Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
4. bekkinga
Teiknisamkeppni
– 27. september 2006
7. alfljó›legi
SÖLUANDVIRÐI Icelandair
Group, miðað við 51,5 milljarða
króna veltu og 5,9 milljarða hagnað
fyrir skatta, gæti hlaupið á 44–48
milljörðum króna, samkvæmt út-
reikningum greiningardeildar Glitn-
is. Hins vegar sé erfitt að reikna
hugsanlegan söluhagnað FL Group
vegna sölu Icelandair, vegna þess að
óhægt er að áætla skiptingu efna-
hagsreiknings FL Group, sem sé
forsenda þess að reikna söluhagnað-
inn.
Á kynningardegi FL Group í
Amsterdam fyrir helgi kom fram að
tekjuáætlun Icelandair Group geri
ráð fyrir 51,5 milljarða króna veltu
og að hagnaður fyrir skatta og fjár-
magnsliði (EBITDA) verði um 5,9
milljarðar.
Bókfært virði Icelandair Group
eru rúmir átta milljarðar króna.
Mikilvægi upplýsingagjafar
Miklar vangaveltur hafa verið um
sölu á Icelandair Group að undan-
förnu og mögulegum söluhagnaði
FL Group af félaginu. Segir grein-
ingardeild Glitnis að þessar vanga-
veltur séu meðal annars ástæða þess
að gengi FL Group hefur hækkað
um 53% á sex vikum. Meðal annarra
ástæðna megi nefna samanburð við
Exista og kaup innherja á hlutabréf-
um félagsins. Erfitt sé hins vegar að
greina raunverulegt verðmæti
óskráðra félaga FL Group út frá op-
inberum upplýsingum.
„Mikilvægt er að stjórnendur FL
Group stundi virka upplýsingagjöf
til markaðarins enda er það forsenda
fyrir sanngjarnri verðmyndum með
hlutabréf félagsins,“ segir í Morgun-
korni Glitnis.
Eins og áður segir hafa hlutabréf
FL Group hækkað mjög í september
og telur greiningardeild Glitnis að
aukinn áhuga á FL Group megi
rekja til vangaveltna um dulda eign í
Icelandair og einnig auknar líkur á
að FL Group muni að selja félagið.
Þegar áhugi fjárfesta fyrir innlend-
um hlutabréfum var í lágmarki hafi
líkur á sölu Icelandair þótt litlar en
vel heppnuð útboð Marel og Exista
hafi breytt miklu þar um.
Rekstur Icelandair skiptist í
nokkra afmarkaða þætti: Áætlunar-
flug, sem inniheldur Icelandair, Ice-
landair Cargo auk þjónustufyrir-
tækja fyrir flugrekstur. Alþjóðleg
flutningaþjónusta og flugvélamiðlun
inniheldur fyrirtækin Bluebird
Cargo, Loftleiðir Icelandic og Ice-
Lease. Þá eru innan ferðaþjónustu-
arms samstæðunnar fyrirtækin Ice-
landair Hotels, Iceland Travel og
Flugfélag Íslands. Auk þess er fjár-
málafyrirtækið Fjárvakur hluti af
Icelandair Group.
Velta Icelandair árið 2003 nam
37,5 milljörðum króna og er búist við
um 51,5 milljarða króna veltu í ár.
Árið 2003 nam hagnaður fyrir skatta
rúmum fjórum milljörðum, en ekki
liggur fyrir spá fyrir árið í ár.
Söluandvirði 48 milljarðar króna?
Fréttaskýring | Hugs-
anleg sala Icelandair
Group út úr FL Group
er aftur orðið umræðu-
efni í þjóðfélaginu.
Bjarni Ólafsson kynnti
sér umræðuna og starf-
semi Icelandair.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Milljarðar Bókfært virði Icelandair Group er um 8 milljarðar króna, en
raunverulegt söluandvirði gæti hlaupið á 44–48 milljörðum króna.
, '"-
& 1
- 7 * 2 . 2 7 7 O & & 1
- 7 * 2 . 2 7 7 O &
.
/
!" FL GROUP sendi frá sér yf-
irlýsingu vegna fréttar sem
birtist í Morgunblaðinu í gær
þar sem greint var frá því að
tveir bankar hið minnsta
hefðu áhuga á að kaupa Ice-
landair Group:
„FL Group hefur samhliða
vinnu við undirbúning skrán-
ingar dótturfélags síns, Ice-
landair Group, á hlutabréfa-
markað, orðið vart við áhuga
fjárfesta á að kaupa félagið,
ýmist að hluta eða heild. Við-
ræður hafa átt sér stað, en
óvíst er um niðurstöður þeirra
og of snemmt að tjá sig um
efni þeirra og innihald.
FL Group hefur áður lýst
því að fyrirtækið sé tilbúið að
selja Icelandair Group að
hluta eða í heild, það hefur
sömuleiðis lýst sig reiðubúið
að eiga kjölfestuhlut áfram í
félaginu. Ekkert hefur breyst í
þessum efnum,“ segir í yfirlýs-
ingunni.
Yfirlýsing
FL Group
vegna fréttar
í Morgun-
blaðinu
bjarni@mbl.is