Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2006 57
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hvernig áttu að fara að því að tryggja
ódauðleika þinn í hjarta einhvers? Þú
sérð ekki eftir því að vera skapandi í
nánum samböndum, sama hvernig und-
irtektirnar verða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Viðureignin hefur margar lotur og stigin
eru ekki talin fyrr en bjallan glymur í
síðasta sinn. Gefðu þér einkunn jafn-
óðum. Sjálfsmat þitt verður mun þýð-
ingarmeira en skoðanir annarra.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er akkúrat þar sem hann þarf
að vera. Trúðu því djúpt innra með þér.
Rólyndi þitt hjálpar þér til þess að fást
við milljónir smáatriða. Meyja kemur
þér til hjálpar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Framsýnihæfileikar krabbans eru í
hæsta gír. Hvernig áttu að fara að því að
útvega peninga til þess að gera allt sem
þú sérð fyrir þér að veruleika? Haltu
þínu striki, eins og þú sért þegar kom-
inn með fé. Kraftaverkin gerast enn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þroski felur það meðal annars í sér að
fara eins hægt og þarf til þess að maður
geti verið viss um hvert skref. Leyfðu
samböndum þínum að þróast eðlilega.
Leyfðu því sem þú skapar að gerjast áð-
ur en þú setur það á markað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan verður hissa þegar hún upp-
götvar að vinir sem hún hefur átt um
langt skeið virðast ekki muna hvar hún
fæddist eða kunna að skrifa nafnið
hennar rétt. Líttu á það sem tækifæri til
þess að segja þína heillandi sögu frá
upphafi.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Tilfinningar valda misskilningi víða í
dag, en ekki hjá voginni. Notaðu innsæi
þitt til þess að stjórna og beina tilfinn-
ingunum í þá átt að skapa betri framtíð
fyrir þig og ástvini þína.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Svo virðist sem sporðdrekinn lifi fyrir
aðdáun þeirra sem hann dáist að, í
seinni tíð. En þannig er það ekki. Þú
getur endurheimt vald þitt hvenær sem
er og ákveðið að láta þér líða eins og þér
hentar, sama hvernig aðrir hegða sér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Letin hefur á sér illt orð. En maður get-
ur verið latur án þess að vera iðjulaus.
Ef metnaður þinn kemur þér ekkert
áleiðis, er kominn tími til þess að hægja
aðeins á ferðinni. Vittu til, hvort þú
kemur ekki tíu sinnum meiru í verk.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Skarpskyggni steingeitarinnar hjálpar
henni við að greiða flækjurnar í einkalífi
sínu. Gefðu eftir í litlu málunum og haltu
þínu striki í þeim stóru. Einhver sem
reiðir sig óþarflega mikið á þig lærir að
hugsa um sig sjálfur.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Fagnaðu félagslyndinu í sjálfum þér,
það á eftir að gera kraftaverk í við-
skiptum og fjármálum að styrkja tengsl-
anetið. Samband sem er þér kært nýtur
góðs af yndislegri uppgötvun í kvöld.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Sambönd verða fyrir truflunum. Bæld
sjálfstjáning kveikir eld sköpunarinnar
innra með þér. Spilltu sjálfum þér og
láttu eftir þér að láta ekki fundi íþyngja
þér. Gerðu það sem þér sýnist.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Skemmtilegri manneskju,
leiðist ekki neitt. Þó að
maður sé ekki í sérlega
góðu skapi gerist eitthvað
skemmtilegt í dag sem
verður gaman að segja frá
á næstu vikum. Afstaða milli Merkúrs og
Mars gerir að verkum að samkoma sem
að jafnaði væri litlaus verður þróttmikil
og viðburðarík.
hef þurft að ganga í gegnum,“ segir
söngkonan. Þá segir Fergie – sem
heitir réttu nafni Stacey Ferguson
— að það að leika hafi hjálpað til
við að bæla fíknina. Fergie, sem nú
er 31 árs, var að gefa út sína fyrstu
plötu, The Dutchess.
Breska rokksveitin Arctic Mon-keys varð fyrsta hljómsveitin
til að hagnýta sér undramátt nets-
ins til fullnustu, en fólk í þús-
undatali var farið að syngja með í
lögum sveitarinnar á tónleikum, og
ekkert hafði enn komið út með
sveitinni. Góð nýting á myspace
vefsetrinu olli því að tugþúsundir
biðu í ofvæni eftir fyrstu breiðskífu
sveitarinnar. Hún landaði svo
samningi við hið virta neðanjarð-
arfyrirtæki Domino, platan fyrsta,
Whatever People Say I Am, That’s
What I’m Not seldist í hundruðum
þúsunda eintaka og Mercury verð-
launin voru auk þess dregin í land
fyrir stuttu. Reyndar seldist platan
í 360.000 eintökum fyrstu vikuna er
hún kom út, met sem enn stendur.
Og þá er það „erfiða plata númer
2“, en stefnt er á að hún komi út í
ársbyrjun 2007. Lögin ku vera
skrifuð og næst er bara að smella
sér í hljóðver og rúlla snilldinni inn
á band. Leiðtoginn, Alex Turner,
sem er rétt skriðinn yfir tvítugt,
segir að lögin telji um fjórtán
stykki. Þau séu komin mislangt á
veg en hljóðversvinna hefjist í
næsta mánuði.
