Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
DRAGNÓTIN er vistvænsta veið-
arfærið sem notað er við Ísland í dag
og hefur verið frá því veiðar með
dragnót hófust á síðari hluta 19. ald-
ar. Veiðisvæði dragnótar spannar
einungis um 3–5% af
landgrunninu innan
lögsögu Íslands.
Ástæður þessarar tak-
mörkuðu veiðislóðar
dragnótarinnar eru
þær að dragnót er ein-
ungis hægt að nota á
leir-, malar- og sand-
botni. Veiðar með
dragnót á mörgum
veiðisvæðum við landið
eru einnig mjög árs-
tíðabundnar vegna
breytilegrar göngu ým-
issa fisktegunda.
Ástæður þess að einungis er hægt
að veiða með dragnót á mjúkum
botni eru þær að dragnótin og tógin
sem henni tilheyra festast í botni,
veiðarfærið rifnar og skemmist ef út
á harðan botn er farið. Einnig tak-
markar dýpi sjávar virkni dragnót-
arinnar og eru veiðar sjaldnast
stundaðar fyrir neðan 150 faðma
dýpi. Hér er komin skýringin á því
hversu smávægilegt veiðisvæði drag-
nótarinnar er í samanburði við öll
önnur veiðarfæri sem notuð eru við
Ísland. Eðli málsins samkvæmt
spilla dragnótaveiðar hvorki botn-
gróðri, botnlagi né lífríki sjávar á
nokkurn hátt, enda ekkert til að
spilla og er nánast um veiðar á ber-
angri hafsbotnsins að ræða þar sem
lítill botngróður þrífst. Veiðar með
dragnót örva vöxt og viðgang ýmissa
fisktegunda með yfirferð sinni eftir
hafsbotninum þar sem hinar fjöl-
breytilegu lífverur hafsbotnsins
verða að fæðu flatfiska og bolfiska.
Fiskur veiddur í dragnót, jafnt flat-
fiskar alls konar sem og bolfiskar,
leitar út af hörðum botni inn á veiði-
svæði dragnótarinnar eftir æti, þá
gjarnan á liggjanda við sjávarfalla-
skipti. Það æti sem um er að ræða er
t.d., sandsíli, trönusíli og ýmsar aðr-
ar tegundir smáfiska og smádýra,
t.d. sandormar og krabbadýr. Veiði-
slóð dragnótarinnar er
matborð hinna ýmsu
fisktegunda.
Besta hráefnið
Fiskur veiddur í
dragnót er mjög stutt
dreginn þegar hann
kemur um borð í veiði-
skipið, oft líða ekki
nema 20–30 mínútur
frá því dragnótinni er
kastað og að búið er að
hífa voðina og fiskurinn
kominn um borð. Lítil
pressa er á fiskinum
þar sem hann er hífður um borð í
litlum skömmtum og er þá sprelllif-
andi þegar hann er blóðgaður frá
móttöku í rennandi sjó.
Ef vel veiðist geta pokarnir orðið
margir sem þarf að hífa um borð, en
reynt er að hafa pokana ekki stærri
en svo að þeir rúmi ekki meira magn
af fiski en sem nemur 500–1.000 kg.
Er þetta gert til að fyrirbyggja að
fiskur kremjist og blóðspringi með
tilheyrandi skemmdum og losi í
holdi.
Fiskur veiddur í dragnót er að
jafnaði vænni en fiskur sem veiðist í
önnur veiðafæri að netafiski undan-
skildum og vegur sá þáttur í rekstri
dragnótaskipa mikið fyrir afkomu
veiðanna þar sem oft er mikill munur
á verði góðs dragnótafisks og fisks
sem veiddur er í önnur veiðarfæri.
Veiðar með dragnót
Áður en ákvörðun um kast með
dragnót er tekin þarf að gæta að
ýmsum þáttum er varða strauma,
sjávarföll, vindátt og sjólag. Einnig
hafa birtuskilyrði og sólarljós mikið
um það að segja hvernig fiskast.
Mjög misjafnt er eftir árstíðum, dýpi
og svæðum hver áhrif mismunandi
þátta hafa til árangurs af veiðunum.
Það sem vegur þyngst í góðum ár-
angri við veiðarnar ásamt samspili
margra þátta er án efa það fæðu-
framboð sem fiskurinn hefur á við-
komandi veiðislóð. Ef fæðuframboð
er takmarkað á veiðislóð dragnótar
er næsta víst að lítið sem ekkert
veiðist.
