Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 29

Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 29 Fjöldi aukahluta Lágvær og þrælsterk, endist kynslóðir Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÆSKUFÓLK allra landa heims! Þið sem eruð að erfa landið. Börn, ung- lingar og hið unga og efnilega náms- fólk um gjörvalla heimsbyggðina. Það er ykkar hjartans mál að tryggja framtíð ykkar í friðsælum og lífvænlegum heimi. Nú blasir það við, að markvissar og róttækar að- gerðir þarf til að sporna við mengun og öðrum náttúruspjöllum, sam- kvæmt niðurstöðum nútímavísinda. Þetta er nú þegar kunnugt og við- urkennt og er eitt mikilvægasta mál samtímanns. Þegar framtíð ykkar er stefnt í tvísýnu, þá er réttmætt að vara ykk- ur við og hvetja ykkur til dáða. Þessi barátta á auðvitað að vera friðsöm, en ykkar hlutverk er að halda mál- inu vakandi. Ég er ekki að gera því skóna að foreldrarnir vilji ykkur ekki allt hið besta, það vantar bara frumkvæði og enginn er líklegri en þið, unga fólkið, til að koma þessu heilu í höfn, því framtíðin er ykkar og þetta er einn af ykkar stærstu málaflokkum. En umfram allt, farið friðsamlega fram. Með tillitssemi, friðsemd og kærleika. Ófriður hefir alltaf í för með sér margfalda meng- un. Málin þarf að leysa friðsamlega. Hið vel menntaða æskufólk mun kjósa friðsemd og góðvild og það veit um mistök fortíðar og mun ekki falla í þá gryfju að endurtaka þau. Nú er rekstrarkerfi heimsins í annarra höndum en æskufólksins. Hvernig getur það haft áhrif á þessi mál? Æskufólkið er fjölskyldu- meðlimir allra þeirra sem vasast með þessi mál. Af þeim sökum mun verða hlustað á ykkur. Það má nátt- úrlega ekki gera þetta að baráttu- máli innan hverrar fjölskyldu. Því þurfa æskulýðsfélög, skólafélög og hvers konar samtök æskufólks að stofna landssambönd um málið. Þau þurfa að stofna alþjóðasamband með góðri sátt og samvinnu við Samein- uðu þjóðirnar. Það hefir þótt á skorta í nútímaþjóðfélagi að æskan hefði næg viðfangsefni til að glíma við. Hér er svo sannarlega stór- fenglegt og verðugt viðfangsefni fyr- ir hina glæstu kynslóð framtíð- arinnar að glíma við. Og þau eru eflaust fleiri. Ég óska ykkur svo til hamingju með viðfangsefnin, en munið ætíð að þessi barátta, sem kann að verða ströng með köflum, verður ævinlega að vera drengileg og ef þið eruð efablandin á hvernig skuli halda á hinum einstöku málum, þá leitið inn á við að því besta sem býr í ykkar eigin brjósti, því þar er guðsneistinn sem gefur okkur líf og yndi. Ykkar er framtíðin. Í Guðs friði. GUNNÞÓR GUÐMUNDSSON, rithöfundur og fyrrverandi bóndi. Ákall til æskufólks Frá Gunnþóri Guðmundssyni: Í MORGUNBLAÐSGREIN hinn 19. september ræðir Jón Bjarnason al- þingismaður um jarðakaup og land- búnað. Skoðun hans kristallast í heiti greinarinnar ,,Uppkaup jarða ein mesta ógn við landbúnaðinn“. Í grein sinni afgreiðir Jón flókið mál með heldur yfirborðslegum hætti og kemst að þeirri niðurstöðu að í ís- lenska löggjöf um viðskipti með bú- jarðir vanti sérákvæði um búsetu- skyldu og aðrar kvaðir sem hann vill setja eignarhaldi og meðferð jarða og búvöruframleiðslu. Almenn ákvæði eða sérákvæði? Grundvallarspurningin í þessu efni er það hvort viðskipti með jarðir geti farið eftir almennum leikreglum um viðskipti, eða hvort setja þurfi sér- reglur og þá hverjar. Samkvæmt jarðalögum frá 2004 eru afar litlar hömlur á því hverjir geta eignast bújarðir og hvaða starf- semi er þar stunduð. Meginrök- semdir fyrir breytingu á jarðalög- unum til núgildandi horfs voru annars vegar athugasemdir Eftir- litsstofnunar EFTA, og hins vegar almenn þróun í þjóðfélaginu um auk- ið viðskiptafrelsi. Landbúnaðarráð- herra orðaði þetta svo í framsögu fyrir