Morgunblaðið - 14.09.2006, Side 60
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austlæg átt, 5–
13 m/s. Hvassast
syðst. Skýjað m/
köflum SV- og V-
lands. Annars skýjað. Rign-
ing SA- og A-lands. » 8
Heitast Kaldast
15°C 9°C
ÞÖRF er á endurnýjun á upplýsingatækni-
markaði að mati Frosta Bergssonar, fyrr-
verandi stjórnarformanns Opinna kerfa, en
hann hefur, ásamt Símanum hf., gengið til
liðs við upplýsingafyrirtækið Titan ehf., sem
ætlað er að taka til starfa á næstu vikum.
Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt frá
höfðu nokkrir lykilstarfsmenn Opinna kerfa
frumkvæði að stofnun Titan og er gert ráð
fyrir að þeir, ásamt fleira starfsfólki, muni
eiga þriðjungshlut á móti Frosta og Síman-
um í nýja fyrirtækinu.
Óöryggi meðal starfsmanna
Frosti Bergsson segist hafa komist að
þeirri niðurstöðu, að vel athuguðu máli, að
þörf væri á endurnýjun á þessum markaði og
tækifæri væru nú fyrir hendi til að byggja
upp öflugt fyrirtæki sem sérhæfði sig í að
sinna þörfum stærri viðskiptavina hér heima
og erlendis. „Vegna mikilla breytinga á eign-
arhaldi Opinna kerfa undanfarin ár hefur
skapast óánægja meðal þýðingarmikilla við-
skiptavina félagsins og það hefur síðan vald-
ið ákveðnu óöryggi meðal starfsmanna. Mér
rennur til rifja að sjá gamla fyrirtækið mitt í
slíkri stöðu og því ákvað ég að ganga til sam-
starfs við þessa gömlu félaga mína,“ segir
Frosti.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri hjá
Símanum, segir að Síminn hafi þegar gert
endursölusamning um kaup á búnaði og
þjónustu af Titan og í ljósi þess sé áhugavert
fyrir Símann að fjárfesta í félaginu.
Í næstu viku mun Titan auglýsa eftir
starfsfólki og samningar um húsnæði hins
nýja fyrirtækis eru á lokastigi. | Viðskipti
Segir óánægju
meðal við-
skiptavina
Opinna kerfa
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
NÆRRI 1.300 ökutæki hafa mælst
á yfir 150 km hraða á vissum stöðum
á þjóðvegunum í sumar, samkvæmt
upplýsingum sem Vegagerðin hefur
aflað með sérhönnuðum umferðar-
greinum. 1.264 ökutæki voru á yfir
150 km hraða í Ártúnsbrekku, við
Esjumela og í Langadal. Þar af voru
69 ökutæki sem óku á meira en 200
km hraða í Ártúnsbrekkunni og 36
voru á sama hraða í Langadalnum.
Þetta þýðir að einungis á þessum
tveim umræddu stöðum fóru 105
ökutæki yfir 200 km hraða í sumar.
Bara við Esjumela mældust 1.159
ökutæki á yfir 150 km hraða. Vert
er að geta þess að um bráðabirgða-
tölur er að ræða.
Umferðarstofa blæs til sóknar
gegn hraðakstri og umferðarslysum
með fundaherferð í dag undir kjör-
orðinu: „Nú segjum við stopp“.
Talsmaður Umferðarstofu, Einar
Magnús Magnússon, segir að af
þeim 19 mannslífum sem umferðin
hefur kostað í sumar, hafi átta lífum
verið fórnað fyrir fífldirfsku og leik-
araskap.
