Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
www.haskolabio.isHAGATORGI • S. 530 1919
ICELAND FILM FESTIVAL 2006
Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER
THE PROPOSITION Forsýning kl. 8 B.i. 16.ára.
The Libertine kl. 5:45 B.i.12 .ára.
Renaissance kl. 8 B.i. 12.ára.
Where the Truth Lies kl. 5:45 B.i. 16.ára.
Down in the Valley kl. 10:15 B.i. 16.ára.
A Cock and Bull Story kl. 5:45 B.i.16 .ára.
Öskrandi Api, ballett í leynum kl. 10:15 B.i.12 .ára.RENAISSANCETHE LIBERTINE
HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN
BJÓLFSKVIÐA
eeee
blaðið
eee
H.J. - MBL
BÖRN
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
BÖRN kl. 5:45 - 8 - 10.15 B.i.12
AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 LEYFÐ
BJÓLFSKVIÐA kl. 8 - 10:15 B.i.16
PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12
MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
NACHO LIBRE kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
STEP UP kl. 8 Leyfð
MAURAHR... Ísl tal. kl. 6 Leyfð
UNITED 93 kl. 10 B.i. 12
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
MEÐ HINUM EINA
SANNA JACK BLACK
OG FRÁ LEIKSTJÓRA
“NAPOLEON
DYNAMITE”
KEMUR FRUMLEGASTI
GRÍNSMELLURINN
Í ÁR.
UNITED 93 kl. 10:10 B.i. 12
LADY IN THE ... kl. 10:10 B.i. 12
ÞETTA ER EKK... kl. 8 Leyfð
YOU, ME AND... kl. 8 B.i. 12
eeee
HEIÐA MBL
eee
ÓLAFUR H. TORFASON
RÁS2
BÖRN ER EIN BESTA
ÍSLENSKA MYNDSEM FRAM
HEFUR KOMIД
PÁLL B. BALDVINS.
DV
“BÖRN ER ÁHRIFAMKIÐ
LISTAVERK SEM SKILUR
ÁHORFANDANN EFTIR
DJÚPT SNORTINN.”
THE PROPOSITION
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Framsóknarmenneru varir um sig
um þessar mundir og
sjá samsæri gegn
Framsóknarflokknum í
hverju horni, eins og
sjá má til dæmis af að-
sendum greinum, sem
birtast hér í blaðinu.
Eitt er þó það samsæri,
sem framsóknarmenn
hafa látið framhjá sér
fara, en það er samsæri
talsetjenda barna-
mynda gegn Fram-
sóknarflokknum.
x x x
Víkverji tók fyrsteftir því hvernig í málinu lá fyr-
ir fáeinum árum, þegar hann horfði
á mynd um Bangsímon með börn-
unum sínum. Þar er ein aðal-
persónan svartsýni asninn Eyrna-
slapi, sem Víkverja fannst strax tala
með kunnuglegri rödd og áherzlum.
Eftir dálitla stund áttaði skrifari sig
á því að leikarinn, sem túlkaði Eyr-
naslapa, hafði fengið rödd Halldórs
Ásgrímssonar að láni. Víkverji hefur
síðan séð nokkrar Bangsímon-
myndir og finnst ævinlega eins og
fyrrverandi forsætisráðherra hefji
upp raust sína þegar Eyrnaslapi
opnar munninn.
Um síðustu helgifór svo Víkverji
enn í bíó með börn-
unum sínum og sá
myndina Gretti II.
Nokkur atriði mynd-
arinnar gerast í úti-
húsum ensks hefð-
arseturs, þar sem
margar skepnur koma
við sögu. Þar á meðal
er héri, sem talar ná-
kvæmlega eins og
Guðni Ágústsson!
x x x
Víkverji áttar sigengan veginn á
því hvað talsetjendum barnamynda
gengur til með því að láta raddir for-
ystumanna Framsóknarflokksins
koma upp úr búkum asna og héra.
Málið þarf augljóslega rannsóknar
við, því að hér er um enn eina aðför-
ina að Framsóknarflokknum að
ræða.
x x x
Og hvað gerist svo næst? VerðurGrimmhildur Grámann allt í
einu farin að tala eins og Valgerður
Sverrisdóttir? Eða Fred Flintstone
eins og Jón Sigurðsson? Víkverji
hefur áhyggjur af þessu, hann verð-
ur að segja það.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
(Sálm. 17, 15.)
Orð dagsins: „En ég mun sakir réttlætisins skoða
auglit þitt, þá er ég vakna, mun ég mettast af
mynd þinni.“
Í dag er þriðjudagur
19. september, 262. dag-
ur ársins 2006
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Akureyrarvöllur
Í Morgunblaðinu 13. sept. sl. eru
fréttir frá Akureyri og feitletruð
fyrirsögn: „Akureyrarvöllur lagð-
ur af“.
Ég og nokkrir vinir mínir sem
lásu þessa frétt urðum mjög hissa,
við trúðum vart okkar eigin aug-
um.
Að bæjarstjórn Akureyrar stæði
í því að eyðileggja völlinn, þennan
yndislega fallega stað, til að láta
byggja verslanir og íbúðir.
Við vitum ekki um nokkurn Ak-
ureyring sem vill völlinn burt. Ak-
ureyrarvöllur er á þeim besta stað
í bænum sem hugsast getur.
Þarna vorar fyrr en annars staðar
í bænum. Nær væri að gera hann
betur úr garði og hlúa vel að hon-
um.
Það þykir einkennilegt sem
heyrist í bænum að kaupmenn og
verktakar ráði ansi miklu um
skipulagningu bæjarins. Við trúum
bara ekki að satt sé.
Í guðanna bænum þyrmið Ak-
ureyrarvelli.
