Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 30

Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á FUNDI skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrú- ar Samfylkingar og Framsóknarflokks: „að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðs- vatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Vill- inganes……“. Skipulagsráðgjöfum og skipulagsfulltrúa var falið að breyta að- alskipulagstillögunni í samræmi við ofangreinda bókun. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hef- ur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökuls- ánum. Héraðsvötn ehf sem eru að meirihluta í eigu Kaupfélags Skag- firðinga og RARIK hf á réttinn til Villinganesvirkjunar. Hún stendur tilbúin, hefur farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið til- skilin leyfi frá umhverfis- og iðn- aðarráðuneyti. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórn gæfi grænt ljós á framkvæmdina. Nú á að ryðja þeirri hindrun úr vegi. Fagra Ísland Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu í umhverfis- og náttúru- vernd undir yfirskriftinni „Fagra Ísland“. Margir glöddust við, þar á meðal ég sem vonaðist til að loksins gæti Samfylkingin sem flokkur tek- ið á með Vinstri grænum í þeim málum. Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Samfylkingin vill þegar í stað tryggja friðun eftirfarandi fallvatna og háhitasvæða: Skjálfandafljóts, Jökulánna í Skagafirði, Torfa- jökulssvæðisins, Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla, Grændals.“ Hér er tekið fullkomlega undir tillögur og kröf- ur Vinstri grænna um friðun þessara svæða. Þeim verður þó flest- um spillt nái álvers- draumar hinna ýmsu forkólfa Samfylking- arinnar vítt og breitt um landið fram að ganga. Verður fullt af álverum og virkjunarlónum? Samfylkingin studdi og styður enn herförina gegn nátt- úrunni við Kárahnjúka. Á Húsavík heimtar oddviti Samfylkingar og varaþingmaður álver og virkjanir. Í Hafnarfirði vinnur meirihluti Sam- fylkingar á fullu að stækkun ál- versins í Straumsvík með tilheyr- andi nýjum virkjunum. Á Suður- nesjum krefst forysta Samfylking- ar nýrra virkjana og álvers í Helguvík. Í Skagafirði samþykkja fulltrúar Samfylkingar í sveitar- stjórn að fordæmdar virkjanir í Jökulsánum fari inn á aðalskipulag og gefa grænt ljós á Villinganes- virkjun. Tvískinnungnum verður að ljúka Á lista Samfylkingarinnar til sveitarstjórnar Skagafjarðar er m.a. þingmaður flokksins sem held- ur að samtímis sé hægt „að tryggja þegar í stað friðun Jökulsánna“ og samþykkja að virkjanir í þeim sömu ám fari inn á aðalskipulag. Þessum tvískinnungi Samfylking- arinnar verður að ljúka. Það eru verkin, atkvæðagreiðslur þinga- manna og sveitarstjórnarfólks sem tala. Ef flokkurinn vill í raun vera stóriðju- og virkjanaflokkur og halda herförinni gegn náttúru landsins áfram, hér eftir sem hing- að til, á hann að viðurkenna það fyrir félögum sínum og kjósendum. Samfylkingin á að standa eða falla með stóriðjustefnu sinni, ef það er hún sem á að verða ofan á í raun. Hreinar línur Vinstri grænna „Héraðsvötnin og Jökulsárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika líf- kerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar fel- ast í því að nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölbreytta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna starfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fisk- seiða, bæði ferskvatnsfiska og sjáv- arfiska er einnig ómetanleg. Vinstri græn í Skagafirði leggjast alfarið gegn öllum hugmyndum um virkj- anir í Jökulsánum í Skagafirði og því að gert sé ráð fyrir slíkum framkvæmdum á aðalskipulagi Skagafjarðar.