Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er ekki líklegt að átakið sem hafið var í síðustu viku gegn umferðarslysum und- ir slagorðinu Nú segj- um við stopp! muni skila miklum árangri. Því miður. Sturla Böðv- arsson samgönguráðherra hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hann sagði að taka yrði á því ofbeldi sem mætti okkur í umferðinni næstum því daglega. Ofbeldi er rétta orðið. Vegna þess að þeir sem með fífldirfsku og leikaraskap verða valdir að slysum beita annað fólk ofbeldi. Hert viðurlög við umferð- arlagabrotum, aukinn sýnileiki lögreglunnar og jafnvel hækkun á bílprófsaldri hefur því ekkert með skerðingu á frelsi ein- staklinga að gera heldur snýst eingöngu um að reyna að koma í veg fyrir að tillitsleysi og heimska fáeinna bitni á þeim sem hafa ekkert til saka unnið. Þann- ig lúta slíkar hertar aðgerðir í rauninni að því að vernda frelsi einstaklinga fyrir þeim sem sök- um ungæðisháttar, skapgerð- arbresta eða af öðrum völdum eru ófærir um að taka tillit til annarra. Ástæðan fyrir því að átakið gegn umferðarslysum er ekki lík- legt til að skila árangri er sú, að það miðar að því að leysa vand- ann með hugarfarsbreytingu. En hugarfari verður ekki breytt með handafli. Vissulega getur hug- arfar breyst, en það gerist í svo smáum skrefum og á svo ófyr- irsjáanlegan hátt að það er fyr- irfram vonlaust að ætla að leysa einhvern vanda með hugarfars- breytingu. Og ástæðan fyrir því að ekki er hægt að koma böndum á hug- arfarið er sú, að það er að svo mikilvægu leyti óyrt. Hugarfar felur í sér grundvallarviðhorf og gildi samfélagsins, þau gildi sem móta breytni manns í þeim efn- um sem talin eru mestu skipta, eins og til dæmis við uppeldi barna, setningu laga og mat á því hvað telst fréttnæmt í samfélag- inu. Það er í þessum áþreifanlegu þáttum, en ekki orðum foreldra, þingmanna og fréttamanna, sem í ljós kemur hið eiginlega hug- arfar. Reyndar er ekki nóg með að raunverulega hugarfarið sé óyrt heldur verða orðin sem sögð eru í mörgum tilvikum beinlínis til að fela það. Þetta er ekki nein samsær- iskenning. Ég er ekki að halda því fram að valdamenn segi vís- vitandi annað en þeim raunveru- lega finnst. Ég á við að hug- arfarið sé óyrt vegna þess að tungumálið dugi ekki til að nálg- ast það. Ef reynt er að nálgast hugarfarið með því að tala um það eru allar líkur á að maður festist í orðræðunni, líkt og á brautarteinum, og bruni eftir þeim fyrir fram mótaða leið. (Þess vegna finnst manni svo oft að maður hafi heyrt ótal sinnum áður það sem ráðamenn segja í hátíð- arræðum). Úr þessu verður einskonar tvö- feldni – annarsvegar það sem maður segir og hins vegar það sem manni finnst – og það má segja að hið eiginlega markmið alls skáldskapar og allrar heim- speki hafi frá upphafi verið að reyna að eyða þessari tvöfeldni. Reyna að koma orðum að því sem manni finnst. Það hefur einmitt verið þá sjaldan að slíkt hefur tek- ist að til hafa orðið mestu skáld- skaparperlurnar og dýpsta heim- spekin. En hvort sem hún er góð eða slæm held ég að þessi tvöfeldni sé fyrst og fremst ein af stað- reyndum lífsins. Þótt þeir sem setja lög á Íslandi noti oft orða- brautarteina á borð við „grípa til aðgerða“, „forvarnir“ og fleira í þeim dúr – að ógleymdri sjálfri „hugarfarsbreytingunni“, sem er einhverjir mest notuðu orðabraut- arteinar sem til eru á íslensku – verður að segjast eins og er að lít- ið sést af áþreifanlegum aðgerðum eða forvörnum. Yfirleitt eru þetta ekki annað