Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 23
auðvitað misjafnir eins og gengur en hryssan Fiðla er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er fimm vetra en mjög meðfærileg. Það er gott að sitja hana því hún er svo þýð og ég kann því vel hvað hún er viljug en samt hlýðin. Við Fiðla náum mjög vel saman og ég er viss um að hún á eftir að verða mjög gott reiðhross.“ Kata er efni í ágætis afdalabónda því hún er ekki mikið fyrir fjölmenni og er sjálfri sér næg í sveitinni. Hún hefur ekki kynnst mörgum fyrir ut- an heimilisfólkið á Kálfsstöðum en þó átti hún ágæta þýska vinkonu sem starfaði á Hólum. „En hún er farin heim til Þýskalands svo ég hitti fáa núorðið. Ég er ekkert einmana því ég er svo vön því að vera mikið ein heima í Alaska, kannski vegna þess að ég er einbirni. Einvera hefur alltaf átt vel við mig og ég kann vel við þögnina og friðsældina hérna,“ segir Kata sem hefur þó farið af bæ annað kastið og hún fór í nokkrar hestaferðir með fjölskyldunni á Kálfsstöðum og fleira fólki í sumar og segir það hafa verið toppinn á Ís- landsdvölinni. Fagrir gæðingar glöddu augað „Við vorum meira og minna í hestaferðum allan júlímánuð og það var rosalega gaman. Mér finnst frá- bært að vera á hestum í óbyggð- unum og við riðum Skagafjörðinn þveran og endilangan, fórum í Svarf- aðardalinn, um Skíðadal og fleiri fal- leg svæði. Þessar hestaferðir voru kærkomið frí frá hversdagslífinu en dvöl mín hér á Kálfsstöðum er í raun búin að vera eins og langt sumarfrí fyrir mig og ég hef notið þess í hví- vetna. Heima í Alaska eru sum- arfríin svo stutt,“ segir Kata sem var svo ljónheppin að Landsmót hesta- manna var haldið í Skagafirðinum þetta sumarið og hún lét sig ekki vanta þar. Hún segir það hafa verið mikla ánægju að berja augum öll þau hross sem þar voru leidd fram á völl- inn. Hlaupandi skíðagarpur Kata býr í strandbænum Anchor- age en í Alaska er, rétt eins og á Ís- landi, aðeins lítill hluti landsins byggður enda kuldinn svo mikill inn til landsins að þar er ekki byggilegt. Þó er veðurfar í Anchorage betra en á Íslandi, enda er sá bær við sama breiddarbaug og til dæmis Osló. „Þó fjalllendi sé mikið í Alaska rétt eins og á Íslandi, þá er þar meira um fjallgarða en hér á Íslandi finnst mér alls staðar vera fjöll. Fjöllin heima eru líka miklu hærri en þau íslensku og trén þar eru fleiri og hærri,“ segir útivistarkonan Kata sem hefur verið á skíðum frá því hún lærði að ganga, eins og hún orðar það sjálf. Hún keppti á gönguskíðum í þrjú ár og náði mjög góðum árangri en segist ekki hafa kunnað við andrúmsloftið sem fylgdi því að keppa og því fer hún núorðið einvörðungu sér til gamans á skíði. Hún er líka mikill hlaupagarpur og hefur keppt á þeim vettvangi. „Mér líður vel þegar ég hleyp og ég hef mikla þörf fyrir hreyfingu og útivist,“ segir Kata sem flýgur upp skagfirsku fjöllin á tveim- ur jafnfljótum eins og hver önnur fjallageit og staldrar við í berjalaut og gæðir sér á fjallasméri, bústnum bláberjum. „En ég sakna þess að hafa ekki snjóinn sem ég er vön heima, í snjónum býr svo mikil feg- urð.“ Rithöfundur á Hólum? Þegar Kata er innt eftir því hvort henni finnist einhver munur vera á Íslendingum og Alaskabúum, kemur kannski á óvart fyrir Íslendinga sem líta á sig sem mikla vinnuþjarka, að hún segir fólkið í Alaska vinna mun lengri vinnudag en mörlandinn. „Faðir minn vinnur til dæmis alltaf tólf tíma vinnudag, en hann er lyfja- fræðingur og yfirmaður apóteks. En aftur á móti er það líkt með þessum þjóðum að nágrannar standa saman. Hér í sveitinni hjálpast allir að og eru vinsamlegir við nágranna sína, rétt eins og heima.“ Framtíð Kötu er óráðin, hún segist ekki enn hafa ákveðið hvað hún ætli að leggja fyrir sig, en áhuginn beinist að líffræði og hegðun dýra en bókmenntir og skriftir heilla hana líka. Hún útilokar alls ekki að hún verði kannski rithöf- undur. Hún vonast til að koma aftur til Íslands seinna meir og vill ná betri tökum á íslenskunni, því þá gæti hún jafnvel sest á skólabekk á Hólum og að sjálfsögðu yrði hesta- brautin fyrir valinu. Á fjallstindi Kata gerir mikið af því að sigra fjöll heima í Alaska. Vinir Það er kært með Kötu og hestunum á Kálfsstöðum. Óðinn, Týr, Blakkur og Fluga kunna vel að meta félagsskap hennar. khk@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 23 Mamma mín og pabbi kenndumér mannganginn þegarég var mjög ungur og síð- an hef ég haft áhuga á skákinni. Þau tefla hins vegar aldrei sjálf og ekki heldur systkini mín tvö,“ segir Matt- hías Pétursson, 15 ára nemandi við Laugalækjarskóla