Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins og bandarískum keppinaut, Barnaspítala Fíladelfíu- borgar fyrir stuld og misnotkun á eigum félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Þeim er m.a. gefið að sök að hafa á ólögmæt- an hátt afritað og sent frá fyrirtæk- inu upplýsingar um viðskiptaleynd- armál, viðskiptasamninga, hug- búnað og gögn í eigu ÍE. Engar persónugreinanlegar upplýsingar Í fréttattilkynningu ÍE vegna málsins er tekið fram að í engu til- viki sé um að ræða persónugrein- anlegar upplýsingar um þátttakend- ur í rannsóknum enda tryggi dulkóðunarkerfi fyrirtækisins að engar slíkar upplýsingar séu í fórum þess. Starfsmennirnir fimm, sem all- ir létu af störfum hjá ÍE í sumar, eru Hákon Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- ar, ÍE, Struan Grant, fyrrverandi verkefnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban, fyrrverandi starfs- maður í viðskiptaþróunardeild, Jon- athan Bradfield, sem vann við erfða- rannsóknir, og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrir- tækisins. Allir eru starfsmennirnir búsettir í Bandaríkjunum nema Jes- us Sainz. Í stefnu ÍE kemur fram að Barna- spítali Fíladelfíu hafi sótt um að ger- ast aðili að málinu með fimmmenn- ingunum og því hafi honum einnig verið stefnt. ÍE fer fram á tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við nýstofnaða miðstöð fyrir hagnýt- ar erfðamengjarannsóknir við Barnaspítala Fíladelfíu enda sé henni ætlað að vera í beinni við- skiptalegri samkeppni við ÍE. Í tilkynningu ÍE kemur fram að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að í lok síðasta árs hafi Hákon Hákonarson gengið frá samningi við barnaspítalann vestra um að veita umræddri miðstöð forstöðu. Þá liggi einnig fyrir að að minnsta kosti þrír hinna hafi þegar hafið störf á sama vettvangi og rökstuddur grunur sé um að stjórnendur spítalans hafi haft fulla vitneskju um hina meintu ólögmætu gagnasöfnun. Vann sem „njósnari“ Fram kemur í stefnu ÍE að það hafi ekki verið fyrr en eftir að til- kynnt hafði verið um stofnun mið- stöðvarinnar við Barnaspítala Fíla- delfíu í byrjun júní í sumar að mönnum hafi orðið ljóst að starfs- mennirnir undir forystu Hákonar og spítalans höfðu lagt á ráðin a.m.k. frá því í september 2005 fram til í maí 2006 um að „stela dýrmætustu eignum deCODE“ og flytja þær í Barnaspítala Fíladelfíuborgar. „Til að ná þeim markmiðum vann dr. Hákon Hákonarson sem njósnari fyrir Barnaspítala Fíladelfíuborgar um leið og hann kom fram sem tryggur starfsmaður deCODE.“ Þá segir að Hákon hafi, með heimild spítalans, boðið hinum starfsmönn- unum fjórum vinnu hjá spítalanum. Þá kemur og fram að fyrir liggi óhrekjanlegar sannanir um að starfsmennirnir fimm hafi lengi vit- að að hegðan þeirra myndi valda de- CODE skaða og þeir hafi af þeim sökum með endurteknum hætti reynt að eyðileggja – og eyðilagt í raun – sannanir um misferli sitt bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. ÍE stefnir fyrrverandi starfsmönnum vegna stuldar á vísindaniðurstöðum og viðskiptaleyndarmálum Starfa nú hjá keppinaut í Fíladelfíu í Bandaríkjunum Stundaði njósnir „Til að að ná þeim markmiðum vann dr. Hákon Há- konarson sem njósnari fyrir Barnaspítala Fíladelfíuborgar.“ Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus JESUS Sainz starfar ekki fyrir Barnaspítala Fíladelfíu og bú- ið er að sanna að hann hafi ekki afritað gögn ÍE. Þetta vita stjórn- endur ÍE. Engu að síður er hann borinn þeim sökum að hafa stolið upplýsingum frá ÍE til þess að miðla þeim áfram til spít- alans. Þetta segir Sveinn Andri Sveins- son, lögmaður Jesus Sainz. „Sainz er ekki búsettur í Banda- ríkjunum og starfar þar ekki og er spænskur ríkisborgari þannig að það er vandséð að nokkur banda- rískur dómstóll hafi lögsögu í hans máli. Lögbannsmálið kemur honum heldur ekki við enda starfar hann ekki hjá umræddum spítala. Mér sýnist vera borðleggjandi að deCODE eigi yfir höfði sér meið- yrðamál því þeir sendu frá sér fréttatilkynningu án þess að láta þess getið að þeir vita að minn um- bjóðandi er saklaus af þessum sak- argiftum.“ Sveinn Andri segir það einnig vera sérstakt að það sé höfðað mál á hendur Sainz í Bandaríkjunum á sama tíma og hann sé í farbanni hér á Íslandi að kröfu deCODE. „Hon- um er þannig fyrirmunað að fara til Bandaríkjanna og taka þar til varna.