Ef pláss og dýpi á veiðislóð drag-
nótar er nægilegt er oftast kastað
allri vírmanilunni sem til staðar er
um borð í skipinu en ef plássið er
takmarkað eins og algengt er á veiði-
slóð dragnótar út af Vestfjörðum og
víðar, þar sem verið er að kasta
dragnót á sandpolla og gjótur sem
leynast víða úti í hrauni, er mjög mis-
jafnt hversu miklu er hægt að kasta.
Geta dragnótarinnar til að ná í fisk
er bundin innan þess svæðis sem
tógin afmarka með legu sinni á hafs-
botni. Mjög misjafnt er hversu mikið
flatamál þess svæðis er, þar sem
dýpi, straumur, hversu mikið skver-
að er og lengd tóganna sem eru úti
ráða mestu þar um, en oft er það ein-
ungis 1⁄3 af lengd tóganna sem skafa
botninn en 2⁄3 eru laus frá botni upp í
sjó í átt til veiðiskipsins.
Veiðislóð dragnótarinnar er eins
og frjór akur bóndans sem yrkir
landið af alúð og dugnaði. Dragnótin
er stórkostleg líkt og ástargyðjan
Venus, hljómur hennar og yndis-
þokki ægifagur.
Dragnótin – Vistvænsta
veiðarfærið
Níels Adolf Ársælsson skrifar
um dragnótaveiðar við Ísland » Veiðislóð dragnótar-innar er matborð
hinna ýmsu fiskteg-
unda.
Níels A. Ársælsson
Höfundur er sjómaður.
Í MORGUNBLAÐINU hinn 6.
september síðastliðinn var frétt um
hádegisfund sem hald-
inn hafði verið á vegum
Háskólans í Reykjavík
um réttarstöðu mót-
mælenda. Þar höfðu
greinilega skipst á
skoðunum tveir aðilar,
annars vegar lögreglu-
stjóri höfuðborgar-
svæðisins, Stefán
Eiríksson, og hins veg-
ar hæsta-
réttarlögmaðurinn
Ragnar Aðalsteinsson.
Því miður fór þessi
fundur fram hjá mér og
því hef ég alla mína vitneskju úr
fyrrnefndri frétt.
Málatilbúnaður Ragnars hefur
mér þótt með eindæmum upp á síð-
kastið, svo ekki sé tekið dýpra í ár-
inni, um vonda meðferð og óréttláta
á mótmælendum um að lögregla
gangi erinda stjórnvalda til að þagga
niður eðlilega og sjálfsagða tjáningu
einstaklinga og ég veit ekki hvað.
Steininn tekur þó úr þegar Ragnar
lýsir því svo að lögregla hafi þá
grundvallarreglu að mótmæli skuli
ekki líðast. Lögregluaðgerðir við
Kárahnjúka hefðu miðað að því að
hindra fyrir fram mótmælastöður og
þannig „komið í veg fyrir beitingu
tjáningarfrelsis“. Og svo rúsínan í
pylsuendanum með tilvitnun í Jesú
Krist þegar hann rak víxlarana út úr
helgidómnum, steypti niður pening-
um þeirra og hratt um borðum. Þar
hefði trésmiðssonurinn frá Nasaret
ekki beitt „því sem kallað er friðsam-
leg mótmæli“ heldur þvert á móti og
að „með þessu urðu mótmæli hans
ógnandi og stofnuðu al-
mannafriði í hættu eins
og lögreglan myndi
kalla það“. Ég segi nú
bara guði sé lof að lög-
fræðingurinn varð ekki
prestur.
En til hvers að rifja
þetta upp eða láta skoð-
un eins og þá sem lög-
fræðingurinn hefur
fara fyrir brjóstið á sér.
Jú, það vill svo til að við
höfum orðið fyrir árás
„friðsamlegra mótmæl-
enda“. Hinn 14. ágúst
sl. ruddust um tíu aðilar inn á skrif-
stofur Hönnunar hf. á Reyðarfirði,
svokallaðir „friðsamlegir mótmæl-
endur“. Reknir voru fleygar undir
hurðir og starfsfólk ýmist lokað inni
á skrifstofu eða utan hennar. Reynd-
ar ætluðu „mótmælendurnir“ ekki
að varna starfsfólki Hönnunar að
fara út. Þeir ætluðu bara að leggja
undir sig skrifstofuna eins og ein úr
þeirra hópi útskýrði málið fyrir
fréttamanni NFS og fannst viðkom-
andi fréttamanni greinilega ekkert
athugavert við svo sjálfsagðan hlut.
