Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 23 mjög mikið og verða æ stofn- anavæddari. Hvernig viljum við að komið verði fram við okkur þegar við verðum veik eða gömul? Barátta mín við ensk yfirvöld snerist og snýst um að fá það viðurkennt að þegar um sjúkdóm eins og Alzheim- er er að ræða þá er ekki hægt að nota einföld reiknilíkön til þess að aðskilja hjúkrun frá félagslegri umönnun. Langvinn veikindi eiga heldur ekki að gera fólk að öreigum eða það hjóna eða fjölskyldu- meðlima sem sér og vill sjá að mestu um umönnunina. Þá er mjög mikilvægt að umönn- unin taki mið af hverjum ein- staklingi, bæði fjölskylduaðstæðum en ekki síður getu sjúklingsins, og þá á ég við að beina sjónum að því sem hann getur, ekki aðeins því sem hann hefur misst. Það er nefni- lega mjög mikilvægt fyrir sjálfs- mynd og líðan sjúklings að vinna líka með hans sterku hliðar. Það er svo margt sem sjúklingar með Alz- heimer þó geta og skynja en það er oft mjög einstaklingsbundið þar sem sjúkdómurinn herjar á mis- munandi staði í heilanum. “ Barbara Pointon er lifandi sönn- un þess að barátta eins einstaklings getur breytt mjög miklu – líka fyrir þá sem eftir koma. Hún hafði áhrif á að breytingar voru gerðar á ákveðnum reiknireglum og líkönum á milli heilbrigðis- og félagsþjón- ustu fyrir Alzheimer-sjúklinga í Englandi. Gerð hefur verið heim- ildamynd um líf og sögu þeirra hjóna: Malcolm and Barbara: A Love Story (1999) Myndin hlaut til- nefningu til fjölmargra verðlauna, m.a. ensku BAFTA-verðlaunanna og vann árið 2000 RT-sjónvarps- verðlaunin. Elísabet Englands- drottning veitti Pointon MBE- orðuna fyrir störf hennar í þágu Alzheimer-sjúklinga við hátíðlega athöfn. uhj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn. Jákvætt Mikilvægt er fyrir sjálfsmynd og líðan Alzheimer sjúklings, að sögn Pointer, að unnið sé líka með sterkar hliðar hans. Hjónin Barbara ásamt manni sínum Malcolm Pointon. Hann var 51 árs gamall þegar hann var greindur með Alzheimer sjúkdóminn. Holdafar þjóðarinnar hef-ur verið mikið í um-ræðunni og þá ekki sístaukin tíðni ofþyngdar. Leitað er leiða til að sporna gegn þessari þróun og er ljóst að hollt mataræði og regluleg hreyfing leika þar stórt hlutverk. Niðurstöður rannsókna benda til að heilsunnar vegna sé æskilegast að vera í kjörþyngd, ekki með of hátt eða of lágt fituhlutfall, en á sama tíma er einnig mikilvægt að minna á að heilbrigði er mun marg- þættara en svo. Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg og því verður að huga að öllum þessum þáttum þegar heilsurækt er annars vegar. Vigtin segir ekki allan sannleikann Þegar stigið er á hefðbundna vigt segir niðurstöðutalan aðeins til um heildarþyngd líkamans, meðal ann- ars vöðva, beina og fitu. Vigtin seg- ir þannig lítið til um það sem meira máli skiptir, svo sem samsetningu og afkastagetu líkamans, andlega líðan og félagslega virkni. Þó svo að vigtin geti gefið ákveðnar vísbend- ingar er hún ein og sér ekki góður mælikvarði á heilsu og er mikilvægt að hafa hugfast að það er ekki sjálf- krafa samasemmerki á milli þess að vera grannur og heilbrigður. Með fjölbreyttri hreyfingu er mögulegt að efla og viðhalda lík- amsgetu, þar á meðal afkastagetu hjarta- og æðakerfis og lungna, vöðvastyrk, beinþéttni, liðleika, snerpu og samhæfingu ásamt því að stuðla að skilvirkari efnaskiptum. Hreyfing getur einnig hjálpað okk- ur að stuðla að æskilegri líkams- samsetningu, þ.e. auka hlutfall vöðva á kostnað fitu. Regluleg hreyfing getur þannig minnkað lík- urnar á mörgum lífsstílstengdum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af teg- und 2, ofþyngd, beinþynningu, sum- um tegundum krabbameina, þung- lyndi, streitu og kvíða. Af þessu má vera ljóst að það er mikilvægt fyrir alla að leitast við hreyfa sig reglu- lega, óháð aldri, kyni eða holdafari. Öll hreyfing betri en engin En hvað þarf að hreyfa sig mikið til að það hafi góð áhrif á heilsuna? Öll hreyfing er betri en engin hreyf- ing, en almennar ráðleggingar miða við að fullorðnir hreyfi sig rösklega í minnst 30 mínútur sam- tals daglega og börn hreyfi sig í minnst 60 mínútur daglega. Hreyf- ing til heilsubótar þarf því ekki að vera tímafrek en aukinni hreyfingu fylgir aukinn ávinningur. Mestur ávinningur er í húfi fyrir kyrrsetu- fólk sem fer að hreyfa sig meira. Til að auka hreyfingu er gott að staldra við og skoða hreyfimynstrið í daglegu lífi:  Hversu mikið hreyfi ég mig í vinnunni, heima við og frístundum?  Hvernig ferðast ég á milli staða?  Vel ég stigann eða lyftuna?  Ýtir klæðnaður minn undir hreyfingu?  Hvað fer langur tími daglega í sjónvarpsáhorf eða óvinnutengda setu við tölvuna?  