“ Jesus Sainz saklaus Sveinn Andri Sveinsson LEIFUR Sveins- son lögfræðingur hefur selt hlut sinn í Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins, til félags í jafnri eigu Straums- Burðaráss hf., Útgáfufélagsins Valtýs hf. og For- síðu ehf. Endanlega var gengið frá þessum kaupum í fyrradag. Fjölskylda Leifs Sveinssonar hef- ur átt eignaraðild að Árvakri hf. frá árinu 1940, er faðir hans, Sveinn M. Sveinsson, tók sæti í stjórn útgáfu- félagsins. Hann átti þar sæti til dauðadags 1951. Leifur Sveinsson tók sæti í stjórn Árvakurs hf. á árinu 1969, er bróðir hans, Haraldur, hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri Ár- vakurs hf. Leifur hefur setið ýmist í aðalstjórn eða varastjórn félagsins í 35 ár. Stjórnarsetu Leifs Sveinsson- ar lýkur á aðalfundi Árvakurs hf. á árinu 2007. Félag í eigu Straums-Burðaráss hf. hefur átt hlut í Árvakri hf. í nokk- ur misseri. Útgáfufélagið Valtýr hf. er eignarhaldsfélag afkomenda Val- týs Stefánssonar, ritstjóra Morgun- blaðsins í nær fjóra áratugi og For- síða ehf. er eignarhaldsfélag, sem að meirihluta til er í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Á þessum tímamótum flytur Morgunblaðið Leifi Sveinssyni þakkir fyrir náið og árangursríkt samstarf um margra áratuga skeið. Leifur Sveinsson selur hlut sinn í Árvakri hf. Leifur Sveinsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EVRÓPSKI tungumáladagurinn var haldinn í gær með hátíðardagskrá í Háskóla Íslands í samvinnu Stofnun- ar Vigdísar Finnbogadóttur og menntamálaráðuneytisins. Í ávarpi sínu lofaði Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið fyrir að efna til dagsins sem hefði einkum verið hugs- aður til þess að örva fólk í atvinnuleit og flytja sig á milli Evrópulanda. Hún vakti athygli á því að Íslending- ar hefðu sömu skyldum að gegna gagnvart erlendu fólki og útlending- ar gagnvart Ís- lendingum er- lendis. Efla þyrfti tengsl milli nýrra Íslendinga sem hingað væru komnir en fyrsta kynslóð þeirra væri í mikilli hættu á að einangrast. „Það sem okkur ber að hafa í huga er að öll tungumál eru jöfn og við Ís- lendingar eigum að fagna því í hvert skipti þegar við fáum nýtt tungumál í þjóðarbúið því um leið fáum við nýja menningarstrauma,“ sagði hún. Fjölmálabók með ljóðaþýðingum Út er komin fjölmálabók, ljóðabók á nokkrum tungumálum að íslensku meðtalinni, og hefur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fagnað útkomunni. Í gær var m.a. flutt erindi Gauta Krist- mannssonar, lektors í þýðingarfræði við HÍ, um umrædda bók, Zwischen Winter und Winter, eftir þýska ljóð- skáldið Manfred Peter Hein, einn gesta hátíðarinnar. Hætta á því að nýir Íslendingar einangrist Evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi                                                                                                                                                                                                                                                                    Í HNOTSKURN »Skólaárið 2005–2006 lögðu17.307 framhalds- skólanemar stund á nám í er- lendu tungumáli eða 74,1% allra nemenda á þessu skóla- stigi, skv. upplýsingum Hag- stofunnar. Árið á undan lærði 16.651 nemandi erlend mál, en það eru 73,7% nemenda á fram- haldsskólastigi. Nemendum í erlendum tungumálum hefur fjölgað um 656 milli ára. » Í mörgum grunnskólum erboðið upp á þriðja erlenda tungumálið og völdu flestir þýsku síðasta skólaár en næst- flestir spænsku. Þar á eftir kom franska en fjöldi nemenda í spænsku hefur þrefaldast frá fyrra skólaári og nemendum fækkar enn. Vigdís Finnbogadóttir EKKI hefur verið tekin ákvörðun um hvernig hægt er að bæta úr strætóferðum til og frá Árbæjar- hverfi en Pétur Fenger, aðstoð- arframkvæmdastjóri Strætós bs., segir að málið sé til meðferðar hjá stjórn fyrirtækisins. Í sumar var hraðleiðin S5 milli Árbæjar og miðbæjar lögð niður. Fyrr í mánuðinum stofnuðu íbúar í Selási, Ártúnsholti og Norðlinga- holti undirbúningshóp í þeim til- gangi að efna til aðgerða gegn nið- urskurði á þjónustu Strætós í þessum hverfum. Á borgarráðs- fundi sl. fimmtudag var samþykkt tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þess efnis að tekinn verði upp akstur á leið S5 á álags- tímum á virkum dögum, frá kl. 6.30 til 9.00 og 14.30 til 18.00, og að ekið verði einnig að Hádeg- ismóum. Stjórn Strætós tók erindið fyrir á fundi sínum sl. föstudag og segir Pétur Fenger að stjórnin hafi ósk- að eftir frekari upplýsingum um tilhögun og kostnað hjá fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Þann- ig standi málið og það verði vænt- anlega tekið aftur fyrir á næsta stjórnarfundi. Hann hafi ekki verið dagsettur en fram hafi komið að hann verði boðaður fljótlega. Strætóferðir til og frá Árbæjarhverfi Málið til meðferðar hjá stjórn Strætós

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.