Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 17 ÞAÐ ER mikill hvalreki fyrir list- unnendur að fá Pinu Bausch, Tanzt- heater Wuppertal til landsins. Flokkurinn er bókaður mörg ár fram í tímann víðsvegar um heim. Í Folkwang-ballettskólanum í Essen í Þýskalandi, þar sem Bausch hóf sitt dansnám, var boðið upp á ýmsar list- greinar jafnhliða klassískum ballett. Listgreinar sem ásamt dansinum áttu eftir að mynda heildina í dans- leikhúsi hennar. Í dag liggja eftir Pinu Bausch dansverk á fjórða tug talsins. Listfengi flokksins býr ekki síst í dönsurunum sem hafa frjálsar hendur til sköpunar. Þeir koma frá öllum heimshornum með ólíkan menningarbakgrunn og eru hug- myndir þeirra litríkar eftir því. Ein- hverju sinni sagði Bausch að hún hefði ekki áhuga á hvernig dansari hreyfði sig heldur hvað hreyfir dans- arann. Senurnar í verkum hennar byggjast þess vegna oftar en ekki á persónulegri upplifun dansaranna sjálfra. Verk Bausch eru rétt eins og lífið sjálft, viðkvæm, klók og ófyr- irsjáanleg. Sýningarnar eru ein- stakar að því leyti að hver og einn áhorfandi fær frelsi til að bregðast við því sem hann upplifir. Það er eng- in furða að áhorfendur í Wuppertal hafi orðið hvumsa á áttunda áratugn- um þegar þeir börðu fyrstu sýningar hennar augum. Í þeim var hvergi það haldreipi sem klassíski ballettinn hafði. Hvorki söguþráður né heil brú til að styðjast við. Verkunum var vægast sagt illa tekið í byrjun. Áhorfendur eru löngu hættir að hneykslast á verkum Bausch. Í dag er hún álitin snillingur og er einn mesti áhrifavaldur okkar tíma í sviðslistum. Sagt hefur verið að hún sé krókódíllinn meðal svananna í Svanavatninu. Tanztheater Wupper- tal sýnir samtals fjórar sýningar á verkinu Áqua í Borgarleikhúsinu. Verkið er samvinnuverk Dansleik- hússins frá Wuppertal og brasilískra listamanna. Flokkurinn kemur hing- að frá Porto Alegre í Brasilíu og heldur heim til Wuppertal að sýn- ingum loknum. Hann sýnir í Madrid og New York síðar á árinu. Tuttugu dansarar taka þátt í Áqua og tæp- lega þrjátíu manns sjá um aðrar hlið- ar svo sem sviðsmynd, lýsingu, bún- inga og tilheyrandi tæknivinnu. Sviðsmyndin í verkinu sam- anstendur af hljóðnema framarlega á sviðinu og blaktandi pálmatrjám sem varpað er á allan sýningarflöt- inn. Verkið hófst á pari sem át app- elsínur af áfergju, konan sagði frá krampa sem vakti hana upp um nótt. Hún stóð upp og horfði út um gluggann á stjörnurnar og virti fyrir sér undurfallegan himininn. Fór aft- ur í rúmið og þakkaði guði fyrir krampann. Kona í gylltum kjól kom inn og dansaði fallega undir blakt- andi pálmum sem fylltu sviðið. Eitt atriði leiddi af öðru og myndarlegir karlmenn og gullfallegar konur í síð- kjólum og háhæluðum skóm dönsuðu og léku á víxl. Stólar og sófar í anda verka Bausch komu og fóru og elt- ingarleikir og skemmtilegar uppá- komur voru á sínum stað. Leik- húsgestum var boðið upp á drykk og tóku jafnframt þátt í nokkrum atrið- um að hætti Bausch. Minnisstæður er fallega tragíkómískur kafli þar sem kona sagði frá því sem hana langaði að gera, dálítið brjálað en óframkvæmanlegt að hennar mati. Hún þuldi upp ýmsar hugmyndir og fékk bræðisköst þess á milli. Hug- myndir hennar spruttu út frá dauð- um hlutum en enduðu á hennar eigin persónu og þeim takmörkunum