Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Slökkvum ljósin og horfum á stjörnurnar ámorgun klukkan 22:00 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 33 95 0 09 /2 00 6 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins (ESB) tilkynnti í gær að Búlgaría og Rúmenía gætu fengið að- ild að sambandinu 1. janúar næst- komandi en með ströngustu skilyrð- um sem sett hafa verið til þessa fyrir inngöngu í sambandið. Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði að lönd- in tvö hefðu komið á nægum umbót- um til að geta fengið aðild að ESB. Framkvæmdastjórnin ákvað að mæla ekki með því að inngöngu land- anna tveggja yrði frestað um eitt ár, eins og hún hafði heimild til að gera. Þess í stað ákvað hún ýmsar ráðstaf- anir til að tryggja að nýju aðildarríkin uppfylltu skilyrði sambandsins. Strangt eftirlit Evrópusambandið hyggst m.a. hafa strangt eftirlit með því að stjórn- völd í Búlgaríu og Rúmeníu nái ár- angri í baráttunni gegn spillingu og skipulögðum glæpasamtökum. Bæði ríkin þurfa einnig að koma á fót sérstökum stofnunum til að tryggja að landbúnaðarstyrkir ESB verði ekki misnotaðir, ella verður fjórðungur styrkjanna felldur niður. Þá eiga löndin yfir höfði sér útflutn- ingsbann vegna búfjársjúkdóma. Ráðamenn í löndunum tveimur fögnuðu ákvörðun framkvæmda- stjórnarinnar en viðurkenndu að þau ættu enn langt í land með að koma á nauðsynlegum umbótum. Barroso sagði í fyrradag að óráð- legt væri að veita fleiri löndum aðild að Evrópusambandinu nema sam- komulag næðist um stjórnarskrár- sáttmálann sem Frakkar og Hollend- ingar höfnuðu í þjóðaratkvæða- greiðslum í fyrra. Sérfræðingar töldu þó líklegt að hægt yrði að veita Króatíu aðild að sambandinu án mikilla breytinga á stjórnkerfi sambandsins. Samþykkt á leiðtogafundi Leiðtogar aðildarríkja Evrópusam- bandsins koma saman í næsta mánuði til að samþykkja inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu formlega. Þjóðþing fjögurra ríkja – Frakk- lands, Þýskalands, Danmerkur og Belgíu – hafa ekki enn samþykkt inn- göngu Rúmeníu en búist er við að þau leggi blessun sína yfir hana fyrir leið- togafundinn. Ströng skilyrði sett fyrir stækkun ESB Reuters Fegnir Forseti Rúmeníu, Traian Basescu (t.h.), og forsætisráðherra landsins fagna ákvörðun ESB. Í HNOTSKURN » Búlgaría og Rúmeníaverða meðal fátækustu að- ildarríkja Evrópusambands- ins. Fjöldi íbúa landanna tveggja er um 6% af íbúafjölda ESB-ríkjanna en verg lands- framleiðsla aðeins 1% af fram- leiðslu ESB-landanna. » Verg landsframleiðsla áhvern landsmann er um þriðjungur af meðaltali ESB. » Eftir stækkunina verðaaðildarríki ESB orðin 27. London. AFP. | Þriggja ára gam- all drengur fór nýlega inn á eBay-uppboðs- vefinn, ýtti á alla réttu takana og keypti sér notað- an, japanskan bíl, safnaraeintak. Foreldrar drengsins, John og Rachel Neal, vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið þegar eBay sendi þeim skeyti og óskaði þeim til ham- ingju með að keypt bílinn, bleikan Nissan Figaro, fyrir um 1,2 millj. ísl. kr. Þá upplýsti strákurinn, að hann hefði keypt bílinn. Rachel, móðir drengsins, segir, að þrátt fyrir ungan aldur kunni hann á tölvu en hún telur, að hún hafi skilið lykilorðið að eBay eftir í tölvunni. Faðir drengsins hringdi strax í fyrirtækið, sem hafði auglýst bílinn, og sem betur fer „fyrir fjárhag heim- ilisins“ kunnu menn þar á bæ að meta grínið. Riftu þeir sölunni strax og sögðust mundu auglýsa aftur. Þrevetur og keypti bíl á eBay Gripurinn Bleikur Nissan Figaro. STARFSMAÐUR í bækistöð fyrir týnd gæludýr, skammt fyrir utan Beirút í Líbanon, sinnir nokkrum vinum sínum. Bandarísk samtök sendu flugvél eftir nokkur hundruð dýrum þegar dýravinasamtök í Líb- anon höfðu