Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 31

Morgunblaðið - 27.09.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 31 UMRÆÐAN NÚ ER verðbólgan komin upp í 8,6% á ársgrundvelli. Svo mikil verðbólga hefur ekki þekkst hér á landi í meira en ára- tug. Verðbólga hefur slæm áhrif á efnahags- líf og þjóðfélagið í heild. Verðbólga lækk- ar laun að raunvirði, étur upp óverð- tryggðan sparnað, hækkar vísitölubundin lán, hækkar vexti og stuðlar að ójöfnuði og óvissu í atvinnulífinu. Afleiðingar hennar geta verið enn víðtæk- ari. Hinn endanlegi kostnaður verðbólg- unnar lendir á þeim sem síðast fá hina ný- prentuðu seðla í hend- urnar, td. launþegar, eftirlífeyrisþegar og aðrir þjóðfélags- þegnar sem síst geta varið sig. Framleiðsla verð- mæta (lífsgæða) er takmörkuð. Fólk get- ur ekki keypt sér flott- ustu bílana, stærstu húsin, besta matinn eða sleppt því að vinna. Við verðum að sætta okkur við að kaupa okkur bíla, hús, mat og fleira eftir efn- um. Verðbólga í einföldu máli er þegar peningar í umferð aukast, t.d.vegna meiri útlána, og fólk fer að nota fleiri krónur til þess að kaupa sömu hluti og áður. Heildarfram- leiðsla verðmæta er takmörkuð til skemmri tíma og þess vegna hækk- ar verð framleiðslunnar og verðgildi peninga minnkar. Í einföldu máli er ekki hægt að auka framleiðslu í heiminum með því einu að prenta peninga. Eina leiðin til að auka lífs- gæði er að auka framleiðslu þeirra með meiri og bættri nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins. Verðbólga og markaðurinn Meiri peningar í umferð rugla samskipti markaðarins, skapa t.d. bæði falskan hagnað og sýndar- góðæri. Aukinn hagnaður fyrirtækja byggist á fleiri krónum sem hafa þó mun minna verðgildi en áður. Lækkandi laun að raunvirði ásamt áframhaldandi verðbólgu gera það að verkum að hægt er að ráða fleira fólk í vinnu (laun geta verið þau sömu í krónum talið og áður en krónurnar eru minna virði og launin því lægri). Fyrirtækjum er mis- munað því þau fyrirtæki sem fyrst fá hinar nýju krónur í hendurnar geta boðið meira fyrir vinnuafl og aðföng þó svo þau séu ekki hag- kvæm og hafi alls engan rekstr- argrundvöll undir eðlilegum kring- umstæðum á markaðinum. Með öðrum orðum er framleiðsluþáttum þjóðfélagsins ráðstafað með óhag- kvæmari hætti en raunin hefði ann- ars getað orðið og þjóðfélagið í heild verður fátækara á eftir. Þegar verðbólga hefur náð að festa rætur er mjög erfitt að ráða niðurlögum hennar nema með hörð- um aðhaldsaðgerðum sem oftast enda með niðursveiflu og atvinnu- leysi á meðan samfélag og efnahags- líf laga sig að eðlilegum kringum- stæðum. Tengsl atvinnu og verðbólgu Allt tal um að verðbólga geti verið jákvæð, jafnvel tímabundið eins og segir í stjórnmálaályktun flokks- þings framsóknarmanna sem sam- þykkt var fyrir nokkru, er rangt! Mér finnst ályktunin sýna að mikils misskilnings gætir um eðli, orsakir og afleiðingar verð- bólgu hjá ráðherrum, þingmönnum og öðrum meðlimum Framsókn- arflokksins. Í ályktuninni segir meðal annars: „Þótt verðbólga sé slæm þá er tímabundin verð- bólga ásættanlegri en tímabil atvinnuleys- is …“ Það hefur aldrei ver- ið hægt að velja á milli atvinnu og verðbólgu. Það hefur stundum ver- ið talið að þarna á milli væru sterk tengsl, að með aukinni verðbólgu aukist atvinna og með minni verðbólgu