Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 50

Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning EFTIR að ég fór að verða svona önn- um kafinn hef ég ekki gefið mér tíma í svona hluti, en við vildum halda upp á það að við höfum starfað svona lengi saman og þess vegna förum við af stað í þetta,“ segir Gunnar Guð- björnsson óperusöngvari. Hann mun á næstunni ferðast um landið ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og halda tónleika. Gunnar hefur um árabil starfað sem óperu- og tónleikasöngvari. Hann hefur mest starfað í Evrópu en einnig ferðast til Asíu og Bandaríkj- anna til að syngja. Hann hefur verið fastráðinn í óperuhúsum í Þýskalandi og Frakklandi en síðustu árin hefur hann verið búsettur á Íslandi. Á efnisskránni í tónleikaferðinni um landið er hluti af þýskri ljóðadag- skrá en þar að auki flytja þeir íslensk sönglög og ítölsk. Fyrstu tónleikarnir verða í Gömlu höllinni í Vestmanna- eyjum 16. september nk. Samstarf Gunnars og Jónasar hef- ur staðið í um 20 ár. Þeir hafa hljóð- ritað saman fjölda geisladiska og komið saman víða á Íslandi en auk þess hafa þeir flutt tónlist saman víða erlendis, m.a. í Wigmore Hall í Lond- on og óperuhúsinu í Wiesbaden í Þýskalandi. „Við bjuggum til tvær efnisskrár. Önnur er opnari í báða enda, meira af íslenskum lögum og ítölskum en samt einnig Schubert og Strauss. Þá efnis- skrá höfum við úti á landi en í Reykja- vík flytjum við eingöngu Schubert og Strauss. Sú efnisskrá verður flutt í Salnum fimmtudaginn 21. septem- ber,“ segir Gunnar. Tónleikaferðinni er dreift yfir nokkurn tíma og gera þeir víðreist um Norðurland í októberbyrjun. Í milli- tíðinni heldur Gunnar til Singapore þar sem hann syngur í Sköpuninni eftir Haydn með sinfóníuhljómsveit- inni í Singapore. „Ég hef sungið í verkinu bæði í Þýskalandi og Svíþjóð en síðast söng ég það í íþróttaskemm- unni í Mývatnssveitinni.“ Gunnar heldur einnig nokkra tón- leika í haust í Þýskalandi auk þess sem fyrirhugaður er flutningur á Eddu eftir Jón Leifs í Salnum í októ- ber og upptaka á tónlistinni í fram- haldi af því. Gera víðreist um landið Morgunblaðið/Jim Smart Ljúfir tónar Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari mun ferðast um landið ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og halda tónleika á næstunni. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 YFIRLITSSÝNING á verkum Steinunnar Marteinsdóttur í Lista- safni Reykjanesbæjar spannar feril hennar í fjörutíu og fimm ár, frá 1961–2006. Á sýningunni eru ker- amikverk af mörgum gerðum, olíu- málverk og myndir unnar með bland- aðari tækni. Árni Bergmann skrifar texta sýningarinnar þar sem hann rekur listferil Steinunnar sem var meðal þeirra fyrstu til að leggja stund á keramik á Íslandi. Hann segir frá því þegar Steinunn hélt sína fyrstu stórsýningu á Kjarvalsstöðum árið 1975 sem hafi verið tímamót í ferli hennar og sögu leirlistarinnar og innihaldið meira en 400 verk. Á þess- ari sýningu voru m.a. vasar þar sem Steinunn sótti myndefni sitt til kletta- belta Esjunnar en á sýningunni nú má einmitt sjá lágmynd frá 1973 með sama yrkisefni. Nú hefur Steinunn tekið aftur upp þetta fjallastef á frá- bærlega fallega formuðum svart- hvítum vösum sem bera nöfnin „Fjallsrúnir“. Þessir vasar ásamt nýj- ustu leirverkum Steinunnar eru með- al allra áhugaverðustu verka hennar á sýningunni og sýna glögglega að listakonan er í mikilli sókn um þessar mundir. Aðalsteinn segir að árið 1975 hafi gagnrýnendur verið beggja blands um þau nýmæli Steinunnar að flytja landslagsáhrif inn í keramik og seinna hafi þeir gert vissa fyrirvara við að leirlistin „gerðist myndlist á næsta bæ við málverk og skúlptúr“. Farsælla væri fyrir leirskáld að leggja stund á hreinræktun forma ásamt litbrigðum og áferð nytjahluta. En auðvitað getur keramiklistin boð- ið upp á myndlistarverk jafnt sem nytjahluti, munurinn þar á milli enda óskýr og felst oft í afstöðunni sem gerð er til hvers listhlutar rétt eins og í málverkinu. Mikill hluti málverka er hreinir og klárir nytjahlutir sem eru framleiddir og verðlagðir sem slíkir. Á sýningu Steinunnar má enn sjá þessa togstreitu, en hún birtist skýr- ast í verðskrá verkanna þar sem mál- verkin eru verðlögð fjórum sinnum hærra en glæsilegustu keramikverk sýningarinnar. Það virðist ákveðin bending eða uppgjöf fyrir hinum við- tekna greinarmun milli listgreinanna. En eins og sést á sýningu Steinunnar er leirinn, að