
inga en magnið er einn-
ig talsvert í feitum
fiski. Það hefur hins
vegar sýnt sig að bæði
feitur og magur fiskur virðist hafa
jákvæð áhrif á heilsuna og það eru
trúlega fleiri en eitt innihaldsefni
þar að verki. Þess vegna er æskilegt
að borða bæði feitan og magran fisk.
Fiskneysla og ungt fólk
Í ráðleggingum Lýðheilsustöðvar/
manneldisráðs um mataræði er lögð
áhersla á að fiskur sé á borðum að
minnsta kosti tvisvar í viku sem að-
alréttur og gjarnan oftar. Þar fyrir
utan er harðfiskur ásamt áleggi og
salötum úr fiski góður kostur. Ung-
ar stúlkur borða fisk sjaldnar en
einu sinni í viku. Það þarf því sér-
staklega að beina spjótum sínum að
ungu fólki í áróðri fyrir aukinni fisk-
neyslu. Í gangi er viðamikið sam-
starfsverkefni, á vegum Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
Félagsvísindastofnunar, Rann-
sóknastofu í næringarfræði o.fl.,
sem hefur það að markmiði að
stuðla að aukinni neyslu sjávaraf-
urða með sérstakri áherslu á ungt
fólk. Gott aðgengi að ferskum og
góðum fiski og góðir fiskréttir, sem
er auðvelt að útbúa og höfða til
smekks unga fólksins, skipta þar
meðal annars miklu máli. Ýmsar
skemmtilegar uppákomur hafa verið
að undanförnu sem miða að því að
auka fiskneyslu, svo sem fiskveisla
Hátíðar hafsins, Fiskidagurinn á
Dalvík og Fiskerí. Allt sem er til
þess fallið að vekja athygli og áhuga
landans á fiski er af hinu góða.
Markmiðið er að gera fiskinn aft-
ur að þjóðarrétti Íslendinga á öllum
aldri.
Borðum öll meiri fisk
– hollustunnar vegna
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
fjallar um fiskneyslu
» Í ráðleggingum Lýð-heilsustöðvar/
manneldisráðs um mat-
aræði er lögð áhersla á
að fiskur sé á borðum að
minnsta kosti tvisvar í
viku sem aðalréttur og
gjarnan oftar.
Hólmfríður
Þorgeirsdóttir
Höfundur er verkefnisstjóri næringar
hjá Lýðheilsustöð.
ÞETTA kemur manni helst í hug
eftir að forystumenn LEB, Lands-
sambands eldri borgara, voru
neyddir til að skrifa undir sam-
komulag við stjórnvöld nú fyrir
stuttu. Þetta var
sama aðferðin og var
viðhöfð í viðræðum
við stjórnvöld árið
2002. Þá var okkur
hótað að ef við skrif-
uðum ekki undir
fengjum við ann-
aðhvort þetta sem
skrifað var undir eða
ekki neitt. Enda ekki
við miklu að búast
þar sem sami maður
fer með völdin, nú
sem forsætisráðherra,
en árið 2002, sem
fjármálaráðherra.
Við eldri borgarar höfum alltaf
bundið vonir við að hlustað yrði á
óskir okkar um lagfæringar á okk-
ar kjörum, því okkar óskir fara al-
veg saman við samþykktir Lands-
funda Sjálfstæðisflokksins mörg
undanfarin ár um leiðréttingar á
ellilífeyri og réttlátari skatta. Í
bæði skiptin sem viðræðunefnd
hefur verið skipuð hafa fulltrúar
ríkisstjórnar tilkynnt að ekki megi
tala um skatta eða leiðréttingar á
ellilífeyri. Svo var árið 2002 og svo
var núna í undanförnum viðræðum,
í bæði skiptin endar þetta með hót-
un að ef þið skrifið ekki undir fáið
þið ekki neitt.
Það verður ekki annað séð af
framkomu stjórnvalda, en að þau
telji aldraða ekki eiga
neina framtíð, aldraðir
eiga bara að halda sig
í fortíðinni, enda hefur
framtíð okkar eldri
borgara aldrei verið
svartari en í dag. Við
eigum enga framtíð,
eigum bara eftir að
hverfa úr samtíðinni,
ef marka má fram-
komu stjórnvalda
gagnvart okkur.
