Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 27 ÉG KALLA eftir svörum við áleitnum spurningum sem hafa leit- að á huga minn og margra fleiri að undanförnu. Tilefnið er, að fyrir nokkru var organistanum í Skál- holti sagt upp störfum og því borið við að það væri gert vegna skipu- lagsbreytinga á Skálholtsstað. Lát- um svo vera. Þetta er algeng aðferð hjá fyrirtækum til að breyta skipulagi eða þá til að losa sig við starfsmenn. Hver túlkar það með sínum hætti. Hitt er svo annað mál, að í huga okkar sem búum í uppsveit- um Árnessýslu er þetta mál umfangs- meira en svo að það snúist um persónu eins manns eða starfs- krafta. Staða Skálholts og kirkj- unnar í heild sinni hlýtur að bland- ast inn í þessa umræðu með afgerandi hætti. Hver er staða Skálholts? Ég freista þess að svara fyrir mig og óska eftir leiðréttingu ef ég fer með einhverja vitleysu. Frá því að Skálholt varð biskupssetur fyrir 950 árum hefur staðurinn gegnt fjöl- breyttu hlutverki, að undanteknum erfiðum tíma sem lauk þegar aftur var reist glæsileg dómkirkja, sem var vígð 1963. Skálholt var ekki að- eins biskupssetur, heldur einnig skólasetur og menningarsetur. Það er nákvæmlega það sem ég tel að Skálholt eigi að vera. Á staðnum er nú biskupssetur og þar er Skál- holtsskóli, sem þó er varla hægt að kalla skóla í venjulegum skilningi, heldur miklu fremur einhvers konar menningarmiðstöð kirkjunnar og hótel. Þá stendur eftir þetta með menningarsetrið, og í tengslum við það að skilgreina hug- takið „menning“. Í mínum huga er menn- ing það sem mennirnir búa til og njóta. Því fleiri sem taka þátt í menningarstarfsemi, því blómlegri er menn- ingin. Það var lengi áhyggjuefni íbúa í ná- grenni Skálholts, að staðurinn tengdist um- hverfi sínu ekki nægi- lega vel. Það var því fagnaðarefni þegar byggður var skóli og rektor hans settist að á staðnum, vígslubiskup fluttist á staðinn og ráðinn var organisti í samvinnu við sóknir í Biskupstungum og Biskupstungna- hreppi, sem einnig settist að í Skál- holti. Fram að því hafði stjórn stað- arins verið í höndum „þeirra fyrir sunnan“ eins og það var kallað. Því miður hefur til þessa ekki tekist sem skyldi að breyta stöðu Skál- holts í huga heimamanna nema að einu leyti. Organistinn varð mjög fljótt afar virkur í samfélagi okkar sveitamannanna. Koma hans ger- breytti menningarlífinu og hefur starf hans með kóra í sveitinni vakið athygli bæði heima og erlendis, en greinilega ekki nógu víða. Það kem- ur skýrt fram í því sem haft er eftir söngmálastjóra í blöðum að undan- förnu. Hann telur að: „ekki verði séð að þeir fjármunir sem kirkjan leggur sérstaklega til þessa starfs- þáttar skili sér í blómlegra starfi í Skálholtskirkju en almennt gerist.“ Það kann að vera að þessi skoðun söngmálastjóra helgist af því að hann viti ekki betur, eða þá að hans skilgreining á blómlegu starfi snúi fyrst og fremst að flutningi merkra orgeltónverka, og þjónustu við ferðafólk sem sækir staðinn heim, en síður um öflugt starf með fólkinu í nágrannasveitum. Söngmálastjóri telur að „æskilegt sé að hraða þess- ari vinnu ef að mögulegar breyt- ingar á fyrirkomulagi Sumartón- leikanna og samstarfi Tónskóla þjóðkirkjunnar, Skálholtsskóla, Listaháskólans og Háskóla Íslands eiga að koma til framkvæmda á árinu 2007.