en orð. Og þótt fífldirfska, tillitsleysi, leikaraskapur og ókurteisi séu allt vel þekkt hnjóðsyrði sem notuð hafa verið í umræðu þjóðfélagsins um háttalag ökuníðinga verður að segjast eins og er, að hugarfarið í þjóðfélaginu virðist almennt vera á þá leið að þetta séu í rauninni eftirsóknarverðir eiginleikar og að án þeirra náist enginn árangur. Við spólum í því hugarfari að hinir tillitssömu komi ætíð síðastir í mark. Daginn eftir að Morgunblaðið hafði eftir Umferðarstofu í baksí- ðufrétt að mannslífum væri fórnað fyrir fífldirfsku og leikaraskap í umferðinni birti blaðið lærða lof- grein um „harðasta naglann á Wall Street“, sem komist hefði til mikilla metorða og peninga með því að vera allt annað en tillits- samur. Um leið og almannarómurinn talar illa um þá sem valda skaða í umferðinni með hraða og tillits- leysi horfir hann með lotningu til þeirra sem með nákvæmlega sömu meðulum komast til valda og áhrifa í þjóðfélaginu. Það virð- ist beinlínis vera talinn eftirsókn- arverður og raunhæfur möguleiki að verða hafinn yfir lög og rétt. Ef til vil má halda því fram að tillitssemi og kurteisi séu jákvæð- ir eiginleikar hjá þeim sem ekur bíl, en dragbítar í stjórnmálum og viðskiptum. En það getur verið erfitt og tekið tíma að átta sig á því hvenær maður á að vera tillits- samur og hvenær ekki. Hætt er við að maður láti freistast til að grípa hvert það tækifæri sem gefst til að sýna að maður sé „harðasti naglinn“, í þeirri von að ávinna sér aðdáun, virðingu og peninga. Ef hin óyrtu skilaboð sam- félagsins á einum vettvangi eru þau, að þeir tillitssömu verði aldr- ei frægir og ríkir er kannski ekki að undra að tillitssemi verði fátíð á fleiri sviðum. Spólað í hugarfarinu »Um leið og almannarómurinn talar illa umþá sem valda skaða í umferðinni með hraða og tillitsleysi lítur hann með lotningu til þeirra sem með nákvæmlega sömu meðulum komast til valda og áhrifa í þjóðfélaginu. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is GUÐJÓN Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja skrifar grein í Morgunblaðið 5. september sl. þar sem hann er að reyna að andmæla staðreyndum í grein sem starfsmenn Íbúða- lánasjóðs skrifuðu í Morgunblaðið 31. ágúst sl. Margt er und- arlegt í grein fram- kvæmdastjórans og virðist markmiðið vera að villa um fyrir les- endum varðandi starf- semi Íbúðalánasjóðs. Til að mynda gerir hann lítið úr þeirri staðreynd að innkoma bankanna á íbúða- lánamarkaðinn, sem hrein viðbót við Íbúðalánasjóð og líf- eyrissjóði, hafi átt mikinn þátt í auk- inni verðbólgu frá þeim tíma. Þó segir framkvæmdastjórinn að ekki sé um það deilt að lækkaður fjár- magnskostnaður húsnæðis hafi átt sinn þátt í að auka verðbólguþrýst- ing. Í upphafi samkeppninnar við Íbúðalánasjóð buðu bankarnir að lána allt að 100% kaupverðs/ matsverðs íbúðar með 4,15% sem voru svipaðir vextir og Íbúðalána- sjóður bauð. Engin takmörk voru á láns- fjárhæð hjá bönkunum. Bankarnir lánuðu einnig veðlán með þessum kjörum án þess að viðskipti færu fram með íbúðir. Margir greiddu upp íbúðalána- sjóðslán sín og tóku verulega hærri lán í bönkunum og mismunurinn fór til neyslu. Þetta stóraukna aðgengi að lánsfé, sem varið var til annars en íbúða var aðalástæða aukinnar verð- bólgu. Það að stjórnvöld boðuðu 2004 hækkun veðhlutfalla Íbúðalánasjóðs úr 66% í 90% með þröngum skil- yrðum um hámark lánsfjárhæðar við 18 millj. og bindingu láns við kaup eða byggingu íbúðar vega lítið í verðbólgumyndun og stuðluðu ekki að henni. Þá segir fram- kvæmdastjórinn um boðaða hækkun lána Íbúðalánasjóðs: „Slík niðurgreidd ríkiskjör skyldu opin öllum og óháð félagslegum þátt- um.