Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ VÆRI ÞRIÐJUDAGUR EN ÞAÐ ER Í RAUN MIÐVIKUDAGUR ÞRÁTT FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU UPPGÖTVUN ÞÁ TEKST ÞESSUM NAGLA AÐ HALDA RÓ SINNI HÉRNA ER MYND AF LITLU SYSTUR KALLA! HÚN ER SVO SÆT JÁ, MJÖG SÆT MIKIÐ ER HÚN SÆT HÚN ER SVO SÆT KALLI ÓTRÚ- LEGA SÆT JÁ, MJÖG SÆT EF VIÐ AFNEMUM ORÐIÐ „SÆTT“ ÚR ÍSLENSKRI TUNGU ÞÁ FÆRI ALLT Á ANNAN ENDAN ÞETTA ER EFLAUST TIL MÍN HÆ KALLI, TAKK FYRIR AÐ HRINGJA. ÞETTA LITLA SKRÍMSLI ER AÐ GERA MIG BRJÁLAÐA. HVAÐ? NEI, ÉG... ÞETTA ER KALVIN HÉRNA Í HINUM SÍMANUM. KÆRASTAN ÞÍN ER ILLGJÖRN OG HATAR BÖRN. HÚN YRÐI ALVEG HRÆÐILEG MÓÐIR. ÉG VERÐ AÐ LEGGJA Á NÚNA EFTIR AÐ KALLI HÆTTIR MEÐ ÞÉR ÞÁ Á HANN EFTIR AÐ VERA MÉR ÞAKKLÁTUR! KOMDU SÆLL, ÉR ER BRÓÐIR ÓLAFUR... ÉG ER KOMINN TIL AÐ LÝSA UPP TILVERU YKKAR... HRÓLFUR, ÞAÐ ER KOMINN MAÐUR, SEM VILL SELJA OKKUR KERTI! ...OG MUNDU AÐ SANNIR MENN LJÚGA ALDREI! ÞÁ KOMAST „SANNIR MENN“ EKKI MJÖG LANGT Í LÍFINU GERÐIR ÞÚ ÞETTA GRÍMUR!!! MIKIÐ VAR ÞESSI ÁRÁS RAUNVERULEG HANN ER EKKERT SMÁ STERKUR EN ÞARNA LOSNAÐI BJÁLKI ÚR LOFTINU! HANN ÆTLAR AÐ LENDA... ...Á ÁHÆTTU- LEIKKONUNNI! ÉG MUNDI VILJA DEKKJA HÁRIÐ AÐEINS JÁ, ÆTLI ÞAÐ KOMI EKKI BARA VEL ÚT LITAÐU ÞAÐ BARA EKKI OF DÖKKT VERTU ALVEG RÓLEG, ÞÚ ERT EIN AF BESTU KÚNUNUM MÍNUM VERTU RÓLEG ANNA ÉG HEITI ABBY! Í annað sinn í sömu vikunni hafaframleiðendur CSI þáttanna rambað fram á mannslík við tökur. Fyrr í vikunni varð tökulið CSI: New York vart við óþef þar sem ver- ið var að mynda í byggingu. Þegar leitað var að orsök ólyktarinnar fannst lík eins af íbúum hússins sem hafði dáið í íbúð sinni nokkrum vik- um áður, að því er virðist af náttúru- legum orsökum. Á föstudag voru síðan tökumenn CSI: Miami að taka upp í garði við Biscane-flóa þegar heimilislaus mað- ur gaf sig fram við öryggisvörð á tökusvæðinu og benti honum á lík sem var á floti í sjónum. Bráðabirgðarannsókn hefur ekki leitt í ljós nein merki um áverka á líkinu. Í hvorugu tilvikinu voru leikarar þáttanna nærri, því aðeins var verið að mynda ýmiskonar aukasenur. Naglinn David Caruso, sem túlkar hinn úrræðagóða tæknirannsókn- armann Horatio Cane og hjarta- knúsarinn Adam Rodriguez sem leikur Jesse Esteban Ramirez voru því ekki til taks til að aðstoða við lausn málsins. Sýningar eru nú að hefjast á fimmtu þáttaröð CSI: Miami en þátturinn er í dag 9. vinsælasti sjón- varpsþátturinn í Bandaríkjunum. Hins vegar er CSI: Miami vinsælasti bandaríski sjónvarpsþátturinn þeg- ar litið er til áhorfs um allan heim. Er Ísland engin undantekning og eiga þættirnir fjölda aðdáenda hér- lendis. Bæði CSI: Miami og CSI: New York spunnust sem sjálfstæðir þættir út frá CSI: Crime Scene In- vestigation-þáttunum, og njóta allir þættirnir mikilla vinsælda. Fólk folk@mbl.is Íþessari viku stendur RANN-ÍS fyrir Vísindavöku. Hjör-dís Hendriksdóttir er sviðs-stjóri alþjóðasviðs RANNÍS og einn af skipuleggjendum Vís- indavökunnar: „Þróun vísinda, rannsókna og nýsköpunar er mjög hröð í dag og oft erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á þeirri þróun sem á sér stað,“ út- skýrir Hjördís. „Gerðar hafa verið kannanir sem leitt hafa í ljós að bæði áhugi og skilningur almenn- ings á tækni og vísindum fer sívax- andi, en fólk vill þó fá enn meiri og betri upplýsingar um það sem er að gerast, og helst frá vísinda- mönnunum sjálfum.