“ Þetta er allt gott og blessað, en í mínum huga eru þessar tilvitnanir og aðrar sem birst hafa eftir honum, skýr dæmi um það að þá, sem um málefni Skálholts véla, skorti ákveðið jarðsamband. Í tengslum við það sem ég hef fjallað um hér að ofan er mér spurn: Er það stefna þjóðkirkjunnar að Skálholt eigi að vera miðstöð hámenningar og þá fyrst og fremst hljóðfæraleiks, og ferðaþjónustu? Er það stefna þjóð- kirkjunnar að skera á þau mikil- vægu tengsl sem Skálholt hefur öðl- ast við umhverfi sitt á undanförnum árum? Er eitthvað sérstakt sem mælir gegn því að hámenningin og grasrótin geti mæst á stað eins og Skálholti? Ég ætla ekki að spyrja um hlutverk Skálholts sem kirkju- staðar, þó margt megi sjálfsagt segja um þau mál, en vek athygli á því að Skálholtskirkja er sóknar- kirkja hluta Biskupstungnamanna. Hver er staða kirkjunnar? Hvað er kirkja? Fyrir hvern er hún? Er hún fyrir leikmenn, eins og mig, sem nálgast starf kirkjunnar með því að taka þátt í kórstarfi? Er hún fyrir hinn almenna borgara, yfirleitt? Ég er þeirrar skoðunar um mál- efni kirkjunnar og hlutverk hennar, að henni hafi ekki tekist að aðlaga sig samfélagsbreytingum. Sú var tíðin að prestar voru nánast einu menntuðu einstaklingarnir í sam- félaginu og til þeirra leitaði fólk leiðsagnar í andlegum málum og veraldlegum einnig. Samfélag nú- tímans einkennist af efahyggju og orð prestsins eru ekki lengur talin hinn eini sannleikur. Kirkjan hefur fjarlægst hinn venjulega einstakl- ing, sem vill iðka trú sína en finnur ekki til þess farveg hjá þessari stofnun, sem enn freistar þess að sanna fyrir umhverfinu að hún viti betur. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar upp sé staðið þá eigi kirkjan að vera fólkið. Ég á að geta sagt að kirkjan sé til fyrir mig, en ekki ég fyrir hana. Kirkja er ekki hátimbruð höll þar sem valdi er beitt til að ná fram markmiðum sem oft eru sett af þingum og ráðum sem þekkja ekki vel til grasrótarinnar. Kirkja á að vera hluti af samfélaginu og það á að vera eitt af stórum markmiðum hennar að vinna með venjulegu fólki; miklu síður að ákveða fyrir það hvað því er fyrir bestu. Því miður virðist mér að með því að segja upp organistanum í Skál- holti sé kirkjan að stíga þau skref sem hún síst skyldi. Að einangr- unarstefnan hafi orðið ofan á. Að þeir sem ráða innan kirkjunnar segi: „Kirkjan, hún er ég“. Kirkjan, er hún ég? Páll M. Skúlason fjallar um málefni Skálholts og uppsögn organistans » Því miður virðistmér að með því að segja upp organistanum í Skálholti sé kirkjan að stíga þau skref sem hún síst skyldi. Að einangr- unarstefnan hafi orðið ofan á. Páll M. Skúlason Höfundur er félagi í Skálholts- kórnum. ÞVÍ ekki að skoða allan þann fjölda ung- menna sem alla daga vinnur samvisku- samlega og af miklum metnaði að því að byggja sig upp, bæta við sig þekkingu bæði í skólanum sínum og í skóla lífsins, brosandi af lífsgleði og geisl- andi af orku? Við sem tökum þátt í stjórnun bæjarfélaga á Íslandi þekkjum vel þessi ungmenni. Þau hvetja okkur áfram til að hjálpa þeim til að vera sterk og sjálf- bjarga. Þau eru ástæðan fyrir því að við viljum setja mikla peninga í að byggja upp íþróttamannvirki, tómstundaheimili og menningarhús. Það eru þau sem segja okkur með góðum ár- angri í námi, íþróttum og listum að við erum á réttri leið. Hér í Reykjanesbæ er rétta leiðin ekkert sú eina rétta og því síður er um eina leið að ræða. Það sem okk- ur finnst skipta aðalmáli er að við séum öll á sömu leiðinni og að við sendum börnunum okkar sam- hljóma skilaboð. Samhljóminn finn- um við með því að tala saman og með því að nota réttu „hljóðfærin“. Þegar rétt er á tónsprotanum haldið kemur út það hljómfagra tónverk sem lætur vel í eyrum bæði foreldra og ungmenna. Hvaða „hljóðfæri“ er verið að tala um? Eitt þeirra heitir Frístundaskóli, strax að loknu námi dag hvern, sem gefur nemendum okkar möguleika á að ljúka heimanámi, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi innan skólatíma. Rannsóknir sýna að aukin sam- vera foreldra og barna hefur gríðarlegt forvarnargildi. Annað „hljóðfæri“ köllum við „heitar og hollar hádegismáltíðir í öllum skólum“. Þar spilar saman sú