minnki atvinna. Tengslin eru hins vegar veik og ná alls ekki að vega upp á móti þeim slæmu af- leiðingum sem fylgja því að gefa verðbólg- unni lausan tauminn, prenta seðla til þess að auka eftirspurn í þjóð- félaginu og minnka at- vinnuleysi, því áhrifin vara skammt. Hinar slæmu afleiðingar verð- bólgunnar vara miklu lengur, atvinnuleysi, samdráttur, háir vextir, óhagkvæm nýting fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins, eignaupp- taka, eignatilfærslur, lækkun bóta og margt fleira sem flestir vildu vera án. Barátta gegn verðbólgu Það eru nokkrar leiðir til að draga úr verðbólgu. Þær eru meðal annars að lækka útgjöld ríkisins, hækka skatta, draga úr útlánum, hvetja til sparnaðar einstaklinga og hækka stýrivexti. Seðlabanki hefur hækkað stýri- vexti mjög mikið undanfarin misseri án þess að mikill árangur hafi náðst. Nú er komið að hinu opinbera að skerast í leikinn og hjálpa Seðla- bankanum að lækka verðbólguna. Með því að beita ofangreindum að- ferðum við að minnka eftirspurn ætti að vera hægt að minnka verð- bólgu án þess að það hefði slæm áhrif á efnahagsmál. Fljótlega myndi ég vilja sjá minni útgjöld ríkis og sveitarfélaga, aug- lýsingar sem hvetja til meiri sparn- aðar, minni útlán (með beinum eða óbeinum aðgerðum) og niður- greiðslu erlendra skulda. Ef þetta gengur ekki þarf að skoða hvort ekki þurfi að hækka tekjuskatt lít- illega, a.m.k. þarf að fresta fyrirhug- uðum skattalækkunum. Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem fyrst og draga úr verð- bólgu til að minnka skaðann sem hún er að valda heimilunum í land- inu nú þegar. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búin að sýna með verkum sínum að hún vill ekki taka á verðbólgunni, við finnum það öll á sívaxandi framfærslukostnaði. Þess vegna tel ég það nauðsynlegt að við launþegar gefum þessari rík- isstjórn frí og kjósum flokka sem hafa bætt lífskjör okkar að leiðar- ljósi í næstu kosningum. Verðbólga og afleiðingar hennar Lúðvík Júlíusson skrifar um áhrif verðbólgu á efnahaginn Lúðvík Júlíusson » Allt tal umað verðbólga geti verið já- kvæð, jafnvel tímabundið eins og segir í stjórn- málaályktun flokksþings framsókn- armanna sem samþykkt var fyrir nokkru, er rangt! Höfundur er sjómaður og stuðnings- maður Samfylkingarinnar. … með röngum tölum og dreg- ur upp gamlar klisjur úr dánarbúi Alþýðuflokksins, sem sumir krat- arnir beittu fyrir 15–20 árum. Eitt það versta sem hendir stjórnmálamann er að segja ósatt og bera á borð upplýsingar sem eru rangar. Formaður Samfylk- ingarinnar virðist nú hafa stungið hendi sinni í upplýsingakassa Al- þýðuflokksins sáluga. Þaðan dregur hún alls konar frasa og skoðanir um íslenskan landbúnað og bændur inn í umræðu dagsins, sem eiga ekki við rök að styðjast. Það hefur hent formann Samfylk- ingarinnar í fleiri en einu viðtali í fjölmiðlum að segja, að bein- greiðslur til bænda væru 10 millj- arðar króna og tók svo, eins og sumir kratarnir í gamla daga, að deila þessum peningum jafnt út á alla bændur. Beingreiðslur eru stuðningur við byggð og landbúnað á Íslandi, en hafa það meginmarkmið að lækka vöruverð á matvælum til neytenda. Þess vegna er það hót- fyndni að láta liggja að því að þessa peninga eigi að gefa bænd- um eftir jafnaðarmannaleið án til- gangs. Sannleikurinn er sá að heildar- greiðslur