ekki undan en fjöldi dýra hefur lent á ver- gangi í kjölfar stríðsins í sumar. Einkum er um að ræða hunda og ketti og fá þeir samastað í Utah. Ráðamenn Ísraela sögðust í gær vona að síðustu her- menn þeirra færu frá Líbanon í vikunni en í síðasta lagi rétt eftir helgina. Reuters Fjórfættir á flótta ÞIÐ eruð núna framtíðin, gerið hana eins góða og þið getið,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins, í klukkustundarlangri ræðu sinni á flokksþingi í Manchester en Blair hyggst láta af forystu á næsta ári. Hann kom víða við í síðustu ræðu sinni sem leiðtogi, viðurkenndi að erfitt væri að „sleppa takinu“ en það væri samt rétt ákvörðun og nú yrðu flokksmenn að sameinast. Ráðherr- anum, sem er 53 ára, var ákaft fagn- að, einkum í lokin. Blair tók við 1994 og leiddi flokk- inn til sigurs í þrennum þingkosn- ingum. En hann hefur verið hart gagnrýndur síðustu árin. Fyrir nokkrum vikum var jafnvel talið lík- legt að efnt yrði til mótframboðs þegar á þessu ári enda þótt Blair væri búinn að segja að hann myndi hætta á næsta ári. Er einkum kennt um óvinsældum Íraksstríðsins en einnig er Blair sakaður um að hafa nýtt sér með ófyrirleitnum hætti fjölmiðla. Vinstrisinnar í flokknum geta auk þess ekki fyrirgefið honum að hafa fært flokkinn til hægri. Blair notaði tækifærið til að verja stefnu sína undanfarinn áratug og taldi upp margt sem hefði áunnist, efnahagurinn væri mun öflugri og stórátak hefði verið gert í félagsmál- um. Hann sagði að nú yrðu Bretar að takast á við vandamál alls heimsins, ekki bara eigin mál. Eiginkona Blairs, Cherie, heyrðist segja: „Það er lygi“ er hún hlýddi á ræðu Gordons Browns, fjármálaráð- herra og líklegs arftaka Blairs, í fyrradag. Forsætisráðherrann gerði grín að málinu í ræðu sinni. „Ég þarf a.m.k. ekki að vera hræddur um að hún hlaupist á brott með gaurnum í næsta húsi,“ sagði Blair en bústaðir ráðherranna eru hlið við hlið. „Erfitt að sleppa takinu“ Reuters Kátur Tony Blair lék á als oddi þeg- ar hann ávarpaði flokksmenn. Síðustu leiðtogaræðu Blairs vel tekið á flokksþingi Verkamannaflokksins Genf. APF. | Sviss er nú í efsta sæti á lista World Economic Forum, WEF, yfir samkeppnishæfi ríkja. Skipuðu Finnar það á síðasta ári en þeir eru nú í öðru sæti. Bandaríkin, sem voru í öðru sæti fyrir ári, eru nú í því sjötta og Ísland, sem var í sjöunda sæti í fyrra, fellur niður um jafn- mörg sæti og lendir nú í því 14. Listinn að þessu sinni yfir efstu ríkin er þannig, að Sviss efst, þá Finnland, Svíþjóð, Danmörk og Singapúr. Bandaríkin eru í því sjötta og síðan koma Japan, Þýskaland, Holland, Bretland, Hong Kong og Noregur í því 12. Í því 13. er Taívan og Ísland í því 14. Könnun WEF er byggð á viðtölum við 11.000 frammámenn í viðskipta- lífinu í 125 löndum og í þeim er meðal annars fjallað um þjóðhagfræði, nýj- ungar, tæknivæðingu og gæði og skilvirkni opinberra þjónustustofn- ana er sérstaklega metin. Það, sem mestu veldur um, að Bandaríkin skuli falla niður um nokkur sæti, er áhyggjur af fjármál- um ríkisins. Eins og fyrr eru Norð- urlöndin meðal efstu ríkja. Ísland úr 7. í 14. sæti á lista WEF JAPANSKA þingið kaus í gær Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins, í stað Junichiro Koizumi sem nú lætur af störfum. Abe, sem er 52 ára gamall, verður yngsti forsætisráðherra Jap- ans frá því í seinni heimsstyrjöld. Abe skipaði í gær konu í embætti ráðherra efnahagsmála og ákvað að lækka laun sín og ráðherra í ríkis- stjórninni um 30% til að ganga á und- an með góðu fordæmi um fjárhags- legt aðhald. Abe sagði í ræðu sinni að það væri grundvallaratriði fyrir Jap- ana að halda góðum tengslum við Bandaríkjamenn. Abe tekur við í Japan ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.