Á annað hundrað öku-
tæki yfir 200 km hraða
Ofsaaksturinn á vegunum stundaður af rúmlega eitt þúsund bílum í sumar
Ofsaaksturinn | 6
Fagleg oglögleg
þjónusta í boði
Löggilt menntun snyrtifræðinga, í Félagi íslenskra snyrti-
fræðinga, tryggir viðskiptavinum faglega ráðgjöf og sérhæfða
meðhöndlun andlits og líkama með heilbrigði og vellíðan að
leiðarljósi - og þá er að finna á Meistarinn.is
og dekur
Hollusta
í dagsins önn
HÓPUR lögreglumanna og nema úr Lögregluskólanum tók sundsprett
á Viðeyjarsundi í gær. „Það var svo mikill öldugangur að menn hurfu
eiginlega sjónum þegar þeir fóru í öldudalina. Það hefur aldrei verið
synt í svona vondu veðri áður,“ segir Eiríkur Óskar Jónsson, einn lög-
reglumannanna. Hann segir að sundið hafi gengið vel þrátt fyrir veðrið,
sjávarhiti hafi verið 10,2 gráður, og tveir bátar hafi fylgt sundmönnum.
Morgunblaðið/Júlíus
Syntu hálfa leið frá Viðey
ÞEGAR hafa um 70 skemmtiferðaskip
boðað komu sína hingað til lands næsta
sumar, að sögn Ágústs Ágústssonar,
markaðsstjóra Faxaflóahafna. Hann seg-
ir líklegt að skipakomurnar verði fleiri
en það, enda verði tekið við bókunum
fram á næsta vor. „Við erum að markaðs-
setja okkur og reyna að segja frá því
hvað hægt sé að gera hérna,“ segir Ágúst
um siglingar skemmtiferðaskipanna.
Í sumar koma hingað alls um 75
skemmtiferðaskip, en það síðasta leggst
að bryggju í Reykjavík 30. september
næstkomandi. | 20
70 skemmti-
ferðaskip boð-
að komu sína
Morgunblaðið/ÞÖK
♦♦♦
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
SAMFYLKINGIN vill að gerð
verði rammaáætlun um náttúru-
vernd sem taki til allra náttúru-
svæða landsins og að frekari
ákvörðunum um stóriðju verði
frestað þangað til fyrir liggur
nauðsynleg heildarsýn yfir verð-
mæt náttúrusvæði Íslands og
verndun þeirra hefur verið tryggð.
komið að því að stokka spilin upp á
nýtt og gefa náttúrunni forgang.
Samfylkingin vill einnig að heim-
ild til að veita rannsóknar- og nýt-
ingarleyfi vegna virkjanaáforma
verði færð frá iðnaðarráðherra til
Alþingis meðan á gerð rammaáætl-
unar stendur og ákvörðun um nýt-
ingu losunarheimilda samkvæmt
Kyoto-bókuninni verði hjá Alþingi.
lögur um að líta á náttúruvernd og
umhverfisvernd á forsendum nátt-
úrugæðanna, en ekki á forsendum
virkjana og stóriðju, sem hefur
verið alltof ríkur þáttur í stefnu-
mótun stjórnvalda þegar kemur að
þessum málaflokki,“ sagði hún.
Rannsóknarleyfi til Alþingis
Ingibjörg sagði að stóriðjan
hefði notið slíks forgangs á Íslandi
á undanförnum áratug að nú væri
Þetta getur þýtt frestun stór-
iðjuframkvæmda um allt að fimm
ár, að því er fram kom hjá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, for-
manni Samfylkingarinnar, á blaða-
mannafundi í gær þar sem ný
stefna í umhverfis- og náttúru-
verndarmálum var kynnt.
„Ég legg á það ríka áherslu að
þessar tillögur sem við erum að
kynna hér eru tillögur um náttúru-
og umhverfisvernd. Þetta eru til-
Vilja fresta frekari stóriðju
Tími til | 14
Í HNOTSKURN
» Í ár hafa nítján manns lát-ist í umferðinni, þriðj-
ungur þeirra í ágústmánuði.
» Átak Umferðarstofu á aðvekja fólk til umhugsunar
um þá öldu umferðarslysa sem
gengið hefur yfir.