til mjólkurframleiðenda eru 4,5 milljarðar króna, til sauð- fjárframleiðslu 3 milljarðar og til ylræktar 355 milljónir króna. Af þessum heildargreiðslum upp á tæpa 7,9 milljarða króna eru bein- greiðslur sem slíkar um 6,7 millj- arðar króna. Í hvaða tilgangi talar formaður- inn um upphæð sem er röng og allir sem lesa fjárlög munu stað- festa? Hins vegar finnst mér að gömlu klisjur kratanna um að bændur geti hvorki lifað né dáið og séu í miðstýrðu kerfi, séu ekki síður settar fram til að skapa deilur um landbúnaðinn og tala niður til bænda. Samfylkingin hefur sett fram tillögur um lækkun matvælaverðs sem hefðu það í för með sér að þúsundir starfa á landsbyggðinni og einnig á höfuðborgarsvæðinu væru í uppnámi. Ég tel mikilvægt að bjóða Ingi- björgu Sólrúnu og Össuri Skarp- héðinssyni í ferðalag um sveit- irnar, sem eru í mikilli nýsköpun og uppbyggingu, og fara yfir fé- lagslega stöðu bænda og það frelsi sem þeir búa við í dag. Guðni Ágústsson Ingibjörg Sólrún slær um sig og slær … Höfundur er landbúnaðarráð- herra. Í VIKUNNI sem leið ákvað borg- arráð með atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að ráða nýjan sviðs- stjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hlutverk Velferðar- sviðs er að móta stefnu í velferðarmálum og búa Reykjavíkurborg undir að taka við verk- efnum frá ríkinu; mál- efnum fatlaðra, aldraða og heilsugæslu. Vel- ferðarsvið sinnir að mjög litlu leyti rekstri. Starfið hlaut hæfur við- skiptafræðingur með MBA-próf, en meiri- hlutinn í borgarstjórn gekk framhjá enn hæfari einstaklingum með meistara- og/eða doktorsnám í vel- ferðarfræðum og sérhæfingu í stjórnun og stjórnsýslu. Faghópur hvað? Meirihluti borgarráðs ver gjörðir sínar og segir að faghópur hafi einum rómi talið viðskiptafræðinginn hæf- astan. En hvernig var þessi faghópur samansettur? Í honum sátu formað- ur Velferðarráðs, sem er borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, skrif- stofustjóri borgarstjóra sem er viðskiptafræðingur og fyrrverandi starfsmaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og tveir starfs- menn frá starfsmannaskrifstofu borgarinnar, hagfræðingur og mann- auðsráðgjafi. Enginn utanaðkomandi mann- auðsráðgjafi var kallaður til í ráðn- ingarferlinu, eins og talað hafði verið um í borgarráði þegar staðan var auglýst, né nokkur sérfræðingur í velferðarfræðum eins og félagsráð- gjöf. Enn hefur meirihlutinn ekki út- skýrt hvaða forsendur liggja að baki ráðningunni. Tillögu borgarráðs- fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um sundurliðaðan samanburð á fimm hæfustu umsækj- endunum hvað varðar menntun, þekkingu, reynslu og hæfni til að gegna faglegri forystu Velferðar- sviðs, var hafnað. Í ráðningarferli sem þessu er ákveðið fyrirfram hvaða þætti eigi að skoða, s.s. há- skólamenntun, stjórnunarreynslu, forystuhæfileika, skipulagshæfileika, samskiptahæfileika, tungumála- kunnáttu og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. Allir sem koma að viðtölunum gefa einkunnir fyrir hvern þátt og þannig er fundin út meðaltalseinkunn hvers umsækj- anda, allt til að finna hæfasta um- sækjandann í starfið, eins og skylda er og vera ber. Hæfur – hæfari – hæfastur Ekki efast ég um að nýráðinn sviðsstjóri sé hæfur einstaklingur og þekki ég það að viðkomandi er mikl- um