Hér hafi verið um hreina kurteisis-
heimsókn að ræða sem við brugð-
umst greinilega ekki nógu vinsam-
lega við. Við áttum bara að afhenda
skrifstofuna í hendurnar á fólki sem
við þekktum hvorki haus né sporð á.
Ég veit ekki hvað lögfræðingurinn
kallar þetta en í mínum huga er hér
ekki um sakleysisleg mótmæli að
ræða sem talist geta sjálfsögð mann-
réttindi. Það var ruðst inn á stað sem
er í einkaeign, gerð tilraun til að ná
valdi á vinnustað þar sem eru hlutir,
tæki og gögn sem metin eru á millj-
ónir eða tugmilljónir króna og starfs-
fólkið truflað við vinnu sína þannig
að tjón hlaust af, svo eitthvað sé
nefnt.
Hvað myndi lögfræðingurinn gera
ef ég ásamt um tíu öðrum aðilum
myndi ráðast inn á vinnustað hans,
reka fleyga undir hurðir svo að inn-
ganga og útganga væri ómöguleg og
láta ófriðlega? Ég geri ráð fyrir að
hringt yrði í lögregluna og lögð fram
kæra. Minn eini tilgangur væri þó að
„mótmæla kurteisislega“ framgöngu
lögfræðingsins í vinnu hans og það
væru mín sjálfsögðu mannréttindi.
Ég trúi því ekki að nokkur maður
telji svona vitleysu vera eðlilegan
hlut!
Jesús Kristur og
mótmælendur á Íslandi
Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar
um réttarstöðu mótmælenda »Hvað myndi lög-fræðingurinn gera
ef ég ásamt um tíu öðr-
um aðilum myndi ráðast
inn á vinnustað hans,
reka fleyga undir hurðir
svo að innganga og út-
ganga væri ómöguleg og
láta ófriðlega?
Eyjólfur Árni Rafnsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Hönnunar hf.
VIKA símenntunar stendur nú yfir
og þeir fræðsluaðilar sem koma að sí-
og endurmenntun hafa undanfarið
kynnt námsframboð sitt og þjónustu.
Hugtakið símenntun hefur fest sig
rækilega í sessi síðast-
liðinn áratug og haft
það víðtæk áhrif á líf
okkar að líkja má þeim
við nokkurskonar vit-
undarvakningu. Fólk
veit og viðurkennir að
menntun er æviverk,
hvar sem er, hvenær
sem er og hvernig sem
er. Símenntun virðir fá
landamæri og einskorð-
ast ekki við stofnanir
eða staði. Hún spannar
allt líf fólks og ef vel er
haldið á spöðunum er
menntun tæki til aukins
jafnaðar. Fólk er hvatt
til að huga að uppbygg-
ingu eigin hæfni og
þekkingar og það eina
sem þarf til er áhugi,
forvitni og vilji til
verka. Eða allt að því.
Námstækifærin blasa
víða við og galdurinn
virðist vera að kunna að
velja og hafna úr hafsjó
upplýsinga og þekkja
rétt sinn til þátttöku.
Sérsniðin þjónusta
fyrir ríkisstarfs-
menn
Fræðslusetrið
Starfsmennt býður
markhópi sínum upp á
sérsniðna þjónustu á sviði þekkingar,
þjálfunar og ráðgjafar. Setrið hefur
verið starfandi frá 2001 og byggist
starfsemi þess á kjarasamningum á
milli ríkisins og nítján aðildarfélaga
BSRB. Meginmarkmiðið er að efla
starfsþróun og símenntun meðal
þeirra ríkisstarfsmanna og stofnana
sem eiga aðild að setrinu með það
fyrir augum að auðvelda þær breyt-
ingar sem eru að eiga sér stað á störf-
um okkar, starfsumhverfi og lífsstíl.
Fræðslusetrið Starfsmennt býður því
upp á þjónustu sem beinist að ein-
staklingum, einstaka starfshópum og
stofnunum ríkisins. Nýlega fór í víð-
tæka dreifingu námsvísir fyrir þessa
haustönn þar sem fræðslustarfinu
eru gerð góð skil. Námstilboðin eru
unnin og þróuð í samstarfi við bak-
land setursins s.s. með þverfaglegum
rýnihópum, sérfræðingum, fag-
stéttum og öðrum fræðsluaðilum.
Yfirlit yfir þjónustuna ásamt skrán-
ingu á einstaka viðburði má finna á
heimasíðu setursins, www.smennt.is.
