Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 22
Margir af þeim sem einu sinni fá sér botox til að slétta úr húð verða varir við sjúklega þörf fyrir end- urtekna meðferð. Breskir læknar gerðu könnun á þessu og komust að því að um 40% þeirra sem einu sinni fá sér botox þróa með sér áráttu- kennda þörf í endurteknar með- ferðir. Til að ná tilætluðum árangri þurfi að sprauta efninu aftur og aft- ur í húðina. Í frétt á netmiðli BBC segir að Botox-notendum hafi fjölgað um 50% í Bretlandi á árinu 2005 og þar með megi áætla að yfir eitt hundrað þúsund botox-meðferðir fari fram í landinu árlega. Allt lýtur þetta að óttanum við að eldast og vangetu til sjálfsstjórnar, segja sérfræðingar. Könnun var gerð meðal botox- notenda á 81 lækningastofu og þeir bornir saman við fólk, sem valdi aðrar minni fegrunaraðgerðir. Í ljós kom að:  Yfir 50% botox-notenda lýsa því sem fallið getur undir eðlilega öldrun sem skorti á sjálfsstjórn.  Yfir 50% hafa fundið til reiði út í fólk, sem gagnrýnt hafði botox- notkun þess.  Yfir 40% botox-notenda finna fyrir áráttukenndri hvöt til að nota botox aftur og aftur.  Yfir 50% notenda botox segjast ekki bara líta út fyrir að vera yngri heldur finnast þeir vera yngri. Að sögn sérfræðinga má rekja þennan mikla fjölda til óttans við að eldast. Botoxið er vanabindandi heilsa 22 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ H ún hefur komist á hvíta tjaldið og verð- ur heiðruð af Eng- landsdrottningu en hvort tveggja var svo langt frá því sem hin rúmlega sex- tuga Barbara Pointon stefndi að. Fyrir tuttugu árum taldi hún víst að á þessum tímamótum væri hún við það að setjast í steininn helga ásamt Malcolm, eiginmanni sínum, eftir farsæla tónlistarkennslu við Cambridge-háskóla í Englandi. ,,Malcolm var greindur með Alz- heimer-sjúkdóminn árið 1991, 51 árs að aldri, tveimur árum eftir að einkenni fóru fyrst að koma fram. Sjúkdómurinn gjörbreytti öllu lífi okkar,“ segir Pointon, en hún var aðalfyrirlesari á hátíðarfundi FA- AS, Félags aðstandenda Alzheim- ers-sjúklinga, sem haldinn var af því tilefni að 100 ár eru síðan sjúk- dómurinn var fyrst greindur. Urðu öreigar vegna veikindanna „Við gáfum bæði vinnuna upp á bátinn. Malcolm gat ekki unnið vegna sjúkdómsins og ekki ég held- ur vegna þess að ég þurfti að sjá um og hlúa að manninum mínum. Það voru mikil viðbrigði að hafa haft á milli 5–6 milljónir í árstekjur og hafa síðan ekki annað en fé- lagslegar bætur á milli handanna. Heilbrigðisþjónusta í Englandi er tekjutengd og það gekk fljótt á spariféð okkar sem við höfðum ætl- að að geyma til efri áranna. Innan fárra ára vorum við í raun orðin ör- eigar því við þurftum að greiða fyr- ir aðkeypta þjónustu. Ég sinnti Malcolm að mestu en fyrir átta ár- um var hann orðinn það erfiður og ofstopafullur að ég gat ekki meir og taldi best fyrir okkur bæði að hann færi á hjúkrunarheimili. Tveimur árum síðar sagði læknir mér að hann ætti í hæsta lagi sex mánuði eftir og þá vildi ég taka hann heim. Síðan eru liðin sex ár og ég er sannfærð um að gæði umönnunar- innar skiptu þar sköpum. Malcolm hefur farið fram eftir að hann flutti heim aftur og ég, eftir mikla bar- áttu, fékk að hafa áhrif á hvaða þjónustu við nýttum okkur og hvernig, það er hvernig hægt væri að laga hana að okkar þörfum.“ Pointon segir að í Englandi hafi verið gerður greinarmunur á heil- brigðisþjónustu og félagsþjónustu við sjúklinga með heilabilun en und- ir þann sjúkdómsflokk fellur Alz- heimer. „Sjúklingur með heilabilun eins og Alzheimer þarf á mikilli og flók- inni hjúkrun og umönnun að halda auk öryggis. Það er oft erfitt að mæta þeirri þörf þegar fjölmargar stofnanir koma að hjúkrun eins sjúklings og umönnun, þar sem auk þess mannabreytingar eru mjög tíð- ar.