núgildandi jarðalögum: ,,Með ákvæðum þessa frumvarps er stefnt að því að færa löggjöf um jarðir í átt til nútímans og að samræma eins og unnt er eignarrétt og umsýslu jarða þeim meginreglum sem gilda um aðr- ar fasteignir í íslenskri löggjöf. Eins og áður hefur verið gerð grein fyrir eru í gildandi löggjöf verulegar tak- markanir á ráðstöfunarrétti jarðeig- enda og ýmsar kvaðir lagðar á þá sem geta verið mjög íþyngjandi og hafa oft í framkvæmd reynst ósann- gjarnar. Með frumvarpi þessu er ætl- unin að bæta að nokkru leyti úr þess- um annmörkum án þess að gengið sé lengra en þörf krefur.“ Alþingi gekk síðan lengra í að afnema forkaups- rétt sveitarfélaga en frumvarp land- búnaðarráðherra gerði ráð fyrir. Ef lögum verður breytt í átt til þess að handstýra viðskiptum með jarðir eða hagnýtingu þeirra, er aug- ljóst að verð þeirra muni lækka og einhvers konar handval mun eiga sér stað á þeim sem fá að eignast jarðir. Ef jarðarverðið verður knúið niður með þessum hætti verður eignin lak- ara veð og fjármálastofnanir munu hækka vexti á þeim lánum sem kunna að hvíla á viðkomandi jörð. Í ljósi þess að heildarskuldir íslenskra bænda eru tugir milljarða er þetta atriði sem verður að ræða í fullri al- vöru. Þá er einnig rétt að minna á friðhelgi eignarréttarins, en vissu- lega þarf löggjafinn stundum að setja almennar reglur sem rýra verðmæti eigna, enda liggi fyrir að slíkt sé óhjákvæmilegt. Handval á einstaklingum/aðilum sem fá að eignast jarðir er afleitt og í raun skömmtunarkerfi sem við eig- um að forðast í lengstu lög. Það er mín niðurstaða að við eigum ekki að svo komnu að hverfa frá nú- gildandi lagaákvæðum um viðskipti með jarðir. Það er hins vegar nauð- synlegt að fylgjast með þróuninni og greina hvort einhver þau vandamál eru að koma upp sem kalla á við- brögð. Huglæg greining Jóns Bjarnasonar er algerlega ófullnægj- andi og úrræðin líklegri til skaða en úrbóta. ÞÓRÓLFUR SVEINSSON, Ferjubakka II. Verslun með jarðir Frá Þórólfi Sveinssyni: EFTIR Lagarfljóti heitir Fljóts- dalur og Fljótsdalshérað eftir daln- um. Fljótið er lífæð Héraðsins og í því býr sál þess í líki Orms- ins. Frá upphafi byggð- ar hefur það verið ör- lagavaldur. Halldór Laxness yrkir um ,,fljótsins dreymnu ró“. ( Helgi Hallgrímsson: LAGARFLJÓT) Í júlí sl.var göngu- hópur Augnabliks á ferð niður með Jökulsá í Fljótsdal. Áin geymir fegurstu fossaröð Ís- lands, nú eign ALCOA. Hún er aurminnsta jökuláin öfugt við stöllu sína Jökulsá á Brú sem er aurugust. Því varð- veittist þessi einstæða fossaröð. Gengið var niður með ánni og áð við hinn magnaða foss Faxa. Sumir gengu niður að fossinum, aðrir tóku upp nesti. Ég ráfaði eitthvað um, sá örfáar kindur framundan og þótti ein hafa æði skrýtið vaxtar- og göngulag, ekki kindarlegt. Þarna kjagaði álft með blessuðum skjátunum. Hugsaði ég ekki meir útí það en settist hjá fólk- inu. Sem við sitjum þarna þá flýgur álftin yfir, segir „gvak“ og svo rak- leitt í fossinn. Þögn sló á hópinn og leitt að sjá blessaða skepnuna farast í fossinum. Veltu menn vöngum en komust ekki að niðurstöðu. Kona stóð við fossinn og sýndist henni álftin reyna að bremsa sig af áður en hún hvarf í iðuna. Þegar við héldum af stað á ný sá ég hvar álftin duggaði í ánni hinumegin við bakkann og kom í ljós að hún var lifandi og spræk. Hvar sem þessi saga var sögð þótti mönn- um undrum sæta. Mánuði seinna er ég enn á ferð þarna og er gengið upp með ánni, frá Glúmsstaðaseli. Þegar við komum að Axaránni sjáum við álftina á kletta- syllu í brattri hlíðinni fast við fossinn, einsog að hún lægi á hreiðri sem var auðvitað ekki raunin. Fylgdist hún stóísk með okkur. Var þetta und- arlegur staður fyrir álft að halda sig á. Sagði ég Helga Hallgrímssyni