Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar á morgun klukkan 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 39 50 09 /2 00 6 % &'(      ) ) *+&, -./      ) ) 0.0 12/ &#$      ) ) 12/ 34      ) ) 50,/ -#6 7#     ) )         !   " # "$ % &    !  " .89 :#; $ .< 8 $ .# :#; $ .9# :#; $ =94 :#; $ ->" $ *? :#; $ :< > $ 3;@ > $ ?> A< $ 2 < $ 2#8 *# $ (B* .<8 ( #<  & C=  *! $> $ D $ # " $ %  ,E $ *< :#; $ F= : $ 58 <8 :#; $ G ! $ +H 4 $ <4 $ &$'  " () &< I< &< 9$ ( "*  +  50,J &  9$9                                         = H  H 9$9  C C C C C C   C C C C C C C C C  C K  )L C C K C)L K )L K )L C K C)L K )L C K )L K )L K )L K  )L C C C C C C C C K )L F <9;  +<># <# M 3; &<  $ $  $ $ $   $ $ $ $$ $ $   $  $ $  $ C C  $ C C $ C $                     C                            C  C   ; @"$ $ .+F$ N .< *!4< 9;    C C C C  C  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,6% í gær í 6.275 stig. Verslað var með hluta- bréf fyrir rúman 7,1 milljarð, mest með bréf Landsbankans fyrir rúma 2,1 milljarð. Gengi bréfa Dagsbrúnar hækkaði um 4,7% og bréfa Lands- bankans um 3,5%. Gengi bréfa Kaupþings lækkaði um 0,35%. Gengi íslensku krónunnar styrkt- ist um 0,7% í gær og stendur geng- isvísitalan nú 122,55 stigum. Bandaríkjadollarinn kostar rétt rúm- ar 70 krónur, evran 88,9 og pundið 132,7 krónur. Gengi bréfa Dags- brúnar hækkaði mestFÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur hafið undirbúning að lagabreyt- ingu sem heimila mun Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkerfi á heildsölustigi. Magnús Stefánsson fé- lagsmálaráðherra kynnti þessi áform á fréttamannafundi í gær en þau byggjast á tillögum stýrihóps sem þá- verandi félagsmálaráðherra setti á fót í febrúar sl. Heildsölufjármögnunarkerfið verður rekið sem sjálfstæð rekstrar- eining innan Íbúðalánasjóðs og verð- ur fjármagnað með útgáfu svokall- aðra sérvarinna skuldabréfa. Þessi fjármögnun yrði án ríkisábyrðar, en að sögn Sigurjóns Arnar Þórssonar, formanns stýrihópsins, tryggir þessi aðferð að fjármögnunarkerfið fái sama lánshæfismat og sömu kjör á markaði og Íbúðalánasjóður nýtur nú með ríkisábyrð. Magnús Stefánsson segir að ríkisstjórnin hafi veitt félags- málaráðuneytinu umboð til þess að hefja smíði frumvarps um almenna löggjöf um útgáfu slíkra skuldabréfa. Stýrihópnum var gert að vinna að tillögum um uppbyggingu nýs Íbúða- banka í formlegu samráði við hags- munaaðila, en ekki náðist samkomu- lag við fulltrúa banka og sparisjóða um fyrirkomulag slíks banka. Magn- ús segir þó alla aðila hafa verið sam- mála um mikilvægi þess að almenn löggjöf verði sett um sérvarin skulda- bréf. Heildsölu íbúðabanki Í fréttatilkynningu frá félagsmála- ráðuneytinu segir að ef vel takist til við uppbyggingu fjármögnunarkerf- isins gæti það verið vísir að fjármögn- unarleið fyrir Íbúðalánasjóð þar sem unnt yrði að afla fjár án ríkisábyrgð- ar. Í gegnum tíðina hafa gagnrýnend- ur Íbúðalánasjóðs einna helst beint spjótum sínum að ríkisábyrgð sjóðs- ins og er hún m.a. sögð stríða gegn reglum EES-samningsins. Tillaga stýrihópsins um heildsölu íbúðabanka, sem ekki náðist sam- komulag um við fulltrúa banka og sparisjóða, kveður á um að íbúða- bankinn myndi sinna fjármögnun íbúðalána sem síðar yrðu veitt í gegn- um banka og spairisjóði. Afgreiðsla og útlánastarfsemi til einstaklinga yrðu hins vegar alfarið í höndum banka og sparisjóða. Í Vegvísi Landsbankans segir að í fljótu bragði virðist sem þessar tillög- ur hópsins gangi í meginatriðum út á að hverfa aftur til fyrra fyrirkomu- lags á fasteignalánamarkaði og ekki sé sjálfgefið að bankarnir fallist á að gerast afgreiðsluaðilar fyrir nýjan banka. Tillögurnar séu því ekki líkleg- ar til sátta. Í bréfi Magnúsar Stefánssonar, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, segir hann hins vegar mikilvægt að nú verði settur punktur aftan við þær vangaveltur sem verið hafa um fram- tíð Íbúðalánasjóðs. Stofnun heildsölubanka á íbúðalánamarkaði í bígerð Morgunblaðið/Sverrir Án ríkisábyrgðar Kerfið yrði fjármagnað með útgáfu sérvarinna bréfa. Í HNOTSKURN » Félagsmálaráðuneytiðvinnur nú að lagabreyt- ingu sem mun heimila Íbúðalánasjóði að setja á fót fjármögnunarkefi á heild- sölustigi. » Bankar og sparisjóðirmunu í kjölfarið geta fjármagnað íbúðalán sín í gegnum fjármögnunarkerfi Íbúðalánasjóðs. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is TILTRÚ neytenda á horfum í efna- hagsmálum hefur vaxið á ný sam- kvæmt væntingavísitölu Gallup sem birt var í gær. Vísitalan stendur nú í 119,6 stigum en fór lægst í 88,1 stig í júlímánuði. Vísitölugildi yfir 100 stigum táknar að fleiri neytendur séu bjartsýnir en svartsýnir. Þeir neytendur sem telja að efna- hagsástandið verði betra eftir sex mánuði en nú, eru ívið fleiri en þeir sem telja að ástandið muni versna. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að neytendur virðist hafa tekið gleði sína að nýju þrátt fyrir geng- isfall, verðbólguskot og útlit fyrir minnkandi vöxt hagkerfisins. „Erfitt er að finna góða skýringu á aukinni bjartsýni neytenda í ljósi þess geysilega viðskiptahalla og ann- arra birtingarmynda ójafnvægis sem einkenna hagkerfið um þessar mundir og krefjast leiðréttingar,“ segir í Morgunkorni Glitnis. Bjartsýni eykst Neysla Bjartsýni eykst þrátt fyrir gengisfall og verðbólguskot. ● NÚ ÞEGAR aðeins þrír dagar eru eftir af þriðja fjórðungi ársins hefur úrvalsvísitalan hækkað um 14,6% eða 801 stig það sem af er fjórð- ungnum. Vísitalan hefur nú hækk- að um rúm 19,3% frá lægsta gildi innan árs- ins, eða frá 27. júlí, en þá stóð hún í 5.258,5 stigum. Í hálffimmfréttum Kaupþings banka kemur fram að hækkun vísi- tölunnar á þessu tveggja mánaða tímabili hefur fyrst og fremst verið borin uppi af verðhækkun bank- anna þriggja en vægi þeirra í vísi- tölunni er rúmlega 63% og því ræð- ur verðþróun þeirra mjög miklu um þróun Úrvalsvísitölunnar. Hlutabréf bankanna hafa hækk- að á bilinu 19% til 33% á þessu tímabili en þar af hefur Landsbank- inn hækkað mest en Kaupþing banki minnst. Af öðrum félögum sem hafa dregið vagninn síðast- liðna tvo mánuði má nefna FL Group sem hefur hækkað um rúm- lega 50%, Bakkavör Group sem hefur hækkað um rúmlega 25% og Alfesca um rúmlega 27%. Önnur félög í Úrvalsvísitölunni hafa hækk- að minna en vísitalan á umræddu tímabili, að því er segir í hálffimm- fréttum. Miklar hækkanir bank- anna drógu vagninn ● ATORKA Group, móðurfélag, var rekin með 4,9 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu sex mánuði ársins á móti 418 millj- ónum á sama tímabili í fyrra. Hagn- aður fyrir skatta á öðrum ársfjórð- ungi nam rúmum milljarði á móti 214 milljóna tapi í fyrra. Arðsemi eigin fjár Atorku á ársgrundvelli var um 95% en eigið fé í lok júní nam 15,9 milljarðar og eiginfjárhlutfall var tæp 49%. Atorka Group er fjárfestingafélag en í eignasafni þess er m.a. Jarð- boranir og Promens auk fyrirtækja á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði. Magnús Jónsson, forstjóri Atorku, segir í tilkynningu félagsins, að af- koman á fyrri árshelmingi hafi verið góð og sérstaklega þegar tekið sé mið af ytri aðstæðum á hlutabréfa- mörkuðum. Hann segir að Atorka muni í auknum mæli horfa til fjár- festinga í félögum sem starfa á vaxtarmörkuðum sem tengist hnatt- rænni þróun. Mikil umskipti hjá Atorku Group SAMTÖK banka og verðbréfafyr- irtækja (SBV) fagna þeirri vinnu sem viðskiptaráðherra hefur sett af stað um varin skuldabréf enda mik- ilvægt að íslenskur fjármálamark- aður sé ekki eftirbátur annarra landa í þeim efnum. En að öðru leyti eru samtökin ósammála þeirri stefnu sem kemur fram í áliti stýri- hópsins. Að mati samtakanna hindra tillögur stýrihópsins eðli- lega samkeppni á íbúðalánamark- aði og beinast frekar að ríkisvæð- ingu á húsnæðislánamarkaði. Þvert á nútímaleg viðhorf „Það er þvert á nútímaleg viðhorf um hlutverk ríkisins í atvinnulífi að það skuli halda sig fjarri mörk- uðum þar sem samkeppni ríki, sbr. þær alvarlegu ábendingar sem al- þjóðlegar stofnanir og matsfyr- irtæki hafa sett fram undanfarin misseri um óeðlileg ríkisafskipti á íslenskum húsnæðislánamarkaði,“ segir í tilkynningu Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Þar er bent á að stýrihópurinn hafi þannig lagt upp með að nýr sjóður yrði ekki eiginlegur heild- sölusjóður heldur ríkisbanki á fjár- málamarkaði sem veitti lán gegn- um dreifinet banka og sparisjóða. „SBV harma þessa niðurstöðu stýrihópsins og viðbrögð ráðherra. Eðlilegra hefði verið að fara að til- lögum SBV og leggja grunn að var- anlegri uppbyggingu íbúða- lánakerfis á Íslandi.“ Hindrar samkeppni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.