stað- reynd að södd börn eru líklegri til að vera ham- ingjusöm og afkasta- mikil börn. Það hefur vakið tölu- verða athygli að marg- vísleg þjónusta sem Reykjanesbær býður börnum og ungmenn- um, s.s. sund, strætó og tónlistarnám í grunnskóla er ókeypis. En ekkert er ókeypis. Orðið „ókeypis“ ruglar margt fólk í ríminu og kannski sérstaklega ungt fólk. Verðmætamat þeirra brenglast, nema við kennum því að allt þetta sem boðið er upp á án endurgjalds hjá okkur og mörgum öðr- um bæjarfélögum, er í raun sá verðmiði sem við setjum á velferð unga fólksins. Það er okkar hlutverk og skylda að fræða börnin okkar um þetta og um leið vekja virðingu þeirra fyrir umhverfinu, lífinu og síðast en ekki síst fyrir þeim sjálfum. Sjálfsvirðing er lykillinn að því að móta sjálfan sig og styrkja gegn þeim freistingum sem verða á vegi okkar alla ævi. Við notum einmitt eitt „hljóð- færið“ til að efla sjálfsvirðinguna og jákvæða sjálfsmynd. Það heitir Heiðurslisti grunnskóla og inn á þann lista geta börn auðveldlega komist með því að sýna t.d. fram- farir, áhuga og/eða stundvísi. Þetta er aðeins ein tegund af nauðsyn- legri hvatningu sem öll börn þurfa að fá og verða að fá. En auðvitað verður sú hvatning að vera verð- skulduð. Ég fagna því frumkvæði sem for- seti Íslands sýnir með því að efna til sérstaks Forvarnadags í grunn- skólum, með góðri aðstoð fjöl- margra sem hafa um árabil látið sig forvarnamál miklu skipta. Þeirra framlag verður seint fullþakkað. Ég hvet foreldra og ungt fólk til að taka frá sérstakan tíma til að ræða saman í einlægni um þær hættur og eiturlyfjagildrur sem leynast víða í heiminum í dag. Ræðið líka saman um allt það já- kvæða sem í boði er og alla þá fjöl- breyttu möguleika sem íslensk ung- menni hafa til að lifa skemmtilegu og vímuefnalausu lífi. Spjallið saman um að orðið af- skiptasemi er bara annað orð yfir ást. Segjum börnunum okkar bæði í orði og sýnum ekki síður í verki hve vænt okkur þykir um þau. Ungling- arnir flissa kannski sumir, en allir tárast þeir af gleði þegar enginn horfir á. Segjum börnunum okkar líka frá tvíburunum sem eru allt of oft að- skildir, viljandi eða ekki. Þeir heita Réttindi og Skyldur og eru í raun Síamstvíburar. Það tekur stundum nokkur ár fyrir ungt fólk að læra þá staðreynd, en hjálpar þeim gríðarlega í samskiptum við alla. Hvernig verða unglingar besta fólk í heimi ? Með því að fá tækifæri til að verða besta fólk í heimi. Grípum tækifærið ! Vissir þú að unglingar eru besta fólk í heimi ? Árni Sigfússon skrifar um unglinga og forvarnir Árni Sigfússon » Það semokkur finnst skipta aðalmáli er að við séum öll á sömu leið- inni og að við sendum börn- unum okkar samhljóma skilaboð. Höfundur er bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 9. flokkur, 26. september 2006 Kr. 1.000.000,- 704 E 1621 G 2489 E 5585 B 6441 B 8099 H 13989 B 15161 B 20118 B 23768 E 24028 F 24065 G 28542 B 30578 B 33217 E 35196 B 36990 G 39729 B 43389 G 43813 G 46849 H 50258 H 50681 G 51660 E 51892 B 52987 B 54616 H 55066 H 57707 B 59775 B Munið Mastercard ferðaávísunina Frábærar helgarferðir Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þang- að í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims- ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heill- andi menningu. Góð hótel í hjarta Búdapest auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Búdapest 6. eða 13. október frá kr. 39.990 Verð kr.39.990 -  Netverð á mann m.v. 2 í herbergi 6. eða 13. okt. í 4 nætur á Hotel Mercure Duna  með morgunmat. Verð kr.49.990 - 13. okt. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi 13. okt. í 4 nætur á Hotel Novotel Centrum með morgunmat. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.