mannkostum búin. Það er bara ekki nóg. Það er skylda hvers opinbers stjórnvalds að velja þann hæfasta til starfa, ekki bara þann sem er hæfur. Þessa ábyrgð stjórnvaldsins er mjög mikilvægt að axla af metnaði því það eru skattgreiðendur sem greiða laun embættismanna og borgunarfólkið á rétt á hæfasta (ekki bara hæfu) fólk- inu í mikilvægar stöður innan opin- bera geirans. Mikið hefur verið gert úr því að nýráðinn sviðsstjóri hafi starfað sem staðgengill fyrrverandi félagsmála- stjóra. Á þeim tíma þótti henta mjög vel að hafa viðskiptafræðimenntaðan staðgengil við hlið yfirmannsins sem var félagsráðgjafi. Á þeim tíma gömlu Félagsþjónustunnar var mik- ill rekstur á ábyrgð Félagsþjónust- unnar, sem nú er kominn út á þjón- ustumiðstöðvar sem tilheyra öðru sviði borgarinnar. Í dag þegar sviðs- stjóri er fyrst og fremst faglegur yfirmaður getur viðskiptafræðingur ekki sinnt því frekar en á lækninga- sviði LSH eða á spádeild Veðurstof- unnar. Til hvers að mennta sig? Skilaboðin með meirihluti borgar- stjórnar gefur ungum metnaðarfullum borg- arbúum eru ekki góð. Fólk spyr sig; af hverju ætti ég að mennta mig á sviði velferðarmála, af metnaði og áhuga? Af hverju ætti ég að fara í virtustu háskóla í heimi og ljúka doktorsgráðu? Námið er í engu metið þegar kemur að ráðn- ingu í ábyrgðarmestu stöðurnar á viðkomandi sviði. Stundum er sagt að ekki eigi aðeins að líta til menntunar fólks, heldur samskiptahæfni. Því er til að svara að enginn umsækjenda um þessa stöðu hefur neitt gegn sér í samskiptahæfni, raunar voru allir umsækjendur afskaplega hæfir á því sviði. Dylgjur í þá átt eiga því ekki við hér. Er þetta bara pólitík? Þetta er ekki flokkspólitískt mál, eða ætti ekki að vera það. Raunar veit ég ekki hvar þeir umsækjendur sem sóttu um stöðuna, en fengu ekki, standa i pólitík. En þegar borgarráði er neitað um faglegan samanburð og málið keyrt áfram gegn hagsmunum allra í málinu fer maður óneitanlega að trúa hinu versta. Ég krefst þess að sjá opinberan samanburð á menntun, reynslu og hæfni þeirra umsækjenda sem sóttu um stöðuna. Ráðning sviðsstjóra Vel- ferðarsviðs er pólitísk og það er kurr í fagfélagi félagsráðgjafa og annarra sem að velferðarmálum starfa. Ég hvet Bandalag háskólamanna til að láta í sér heyra vegna þessara grófu brota gegn fagþekkingu. Þá trúi ég því að einhverjir umsækjendur leiti réttar síns og knýi á um þann hæfis- dóm sem átti að liggja til grundvallar ráðningunni. Einn galli á slíkum kærumálum er að þau hafa litlu skil- að. Reynslan sýnir okkur að þeir sem ráðnir hafa verið pólitískt í stöður hæstaréttardómara eða ráðuneytis- stjóra sitja þar áfram þó svo að dóm- ar hafa fallið gegn þeim ráðningum. Fagþekkingu fórnað á pólitísku altari Björk Vilhelmsdóttir skrifar um ráðningu nýs sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkur- borgar »… þegar sviðsstjórier fyrst og fremst faglegur yfirmaður get- ur viðskiptafræðingur ekki sinnt því frekar en á lækningasviði LSH eða á spádeild Veður- stofunnar. Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi, fyrrver- andi formaður BHM og borgar- fulltrúi. Sagt var: Seldar voru veitingar í nýja mötuneyti skólans. RÉTT VÆRI: ...í nýju mötuneyti skólans. Eða: ...í hinu nýja mötuneyti skólans. Gætum tungunnar ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.