“ Það er algerlega rangt að lán Íbúðalána- sjóðs séu á nokkurn hátt niðurgreidd af rík- inu. Ríkið leggur ekk- ert fé til niðurgreiðslu lánskjara hjá Íbúðalánasjóði. Ríkið hefur engan kostnað af Íbúðalána- sjóði. Ríkissjóður hagnast á sjóðnum og hjá honum er stöðug eignaaukn- ing. Það er því sérkennilegur mis- skilningur hjá framkvæmdastjór- anum að ríkið greiði lán sjóðsins niður. Til glöggvunar fyrir fram- kvæmdastjórann eru það nið- urgreiðslur á vöru og þjónustu þeg- ar að framleiðanda/seljanda er greitt með vörunni eða þjónustunni þannig að neytandinn greiðir ekki framleiðanda/seljanda fullt verð fyr- ir. (Ýmsar landbúnaðarvörur eru t.d. niðurgreiddar.) Í þessu sambandi er rétt að geta þess að Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með lánsfjárútboðum á innlendum markaði. Markaðs- vextir sem Íbúðalánasjóður greiðir eru hærri en vextir sem viðskipta- bankarnir greiða af þeim erlendu lánum sem þeir hafa tekið að und- anförnu til að fjármagna og endur- fjármagna sína lánastarfsemi. Framkvæmdastjórinn segir: „Íbúðalánasjóður brást við sam- keppninni með því að gerast leiðandi í lækkun vaxta af íbúðalánum sem aftur jók á þenslu og þar með verð- bólgu.“ Í þessu sambandi verður að geta þess að Íbúðalánasjóður lánar að- eins út á íbúðir sem lántaki er að kaupa eða byggja. Það gerðu bank- arnir ekki. Þeir lánuðu þeim sem höfðu gott veð og eins og áður sagði fór verulegur hluti lána þeirra í aðra neyslu. Þess vegna hafa Íbúðalána- sjóðslán mun minni verðbólguáhrif en lán bankanna. Átti Íbúðalána- sjóður að hafa samráð við bankana um vextina? Þarna kemur fákeppn- isstefna bankanna vel fram. Fulltrúi bankanna segir í raun: Íbúðalána- sjóður heldur niðri vöxtunum. Eru það ekki augljósir hagsmunir al- mennings að halda áfram starfsemi Íbúðalánasjóðs til að verjast vaxta- okri? Er ekki augljóst að komist bankarnir yfir starfsemi Íbúðalána- sjóðs hækka vextir? Þá segir framkvæmdastjórinn: „Húsnæðislán eru áhættuminnstu lán sem veitt eru og mikilvægt fyrir alhliða fjármálafyrirtæki að hafa þau í eignasafni sínu til að dreifa áhættu.“ Í grein sinni gerir fram- kvæmdastjórinn ljósar aðalástæður þess að bankarnir sækja svo fast að hrifsa til sín Íbúðalánasjóð. Þarf frekari vitna við um það hverra er- inda þeir stjórnmálamenn ganga sem hafa lýst því yfir að þeir vilji leggja niður starfsemi Íbúðalána- sjóðs í núverandi mynd og gera hann að þjónustustofnun fyrir bankana. Um þetta þarf almenningur að hugsa nú í aðdraganda kosninga. Staðreyndir um Íbúðalánasjóð Árni Þormóðsson skrifar um Íbúðalánasjóð og bankana »Ríkið hefur engankostnað af Íbúðalánasjóði. Árni Þormóðsson Höfundur er öryggis- og næturvörður. Í EINNI þokkalegri gagnrýni Rögnu Sigurðardóttur í Morg- unblaðinu 13. september 2006 um sýningu tilnefndra myndlist- armanna til Sjónlistaverðlaunanna í Listasafninu á Ak- ureyri, sem afhent verða 22. september næstkomandi, kristall- ast það undarlega við- horf að ekkert sé við- urkenning nema fylgi því dágóð peninga- upphæð og að athöfnin nái að hrista samana hópsálina á sjónvarps- skjá. Ergo; loksins er orðinn til vettvangur fagurgala á Íslandi sem nær að koma klisjukjaftæði samtím- ans um myndlistarmenn á sama stig og bókmenntir, kvikmyndir og leiklist. Um tilurð þessara verðlauna skal ekki lagður dómur hér, en ég styð