Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 5

Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 5
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN ER EKKI Á OKKAR ÁBYRGÐ BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM Allt frá árinu 1998 hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið baráttuafl á vettvangi stjórnmálanna sem talað hefur fyrir fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu og náttúruverndarsjónarmiðum. Í stefnuyfirlýsingu flokksins segir: Vinstrihreyfingin - grænt framboð styður sjálfbæra orkustefnu og leggst gegn mengandi stóriðju og stórvirkjunum sem valda mikilli röskun á náttúru landsins. Við viljum vernda hálendi Íslands og stofna þar til stórra þjóðgarða og friðlanda. Við gerum kröfu um víðtækan almannarétt í sátt við landið og fólkið í dreifðum byggðum. Lífríki landsins, landslag og jarðmyndanir þarf að vernda með heildstæðri löggjöf og skipulagi. Í þessum anda höfum við gert ótal flokkssamþykktir, lagt fram fjölda þingmála og beitt okkur á ýmsa lund svo koma mætti í veg fyrir þau náttúruspjöll sem eru samfara Kárahnjúkavirkjun og álbræðslu á Reyðarfirði. Sjá samantekt á helstu tillögum og ályktunum á www.vg.is Nú stefnir í að byrjað verði að safna vatni í Hálslón. Æ fleiri viðurkenna að bygging Kárahnjúkavirkjunar hafi verið afdrifarík mistök. Engu að síður eru þrjár nýjar risavaxnar álvers- og virkjanaframkvæmdir á teikniborðinu með tilheyrandi náttúruspjöllum. Við köllum á alla náttúruverndarsinna til liðs og biðjum um stuðning til að stöðva þessi áform. Markmiðið er sjálfbær atvinnu- og orkustefna í sátt við samfélag og náttúru. Höfnum landdrekkingarstefnunni í eitt skipti fyrir öll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.