Þegar við sem erum
á eftirlaunaaldri vor-
um ung og að hefja
störf á vinnumarkaði var þekkt
máltæki: heiðra föður þinn og móð-
ur og þetta merkti að við ættum að
virða eldra fólk að verðleikum, en
nú er þetta breytt, nú er það að
hundsa skaltu föður þinn og móð-
ur, eða ekki virða aldraða viðlits.
Þegar sá sem þetta ritar var að
fara fyrst út á vinnumarkað þótti
honum og hans félögum það hart
að verið var að taka af launum
ákveðna upphæð sem fór í Al-
mannatryggingar ríkisins, og þeg-
ar við kvörtuðum fengum við þau
svör frá vitrari mönnum að við
værum að leggja fyrir til elliár-
anna, með þessu værum við að
tryggja að við gætum lifað mann-
sæmandi lífi síðustu æviár okkar.
Svo er okkar ágætu stjórnvöldum
fyrir að þakka að þessi lífeyrisinn-
eign okkar er nánast engin, við
fáum greitt rúmlega tuttugu þús-
und krónur á mánuði eftir 50 til 60
ára sparnað allt er þetta skattlagt
núna þó svo að við höfum borgað
skatt af þessu þegar við greiddum
af launum okkar til Almannatrygg-
inga.
Stjórnvöld stæra sig mikið af því
að gerður hafi verið samningur við
aldraða sem er raun nauðung-
arsamningur, og þar hefði verið
hugað að því að bæta kjör hinna
lægst launuðu eða verst settu með-
al aldraðra, en hver er þessi mikla
umhyggja fyrir öldruðum? Hvað fá
aldraðir í sinn hlut samkv. þessum
nauðungarsamningum? Þeir sem
mest fá eða þeir sem hafa ekki aðr-
ar tekjur en frá tryggingastofnun
fá sem nemur 500 kr. á dag og aðr-
ir minna. Þeir sem fá einhverjar
tekjur frá lífeyrissjóðum og eru
með rúmlega eitt hundrað þúsund
krónur á mánuði fá aðeins 100 til
250 krónur á dag eða sem svarar
því að þeir geta keypt einn til tvo
lítra af mjólk eða bensíni fyrir
þessa rausnarlegu hækkun.
Er þetta ekki eitthvað fyrir okk-
ur aldraða til fagna yfir? Glæsileg
framtíð, eða er þetta framtíð?
Nokkuð hefur verið talað um að
aldraðir bjóði fram sérstaklega í
næstu kosningum, því við eigum
enga talsmenn innan núverandi
stjórnmálaflokka og er það rétt.
Stjórnmálamenn tala fagurlega og
sérstaklega fyrir kosningar en þeir
framkvæma ekkert okkur til hags-
bóta.
Á fundi í félagi eldri borgara í
Kópavogi, fyrir fjórum árum var
gerð könnun meðal fundarmanna
og þeir spurðir hvort þeir vildu
standa að sérframboði aldraðra og
var niðurstaða sú að 55% voru
fylgjandi sérframboði en 35% mót-
fallin. Það er nokkuð öruggt að
fylgi er meira nú við sérframboð
en var fyrir fjórum árum.
Framtíðin hefur aldrei verið svartari
Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar
um lífeyrisréttindi aldraðra
Karl Gústaf Ásgrímsson
» Svo er okkar ágætustjórnvöldum fyrir
að þakka að þessi lífeyr-
isinneign okkar er
nánast engin …
Höfundur er formaður
Félags eldri borgara í Kópavogi.
:
Skóverslun - Kringlunni
Sími 553 2888
Opið til kl. 21 í kvöld
Teg. 77218
Stærð: 36-41
Litur: Svart og
beige
Verð: 12.600
Teg. 77600
Stærð: 36-40
Litur: Brúnt
Verð: 14.995
Teg. 77064
Stærð: 36-42
Litur: Svart
Verð: 17.995
Teg. 77500
Stærð: 36-41
Litur: Svart og
brúnt
Verð: 14.995
Teg. 77787
Stærð: 35-41
Litur: Svart
Verð: 28.950
Ítölsk hönnun
Gæðaskór með
gelpúðum í hæl
Ath! Nýtt kortatímabil