Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 2

Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,              Í dag Sigmund 8 Forystugrein 24 Veður 8 Umræðan 26/29 Staksteinar 8 Bréf 29 Erlent 16 Minningar 30/34 Viðskipti 15 Myndasögur 40 Höfuðborgin 18 Dagbók 4242/43 Akureyri 18 Staður og stund 44/45 Suðurnes 19 Leikhús 45 Daglegt líf 20/23 Bíó 42/45 Menning 17 Ljósvakamiðlar 46 * * * Innlent  Forystumenn stjórnarflokkanna kynntu í gær samkomulag um nið- urstöðu viðræðna um varnarmál við bandarísk stjórnvöld. Samkvæmt samkomulaginu verða varnir Íslands tryggðar með svokölluðum hreyf- anlegum herstyrk, sem kæmi í stað fastrar viðveru Bandaríkjahers hér á landi. » 10  Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra sagði í ræðu á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að framlög íslenskra stjórnvalda til þróunarsamvinnu myndu nær þre- faldast á næstu þremur árum og aukast frekar árin á eftir. Mark- miðið er að ná takmarki SÞ – 0,7% af vergum þjóðartekjum. » 1  Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál í Bandaríkjunum á hend- ur fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og Barnaspítala Fíla- delfíuborgar fyrir stuld og misnotk- un á eigum félagsins og ýmis brot á ráðningarsamningum. » 4  Félagsmálaráðuneytinu hefur verið falið að undirbúa lagabreyt- ingu sem felur í sér að Íbúðalána- sjóði verði heimilt að koma á fót fjár- mögnunarkerfi á heildsölustigi og að það verði rekið sem sjálfstæð rekstr- areining innan Íbúðalánasjóðs. » 1  Mikill mannfjöldi, eða tíu til tólf þúsund manns, tók þátt í mótmæla- göngu gegn Kárahnjúkavirkjun nið- ur Laugaveg og að Austurvelli í gærkvöldi. Fjölmargir komu einnig saman á Ráðhústorginu á Akureyri til að mótmæla virkjuninni. » 48 Erlent  Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins tilkynnti í gær að Búlgaría og Rúmenía gætu fengið aðild að sambandinu um áramótin en með ströngustu skilyrðum sem sett hafa verið til þessa fyrir inngöngu í sam- bandið. » 16  George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að það væri „barnalegt“ að draga þá ályktun að stríðið í Írak hefði aukið hryðju- verkaógnina í heiminum. „Mat mitt er að [hryðjuverkamennirnir] myndu finna einhverja aðra afsökun ef við værum ekki í Írak,“ sagði Bush. » 1  Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu á síðasta flokksþingi sínu sem leiðtogi Verka- mannaflokksins, en hann hyggst draga sig í hlé á næsta ári. Forsætis- ráðherranum var ákaft fagnað, eink- um í lok ræðunnar. » 16 SLÖKKT verður á götuljósum í öllum sveitarfélögum frá Reykja- nesi og upp á Akranes milli klukk- an 22 og 22.30 á morgun í tengslum við upphaf Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík. Að sögn Andra Snæs Magnasonar rit- höfundar, sem átti frumkvæði að myrkvuninni, var ákvörðun tekin um það í Reykjanesbæ og á Akra- nesi á mánudag að þau myndu slást í hóp sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sem ætla að slökkva á götuljósum sínum á morgun. Andri segir að myrkvunin hafi verið mjög vel skipulögð og und- irbúin og öll lögregluumdæmi á svæðinu hafi tekið þátt í henni. Líta megi á myrkvunina sem stór- an gjörning og segja megi að hún sé eins og ein myndin á kvik- myndahátíðinni. „Það er alveg frumsýningarskrekkur í mér,“ segir Andri Snær. Hann bendir á að myrkvunin fari fram á forvarnadegi fjölskyld- unnar sem forsetaembættið hafi átt frumkvæði að. Fólk sé því hvatt til þess að vera heima hjá sér og njóta myrkursins þar með sínum nánustu. Fólk sé jafnframt hvatt til þess að slökkva ljósin heima hjá sér. Myrkursins verði langbest notið í heiðskíru veðri en samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er út- lit fyrir að skil gangi yfir landið á morgun og að fram eftir kvöldi verði fremur skýjað og þungbúið veður. Andri segir að þótt ekki verði heiðskírt sé um að gera að njóta myrkursins. „Það eru margir sem hafa ekki séð hvernig heim- urinn lítur út og umhverfi okkar,“ segir hann. Þá ætli Þorsteinn Sæ- mundsson að lýsa himninum fyrir fólki í beinni útsendingu á Rás 2. „Ef skilyrði verða eins og best verður á kosið ættu menn að fara út með lítið vasaútvarp og teppi og leggjast út í garð og hlusta á lýs- inguna.