alla álftarsöguna þegar ég kom til byggða. Hann spyr hvort ég sé skyggn. Ég neita og bendi á að allir hafi séð álftina. Þá segir Helgi að sagt sé að Lagarfljótsormurinn birtist gjarnan í álftarlíki á undan stórtíð- indum. Finn ég strax að skýring Helga muni rétt. Um miðjan ágúst er ég á ný í ferð niður með ánni. Heitt er í veðri og allt eins unaðslegt og á verður kosið, geti maður gleymt því að ALCOA fékk fossana að gjöf og ætlar að múlbinda þá. Það er lenska í þessum ferðum að taka fjaðrir sem á vegi verða, aðal- lega gæsafjaðrir og skreyta sig með þeim. Er þá stundum sem fari þar indíánahópur! Ég leita að álftinni minni, orminum mínum, en sé hann hvergi. Þá liggur allt í einu fyrir fót- um mér drifhvít álftarfjöður sem eng- inn hafði komið auga á. Veit ég um leið að þar eru komin skilaboð frá Orminum til mín að nú sé hann kom- inn í ormshaminn og því finni ég hann ekki í álftarlíki. Var ég hrærð og glöð og huggun að vita að nú sé hann kom- inn á vaktina að verja sitt Fljót. Ekki hafa Héraðsbúar í sér döngun að reyna að halda hlífiskildi yfir líf- æð síns Héraðs, þeirri náttúruperlu og Héraðsstolti sem Fljótið er og ætti að vera. Malda þeir ekki í móinn yfir að foraðinu, Jöklu blessaðri skuli veitt milli vatnasviða, sem er skýrt lögbrot og siðlaust með öllu. Má vart á milli sjá hvort það er meiri móðgun fyrir Jöklu eða Fljótið. Það er eins rangt og hugsast getur að raska þannig jafn- vægi Móður Náttúru sem veit hvað hún syng- ur. En hún tekur til sinna ráða og Austfirðingar kalla hefnd hennar yfir þjóðina með því að heimta álversskrímslið, Héraðsbúar með að verja ekki sitt Hérað, ríkisstjórnin með sið- spillingu og þjóðin með að fljóta sof- andi að feigðarósi og vilja ekki vita hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Jökla hefnir sín með Dauðalóni (Hálslóni). Gróðri og náttúruperlum verður drekkt, dýra- og fuglalífi rask- að, leirfok spillir lífsgæðum á Héraði um ókomna tíð. Lagarfljót breytist úr dulúðugu vatnsfalli í drullupoll. Ekki þarf skyggnigáfu til að sjá að Aust- firðingar verða lagðir í einelti þegar fram líða stundir fyrir að heimta þennan skerf þjóðaeignarinnar með offorsi. Fari á versta veg getur orðið hamfarahlaup. Er þá ekki spurt að leikslokum. Allt leggst á eitt um að vara okkur við að halda þessari virkjun til streitu, og enn er hægt að hætta við. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar segir að ,,Kárahnjúkavirkjun … muni hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif og að ekki hafi verið sýnt fram á að annar ávinningur af fyrirhuguðum framkvæmdum verði slíkur að hann vegi upp þau verulegu, óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrif sem fram- kvæmdin muni fyrirsjáanlega hafa …“ Alþjóð veit að Skipulags- stofnun lagðist gegn framkvæmdinni og gaf falleinkunn. Að auki er eitt- hvað bogið við að ekki megi tala um nýtt arðsemismat en þjóðin neydd til fjárhagslegrar ábyrgðar á fram- kvæmdinni. Ekki er seinna vænna að vakna til vitundar og hlusta á viðvar- anir, þessa heims og annars. Að lokum er góð ábending frá Landsvirkjun af kortinu ,,Ferðaleiðir á öræfum umhverfis Snæfell“. Þar er bent á að eyða ekki né spilla gróðri, trufla ekki fugla- og dýralíf og ekki hlaða vörður (bara stíflur!). Svo koma gullvæg orð sem ég bið þá sjálfa og alla íbúa þessa lands að íhuga: MUN- IÐ AÐ ÞAÐ ER ENGIN SKÖMM AÐ ÞVÍ AÐ SNÚA VIÐ Í TÍMA. Álftin, ormurinn og fljótið Gréta Ósk Sigurðardóttir fjallar um umhverfismál og náttúru á Héraði Gréta Ósk Sigurðardóttir »Ekki erseinna vænna að vakna til vitundar og hlusta á viðvar- anir, þessa heims og ann- ars. Höfundur er bóndakona á Vaði í Skriðdal. Fossinn Faxi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.