“ Hjördís segir Rannís hafa leitað nýrra leiða til að leiða saman vís- indamenn og almenning og fæddist þá hugmyndin að svokölluðu Vís- indakaffi, sem fyrst var efnt til í fyrra: „Þar sem við fengum tvo vís- indamenn til að setjast niður í þægilegu kaffihúsaumhverfi og ræða saman og við áheyrendur um vísindi á mannamáli,“ segir Hjör- dís. „Móttökur fóru fram úr okkar björtustu vonum og sprengdum við hvert kaffihúsið af öðru utan af okkur þó við veldum alltaf stærri og stærri vettvang.“ Í þessari viku verður hægt að sækja Vísindakaffi í Listasafni Reykjavíkur, og ættu þá loksins allir að geta komist að sem vilja: „Fyrsta Vísindakaffið var á mánu- dag og það síðasta verður á fimmtudag, en á föstudag verður Listasafnið undirlagt af vísinda- fólki. Þann dag, milli 18 og 21, mun vísindafólk kynna yfir 50 rann- sóknarverkefni sem verið er að vinna á Íslandi og bjóða gestum og gangandi upp á persónulega kynn- ingu á hverju verkefni. Rannsókn- arverkefnin spanna öll svið vísinda og ættu allir að geta fundið eitt- hvað sem þeim þykir áhugavert, og ekki síst börnin því Vísindaveröld Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður með útibú á staðnum.“ Við sama tækifæri verða veitt verðlaun þeim einstaklingi sem skarað hefur fram úr í miðlun vís- inda til almennings, og einnig verða veitt verðlaun í ljósmynda- samkeppninni „Andlit vísinda- mannsins“ sem ætluð var fólki á aldrinum 16 til 23 ára og teikni- samkeppninni „Vísindamaðurinn minn“ sem haldin var fyrir 9 til 11 ára börn. Vísindakaffi verður sem fyrr segir frá mánudegi til fimmtudags þessa viku og hefjast á hverju kvöldi til 20, en Davíð Þór Jónsson uppistandari er kaffistjóri. „Gísli Pálsson prófessor og Níels Einars- son riðu á vaðið á mánudag með spjalli um mannvist á norður- slóðum Evrópu. Á þriðjudagskvöld fjalla Sigríður Þorgeirsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir um heim- speki séða með kynjagleraugum,“ segir Hjördís. „Yfirskrift Vísinda- kaffis á miðvikudag er „Má bjóða þér sjálflýsandi svín?“ og ræða Þorvarður Árnason og Einar Män- tylä um kosti og galla erfða- breyttra matvæla. Svo, á fimmtu- dag, fjalla Ólafur Ingólfsson og Tómas Jóhannesson um afleiðingar hnattrænna veðurbreytinga fyrir Ísland.“ Nánar má lesa um dagskrá vik- unnar á www.rannis.is en aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum og allir velkomnir. Vísindi | Rannís heldur vísindaveislu í Listasafni Reykjavíkur þessa vikuna Vísindin kynnt á mannamáli  Hjördís Hend- riksdóttir fædd- ist í Reykjavík 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá FB 1984, BA- prófi í alþjóða- samskiptum frá University of Redlands í Bandaríkjunum 1994 og masters- prófi á sama sviði frá University of Kent árið 1996. Hjördíst starfaði hjá Reykvískri endurtryggingu 1986–1990 en hefur starfað hjá Rannís síðan 1997, fyrst sem upp- lýsingafulltrúi en síðar sem sviðs- stjóri alþjóðasviðs. Hjördís er gift Jóni Smára Úlfarssyni jarðverk- fræðingi og eiga þau samtals fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.