“ (Ályktun aðalf. VG í Skagafirði 29. jan. 2006. Samfylking og Framsókn gefa grænt ljós á virkjanir í Jökulsám Skagafjarðar Jón Bjarnason fjallar um aðal- skipulag fyrir Skagafjörð og virkjanir í Jökulsánum. » Vinstri græn íSkagafirði leggjast alfarið gegn öllum hugmyndum um virkj- anir í Jökulsánum í Skagafirði ... Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. UNGIR jafnaðar- menn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, héldu nýverið sitt 7. landsþing í Mosfellsbæ og niðurstaðan er stjórnmálaafl sem stefnir að frjálslyndu og sanngjörnu sam- félagi. Stóru málin hjá Ungum jafnaðar- mönnum eru forgangs- röðun í þágu menntun- ar, aukin velferð þeirra sem minna mega sín, en ójöfnuður og mis- skiptingin í íslensku samfélagi hefur stór- lega aukist undanfarin ár, lýðræðis- og jafn- réttismál, aðild að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar, raunsæ umhverfis- stefna þar sem náttúr- an nýtur vafans og að lokum manneskjuleg utanríkisstefna. Af öðrum minni mál- um, ef svo má að orði komast, er hægt að nefna aðskilnað ríkis og kirkju, fækkun ráðuneyta, landið eitt kjördæmi, afnám ald- ursákvæðis í lögum um ættleiðingar, tungu- málakennsla fólks af erlendum uppruna verði efld, atvinnuleyfi erlends vinnuafls verði bundið við einstaklinga en ekki viðkomandi vinnuveitanda eða fyrirtæki, endur- vinnsla sorps, sjálfbær orkubúskap- ur, færsla framhaldsskóla og heilsu- gæslu yfir á sveitarstjórnarstigið og faglegar ráðningar og heilbrigðari viðhorf gagnvart embættum líkt og seðlabankastjóra, sendiherra og hæstaréttardómara. Jafnrétti ofar öllu Stjórnvöld eiga að tryggja öllum aðgang að góðri menntun, góðri heil- brigðisþjónustu og félagslegri að- stoð. Þessa grunnþjónustu á að greiða niður með sameiginlegum sjóðum landsmanna enda er með öllu óviðunandi að aðgangur fólks að menntun, heilbrigðisþjónustu og fé- lagslegri þjónustu takmarkist af efnahag. Lýðræði þarf að efla Mikilvægt er að efla lýðræði í ís- lensku samfélagi. Lýðræðið á að vera í stöðugri endurskoðun svo nýta megi það tæki sem það er til fulln- ustu og til réttlætis í íslensku stjórn- kerfi og samfélagi. Það er skilyrði lýðræðislegra stjórnarhátta að sjón- armið þeirra sem málið varðar komi fram og að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða þegar ákvarðanir eru teknar. Af þessu leiðir að ef konur koma ekki að ferli við ákvarðanatöku sem snertir íslenskt þjóðlíf er lýð- ræðishalli á samfélaginu. Það sama á við um fólk af erlendum uppruna, samkynhneigða, fatlaða og aðra minnihlutahópa í íslensku samfélagi. Sjálfstæði í utanríkismálum Íslendingar verða að móta og mynda sér sjálfstæða utanríkisstefnu og ákveða hvernig þeir vilja beita sér á alþjóðavettvangi. Bandaríkin eru ein af fjölmörgum vinaþjóðum okkar en það þýðir samt ekki það að við eig- um að fylgja þeim í einu og öllu. Ung- ir jafnaðarmenn kalla eftir sjálfstæði í utanríkismálum og vilja að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir friði í heim- inum. Íslendingar voru fyrstir þjóða til að viðurkenna tilvistarrétt ný- frjálsra Eystrasaltsríkja. Sú gjörð hafði veigamikil áhrif í sjálfstæð- isbaráttu þeirra þjóða og sýndi vel þann mátt sem smáríki getur haft í alþjóðasamfélaginu. Viðurkenna ber sjálf- stæði Palestínu og verða við óskum stjórn- valda í Sri Lanka um að Íslendingar beiti sér af fullum þunga við að koma á friði þar í landi. Jafnframt verða íslensk stjórnvöld að reyna hvað þau geta til að koma íbúum Darfurhér- aðs í Súdan til hjálpar, en það er hræðilegt til þess að hugsa að þjóð- armorð líkt og áttu sér stað í Rúanda séu nú að endurtaka sig í hér- aðinu. Velferðarmál Allir eiga að hafa jafnan aðgang að heil- brigðiskerfinu óháð efnahag og öðrum fé- lagslegum aðstæðum. Ójöfnuður og misskipt- ing í íslensku samfélagi hefur stórlega aukist undanfarin ár. Sam- kvæmt viðurkenndum mælikvörðum hefur ójöfnuðurinn á Íslandi aukist hvað mest allra þróaðra ríkja. Nú er misskiptingin á Íslandi orðin svipuð og í Bret- landi og með sama áframhaldi mun hún verða orðin svipuð og misskiptingin er í Bandaríkjunum innan fárra ára. Menntun fyrir alla Þekking er mikilvægasta forsenda allra framfara. Nauðsynlegt er að yfirvöld tryggi aðgang allra lands- manna að menntun við sitt hæfi, enda er það grundvallaratriði í réttlátu samfélagi, þar sem allir njóti sömu tækifæra til lífshamingju og velmeg- unar. Ungir jafnaðarmenn vilja setja málaflokkinn í algjöran forgang og stuðla að því að þau verði eitt af stærstu baráttumálum Samfylking- arinnar á komandi kosningaári. Náttúran njóti vafans Nauðsynlegt er að viðhalda ímynd Íslands sem hreint, fagurt og um- hverfisvænt land og leggja áherslu á hátækni- og þekkingariðnað sem get- ur haldist í hendur við nýsköpun í ferðaþjónustu og hefðbundnu at- vinnugreinunum, sjávarútvegi og landbúnaði. Frekari stóriðjufram- kvæmdum ber að fresta þangað til fyrir liggur nauðsynleg heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð. Evran og ESB Ungir jafnaðarmenn hafa frá stofnun hreyfingarinnar fyrir sex ár- um hafnað þeirri einangrunarhyggju sem birtist í stefnu annarra stjórn- málaflokka og vilja að Ísland hefji að- ildarviðræður við ESB og beri síðan aðildarsamninginn undir þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem íslenska þjóðin mun eiga síðasta orðið. Ungir jafnaðarmenn hafna einhliða upp- töku evru og telja að hún geti ekki komið í stað ESB-aðildar. Þátttöku í myntbandalaginu verður að fylgja full þátttaka í innri markaði Evrópu- sambandins með öllum þeim kostum sem því fylgja. Víðsýn og frjáls- lynd stjórnmála- hreyfing ungs fólks Magnús Már Guðmundsson og Valdís Anna Jónsdóttir fjalla um stefnumál ungra jafn- aðarmanna Magnús Már Guðmundsson » Stjórnvöldeiga að tryggja öllum aðgang að góðri menntun, góðri heilbrigðisþjón- ustu og félags- legri aðstoð. Magnús Már er formaður Ungra jafn- aðarmanna, ungliðahreyfingar Sam- fylkingarinnar, og Valdís Anna er varaformaður Ungra jafnaðarmanna. Valdís Anna Jónsdóttir SKÓLABÖRN í fimmtíu löndum gera sér dagamun í dag, í tilefni al- þjóða skólamjólkurdagsins. En mjólk og mjólkurvörur eru ákaflega mikilvægar fyrir þroska og viðhald beinanna í líkamanum. Beinþynning er sjúkdómur sem ein- kennist af því að bein- in tapa kalki en þá minnkar styrkur þeirra og þau