Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ ER komið að ögurstund í
byggingarsögu Kárahnjúkavirkj-
unar þar sem söfnun vatns í Hálslón
hefst að öllum líkindum næstu daga.
Í tæp 8 ár hefur VG barist fyrir
sjálfbærri atvinnu- og orkustefnu,
en framkvæmd á borð
við Kárahnjúkavirkjun
er ósamrýmanleg slík-
um áherslum. Þegar
hér er komið sögu er
fróðlegt fyrir fólk að
sjá hvernig flokkurinn
og einstakir félagar á
hans vegum hafa með
öllum tiltækum ráðum
reynt að koma í veg
fyrir skaðann:
Des. 1998 á Lands-
ráðstefnu til undirbún-
ings stofnunar VG: Að
horfið verði frá ein-
stefnu stóriðjuáforma, umhverfis-
stefna íslenskra stjórnvalda verði
endurskoðuð og að fram fari mat á
umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkj-
unar.
Júní 1999 á Alþingi: Að fram fari
mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals-
virkjunar.
Okt 1999: Að stofnaður verði
Snæfellsþjóðgarður, sem nái til
Eyjabakka og Vesturöræfa.
Okt 1999: Að öll áform um virkj-
anir í þágu stóriðju verði lögð til
hliðar og að teknir verði upp grænir
þjóðhagsreikningar svo meta megi
fórnarkostnað náttúruverðmæta í
samhengi við efnahagslegan ávinn-
ing.
Okt. 1999: Að átak verði gert í
byggðamálum með sjálfbæra at-
vinnustefnu að markmiði.
Apríl 2000: Að stóriðjuáformum
verði slegið á frest og hraðað vinnu
við rammaáætlun um nýtingu vatns-
afls- og jarðvarma. Einnig að teknar
verði upp viðræður við Austfirðinga
um átak í atvinnumálum og lagt um-
talsvert fé í nýsköpun og samgöngu-
bætur á svæðinu.
Apríl 2000: Að háskólanám í
dreifðum byggðum verði eflt og
byrjað á Austurlandi.
Okt. 2000: Að Eyjabakkar verði
settir á skrá Ramsar-samningsins
um alþjóðlega mikilvæg votlendis-
svæði.
Nóv. 2000: Að fram fari sjálfstætt
mat á umhverfisáhrifum þjóðgarðs á
svæðinu norðan Vatnajökuls sam-
hliða mati á umhverfisáhrifum Kára-
hnjúkavirkjunar.
Des. 2000: Að Reykjavíkurborg
láti framkvæma sjálfstætt arðsem-
ismat fyrir Kárahnjúkavirkjun og
varað við því að borgin
gangist í ábyrgð vegna
fjármögnunar virkj-
unarinnar.
Apríl 2001: Að flutn-
ingur vatnsfalla milli
vatnasviða verði bann-
aður.
Apríl 2001: Að inn-
leidd verði sjálfbær
orkustefna þar sem
varúðarsjónarmið verði
höfð að leiðarljósi við
alla orkuöflun.
Okt. 2001: Að horfið
verði frá stóriðjustefn-
unni og þess í stað unnið út frá sjálf-
bærri orkustefnu og hófsamri orku-
nýtingu til margháttaðra þarfa
vaxandi þjóðar.
Okt. 2001: Að efnt verði til átaks
til að treysta byggð og efla atvinnulíf
á landsbyggðinni og byrjað verði á
Austurlandi.
Jan. 2002: Að fram fari þjóðar-
atkvæðagreiðsla um framtíð hálend-
isins norðan Vatnajökuls.
Feb. 2002: Að leynd verði aflétt
af raforkuverði frá Kárahnjúka-
virkjun.
Mars 2002: Að frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um Kárahnjúkavirkj-
un verði vísað frá Alþingi.
Jan. 2003: Að Reykjavíkurborg
ábyrgist ekki lán Landsvirkjunar
vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Jan. 2003: Að Akureyrarbær
ábyrgist ekki lán Landsvirkjunar
vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Jan. 2003: Að fram fari þjóðar-
atkvæðagreiðsla um byggingu Kára-
hnjúkavirkjunar.
Feb. 2003: Að frumvarpi ríkis-
stjórnarinnar um álverksmiðju á
Reyðarfirði verði vísað frá Alþingi.
Mars 2003: Að álverksmiðja á
Reyðarfirði verði ekki reist nema að
undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu um Kárahnjúkavirkjun.
Apríl 2003: Að ríkisstjórnin lag-
færi ófullnægjandi tilhögun skatt-
greiðslna og skattskila vegna virkj-
unarframkvæmdanna við Kára-
hnjúka.
Okt. 2003: Að Jökulsá á Fjöllum
verði friðlýst frá upptökum til ósa,
m.a. til að varna því að einhver
upptakakvísla hennar verði tekin
með í Kárahnjúkavirkjun.