í Reykjavík. Matthías var í fimm manna skák- sveit skólans sem stóð uppi sem sig- urvegari á Norðurlandamóti grunn- skólanemenda 13 til 16 ára sem fram fór á Íslandi um þarsíðustu helgi. Hinir strákarnir í skáksveit Laugalækjarskóla eru Einar Sig- urðsson, Aron Ellert Þorsteinsson, Daði Ómarsson og Vilhjálmur Pálmason. Alls tóku sex lið þátt í mótinu, þar af tvö frá Íslandi og eitt frá hverju hinna landanna, Danmörku, Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi. Fjórir eru í hverri sveit og yfirleitt er einn varamaður í hverju liði. Skákþjálf- ari sveitar Laugalækjarskóla er Torfi Leósson. Undankeppni meðal grunnskólanna fyrir Norð- urlandamótið er haldið hér á landi á hverju vori og sker hún úr um hvaða lið komast áfram. „Skákin gefur mér aðallega skemmtun,“ svarar Matthías þegar hann er spurður um hvað skákin gefi honum. Hann bætir þó við að hann eigi sér annað skemmtilegt áhugamál sem sé píanóið. Ég er í Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar og hef lokið þar þriðja stig- inu,“ segir Matthías. Strákarnir í skáksveitinni eru all- ir í Taflfélagi Reykjavíkur og segist Matthías svo sem í sjálfu sér ekki hafa mótað sér neitt markmið í skákinni annað en það að halda áfram að standa sig vel við skák- borðið. Hann hefur tekið þátt í fjölda móta og varð sveit Lauga- lækjarskóla jafnframt Norð- urlandameistari í fyrra þegar keppnin fór fram í Árósum í Dan- mörku. Hin íslenska sveitin sem þátt tók í Norðurlandamótinu að þessu sinni var frá Rimaskóla og lenti hún í öðru sæti keppninnar. „Ætli við Íslendingar séum bara ekki bestir úr því við höfum unnið tvisvar í röð,“ segir Matthías að lok- um aðspurður út í velgengnina, en strákarnir fengu bæði bikar og med- alíur í verðlaun. „Skákin gefur mér skemmtun“ Morgunblaðið/Eyþór Skákmaðurinn Matthías Pétursson lærði ungur að árum mannganginn og er skáklistin nú mikið áhugamál hjá honum ásamt píanónáminu. Matthías Pétursson var í fimm manna skáksveit Laugalækjarskóla sem sigraði á Norðurlanda- móti grunnskólanemenda fyrir skömmu. Borgnesingum fjölgar ört og í síð- ustu viku var tekin fyrsta skóflu- stungan að nýjum leikskóla við Ugluklett í Bjargslandi. Það voru fulltrúar ungu kynslóðarinnar sem mættu með skóflur og hófu framkvæmdir, sem Borgarverk mun annars sjá um. Samið hefur verið við SG um einingar í húsið en byggingin hefur að öðru leyti verið boðin út. Því er hér með komið á framfæri til áhugasamra að frestur til að skila inn til- boðum rennur út 29. september nk.    Símenntunarmiðstöð Vesturlands hefur dreift námsvísi haustannar í hús og hefur hann sjaldan verið glæsilegri. Námskeið eru haldin um allt Vesturland, en nám- skeiðssókn íbúa hefur aukist jafnt og þétt. Meðal námskeiða má nefna Menntasmiðju kvenna, Landnemaskóla, Grunnnám skólaliða og námsleiðina ,,Aftur í nám“ sem er ætlað fullorðnu fólki með lestrarörðugleika. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hef- ur flutt í nýtt og rúmbetra hús- næði og þar starfa nú þrír starfs- menn í þremur stöðugildum. Þar af er hlutastarf náms- og starfs- ráðgjafa sem er ætlað að sinna náms- og starfsráðgjöf á vinnu- markaði. Sjá www.simenntun.is.    Sýningin Pourquoi-Pas? – strand- ið var opnuð undir berum himni í blíðskaparveðri á sunnudaginn sl. í svonefndu Tjernihúsi í Englend- ingavík í Borgarnesi. Hollvina- samtök Englendingavíkur notuðu tækifærið til að fagna fyrsta áfanga í endurgerð gömlu versl- unarhúsanna í víkinni, en sam- tökin eru hópur sjálfboðaliða sem gera upp húsin um þessar mund- ir. Páll S. Brynjarsson, bæj- arstjóri Borgarbyggðar, setti samkomuna og veitti Ásu S. Harðardóttur og Svani Stein- arssyni blóm fyrir vel unnin störf í þágu sýningarinnar á munum úr Pourquoi-Pas? Ása og Svanur tóku einnig til máls. Friðrik Rafnsson, þýðandi nýútkominnar bókar um skipstjórann Charcot, fór yfir sögu skipanna hans fjög- urra, sem öll voru nefnd Pour- quoi-Pas? Finnbogi Rögnvalds- son, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, rakti sögu Eng- lendingavíkur og að lokum fór Odile Brelier, sendiráðunautur Frakka, með nokkur hlýleg orð vegna þessara tímamóta. Spilað var á harmonikku og þverflautu í dagskrárhléi. Sýningin verður op- in fyrst um sinn á laugardögum kl. 13:00–17:00 fyrir almenning, en einnig eftir eftirspurn. Nánari upplýsingar má fá hjá forstöðu- manni Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi, Ásu S. Harðardóttur. Úr bæjarlífinu Morgunblaðið/Guðrún Vala BORGARNES EFTIR GUÐRÚNU VÖLU ELÍSDÓTTUR FRÉTTARITARA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.