“ Myrkur um borg og bý Götuljós víða slökkt annað kvöld í tengslum við kvikmyndahátíð Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ljós og myrkur Rauð og græn norðurljós yfir Bláfjöllum. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FORMAÐUR veiðifélags Þingvalla- vatns, Jóhannes Sveinbjörnsson, tel- ur það algerlega siðlaust að stunda urriðaveiðar í vatninu með rafeinda- fiskisjá og telur athugunarefni hvort veiðifélagið eigi ekki að setja reglur um veiðiaðferðir. „Það fer að verða spurning hvort setja þurfi sérstakar reglur sem banni notkun á tækni sem þessari,“ bendir hann á. „Það hefur verið reynt að styrkja urriðastofninn í vatninu á síðustu árum með því að taka fisk úr vatninu og klekja út hrognum í klak- stöð og sleppa seiðunum aftur í vatn- ið. Það hefur verið kostað töluverðu til, bæði fé og fyrirhöfn, og hefur þetta verið styrkt m.a. af Landsvirkj- un og unnið í samvinnu við Veiðimála- stofnun og veiðifélag Þingvallavatns. Þetta er gert í þeim tilgangi að efla sportveiðimennsku í þeirri mynd sem við þekkjum hana. Það er alger óhæfa að menn skuli stunda magnveiðar. Að veiða með fiskileitartækjum er ekki það sem venjulegt fólk myndi álíta sportveiðimennsku. Það er siðlaust og væri eins og að fara til rjúpna með ljóskastara og hríðskotabyssu.“ Veiðifélagið hefur fengið einhvern ávæning af veiði með fiskileitartækj- um en ekki fengið beinar tilkynningar eða kvartanir vegna slíks veiðiskapar og því hefur ekki verið brugðist við með beinum hætti. Á hinn bóginn hef- ur verið kvartað undan veiðimönnum í heimildarleysi í vatninu og hefur veiðifélagið brugðist við því að sögn Jóhannesar. „En það voru einhverjar fregnir fyrir allnokkrum árum um að menn væru að veiða með aðferðum í líkingu við veiðar með fiskileitartækjum. Þá var það umráðamaður lands sem tók á því. Mín afstaða er sú að þetta sé al- gerlega siðlaust.“ Telur leitartæki á urriðann algert siðleysi í veiðiskap Í HNOTSKURN »Upplýsingar hafa boristum að fiskileitartæki hafi einnig verið beitt á fisklausu veiðisvæði í Blöndu í sumar. »Kastað var út litlum sónarsem fann tvo fiska og sýndi árangurinn á skjá á armbands- úri veiðimanns sem kastaði öngli fyrir fiskana á hár- réttum stað og náði báðum. »Fiskileitartæki kostanokkur hundruð dollara í Bandaríkjunum og eru mjög áhrifarík. HAUSTIÐ er búið að vera mjög gott á Siglufirði eftir frekar rysjótt sumar, að því er séra Sigurður Ægis- son, sóknarprestur á Siglufirði, segir. Það er búið að vera mikið um stillur og því geta bæði menn og mál- leysingjar speglað sig í vatninu. Það er a.m.k. engu líkara en þessi stokkandarsteggur hafi verið að skoða sjálfan sig. Hann er dálítið óásjálegur, greyið, enda að koma úr felubúningi. En þegar tilhugalífið byrjar, innan skamms, verður bringan rauðbrún að lit, hálskraginn alhvítur og höfuðið fagurgrænt, sem getur þó farið út í blá litbrigði við ákveðin birtuskilyrði. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hauststemning á Siglufirði Egilsstaðir | Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshér- aðs sl. mánudag var rætt um rýmingaráætlun neðan Kárahnjúkastíflu. Þar kom fram að á vegum bæjarstjórnar er búið að taka saman upplýsingar um alla íbúa á þessu svæði, ásamt heima- og símanúmerum þeirra, sem verður komið fyrir í stjórnstöð almannavarnanefndar og sent Landsvirkjun. Þá hafi borist upplýs- ingar um að uppsetningu á gsm-símkerfi á um- ræddu áhættusvæði ljúki í þessari viku. Formlegt samstarf almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og almannavarnanefndar Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystra, vegna viðbragðsáætlunar við hugsanlegu rofi stíflna við Kárahnjúkavirkjun er hafið og stefnt að því að fyrstu drög verði tilbúin í byrj- un næsta árs. Áætlunin verði svo tilbúin í apríl eða maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir því að haldin verði æfing í beinu framhaldi af útgáfu rýmingaráætlunar- innar. Samstarf verður haft við lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauða krossinn, heilbrigðisþjónustu, Vegagerðina, Neyðarlín- una og fleiri aðila við gerð viðbragðsáætlunar- innar. Rýmingar- áætlun í vinnslu íþróttir miðvikudagur 27.9. 2006 íþróttir mbl.is Birgir er ánægður með golfvöllinn í Kasakstan >> 2 ÞRUMUFLEYGUR SAHA FERGUSON KOM FRAM HEFNDUM Í LISSABON - RAÚL BÆTIR ENN EIGIÐ MARKAMET » 2 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Við skiljum að ný stjórn velji sér samstarfsmann og við skiljum því við ÍA með góðu. Það var alltaf ljóst að við værum ekki í myndinni hjá þeim aðilum sem tóku við stjórnartaumum félagsins í gær. Við erum ánægðir með að hafa fengið skýr svör frá Gísla Gíslasyni, formanni félagsins, og við getum því farið að snúa okkur að öðru,“ sagði Bjarki en hann telur að Skagaliðið eigi eftir að eflast í nánustu framtíð. „Framtíðin er björt á Akranesi og með nýrri aðstöðu á félagið eftir að eflast enn frekar,“ sagði Bjarki en heimildir Morgunblaðsins herma að Guðjón Þórðarson verði kynntur til sögunar sem nýr þjálfari liðsins á næstu dögum. „Ég veit ekkert meira en hver annar en Guðjón er líklegasti kost- urinn í stöðunni sem er komin upp.“ Spurður hvort það væri útilokað að þeir bræður héldu áfram að leika á Akranesi sagði Bjarki. „Ég er í þannig ástandi líkamlega að ég get ekki æft af krafti og ég reyndi að koma mér af stað með KR. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, taldi sig ekki getað notað mig þar sem ég æfði ekki af krafti. Ég held að það sama verði uppi á teningnum hjá Guðjóni. Ég skil alveg slík sjónar- mið. Við munum hins vegar ekki leika með Skaganum á næsta ári – það væri bara kjánalegt að gera það.“ Ætlum ekki í þjálfun Bjarki bætti því við að þjálfara- starf væri ekki efst á óskalistanum hjá þeim þessa stundina. „Við bræðurnir vorum búnir að skrá okkur á þjálfaranámskeið um næstu helgi ef eitthvert framhald yrði á þessu hjá okkur á Akranesi. Af því verður ekki og við eigum ekki von á því að fara að þjálfa á næstu leiktíð. Það var óneitanlega gaman á þessu tímabili sem var mjög sér- stakt. Ég ætlaði ekkert að spila sjálf- ur en endaði síðan sem leikmaður og þjálfari ÍA. Við höfum verið að grín- ast með það að loksins hafi þjálfarinn skilið okkur sem leikmenn og af þeim sökum gátum við leikið eins mikið og við gerðum,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson, fyrrum leikmaður og þjálfari ÍA. Tvíburarnir á förum frá ÍA TVÍBURABRÆÐURNIR Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir verða ekki áfram í herbúðum ÍA á næsta ári. Þeir léku með liðinu í sumar og tóku síðan við þjálfun liðsins hinn 30. júní af Ólafi Þórðarsyni þegar iðið var í fallsæti. Liðið endaði í 6. sæti í Landsbankadeildinni. Bjarki sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að nýr formaður rekstrarfélags mfl. karla, Gísli Gíslason, hefði rætt við þá bræður í gær og tjáð þeim að ný stjórn fé- agsins ætlaði að ráða nýjan þjálf- ara. Bjarki segir að þeir bræður skilji við Akranesliðið í góðu og þeir voni að liðinu gangi sem