verða brothætt. Ástæður beinþynningar geta verið margar. Því mið- ur er útilokað fyrir okkur að stjórna sum- um helstu áhættuþátt- um; eins og aldri (bein- þynning eykst með aldrinum), kynferði (algengara meðal kvenna) og erfðum. Hins vegar getum við haft áhrif á ýmsa aðra áhættuþætti. Þannig er jákvætt samband milli reglubundinnar þjálfunar og bein- þéttni auk mataræðis sem skiptir miklu máli þegar kemur að bygg- ingu og viðhaldi beina. Mikilvægt er að temja sér hreyfi- og neysluvenj- ur sem teljast heppilegastar til for- varnar gegn beinþynningu, venjur sem fyrst og fremst felast í reglu- bundinni hreyfingu, fjölbreyttu mataræði en hófsemi, þar sem manneldisráðleggingar eru hafðar til hliðsjónar. Ákveðin aldursskeið virðast sér- staklega mikilvæg með tilliti til vaxtar og þroska beina. Frá fæð- ingu til tveggja ára aldurs á mikill vöxtur sér stað. Einnig taka beinin mikinn vaxtarkipp á unglingsárum, um 11–14 ára aldurinn hjá stúlkum og 13–17 ára hjá drengjum. Á þess- um árum er mikilvægt að huga vel að þeim þáttum sem hafa jákvæð áhrif á beinin svo sem að góðri næringu. Því miður verður að segjast eins og er að matarvenjur margra unglinga eru æði bág- bornar þegar bein- heilsa er annars vegar. Ljóst er að sumir ung- lingar neyta of lítils kalks, frekar stúlkur en drengir. Mjólk og mjólkurvörur eru þær fæðutegundir sem gefa hvað mest kalk og er það mörgum áhyggjuefni að mjólkurdrykkja virðist fara minnkandi hjá ungling- um en gosdrykkjaneysla eykst ár frá ári. Samkvæmt rannsóknum virðast vera sterk tengsl milli gos- drykkjaneyslu og kalkneyslu, en stúlkur sem til að mynda drekka reglubundið gos neyta að meðaltali um 20% minna magn kalks en þær sem ekki drekka það. Ráðlagður dagskammtur af kalki er 1.000 mg fyrir unglinga og 800 mg fyrir full- orðna. Eins og áður hefur komið fram er mjólkurmatur ein auðug- asta uppspretta kalks. Sem dæmi má nefna að í hálfum lítra af mjólk eru hátt í 600 mg af kalki. Við fáum 220 mg af kalki í 200 g af skyri; 250 mg í 200 g af jógúrt; 160 mg í 25 g af osti; 105 mg í 50 g af hörfræi; 85 mg í 50 g af hafrahringjum; 130 mg í 100 g af spínati og 100 mg í 100 g af spergilkáli. Auðvitað skipta önnur næring- arefni en kalk máli þegar beinin eru annars vegar. D-vítamín stuðlar til dæmis að upptöku kalks í bein. Ef verið er úti við í dagsljósi nær lík- ami okkar, með aðstoð sólarljóssins, að framleiða dagsþörf á D-vítamíni á innan við hálftíma. Þar sem D- vítamín er ekki að finna í miklu magni í hefðbundnum mat er mikil- vægt að neyta D-vítamíns í fæðu- bótarformi, ef reglubundin útivera er ekki stunduð. Lýsi er D-vítamín- rík afurð en í einni teskeið af þorskalýsi eru 12,5 míkrógrömm af D-vítamíni. Ráðlagður dag- skammtur af D-vítamíni er 10 mík- rógrömm á dag. Lengi býr að fyrstu gerð og þar sem vel nærður líkami elur af sér sterk bein felst besta forvörnin í því að temja sér góðar neysluvenjur frá fyrstu tíð og mjólk í skólanestið hef- ur sitt að segja fyrir beinin. Skólamjólkin leggur grunn að sterkum beinum Ólafur G. Sæmundsson skrifar í tilefni af alþjóða skólamjólkur- deginum »… þar sem vel nærð-ur líkami elur af sér sterk bein felst besta forvörnin í því að temja sér góðar neysluvenjur frá fyrstu tíð … Ólafur G. Sæmundsson Höfundur er næringarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.