minnsta kosti í hennar höndum, mun gjöfulli efniviður til að túlka landslagsáhrif en málverkið enda má segja að efniviðurinn sé jörðin sjálf og þrívíddin hentar tján- ingunni betur en hið tvívíða form. „Ís- land er svo keramískt,“ sagði Stein- unn um árið og eru það orð að sönnu, ekki síst þar sem hún vinnur með áferð klettabelta, leirhvera og eld- fjalla, eða útfærir borðbúnað fyrir tröllkonur þjóðsagnanna. Það er kominn tími til, þrátt fyrir að ker- amik verði alltaf efniviður í nytja- hluti, að gera greinarmun á meiri- háttar verkum og minniháttar. Á sýningu Steinunnar nú eru nokkur verk sem kalla má meiriháttar, verk sem geta ekki orðið til nema með ein- staklega góðri færni og þekkingu á miðlinum jafnt sem útfærslunni. Það er vonandi að íslenskir listunnendur fái að sjá meira eftir Steinunni Mar- teinsdóttur í nánustu framtíð, hvort heldur í galleríi hennar og vinnustofu á Hulduhólum eða listhúsum og lista- söfnum landsins. Steinunn Marteinsdóttir „Það er vonandi að íslenskir listunnendur fái að sjá meira eftir Steinunni Marteinsdóttur í nánustu framtíð.“ Fjallsrúnir MYNDLIST Listasafn Reykjanesbæjar Sýningin stendur til 15. september. Opið alla daga frá kl. 13–17.30. Steinunn Marteinsdóttir Þóra Þórisdóttir Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ: Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - 4800 TEKIÐ Á MÓTI PÖNTUNUM frá kl. 10 til 16 mánudaga - fimmtudaga í síma 437 1600. Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningardag Föstudagur 15/9 kl. 20 Uppselt Laugardagur 16/9 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 17/9 kl. 20 Uppselt Laugardagur 23/9 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 24/9 kl. 16 Uppselt Miðvikudagur 27/9 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 28/9 kl.20 Laus sæti Fimmtudagur 5/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 6/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 7/10 kl. 20 Uppselt Sunnudagur 8/10 kl. 20 Örfá sæti Fimmtudagur 12/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 13/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 14/10 kl. 20 Örfá sæti Sunnudagur 15/10 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 19/10 kl. 20 Laus sæti Föstudagur 20/10 kl. 20 Laus sæti Laugardagur 21/10 kl. 20 Laus sæti Sunnudagur 22/10 kl. 20 Laus sæti Fimmtudagur 26/10 kl. 20 Síð. sýn. á árinu Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20 2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20 5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15 Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14 Sun 8/10 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Sun 24/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20 FOOTLOOSE Fös 22/9 kl. 20 Lau 23/9 kl. 20 Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgar- leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI Áskriftarkort á 5 sýningar á 9.900. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20.sept. fá gjafakort í Borgarleikhúsið í kaupbæti. Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Água í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 UPPS. Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. MEIN KAMPF Lau 23/9 frumsýning UPPS. Mið 27/9 kl. 20 UPPS. Fös 29/9 kl. 20 MIÐASALA HAFIN. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 „EKKI HUGSA. DANSAÐU!“ Miðasala 568 8000 www.id.is ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin – síðustu aukasýningar Fim 14. sept kl. 20 Ný aukasýn. í sölu núna! Fös 15. sept kl. 19 UPPSELT Lau 16. sept kl. 19 UPPSELT – síðasta sýning Leikhúsferð með LA til London Expressferdir.is - 5000 kr. afsláttur fyrir kortagesti. Karíus og Baktus – sala hafin. Lau 23. sept kl. 14 Frumsýning UPPSELT Lau 23. sept kl. 15 Sun 24. sept kl. 14 og 15 Lau 30. sept kl. 14 Sun 1. okt kl. 14 www.leikfelag.is 4 600 200 Frumsýning 15. september uppselt 2. sýning 16. september örfá sæti laus 3. sýning 22. september 4. sýning 23. september L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U 24. starfsár Stuttir hádegis- tónleikar með kynningum laugardaginn 16. september kl.12 Björn Steinar Sólbergsson leikur. Ókeypis aðgangur fyrir listvini, börn og nemendur undir 26 ára aldri. Kaffisala í suðursal að tónleikunum loknum. NÁNARI UPPLÝSINGAR Í HALLGRÍMSKIRKJU s. 510 1000. Glæsileg orgeltónlist frá „Belle epoque“ tímabilinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.