sem hún bjó sér. Við það flúði hún af hólmi og hljóp um sviðið. Ungur agn- arsmár kvendansari dansaði af til- þrifum í gleðivímu undir mynd af bátum í ólgusjó. Hún var klædd vín- rauðum kjól með mikið sítt svart hár. Það var alveg ljóst hvað hreyfði þann dansara, gleðin í henni bókstaflega kastaði henni um sviðið. Áqua er undir sterkum brasilískum áhrifum. Suðræna tónlistin, pálmarnir og risa- vöxnu gúmmíplönturnar að ógleymdri breytilegri myndinni sem varpað var á sýningarflötinn fylltu vitin af Brasilíu. Dansararnir búa yf- ir ágætis danstækni og reyndi nokk- uð á hana í verkinu. Í dansflokki Pinu Bausch eru engir tveir eins. Styrkleiki flokksins býr meðal ann- ars í ólíkri gerð dansaranna, útliti þeirra, misjöfnum aldri og menning- arbakgrunn. Alltaf bar eitthvað nýtt og spennandi við í verkinu svo at- hyglinni var haldið óskertri allan tímann. Það var ljúft að hrífast með dönsurunum í gleðinni yfir vatninu í lok verksins. Áhorfendur kunnu vel að meta snilldina í sýningu kvöldsins og var Bausch og dansflokki hennar klappað stíft lof í lófa ásamt viðeig- andi húrrahrópum í lokin. Unnendur lista ættu ekki að láta þetta verk framhjá sér fara. Hér er stór list- viðburður á ferð. Morgunblaðið/Golli Vel heppnað „Unnendur lista ættu ekki að láta þetta verk fram hjá sér fara. Hér er stór listviðburður á ferð,“ seg- ir Lilja Ívarsdóttir gagnrýnandi um sýninguna Áqua, sem nú er sýnd í Borgarleikhúsinu. Vatn á myllu danslistar DANSLIST Borgarleikhúsið Pina Bausch og Tanztheater Wuppertal. 17. september klukkan 20. Áqua Lilja Ívarsdóttir Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fréttir á SMS Fréttir í tölvupósti REYKJAVÍK, 15.–22. SEPTEMBER www.reykjavik.is EVRÓPSK SAMGÖNGU- VIKA LOFTSLAGSBREYTINGAR Reykjavíkurborg tekur nú, fjórða árið í röð, þátt í Evrópsku Samgöngu- vikunni. Þema Samgönguvikunnar í ár er loftslagsbreytingar og mun dagskrá vikunnar taka mið af því. Leiðarljós Samgönguviku er hreint loft og verður lögð áhersla á hvernig val á samgöngumáta hefur áhrif á umhverfi, heilsu og borgarbrag. Þriðjudagur 19. september 12.00 Heilsa og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Munu fleiri Reykvíkingar velja sér samgöngumáta með heilsufarslegan ávinning í huga? Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er að hjólreiða- og göngufólk verði sýnilegra í umferðinni. Frummælendur: Dagur B. Eggertsson læknir, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson. Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla. Miðvikudagur 20. september 12.00 Borgarbragur og samgöngur. Hádegisfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Getum við breytt götumynd Reykjavíkur þannig að meira jafnræðis gæti á milli ólíkra samgöngumáta? Hvaða áhrif hafa samgöngur á borgarbrag? Frummælendur: Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi, Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður og rithöfundur og Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur. Fundarstjóri er Sigmar Guðmundsson. Fyrir utan Ráðhúsið sýna bílaumboð visthæfa og sparneytna bíla. Meira um dagskrá Samgönguviku á www.reykjavik.is TALSMENN HREINS LOFTS Reykjavíkurborg H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 3 4 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.