Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Seltjarnarnes | Íbúar á Seltjarnar-
nesi velta örugglega mjög fyrir sér
þessa dagana hugsanlegri landfyll-
ingu út af Bakkagranda. Viðmæl-
endur Morgunblaðsins, sem búa í
næsta nágrenni við umrædda land-
fyllingu, eru á einu máli um að Sel-
tjarnarnesið sé gott eins og það er
og nógu stórt.
Hlúa að því sem fyrir er
Katrín Pálsdóttir, fyrrverandi
bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, býr á
Nesbala 114. Hún segir að persónu-
lega lítist sér ekki á stækkunina og
þrjár ástæður mæli gegn henni.
„Í fyrsta lagi er ekki gert ráð fyrir
neinni nýrri aðkomuleið inn í bæinn
með þessari nýju teikningu. Eins og
er er mikill þungi á þessum tveimur
aðkomuleiðum sem eru inn í bæinn
og ég sé ekki að við þolum meiri
byggð bara þess vegna.
Í öðru lagi held ég að þetta skaði
fuglalífið á Bakkatjörn mjög mikið
því fuglarnir leita í æti út í flóann.
Í þriðja lagi bý ég hérna meðal
annars vegna þess að ég vil búa á
svona litlum einöngruðum stað en
samkvæmt hugmyndunum er verið
að tala um að nær tvöfalda íbúafjöld-
ann.
Mín skoðun er sú að við eigum að
sætta okkur við að Nesið er full-
byggt og við eigum bara að fara að
hlúa að því sem fyrir er, ljúka við að
laga götur og gangstéttir og bæta
skólana og svo framvegis. Ég hef
velt þessum hugmyndum heilmikið
fyrir mér og ekki séð neitt jákvætt
við þær.“
Frekar á Lönguskerjum
Steingrímur Ellingsen býr á Nes-
bala 126. Hann segir að fyrir nokkr-
um árum hafi íbúar Seltjarnarness
barist fyrir friðun vestursvæðisins
og hann hafi staðið í þeirri trú að þá
hafi náðst sátt um að Nesið væri full-
byggt. Þá hafi komið fram skýrsla
um náttúrufar á Seltjarnarnesi þar
sem ýmsir fræðimenn hafi gert ýt-
arlega úttekt á Seltjarnarnesi. „Ég
sé ekki að þessar hugmyndir um
landfyllingu samræmist einu eða
neinu í skýrslunni,“ segir hann.
Steingrímur bætir við að mógrafir
séu í Bakkavíkinni og hann geti ekki
ímyndað sér að menn ætli að fylla
upp í þær. Eins sjái hann ekki fyrir
sér hvernig það fari saman að koma
upp einhverjum síkjum eins og
þekkist t.d. í Amsterdam og að við-
halda strandlengjunni, sem sé á
náttúruminjaskrá, fuglalífinu og al-
mennri náttúruvernd. „Ef menn eru
svona áfjáðir í að fylla þarna upp má
benda á að Seltjarnarneskaupstaður
hefur lýst því yfir að hann eigi
Löngusker. Þar má þá huga að land-
fyllingu með íbúðarbyggð í huga og
halda flugvellinum í Vatnsmýrinni.“
Út úr korti
Framlagðar hugmyndir ganga út
á að reisa um 3.500 til 4.000 manna
byggð á landfyllingu. „Þetta er alveg
út úr korti,“ segir Örn Baldursson
sem býr á Nesbala 118. „Þessu fylgir
mikil sjónmengun og margra ára
rask auk þess sem bæjarfélagið er
nógu stórt.“
Walter Lentz býr í Steinavör 2 og
er á sama máli. „Það er nóg af landi
fyrir byggð annars staðar,“ segir
hann. „Hérna er falleg náttúra og ég
vil ekki eyðileggja hana með því að
klína einhverri byggð ofan í hana
auk þess sem svæðið er fullbyggt.
Ég vil ekki að þetta verði eins og í
stórborg.“
Seltjarnarnes-
ið nógu stórt
Morgunblaðið/Ásdís
Náttúra Kylfingurinn Walter Lentz bendir á svæðið þar sem gert er ráð fyrir landfyllingunni. Árni Halldórsson
sýnir Leifi Gíslasyni og Þórdísi Jónsdóttur hvernig hann vill hafa golfvöll á hugsanlegri landfyllingu.
Íbúar í nágrenni við hugsanlega
landfyllingu andvígir hugmyndinni
HEIÐRÚN Sigurðardóttir, Íslands-
meistari frá Akureyri, varð í 10. sæti
á heimsmeistaramóti kvenna í
hreysti (fitness) sem haldið var á
Spáni um síðustu helgi.
„Þetta er gífurlega sterkt mót og
árangur Heiðrúnar því mjög góður,“
sagði Sigurður Gestsson, þjálfari Ís-
landsmeistarans, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Aðildarþjóðir á mótinu eru 174 og
á þetta mót kemst aðeins besta
fitnessfólkið frá hverju landi. Aðrir
fá ekki aðgang.“ Keppt er í stærð-
arflokkum á mótinu, Heiðrún keppti
í flokki þeirra sem eru hærri en 1,64
metrar. Þátttakendur í þeim flokki
voru 34 að þessu sinni. Anna Bella
Markúsdóttir frá
Selfossi keppti
einnig á mótinu, í
flokki þeirra sem
eru 1,64 m á hæð
eða minni, en hún
komst ekki í hóp
efstu 15. Sigurður
segir samt að hún
sé betri núna en í
fyrra þegar hún
varð í níunda sæti
á mótinu. Sigurður tekur senn við
þjálfun Önnu Bellu.