“ Vélræn umönnun – slakari lífsgæði Hún segir það skipta öllu máli fyrir lífsgæði sjúklingsins við hvernig aðstæður og umönnun hann býr. „Á seinni stigum þarf hann að- stoð við að borða, klæða sig og þrífa. Það er til dæmis ekki sam- bærilegt að finna bragð og lykt af mat, jafnvel þótt hann sé stapp- aður, eða að fá næringu í gegnum slöngu. Vélræn umönnun kann að vera ódýrari en lífsgæði þess sem þeirra nýtur verða mikið lakari. Það er umhugsunarefni í vestræn- um þjóðfélögum sem eru að eldast Gæði umönnunar skipta miklu máli Morgunblaðið/Golli Umönnun „Sjúklingur með heilabilun eins og Alzheimer þarf á mikilli og flókinni hjúkrun og umönnun að halda,“ segir Barbara Pointon. Gerð hefur verið bíómynd um líf hjónanna Malcolms og Barböru Pointon. En Barbara Pointon hefur, eins og Unnur H. Jóhannsdóttir komst að, barist ötullega fyrir réttindum Alzheimer-sjúklinga og aðstandenda þeirra. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það er allt fína og fræga fólk-ið í pilates, en það má segjaað kerfið sé sniðið að þörf-um allra, hvort sem menn eru að endurhæfa sig eftir veikindi eða eru að þjálfa sig sem topp- íþróttamenn. Þó langt sé liðið síðan æfingakerfið kom fyrst fram á sjón- arsviðið, má segja að almenningur hafi ekki farið að nota það fyrr en á síðasta áratug. Nú hefur það rutt sér til rúms í fjölmörgum æfingastöðv- um vítt og breitt um heiminn, en til að ná árangri krefjast æfingarnar bæði einbeitingar og þolinmæði iðk- enda. Æfingarnar eru vel útfærðar þannig að þær skili sem mestum ár- angri og flestir fara að finna fyrir andlegum og líkamlegum styrk eftir aðeins fáeina tíma,“ segir Vladka Malá, pilateskennari hjá Hreyfingu. Vladka, sem er fædd og uppalin í Prag í Tékklandi en hefur verið bú- sett bæði í Hollandi og Ungverja- landi, sá auglýsingu í erlendum vef- miðli í sumar frá Hreyfingu þar sem auglýst var eftir pilates-kennara. Hún var ekki lengi að sækja um enda hafði hún haft smá kynni af Ís- landi í gegnum vinkonu og eig- inmann. Hún hafði kynnst íslenskri stúlku, Ernu Ómarsdóttur, í dans- námi hjá Rotterdam Dance Aca- demy, auk þess sem maðurinn henn- ar, ungverski dansarinn Adam Fejes, hafði góða reynslu af Íslandi eftir að hafa komið hingað til lands til að dansa. Vladka, sem er líka lærður dansari, segist hafa snúið sér alfarið að pilatesinu eftir að hafa hlotið slæm meiðsl 1996 og því miður orðið að leggja dansskóna á hilluna. Vladka fluttist til Íslands í ágúst síðastliðinn með börnin sín tvö, Önnu og Adam, sem nú stunda nám í yngstu bekkjum Vogaskóla. Litlu fjölskyldunni líkar vistin vel á Ís- landi, að sögn Vlödku. Allir eru að reyna að læra tungumálið og Adam er í atvinnuleit. „Pilates er bara hreint frábært kerfi. Æfingarnar þjálfa fólk innan frá og eru tæki til að berjast gegn öldrun því það miðar að því að lengja vöðvana án þess að þeir verði fyrir- ferðarmeiri auk þess að styrkja og stæla líkamann.“ Gott fyrir baksjúklinga „Æfingarnar virkja kviðvöðvana og mjóhrygginn og henta því bak- sjúklingum einkar vel,“ segir Vladka. „Þjóðverjinn Joseph Hubertus Pilates þróaði æfingakerfi þetta á fyrri hluta tuttugustu aldar. Dans- arar aðhylltust fljótt aðferðir hans og síðar bættust íþróttamenn og aðr- ir listamenn í hópinn og fóru að til- einka sér aðferðir hans við eigin þjálfun. Nú nýtur æfingakerfið sí- fellt meiri vinsælda meðal almenn- ings. Í pilates-æfingakerfinu eru yfir fimm hundruð æfingar, sem iðkaðar eru með samspili tækja- og gólfæf- inga. Pilates er til dæmis góður milli- vegur fyrir þá sem finnst jógað held- ur til of rólegt og fyrir þá sem finnst hefðbundin tækjasalur of þungur, segir Vladka. Morgunblaðið/Golli Pilateskennari Vladka Malá er fædd og uppalin í Prag og er nú komin til Íslands til að kenna pilates. Einbeiting og þolinmæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.