Gæti ég með betra skipulagi gengið, hjólað eða nýtt almennings- samgöngur einhverja eða alla daga?  Hvernig er hreyfimynstur fjöl- skyldunnar? Nú þegar daginn tekur að stytta og kólnar í lofti er enn mikilvægara en ella að vera meðvituð um að full- nægja daglegri hreyfiþörf. Með klæðnaði við hæfi eru óteljandi möguleikar til að stunda útivist í fersku lofti og í kringum hádegi fáum við birtuna í bónus. Tökum á móti vetrinum með bros á vör og reglulega hreyfingu að vopni. Þá mun sólin hækka á lofti fyrr en við áttum von á. Allir þurfa að hreyfa sig daglega Morgunblaðið/Ómar Hollt Fullorðnir ættu að hreyfa sig í minnst hálftíma á dag og börn í klukkustund. Skokkið er tilvalin hreyfing. hollráð um heilsuna|lýðheilsustöð  Heilsurækt á að efla okkur andlega, líkam- lega og félagslega.  Það er öllum mik- ilvægt að hreyfa sig reglulega, óháð aldri eða holdafari.  Njótum fjölbreyttrar útivistar, klædd í sam- ræmi við veður. Gígja Gunnarsdóttir íþróttafræð- ingur, verkefnisstjóri hreyfingar Lýðheilsustöð Í ár eru liðin 100 ár síðan lækn- irinn og vísindamaðurinn Alois Alzheimer (f. 1864) skilgreindi sjúkdóminn sem síðar var kennd- ur við hann. Alzheimer varð fljótt áhuga- samur um starfsemi heilans og varði mörgum árum við rann- sóknir sem hann síðar gaf út í sex binda ritverki sem hann nefndi „Vefjafræðilegar rann- sóknir á heilaberkinum“. Stofnaði sérstaka heilarannsóknarstofu Skömmu eftir aldamótin 1900 kom Alzheimer á fót sérstakri heilarannsóknarstofu þar sem hann rannsakaði heilann og þá sjúkdóma sem á hann herjuðu. Það var í nóvember árið 1906 sem læknirinn og vísindamað- urinn flutti fyrirlesturinn sem átti eftir að halda nafni hans á lofti æ síðan. Þar skilgreindi Alz- heimer óvenjulegan sjúkdóm í heilaberki sem herjaði á konu á fimmtugsaldri og hafði valdið henni minnisleysi, misáttun, skynvillu og að lokum dregið hana til dauða aðeins 55 ára að aldri. Við krufningu á heila hennar komu í ljós margs konar óeðli- legar breytingar. Heilabörk- urinn var þynnri en eðlilegt var, hrörnunin óeðlilega mikil miðað við aldur auk skellna af því tagi sem aðeins var algengt að finna hjá miklu eldra fólki. Alzheimer í 100 ár ÞÝSKIR vís- indamenn hafa nú kortlagt gena- galla sem færir lífsklukku fólks fram um fjórar klukkustundir. Afleiðingin eru öfgakenndar A- manneskjur. Dr. Achim Kra- mer og kollegar hans við Charité Universitäts- medizin urðu fyrstir til að kom- ast að því hvernig gen orsaka sjaldgæfan kvilla sem kallaður er „familial advanced sleep-phase syndrome“ (FASPS). Líkamsklukka þeirra sem þjást af þessum kvilla er fjórum tímum á undan líkamsklukkum annarra heil- brigðra manneskja. Það veldur því að óviðráðanlegur svefn sækir gjarnan á þá á kvöldfréttatíma og að sama skapi glaðvakna þeir löngu fyrir fyrsta hanagal. Að sögn vefritsins forskning.no uppgötvuðu vísindamennirnir þegar árið 1999 að kvillinn orsakaðist af stökkbreytingu í ákveðnu geni, en nú hafa þeir náð að kortleggja gall- ann. Í raun er líkamsklukkan líffræði- legur taktur sem miðast við 24 tíma og stýrir svefni, efnaskiptum og annarri mikilvægri líkamsstarfsemi á mismunandi tímum sólarhringsins. Hana er að finna í flestum lífverum, allt frá einföldum bakteríum til flók- inna lífkerfa líkt og manneskjunnar. Í landdýrum stýrir heilakirtill sem nefnist hyphothalamus starfsemi lík- amsklukkunnar. Dagsbirta og næt- ursorti hafa þarna áhrif en jafnvel þótt við séum einöngruð í herbergi þar sem engra slíkra breytinga verður vart gengur líkamsklukkan áfram í sínum takti. Genagalli hjá A-mann- eskjum Sofandi Þeir sem þjást af FASPS eiga erf- itt með að halda sér vakandi á kvöldin. LÍKAMSRÆKT er góð fyrir heils- una, en eru takmörk fyrir því hversu mikið er skynsamlegt að reyna á líkamann? Brasilískir vísindamenn hafa komist að því að lyftingar geti verið skaðlegar fyrir augun. Samkvæmt rannsóknum Ger- aldos Magelas Vieiras, sem birtist í tímaritinu Archives of Opht- halmology, eykst þrýstingur á aug- að um fjórðung á því augnabliki sem lyftingamaður heldur í sér andanum um leið og hann lyftir í bekkpressu. Sagt var frá rannsókninni í tíma- ritinu Der Spiegel og kemur þar fram að þegar þrýstingurinn innan augans hækkar aukast líkurnar á því að fram komi gláka, sem er næstalgengasta orsök blindu í hin- um vestræna heimi. Vieira segir að fyrir vikið ættu læknar að spyrja sjúklinga sína hvort þeir stundi lyftingar reglulega. Sjón Brasilískir vísindamenn hafa komist að því að lyftingar geti verið skaðlegar fyrir augun. Blindar bekk- pressan?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.