Stór námskerfi og
stutt námskeið
Í boði eru styttri námskeið og
lengri námslínur sem taka má í
áföngum sem bæði varða persónu-
lega hæfni og faglega styrkingu í
starfi. Af mörgu er að taka en um
þessar mundir eru að fara af stað t.d.
sjálfstyrkingarnámskeið sem leggja
oft grunninn að frekari ávinningum
en einnig er boðið upp á stærri náms-
kerfi þar sem fjallað er um einstakl-
inginn og hans mörgu hlutverk í sam-
félaginu. Tölvuþekking flokkast í dag
sem almenn færni og býður Starfs-
mennt upp á vefnám fyrir bæði þá
sem eru lengra og styttra komnir, og
heldur kennarinn vel
utan um nemendur sína
m.a. með tæknilegri
ráðgjöf.
Þá er einnig ýmis-
konar starfstengd leið-
sögn í boði fyrir ein-
staka starfshópa eins og
t.d. stuðningsfulltrúa,
fangaverði, starfsfólk
sýslumannsembætta,
hjúkrunar- og móttöku-
ritara svo eitthvað sér
nefnt, víðsvegar um
landið. Setrið hefur
einnig haft frumkvæði
að því að bjóða ríkis-
stofnunum upp á „ráð-
gjafa að láni“ sem vinn-
ur með stjórnendum og
starfsfólki að uppbygg-
ingu markvissrar
mannauðsstefnu. Í því
verkefni er gengið út
frá því að jákvæð og
framsækin stjórnun
mannauðs geti verið
lykillinn að velgengni í
starfi stofnana. Um 30
stofnanir hafa þegið
slíkan ráðgjafa og feng-
ið aðstoð við einstaka
þætti starfsmanna-
stjórnunar. Oftar en
ekki hafa fylgt í kjölfar-
ið skemmtilegar nýj-
ungar og þróunarverk-
efni á sviði símenntunar.
Svið á hreyfingu
Svið símenntunar hefur þróast
hratt undanfarið og mun gera það
áfram. Kjörstaðan í dag er að flestir
vita um gildi menntunar og eru til-
búnir til að leggja sitt af mörkum til
að bæta við sig. En björninn er ekki
unninn því margskonar fyrirstöður
eru enn til staðar sem draga úr þátt-
töku fólks. Hindranirnar geta verið
persónulegs eðlis eins og miklar ann-
ir, fjölskylduaðstæður, skortur á
sjálfstrausti, tíma eða peningum.
Þessar hindranir eru einnig bundnar
búsetu. Fólk í þéttbýli á greiðari að-
gang að menntun en í dreifðari
byggðum og það enn þrátt fyrir notk-
un upplýsingatækninnar. Starfsfólk á
smærri vinnustöðum líður einnig fyr-
ir þegar flestir vinnufélaganna
storma á námskeið. Mannekla og
vinnuálag hefur sitt að segja. Þá eru
ótaldar ýmsar kerfislegar hindranir
eins og hvert fólk sækir rétt sinn,
hvaða fræðslusjóði það tilheyrir og
hvar það er í sveit sett því þjálfunar-
úrræðin miðast oft við fyrirfram-
gerða ramma en ganga síður þvert á
skipulag stofnana og starfshópa.
Margar áskoranir
Þessar fyrirstöður sem margir
fræðsluaðilar hafa rekið sig á eru
með skemmtilegri áskorunum á sviði
símenntunar sem vert er að mæta.
Við stöndum frammi fyrir því að þróa
vettvanginn áfram og leyfa þekkingu,
frumkvæði og auknu samstarfi að
skjóta upp kollinum hér og þar. Það
er hagur neytenda að aðgangur sé
sem greiðastur og fyrirstöður sem
fæstar. Við þurfum því að skoða
hvernig við veitum áfram gæðaþjón-
ustu sem bæði samrýmist þörfum
einstaklinga og ólíkra stofnana.
Hvernig þróum við áfram leiðir til að
efla vinnutengdan lærdóm og þær
fjölbreyttu aðferðir sem þar rúmast?
Spurningarnar eru margar og svörin
innan seilingar en víst er að símennt-
un hefur fleiri andlit en við höfum
hingað til séð, sem geta greitt leið að
tilskildum ávinningi fyrir alla.
Hin mörgu andlit
símenntunar
Hulda Anna Arnljótsdóttir
fjallar um símenntun
» Spurning-arnar eru
margar og svör-
in innan seil-
ingar en víst er
að símenntun
hefur fleiri and-
lit en við höfum
hingað til séð,
sem geta greitt
leið að til-
skildum ávinn-
ingi fyrir alla.
Hulda Anna
Arnljótsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fræðslusetursins Starfsmenntar.