Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 10
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG TEL samningaviðræður síð-
ustu mánaða hafa leitt til góðrar nið-
urstöðu fyrir báðar þjóðir. Íslend-
ingar eru sem fyrr traustir
bandamenn okkar innan Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) og við
munum eftir sem áður standa við
ábyrgð okkar á vörnum landsins en
það byggist á því tvíhliða samkomu-
lagi sem þjóðirnar tvær hafa gert
milli sín. En þar er um að ræða ein-
stakt samkomulag af hálfu okkar
Bandaríkjamanna sem við höfum
ekki gert við neitt annað NATO-
ríki.“
Þetta segir Carol van Voorst,
sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi,
sem leiddi viðræðurnar fyrir hönd
bandarísku samninganefndarinnar
að undanskildum tæknilegum út-
færsluatriðum samningsins sem
voru á ábyrgð Thomas Hall, eins af
aðstoðarvarnarmálaráðherrum
Bandaríkjanna.
Í hverju felst samkomulagið ná-
kvæmlega með tilliti til varna Ís-
lands?
„Í samráði við íslensk stjórnvöld
höfum við þróað varnaráætlun. Þú
verður að afsaka að ég get auðvitað
ekki farið nákvæmlega í saumana á
því hvað felst í þeirri áætlun því það
er eðli slíkra áætlana að þær eru
trúnaðarmál. Ég get þó sagt þér að
varnaráætlunin byggist á hreyfan-
leika bandaríska heraflans, bæði
hermanna, annarra starfsmanna og
hergagna. Við munum æfa viðbragð-
sáætlun okkar hér í framtíðinni auk
þess sem við munum halda áfram að
ræða við íslensk stjórnvöld um ná-
kvæmari útfærslu áætlunarinnar,“
segir Carol van Voorst og leggur
mikla áherslu á að varnaráætlunin
verði sífellt virk og í þróun. „Áætl-
unin er þannig ekki eitthvert plagg
sem við munum stinga ofan í skúffu í
því skyni að gleyma því þar. Þetta er
virk áætlun sem verður þróuð til
framtíðar í nánu samstarfi við óskir
og þarfir íslenskra stjórnvalda.“
Verðum komin um hæl
Getur íslenska þjóðin þá andað
léttar fullviss um að við séum vernd-
uð samkvæmd samningi við Banda-
ríkin?
„Samkvæmt varnarsamningnum
frá 1951 hafa Bandaríkin borið
ábyrgð á vörnum Íslands frá því áð-
ur en ég fæddist. Ég er sannfærð um
að báðir aðilar eru sammála um að
samkomulag þjóðanna hafi virkað
sem skyldi. Ég er ekki í neinum vafa
um að samband þjóðanna heldur
áfram að styrkjast í náinni framtíð
og ábyrgð okkar á vörnum Íslands
hefur ekkert breyst. Við teljum okk-
ur bera ábyrgð á vörnum Íslands.“
Nú þegar orrustuþoturnar fjórar
eru farnar af landi brott er ljóst að
Ísland er ekki með jafn öflugar loft-
varnir og var. Er það viðunandi að
Ísland sé eina ríkið í NATO án loft-
varna?
„Það eru margar leiðir til þess að
tryggja loftvarnir. Það er ekkert
sem segir að eina leiðin til að tryggja
loftvarnir Íslands sé að þoturnar séu
hér á landi. Eins og ég nefndi áðan
er bandaríski herinn afar hreyfan-
legur og hefur skamman viðbragðs-
tíma. Skyldi óvissuástand skapast á
Íslandi sem kallar á loftvarnir verð-
um við komin um hæl.“
Þú segir að þið getið brugðist
hratt við. Hversu skammur getur
þessi viðbragðstími orðið?
„Ég get því miður ekki farið út í
slík smáatriði.“
Felur í sér heildarpakka
skuldbindinga og markmiða
Í samkomulaginu sem kynnt var í
dag [þriðjudag] er kveðið á um aukið
samstarf milli íslenskra öryggis-
stofnana og samsvarandi bandaríska
stofnana. Getur þú útlistað nánar
hvað felst í þessu samkomulagi?
„Hin hefðbundna skilgreining á
þeim ógnum sem steðjað gætu að Ís-
landi fólu áður í sér að her annars
lands myndi ráðast hér inn í landið.
Við vitum öll að í breyttum heimi
hefur ógnin breyst og birtist t.d. í
hryðjuverkaógninni og auknu fíkni-
efnasmygli og mansali, sem við þurf-
um að geta brugðist við, enda getur
ríki stafað töluverð ógn af slíku.
Markmið okkar er að auka samstarf-
ið við Ísland á hinum ýmsu sviðum
til þess að geta brugðist við þessu.
Þannig er ráðgert að auka og
styrkja samstarfið á sviði löggæslu
og landamæraöryggis til þess að
hamla gegn og verjast ógnum sem
steðja að báðum ríkjum frá alþjóð-
legum hryðjuverkum. Við sjáum líka
fyrir okkur aukið samstarf milli
bandarísku strandgæslunnar og
Landhelgisgæslunnar með æfing-
um, þjálfun og starfsmannaskipt-
um,“ segir Carol van Voorst og
ítrekar að einnig sé ráðgert að fram
fari gagnkvæm upplýsingamiðlun.
Bendir hún á að samstarf landanna á
fyrrnefndum sviðum hafi aukist á
síðustu misserum en að gera megi
mun meira og segir hún samkomu-
lagið sem kynnt var í gær forsendu
þess að hægt sé að efla þetta sam-
starf.