Nóv. 2003: Að hugmyndafræði
sjálfbærrar þróunar sé lögð til
grundvallar allri ákvarðanatöku í
samfélaginu.
Maí 2004: Að Ísland fái varanlega
undanþágu frá raforkutilskipun
ESB um samkeppni á raforku-
markaði.
Mars 2005 í stjórn Landsvirkj-
unar: Að gert verði nýtt áhættumat
vegna nýrra upplýsinga um jarð-
fræði í lón- og stíflustæði við Kára-
hnjúka og jafnframt að viðbragðs-
áætlun verði endurnýjuð.
Ágúst 2005 í stjórn Landsvirkj-
unar: Að sérfræðingar kynni sér
hliðstæðar stíflur og Kárahnjúka-
stíflu í Brasilíu og Leshoto, hvað far-
ið hafi úrskeiðis þar við fyllingu í
miðlunarlón og síðan fari fram
endurmat á áhættunni af fyllingu í
Hálslón.
Ágúst 2006: Að nú þegar fari
fram óháð og gagnsæ rannsókn á
þeirri áhættu sem tekin er með
byggingu virkjunarinnar áður en
byrjað verður að safna vatni í Háls-
lón.
Ágúst 2006: Að þingflokkar á
Alþingi, stjórnarformaður Lands-
virkjunar, forsætisráðherra, borgar-
stjórinn í Reykjavík og bæjarstjóri
Akureyrarbæjar lýsi sig reiðubúna
til að fresta fyllingu Hálslóns.
Ágúst 2006: Að Akureyrarbær
beiti sér fyrir því að fyllingu Háls-
lóns verði frestað þar til óháð hættu-
mat liggi fyrir.
Sept. 2006: Að Reykjavíkurborg
beiti sér fyrir því að fyllingu Háls-
lóns verði frestað þar til óháð hættu-
mat liggi fyrir.
Hvað sem Kárahnjúkavirkjun líð-
ur heldur baráttan áfram. Þrjú ný
álversverkefni eru á teikniborðinu.
Við vinstri-græn teljum því brýnna
en nokkru sinni að allir, sem vilja
standa vörð um náttúru landsins,
taki höndum saman og segi; hingað
og ekki lengra. Setjum náttúruna í
fyrsta sæti.
Baráttan heldur áfram
Kolbrún Halldórsdóttir
skrifar um baráttu VG gegn
stóriðju
»… er fróðlegt fyrirfólk að sjá hvernig
flokkurinn og einstakir
félagar á hans vegum
hafa með öllum tiltæk-
um ráðum reynt að
koma í veg fyrir skað-
ann.
Kolbrún Halldórsdóttir
Höfundur er þingmaður fyrir VG og á
sæti í umhverfisnefnd Alþingis.
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Terra Nova býður einstakt tækifæri
til að njóta haustsins við góðan að-
búnað í þessari skemmtilegu borg á
frábærum kjörum. Tallinn býður allt
það helsta sem fólk sækist eftir í
borgarferð; fallegar byggingar, ótel-
eljandi veitingastaði, fjörugt nætur-
líf, úrval verslana og mjög gott
verðlag. Gisting á frábærum kjörum
á Hotel Domina Inn Llmarine, ný-
tískulegu og fallegu fjögurra stjörnu
hóteli með góðum aðbúnaði og
þjónustu. Fjölbreytt gisting í boði.
frá Kr.39.990
M.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Domina Inn
Ilmarine **** með morgunverði, 18. október.
Netverð á mann.
Tallinn
18. október
Glæsileg helgarferð
frá kr. 39.990
Hotel Domina Inn Ilmarine ****
- SPENNANDI VALKOSTUR
UNDARLEG umræða hefur átt
sér stað varðandi hugtakið „gift-
ing“ eða hjúskapur á undanförnum
mánuðum. Það sem
vekur mesta undrun
er óttinn eða van-
þekking þeirra aðila
opinbers valds og
kirkjunnar manna
hvað varðar upphaf
þess gjörnings er
kallast gifting. Í orð-
inu gifting, hjúskapur
eða hjónaband hefur
falist frá örófi alda
ákveðin varnartaktík
þjóðfélags eða þjóð-
flokka til að minnka
líkur á of nánum
blóðtengslum aðila er
hlutu samþykki til
samfara. Ástæðan
var viss þekking sem
forfeður okkar höfðu
aflað sér, að of náin
blóðtengsl leiddu í
mörgum tilvikum til
alvarlega bæklaðra
afkomenda.
Þegar þessi upp-
götvun hafði verið
gerð var komið á
kerfi þar sem for-
ystumenn þjóðflokks
eða þjóðfélags urðu
að samþykkja hinn
svonefnda hjúskap.
M.ö.o. að gefið var út
opinbert samfaraleyfi
til handa tilteknum
einstaklingum. Þeir máttu eignast
afkvæmi sem ekki yrði þjóð-
flokknum óþarfa byrði. Á það skal
bent sérstaklega að uppgötvun
þessi var gerð áður en trúarbrögð
fóru að hafa áhrif á gerðir manna.