Næsta verkefni Heiðrúnar er
Norðurlandamót í Svíþjóð í næsta
mánuði og svo bikarmót í Reykjavík
í byrjun nóvember.
Heiðrún í 10. sæti á
heimsmeistaramótinu
Heiðrún
Sigurðardóttir
AKUREYRI
LENGING flugbrautarinnar á Ak-
ureyrarflugvelli er forgangsmál við
næstu endurskoðun samgönguáætl-
unar, að mati aðalfundar Eyþings,
sambands sveitarfélaga í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslu.
„Lenging flugvallarins er for-
senda fyrir áætlunar- og fraktflugi
frá Akureyri til annarra landa.
Reynslan hefur sýnt að lítið má útaf
bera til að fella þurfi niður milli-
landaflug til Akureyrar. Nauðsyn-
legt er að bæta allan aðbúnað við
flugvöllinn svo öryggi í innanlands
og millilandaflugi sé tryggt. Það er
ferðaþjónustu og atvinnulífi á Norð-
urlandi ómetanlegt að hafa kost á
beinu millilandaflugi til Akureyrar,“
segir í samþykkt aðalfundar Ey-
þings.
Á fundinum var einnig samþykkt
ályktun um mikilvægi þess að þyrlu-
björgunarsveit verði staðsett á Ak-
ureyri, en fundurinn segir það gríð-
arlega mikilvægt öryggisatriði. „Það
er gríðarlega mikilvægt fyrir norð-
an- og austanvert landið og hafsvæð-
ið út af því enda um stórt svæði að
ræða og getur nálægð við þyrlu-
björgunarsveit skipt miklu máli á ög-
urstundu,“ segir í ályktunni.
Eyþing ítrekaði enn og aftur mik-
ilvægi þess að miðstöð innanlands-
flugs verði áfram staðsett í Reykja-
vík. „Aðalfundurinn varar við þeim
hugmyndum sem uppi hafa verið um
að leggja niður flugsamgöngur við
höfuðborgina. Aðalfundurinn bendir
á að mikilvægt er að tryggja öllum
íbúum Íslands greiðan aðgang að
þeirri fjölbreyttu þjónustu og menn-
ingu sem landsmenn hafa byggt upp
um land allt. Nýleg skoðanakönnun
sýnir að mikill meirihluti notenda
innanlandsflugsins mun ekki nýta
sér innanlandsflug, verði völlurinn
lagður niður.“
Þá fagnar aðalfundurinn „þeirri
góðu vinnu sem Greið leið ehf. hefur
unnið við undirbúning Vaðlaheiðar-
ganga. Fundurinn ítrekar nauðsyn
þess að taka Vaðlaheiðargöng inn á
samgönguáætlun og hvetur stjórn-
völd til þess að ganga sem fyrst til
samninga við Greiða leið ehf. svo
vinna við göngin geti hafist árið
2007.“
Að lokum má nefna að Eyþing var-
ar við hugmyndum um að hætta
beinum lánveitingum Byggðasjóðs
og telur að með því muni aðgangur
fyrirtækja á landsbyggðinni að láns-
fjármagni þrengjast verulega.
Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
Lenging flugbrautar-
innar er forgangsmál
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nógu löng! Arngrímur Jóhannsson flýgur á listflugvél sinni fram úr Ford
GT-sportbíl þegar hann var kynntur á Akureyrarflugvelli í sumar.
Ómetanlegt að hafa kost
á beinu millilandaflugi
Í HNOTSKURN
»Mikið öryggisatriði aðþyrlubjörgunarsveit verði
staðsett á Akureyri.
»Varað við hugmyndum umað leggja Reykjavíkur-
flugvöll niður.
»Ómetanlegt að hafa kost ábeinu millilandaflugi.
ÁRNI Halldórsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Ness, segir að verði hug-
mynd um landfyllingu að veruleika sé gert ráð fyrir nær tvöföldun íbúa á
Seltjarnarnesi. Það þýði að auka verði aðstöðu til tómstunda í sama hlut-
falli og þá verði meðal annars gerð krafa um níu holu golfvöll á uppfylling-
unni.
Arkitektastofan arkitektur.is hefur kynnt nýstárlegar hugmyndir um
stækkun Seltjarnarness þar sem yrði 3.500 til 4.000 manna byggð á 40 ha
landfyllingu út af Bakkagranda. Þar er m.a. gert ráð fyrir 15 ha íþrótta-
svæði, íþróttamannvirkjum, framhaldsskóla, grunnskóla, leikskóla, stór-
verslun, verslunum, menningar- og stjórnsýsluhúsi og bátahöfn.
Tæplega 600 manns eru í Nesklúbbnum og segir Árni Halldórsson að að-
staðan sé löngu sprungin. „Landfylling á svæðinu er í góðu lagi svo fram-
arlega sem gert er ráð fyrir golfvelli í skipulaginu,“ segir Árni. Hann vill
tvöfalda núverandi golfvöll og fá þannig 18 holu völl á svæðið til að íbú-
arnir geti í auknum mæli stundað þessa vinsælu íþrótt í heimabyggð. „Við
erum bara með níu holu völl og það myndi passa að hafa annan níu holu
völl hringinn í kring yst á hugsanlegri landfyllingu. Þá væri kominn 18
holu golfvöllur sem sárvantar á Nesinu.“
Vill golfvöll á landfyllingu