framkvæmdina hvernig svo sem kann að takast valið hverju sinni, enda tel ég að öll hvatning til myndlistarmanna um að öðlast verðugan sess í samtímanum sé af því góða og verðlaun á engan hátt undanskilin slíku, hverju tagi sem þau kunna að birtast. Hins vegar er það stærilæti, sjálfumgleði og virðingarleysi sem kemur fram í gagnrýni Rögnu um það sem þó hefur verið gert til þess að vekja áhuga og athygli á einmitt samtímalistamönnum ekki sam- boðið jafn ágætum gagnrýnanda. Leyfi ég mér að vitna til gagnrýni hennar hvar hún aftekur margan heiður sem myndlistarmönnum á Íslandi hefur verið veittur: „Það er ánægjuleg staðreynd (leturbreyting höf.) að þegar fyrir ári síðan voru engin verðlaun til í myndlistinni eru þau nú orðin tvenn en ekki má gleyma heiðursverðlaunum Mynd- stefs …“ Í þessu sambandi vil ég minna á að Ullarvettlingar Myndlist- arakademíu Íslands (MAÍ) hafa verið af- hentir íslenskum myndlistarmanni frá því árið 2001 allt til dagsins í dag. Ull- arvettlingaviðurkenn- ing MAÍ var ekki fundin upp í sjálf- umgleði, heldur vegna þess að nauðsyn bar til að auðga verðlauna- flóru íslenskra mynd- listarmanna. Ullarvett- lingarnir hafa ekki gert upp á milli list- greina og flokkað þær í dilka á einn né neinn hátt heldur hafa allir myndlistarmenn, hvernig svo sem þeir kynna sig, átt inni í því vali og verður vonandi framhald á, þrátt fyrir tilkomu Sjónlistaverð- launanna. Margur kann að þykja erfitt að ráða í slíka framsetningu sem Ragna kýs að upphefja Sjón- listaverðlaunin á kostnað þess starfs sem einstaklingar og fyr- irtæki hafa léð íslenskri myndlist á undanförnum árum, og þess vegna er bleik vissulega brugðið. Fjölmiðlar gegna mjög svo mik- ilvægu hlutverki í kynningu á ís- lenskri myndlist og hafa þeir vissu- lega staðið vel að umfjöllun um Ullarvettlingana, en það viðhorf undirlægjuháttar gagnvart þeim, sem svo skýrt kemur fram í gagn- rýni Rögnu um fjölmiðla- og hátíða- væðingu myndlistarinnar, er að mati undirritaðs ekki til fram- dráttar myndlistinni heldur miklu frekar til útþynningar á henni. Til- vitnun: „Ekki má gleyma klukku- stundar beinni útsendingu frá verð- launaafhendingunni í sjónvarpi hinn 22. september nk., á borð við út- sendingar frá Edduverðlaunum og Íslensku bókmenntaverðlaununum. Vonast má til að þetta opni augu sjónvarpsmanna fyrir möguleik- unum sem myndlist býður upp á sem sjónvarpsefni.“ Svo mörg voru þau orð von- arinnar. Í mínum huga er þetta ein útgáfan í viðbót af þeirri ágætu þáttaröð sem var tíðkuð í sjónvarpi í eina tíð og enn þá í útvarpi og kölluð Maður er nefndur. Núna er bara glysið gert að viðfangi og til- nefndum fulltrúum myndlistarinnar gefinn kostur á að tala við innvígða í beinni: „Takk, mamma, sýning- arstjóri og Kjarval“ og dálítið tár. Þvílík lágkúra, einungis til þess að sleikja sviðslampana. Ef vegur myndlistarinnar er ein- ungis þann veg lagður að verða við- fang slíks fleðuskapar, þá vei þér myndlist og þeim sem viljið veg hennar á þann hátt. Er sjónin í lagi? Benedikt Gestsson gerir athugasemd við gagnrýni Rögnu Sigurðardóttur varðandi sýningu tilnefndra myndlistarmanna til Sjónlistaverðlaunanna »Ef vegur myndlist-arinnar er einungis þann veg lagður að verða viðfang slíks fleðuskapar, þá vei þér myndlist og þeim sem viljið veg hennar á þann hátt. Benedikt Gestsson Höfundur er stjórnarformaður Myndlistarakedemíu Íslands (MAÍ) og áhugamaður um framgang íslenskrar myndlistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.