Er þetta ein af skynsemisákvörð-
unum manna varðandi samskipta-
reglur samfélagsins eins og öll
boðorðin tíu, sem voru skyn-
samlegar reglur í samskiptum
manna og eiga að falla undir laga-
setningu þess tíma en ekki trúar-
brögð. Kristnir menn hafa til-
einkað sér þessa fornu speki sem
gott samskiptaform sem var til
löngu áður nokkrum datt í hug
trúarbrögð sem hafa hlotið heitið
Kristin trú.
Þetta leiddi af sér kerfi hjá
kristnum mönnum þar sem lýsa
þurfti með aðilum er hugðust
stofna til hjúskapar. Var það
skylda almennings að upplýsa um
of náin tengsl aðila sem gátu leitt
til synjunar á opinberu samfarleyfi
til handa viðkomandi aðilum.
Með vísan til uppruna og til-
gangs hins svonefnda
hjónabands er það all-
undarleg krafa þeirra
sem vilja fá inngöngu í
þetta ríkjandi kerfi
gagnkynhneigðra þótt
þeirra xx-farir hafi
ekkert að gera með
samfarir.
Samkynhneigðir
eiga nú að finna eitt-
hvert annað form á
sína sambúð til að fá
samþykki stjórnvalda
til sinna xx-fara þar
sem ljóst er að hvað
varðar viðhaldi á
mannkyni hafa þeirra
farir ekkert sammerkt
með samförum og
strangt til tekið engin
þörf á afskiptum þess
opinbera nema ef vera
skyldi einhver fjár-
hagsleg tengsl vegna
skattastefnu stjórn-
valda. Ekki er gert
ráð fyrir að þeirra xx-
farir leiði til þess að
getnir verði alvarlega
bæklaðir einstaklingar
sem yrðu baggi á sam-
félaginu en jafnframt
skal hugleiða að tilvist
mannkynsins verður
skammvinn ef xx-farir
verða ríkjandi sam-
félagsform á jörðinni.
Í ljósi ofanritaðs er allt það
fjaðrafok og ásakanir á hendur
stjórnvöldum og kirkju af hálfu
samkynhneigðra óskiljanlegt og
ættu þeir aðilar er hallast að því
sambúðarformi að huga alvarlega
að einhverju sambærilegu hugtaki
og hjónabandi sem þeir geta sætt
sig við með tilliti til þeirra sam-
búðar sem á ekkert skylt við
hjónaband eða samfarir karls og
konu.
Vonandi verða þessar línur til
þess að augu samkynhneigðra
opnist og þeir leiti að lausn sem
ekki leiðir til skaða á því alda-
gamla formi opinbers sam-
faraleyfis sem hefur reynst mann-
kyninu allvel.
Gifting og
samkynhneigð
Kristján Guðmundsson fjallar
um giftingu og samskipti fólks
Kristján Guðmundsson
» Vonandiverða þessar
línur til þess að
augu samkyn-
hneigðra opnist
og þeir leiti að
lausn sem ekki
leiðir til skaða á
því aldagamla
formi opinbers
samfaraleyfis
sem hefur
reynst mann-
kyninu allvel.
Höfundur er fyrrverandi skipstjóri.
ÉG LEGG til að hætt verði
við íbúðabyggingar í Norð-
lingaholti og að þær byggingar
sem komnar eru verði minnis-
merki framtíðarinnar um for-
áttuheimsku í mannvirkjagerð.
Ástæðan er auðvitað hin gríðar-
lega hætta á hraunrennsli frá
þekktum gosstöðvum ofan
Reykjavíkur og sjónmengun frá
Heiðmörk. Að auki fer þarna
óspillt náttúra undir húsbygg-
ingar og ekki er á það bætandi í
útþenslu höfuðborgarinnar.
Hverfið kallar á miklu lengri
samgönguleiðir með tilheyrandi
mengun frá útblæstri bíla. Það
er komið nóg af húsbyggingum í
Reykjavík og kominn tími til að
byggja upp í loft, 15–20 hæðir
annars staðar í borginni, til að
eyðileggja ekki fleiri náttúru-
gersemar.
Skýrslum um hugsanlegt
hraunrennsli og öskufall í efri
byggðum Reykjavíkur hefur
verið stungið undir stól eða í
besta falli ræddar í lokuðum
hópi sérfræðinga sem stjórn-
málamenn taka ekkert mark á.
Lágmarkskrafan er sú að fram
fari hlutlaus úttekt á búsetuskil-
yrðum í Norðlingaholti sem von-
andi tekur ekki nema 5–10 ár en
afla má tekna til greiðslu hús-
næðislánanna með túristaheim-
sóknum í draugahverfið á með-
an.
Björn S. Lárusson
Hættum við bygg-
ingar í Norðlinga-
holti í Reykjavík
Höfundur er íbúi á Reyðarfirði.
vaxtaauki!
10%