Með bestu kveðju,
Vallarvinir.
Klifra krana við Kárahnjúka
NÝLEGA var birt í einhverju
dagblaðanna mynd af mótmæl-
endum við Kárahnjúkavirkjun þar
sem þeir voru búnir að klifra upp í
krana. Mér datt í hug að bæta við
annarri stuttri setningu og yrði
fréttin þá þannig:
Klifra krana
við Kárahnjúka.
Látum hana
þá bara fjúka.
Lesandi.
Fiskurinn ekki eins góður
ÉG vil vekja athygli á því að hrá-
efni í fiskinum er ekki eins gott og
áður. Mér leikur forvitni á að vita
hvort þetta er eingöngu netafiskur
sem er í fiskbúðunum, en stundum
er hann sundurlaus eins og hann
hafi verið þíddur. Ég keypti eitt
stykki af lúðu í fiskbúð í bænum
sem kostaði 700 krónur, fannst
það dýrt, var mér sagt að þetta
væru 400 grömm. Þegar ég viktaði
fiskinn heima var hann ekki alveg
400 grömm. Finnst mér orðið
mjög dýrt að kaupa lúðu í matinn.
Ef við viljum fá góðan fisk verð-
um við að fá gott hráefni og það á
að vera línufiskur, það er númer
eitt. Það væri gaman að fá skýr-
ingu á þessu hvort fiskbúðir séu
almennt að selja netafisk eða línu-
fisk.
Gyða Jóhannsdóttir.
Supernova
Í framhaldi af spurningunni „Bein
útsending á Supernova?“ í Velvak-
anda 15. september sl. er hægt að
upplýsa það að allar niðurstöður
lokaþáttarins var að finna á netinu
kl. 16.45 að íslenskum tíma, dag-
inn sem útsendingin átti að vera í
beinni og hefjast um miðnætti.
GJ.
Stúdentshúfa í óskilum
STÚDENTSHÚFA fannst í Álfta-
mýri sl. fimmtudag. Upplýsingar í
síma 698 3896.
Brúðkaup | Gefin voru saman 15. júlí
sl. í Hjarðarholtskirkju í Dölum af séra
Óskari Inga Ingasyni þau Inga Guð-
rún Kristjánsdóttir og Hallgrímur
Halldórsson. Þau eru til heimilis í
Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu.
Tilkynningar þurfa að berast
með tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudags- og
mánudagsblað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og síma-
númer.
Fólk getur hringt í síma 569-
1100 eða sent á netfangið rit-
stjorn@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
Hryðjulistamaðurinn Banksy hef-ur enn látið til skarar skríða.
Sagt frá þessum breska listamanni á
dögunum, þar sem hann hefur m.a.
hrellt Disneyland og Paris Hilton.
Nú hefur hann stillt upp lifandi fíl í
húsi, og er fíllinn alþakinn bleikri og
gulri málningu. Er verkinu ætlað að
minna fólk á að fátækt um heim allan
er óleyst vandamál.
Eigandi fílsins segir að málningin
sé ekki eitruð og að gætt hafi verið að
velferð fílsins í hvarvetna. Ráðamenn
hjá dýraþjónustu Los Angeles sögðu
hins vegar að
þeir hefðu aldr-
ei leigt dýrið út,
hefðu þeir vitað
af því athæfi
sem átti eftir að
fara fram.
Starfsmaður
leigunnar, Ed
Boks, segir að
skilaboð verks-
ins séu hættu-
leg, að ill með-
ferð á dýrum sé ekki bara í lagi
heldur sé það nú orðið að listformi.
Dóttir söngvara Rolling Stones,Jade Jagger, hefur vakið
hneykslan og umtal að undanförnu.
Jagger hefur verið að hanna skart-
gripi fyrir hið virta breska merki
Garrard, og ætlaði að sögn að byggja
upp stórveldi í þeim geiranum. Garr-
ard ætlar sér nú að losa sig við Jag-
ger, enda hafa dívustælar og firrtar
ofurstjörnukröfur verið fyrirtækinu
um megn.
Fyrirtækið hefur tapað 240 millj-
ónum punda eftir að hún var ráðin
þar inn. Fyrirtækið var meira að
segja selt til bandarísks millj-
arðamærings fyrir spottprís, fyrr á
þessu ári. Jagger hefur hins vegar
búið sig undir væntanlegan brott-
rekstur.
Í næstu viku verður hún kynnt
sem næsta „andlit“ Debenhams
vegna nýrr-
ar nærfatal-
ínu. Deben-
hamsdæmið
þykir hins
vegar vera
dálítið
ódýrt fyrir
Jagger, sér-
staklega
þar sem
fyrrum
besta vin-
kona henn-
ar (vinslit urðu vegna ástarmála),
Kate Moss, hefur gert samning við
mun virtara fyrirtæki á þessu sviði,
Agent Provocateur. Til að strá salti í
sárin ku nærfötin frá Debenhams
vera ódýr eftirlíking af línunni frá
Agent Provocateur. En Jagger ætlar
að standa sig, þrátt fyrir þessi áföll.
Hún hefur þegar stofnsett eigið
skartgripafyrirtæki, hún rekur
plötufyrirtæki sem sérhæfir sig í
hipp hoppi, þeytir skífum reglulega á
klúbbum og er einnig með eigin fata-
línu – sem heitir Jezebel – eftir mið-
nafni hennar. Þá hyggst hún standa
að byggingu húss í Manhattan, sem
mun heita The Jade. Já, það þarf
greinilega að standa undir nafni,
þegar eftirnafnið manns er Jagger.
Það á ekki af aumingja LindsayLohan að ganga. Nú datt hún
fram á við á tískuvikunni í New York
Fólk folk@mbl.is