Bresku kvikmynda-gerðarmennirnir
sem standa á bak við
myndina Death of a
President – sem fjallar
um morð á núverandi
forseta Bandaríkjanna,
George Bush – hafa nú
fengið líflátshótanir.
Þeirra er nú gætt af
öryggisvörslumönnum
á kvikmyndahátíðinni í
Toronto, þar sem þeir
eru nú staddir. Myndin
var frumsýnd síðastlið-
inn sunnudag og var mikil örygg-
isgæsla meðan á sýningunni stóð.
Myndin fékk misjafnar viðtökur, en
tölvutækni er notuð til að sýna
George Bush myrtan af
byssumanni.
Það kemur ekki á
óvart að Fox-stöðin
bandaríska var yf-
irmáta hneyksluð yfir
því að fólki dytti svona
lagað í hug. Kvik-
myndagerðarmennirnir
segja að myndin sé
gagnrýni og hugleiðing
um áhrif hins svokall-
aða „stríðs gegn
hryðjuverkum“ og
hvernig réttindi banda-
rískra þegna hafa verið
skert. Myndin er sú nýjasta í röð
ágengra og umdeildra heimild-
armynda frá Bretlandi, sem hamast
mikið gegn Bush/Blair-öxulveldinu.
ÁRLEGUR haustmarkaður Kristni-
boðssambandsins verður laugardag-
inn 16. september kl. 13–16, í húsi
KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í
Reykjavík, og standa konur í
Kristniboðsfélagi kvenna fyrir
markaðnum. Til sölu verður ýmiss
konar grænmeti, ávextir, ber o.fl.
eftir því hvað kristniboðsvinir og
aðrir velunnarar leggja fram af upp-
skeru sumarsins, og einnig kökur,
blóm og gjafavara.
Ágóðinn af markaðnum rennur til
kristniboðsstarfsins í Eþíópíu og
Kenýu. Þar eru nú sjö íslenskir
kristniboðar að störfum á vegum
Kristniboðssambandsins, segir í
fréttatilkynningu.
Morgunblaðið/Þorkell
Haustmarkaður Kristniboðssambandsins
NEMENDUR og starfsfólk Borg-
arholtsskóla halda tónleika í Graf-
arvogskirkju í kvöld, fimmtudaginn
14. september kl. 20, til styrktar
byggingar skóla í þorpinu Jar-
anwala í Pakistan. Þeir sem fram
koma eru Bogomil Font og Flís, Ell-
en Kristjánsdóttir og Eyþór Gunn-
arsson, Benni Hemm Hemm, Mr.
Silla og Mongoose og Sigurður
Flosason og Gunnar Gunnarsson.
Allir listamennirnir gefa vinnu
sína.
Miðaverð er 1000 kr. og rennur
ágóði óskiptur til skólabygging-
arinnar. Forsala aðgöngumiða er í
12 tónum, Grafarvogskirkju og
Borgarholtsskóla. Einnig verða
seldir miðar við innganginn.
Íbúar þorpsins Jaranwala í Pakistan njóta góðs af afrakstri tónleikanna.
Tónleikar í
Grafar-
vogskirkju
Þann 11.september 2001 var fjórum flugvélum rænt.
Þrjár þeirra flugu á skotmörk sín.
Þetta er saga fjórðu vélarinnar.
GEGGJUÐ GRÍNMYND
Frábær skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
eeee
Tommi - Kvikmyndir.is
FRAMLEIDD AF
TOM HANKS.
FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN
TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖL-
SKYLDUNA.
„the ant bully“
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
með Owen Wilson (Wedding Crashers)
sem fer á kostum, ásamt Kate Hudson,
Matt Dillon og Michael Douglas.
eeee
HJ, MBL
eeeee
LIB - topp5.is
“ógleymanleg og mögnuð
upplifun sem mun láta
engan ósnortinn”
eeee
MMJ. Kvikmyndir.com
"STÓRKOSTLEG MYND"
STEP UP kl. 4 - 6:10 - 8 - 10:10 leyfð
STEP UP VIP kl. 5:05 - 8 - 10:10 leyfð
UNITED 93 kl. 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 14
YOU, ME AND DUPREE kl. 5:45 - 8 - 10:20 leyfð
LADY IN THE WATER kl. 6:15 - 8:20 - 10:30 B.i. 12
STEP UP kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7
LADY IN THE WATER kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 DIGITAL
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10 B.i. 12 DIGITAL
MAURAHRELLIRINN Ísl. tal. kl. 6 Enskt tal kl. 6 - 8 leyfð
MAURAHRELLIRINN Ísl tal. kl. 4 - 6 leyfð
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 8:20 B.i. 12
BÍLAR Ísl tal. kl. 4 leyfð
OVER THE HEDGE Ísl tal. kl. 3:50 leyfð
5 CHILDREN AND IT Enskt tal kl. 3:50 leyfð
/ KRINGLAN/ ÁLFABAKKI
eee
S.V. - MBL
eee
V.J.V - TOPP5.IS
eeeee
blaðiðeee
L.I.B. Topp5.is
eee
S.V. Mbl.