Að lokum, nú er ljóst að með sam-
komulaginu mun Ísland taka við öll-
um eignum bandaríska hersins en á
móti skuldbinda sig til þess að ann-
ast alla hreinsun á svæðinu annars
vegar með tilliti til mengunar og
hins vegar þess hvaða byggingar
þarf að rífa. Telur þú þetta vera
sanngjarnan samning fyrir báðar
þjóðir eða kemur önnur betur út en
hin í þessum skiptum?
„Að mínu mati er þetta algjörlega
sanngjarnt samkomulag fyrir báðar
þjóðir, sem félagaþjóðir og banda-
menn. Við höfum lagt mikla vinnu á
okkur á síðustu mánuðum til þess að
komast að samkomulagi sem fæli í
sér nokkurs konar heildarpakka
skuldbindinga og markmiða sem
tryggja báðum þjóðum trausta og
örugga stöðu.
Með tilliti til eigna og umhverfis
höfum við eftir fremsta megni reynt
að vera góðir ráðsmenn, ef svo má að
orði komast, á varnarliðssvæðinu
sem við höfum haft til umráða. Líkt
og gildir með flestallar aðrar þjóðir
höfum við á umliðnum áratugum
orðið sífellt betur meðvituð um gildi
þess að ganga vel um,“ segir Carol
van Voorst og bendir á að samkomu-
lagið felur í sér að Íslendingar og
Bandaríkjamenn muni hafa samráð
ef vitneskja kemur fram um að heil-
brigði og öryggi manna sé í hættu
vegna umhverfismengunar einhvern
tíma á næstu fjórum árum. „Komi
eitthvað slíkt í ljós munum við aftur
setjast að samningaborðum og ræða
úrlausnir. Þetta er sem sagt opið til
viðræðna.“
„Ábyrgð okkar á vörnum
Íslands hefur ekkert breyst“
Morgunblaðið/Golli
Sátt Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, telur samn-
ingaviðræður sl. mánaða hafa leitt til góðrar niðurstöðu fyrir báðar þjóðir.
10 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VARNARSAMNINGUR ÍSLANDS OG BANDARÍKJANNA
FORMENN stjórnarflokkanna, Geir Haarde forsætis-
ráðherra og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og starf-
andi utanríkisráðherra, áttu fund með utanríkis-
málanefnd Alþingis eftir hádegi í gær og greindu þeir
henni frá niðurstöðum varnarviðræðna Íslendinga og
Bandaríkjamanna áður en þær voru gerðar heyr-
inkunnar á fjölmennum blaðamannafundi í Þjóðmenn-
ingarhúsinu. Vel virtist fara á með þeim Jóni Sigurðs-
syni og Össuri Skarphéðinssyni að fundi
utanríkismálanefndar loknum. Fundinn sátu einnig
meðal annarra þeir Steingrímur Sigfússon, Vinstri-
hreyfingunni – grænu framboði, og framsóknarmenn-
irnir Hjálmar Árnason og Jón Kristjánsson. Ekki lýstu
þó allir sömu ánægjunni með niðurstöðuna.
Morgunblaðið/Kristinn
Af einum fundi til annars
Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ
Bráðnauðsynlegt
að stofna félag um
rekstur svæðisins
ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, segir menn þar hafa
vænst svipaðrar niðurstöðu og nú
væri komin fram
varðandi afhend-
ingu flugvallarins
en þetta væri í
samræmi við frá-
gang slíkra mála
annars staðar
samkvæmt þeim
upplýsingum sem
þau hefðu aflað
sér, eins og til
dæmis í Þýska-
landi og Japan við svipuð umskipti.
„Ég held við getum verið ánægð
með það líka að við höldum öllum bún-
aði til þess að sinna rekstri flugvall-
arins og fáum hann á mjög hagstæð-
um kjörum. Það er líka í þessu
samkomulagi að það verði stofnað fé-
lag um umsjón með þessu verkefni ut-
an flugrekstrarsvæðisins og ég tel
vera mjög mikilvægt að það félag fari
strax af stað,“ sagði Árni.
Hann sagðist myndu hafa áhyggjur
af því ef af einhverjum ástæðum
drægist að stofna slíkt félag. Nú væri
uppi bráðabirgðastaða og það yrði
væntanlega Flugmálastjórn sem
héldi utan um starfsemina, en það
væri mjög mikilvægt að verkefnið
kæmist strax í hendur þess aðila sem
ætti að sinna og ljúka því, þ.e. hreins-
un svæðisins, formi á leigu eða sölu
eigna, heildarskipulagningu þess,
möguleika á rekstri þar o.s.frv.
„Það má ekki dragast hjá ríkinu að
klára þetta mál. Ég tek eftir að það er
ekki búið að gera það, en það er sagt
að það verði gert. Þetta er stórt mál,“
sagði Árni ennfremur.
Ýmsir möguleikar fyrir hendi
Hann sagðist telja, miðað við þessa
niðurstöðu, að það væru mjög góðar
aðstæður til þess að byggja upp ný at-
vinnutækifæri í kringum flugvöllinn.
Það væri til dæmis ekki um það að
ræða að svæðið væri tekið frá fyrir
mögulegar heræfingar. Það væri búið
að skila svæðinu og það væri að
stærstum hluta ætlað til annarra
nota, sem annaðhvort tengdust al-
þjóðaflugvellinum eða annarri at-
vinnuuppbyggingu. Þau hafi verið já-
kvæð varðandi þessar breytingar og
telji ýmsa möguleika fyrir hendi.
Árni ítrekaði aðspurður að það
væri bráðnauðsynlegt að stofna félag
sem héldi utan um framhaldið.
Reynsla annarra þjóða sýndi það og
þau vonuðust til þess að sveitarfélögin
á svæðinu ættu hlut að þessu félagi.
Þannig hefði það verið erlendis og
þau hefðu góðar vonir um að ríkis-
stjórnin hefði uppi þær fyrirætlanir.
Árni Sigfússon