best. Guðjón Þórðarson líklegur arftaki Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Flest bendir nú þess að Ólafur Þórð- arson verði næsti þjálfari úrvals- deildarliðs Fram í knattspyrnu í stað Ásgeir Elíassonar, sem lét af störf- um á dögunum. Framarar, sem tryggðu sér sæti í Landsbankadeild- inni, settu sig í samband við Ólaf í gær eftir að Heimir Guðjónsson, að- stoðarþjálfari Íslandsmeistara FH, hafnaði tilboði um að taka við þjálfun Safamýrarliðsins. ,,Það þokaðist í átt að samkomu- lagi okkar á milli og ég tel ágætar líkur á að ég taki starfið að mér enda líst mér vel á það,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ólafur lét af störfum hjá ÍA eftir fyrri umferð Íslandsmótsins en hann tók við þjálfun liðsins undir lok tíma- bilsins 1999. ÍA varð Íslandsmeistari undir stjórn Ólafs árið 2001 og vann bikarinn tvívegis, 2000 og 2003. Ólaf- ur hóf hins vegar þjálfaraferil sinn hjá Fylkismönnum 1998 og ári síðar stýrði hann liðinu upp í efstu deild. Ólafur Þórðarson í viðræðum við Fram Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÚRVALSDEILDARLIÐ Fylkis í handknattleik fékk góðan liðsstyrk gær. Þá kom til landsins Króatinn Tomislav Broz og mun hann leika með Árbæjarliðinu vetur. Broz er 30 ára gömul vinstri- handarskytta sem hefur leikið með króatíska landsliðinu og var í leik- mannahópi þess þegar það vann sigur á Þjóðverjum í leik um gull- verðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi fyrir tveimur árum. ,,Hann mætti á æfingu hjá okkur í kvöld og mér sýnist á öllu að hann geti orðið okkur góður liðs- styrkur. Þetta er vel spilandi leik- maður og fín skytta. Hann skortir leikform en það kemur hjá honum,“ sagði Sigurður Valur Sveinsson, þjálfari Fylkismanna, við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Broz lék síðast með liði í heima- landi sínu en hann hefur einnig reynt fyrir sér í þýsku 2. deildinni. Þá hafa Fylkismenn fengið Vla- dimir Duric sem lék með Selfyss- ingum á síðustu leiktíð. Hann varð markahæstur í liði Selfyssinga þá, skoraði 154 mörk í 23 leikjum liðs- ins. Fylkir, sem er spáð falli í 1. deild, mætir HK í fyrsta leik sínum í DHL-úrvalsdeildinni á laugardag- inn. Nánar er fjallað um liðin í úr- valsdeildinni í blaðaauka, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er rætt við þjálfara og leikmannalistar lið- anna átta byrtir, ásamt ýmsum fróðleik. Króatískur landsliðsmaður í raðir Fylkismanna Reuters Markakóngur Raúl fer hér framhjá Andriy Nesmachniy úr Dynamo Kiev, í Madrid í gær. Raúl skoraði tvívegis í 5:1-sigri Real Madrid og er spænski landsliðsframherjinn markahæstur í Meistaradeildinni frá upphafi. B/3 miðvikudagur 27. 9. 2006 íþróttir mbl.is GEYSILEGUR fögnuður braust út í Safamýrinni sl. keppnistímabil þeg- ar karlalið Fram varð fyrsta skipti Íslandsmeistari í handknattleik í 34 ár, eða síðan Framarar fögnuðu meistaratitli í Laugardalshöllinni 1972. Þá léku margir gamalkunnir landsliðskappar með liðinu, eins og Ingólfur Óskarsson, Þorsteinn Björnsson, Sigurður Einarsson, Sigurbergur Sigsteinsson, Axel Ax- elsson og Björgvin Björgvinsson. Ingólfur og Sigurður urðu meist- arar með Fram í sjö skipti á ellefu árum – 1962, 1963, 1964, 1967, 1968, 1970 og 1972. Morgunblaðið/ÞÖK Meistarar Framarar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í 34 ár í Safamýrinni sl. keppnistímabil. 34 ára bið á enda Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is HK er spáð fimmta sæti og ný sameinuðu liði KA og Þórs, Akureyri, er spáð sjötta sæti. Gangi spáin eftir kemur það í hlut leikmanna Fylkis og ÍR að bíta í það súra epli að falla nið- ur í 1. deild, þar sem einnig eru átta lið. „Það er gaman að sjá að þjálfara og for- ráðamenn andstæðinganna hafa trú á okkur enda er Valsliðið afar vel skipað um þessar mundir. Við fengum mjög skemmtilega leik- menn til liðs við okkur í sumar auk þess sem fyrir var hópur ungra leikmanna,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals og segist hvergi banginn fyrir átök vetrarins. Þess má til gamans geta að Valur varð síðast Íslandsmeistari karla í handknattleik vorið 1998, en það ár vann félagið einnig bik- arkeppninar í sögulegum úrslitaleik. Leikið verður með nýju fyrirkomulagi í úr- valsdeildinni á þessu keppnistímabili. Átta lið eru í deildinni og verður spiluð þreföld umferð og það lið sem trónir á toppnum eftir 21. um- ferð hampar Íslandsmeistarabikarnum á vor- mánuðum. Enginn úrslitakeppni verður í vor frekar en við lok síðasta Íslandsmóts. Óskar segir að það sé gott fyrir sjálfs- traustið að vera spáð Íslandsmeistaratitili en hafa ber í huga að ekkert sé í hendi ennþá og lið úrvalsdeildarinnar hafi flest styrkst frá síð- ustu leiktíð og því sé ljóst að afar jafnt og skemmtilegt mót sé framundan. „Vissulega er pressan á okkur núna og það er gaman að sjá hvernig ungu mennirnir í lið- inu taka þessari áskorun. Það er atriði sem ég verð að hafa í huga og vinna með. Þar geri ég kröfu til reynslumeiri manna liðsins að þeir deili reynslu sinni til þeirra sem yngri og óreyndari eru,“ sagði Óskar sem er með mjög ungt og e.t.v. lítt reyndar hóp leikmanna í höndunum. Elstu mennirnir eru Ólafur Hauk- ur Gíslason og Markús Máni Michalesson Maute, en þeir eru 26 ára gamli. Báðir komu þeir til félagsins á ný í sumar, Markús eftir tveggja ára veru hjá Düsseldorf í Þýskalandi en Ólafur að lokinni áralangri fjarveru frá Hlíðarenda hjá ýmsum félögum innan lands og utan. „Ég er með ungt og mjög skemmtilegt lið og þar af leiðandi tel að spennandi tími sé fram- undan. Við erum með tvo leikmenn í hverja stöðu í sókninni,“ segir Óskar sem setur helst spurningsmerki við varnarleikinn. Hann sé svolítið óskrifað blað. „Okkur skortir ef til vill meiri reynslu og sterkari vörn. Varnarleikinn verðum við að taka fastari tökum reikna ég með. En annars er ég með gríðarlega léttleik- andi og skemmtilegt lið,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals sem mætir Akureyri í fyrsta leik í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 16. Gott fyrir sjálfstraustið Valsmönnum spáð Íslandsmeistaratitli og þjálfari þeirra segist ekki óttast pressuna VAL er spáð sigri á Íslandsmóti karla í ár- legri spá forráðamann, þjálfara og fyrirliða félaganna í úrvalsdeild karla, DHL–deildinni, en flautað verður til leiks á Íslandsmóti karla í kvöld. Samkvæmt spánni er reiknað með Ís- landsmeistarar Fram veiti Val mesta keppni og hafni í öðru sæti. Næst þar á eftir er talið að Haukar og Stjarnan komi í þriðja og fjórða sæti. NIÐURSTAÐA spá forráðamanna, þjálf- ara og fyrirliða þeirra félaga sem leika í úr- valsdeild karla, DHL-deildinni. Hvert félag fékk þrjá atkvæðaseðla og fékk efsta lið hvers seðils 10 stig þannig að mest var hægt að fá 240 stig. Valur...................................................226 stig Fram...................................................209 stig Haukar ...............................................191 stig Stjarnan .............................................159 stig HK ......................................................155 stig Akureyri.............................................123 stig Fylkir .................................................101 stig ÍR..........................................................84 stig Val spáð sigri handbolti Sigurður Bjarnason fer í alla leiki til að fagna sigri » 10 BURT MEÐ TROMMURNAR TROMMULEIKUR OG LÚÐRABLÁSTUR EIGA EKKI HEIMA Á KAPPLEIKJUM Í ÍÞRÓTTAHÚSUM » 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.