Morgunblaðið - 27.09.2006, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Stefán Stefáns-son fæddist í
Hafnarfirði 26.
september 1931.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítala Háskóla-
sjúkrahúss 21.
september 2006.
Foreldrar hans voru
Stefán Stefánsson,
trésmiður, frá Fossi
í Grímsnesi, f. 24.
janúar 1902, d.
1.desember 1999 og
Þórunn Ívarsdóttir,
húsfreyja, frá Mýrum Álftanesi
Álftaneshreppi, f. 31. maí 1914, d.
19. apríl 1967. Systkini Stefáns
eru Soffía Bryndís, f. 9. maí 1930,
Óskar Karl, f. 27. nóvember 1932,
Jón Valgeir, f. 24. júní 1934,
Ágúst, f. 22. maí 1937, Sigurður,
f. 20. júlí 1939. Stefán kvæntist
Guðrúnu Lilju Guðmundsdóttur,
f. 1. júlí 1929, frá Sandhólaferju 1.
janúar 1954. Þau eignuðust 6
börn: Stefán, f. 4. nóvember 1953,
maki hans Erna Valdimarsdóttir.
Anna Guðmunda, f. 19. júní 1956.
Valsteinn, f. 15
ágúst 1957, maki
hans Auðbjörg Jón-
ína Sigurðardóttir.
Lára, f. 25 júní
1959. Ingvar, f. 13.
júní 1961, maki
hans Birna
Höskuldsdóttir.
Þórunn Freyja, f.
25. apríl 1967.
Barnabörn Stefáns
og Guðrúnar Lilju
eru 16 talsins og
barnabarnabörn
eru 14.
Stefán ólst upp í Hafnarfirði og
byrjuðu þau Guðrún sinn búskap
þar síðan fluttu þau á Syðri
Rauðalæk í Holtum þaðan sem
leið þeirra lá í Kópavog árið 1959
og hafa þau búið þar síðan. Stefán
starfaði lengst af hjá Kópavogsbæ
ásamt því að vinna hjá Jarðbor-
unum Ríkisins og við akstur hjá
Guðmundi Tyrfingssyni á Sel-
fossi.
Útför Stefáns verður gerð frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku besti pabbi minn! Ég trúi
því ekki að þú skulir vera farinn.
Mér finnst að þú eigir eftir að
ganga inn úr dyrunum og ég eigi
eftir að taka á móti þér og faðma
þig að mér. En veruleikinn er víst
annar. Hver á að segja mér að ég
sé nú svo sérstök, hver á að sjá um
að bíllinn minn sé í lagi, hver á að
segja mér hvað ég á að gera þegar
ég er ráðvillt og veit ekki í hvaða
átt ég á að fara, hver á að segja
mér að allt verði í lagi þegar eitt-
hvað er að angra mig? Þetta gerðir
þú allt elsku pabbi minn og svo
miklu meira. Þú varst kletturinn
okkar allra, sem við öll treystum á,
hvað eigum við að gera núna? Ég
vona að þú vitir hvað mér þótti
óskaplega vænt um þig og ég vona
að ég eigi eftir að hitta þig seinna á
einhverjum góðum stað, besti
pabbi í heimi! Þín pabbastelpa,
Þórunn Freyja
Elsku pabbi. Það er svo erfitt að
sitja hér og skrifa þessi orð til þín.
Ég bara trúi því ekki að þú sért
farinn.
Ég man svo vel þegar þú baðst
mig að koma afsíðis til að biðja mig
um að snyrta skeggið þitt án þess
að allir væru í kringum okkur. Það
tók nokkra daga að koma því í verk
vegna þess að þú vildir gera þetta
þegar við værum bara þrjú, ég, þú
og mamma. Þetta var þér svolítið
erfitt því þú vildir helst gera allt í
gær í staðin fyrir á morgun. Þú
varst alltaf svo kátur og lífsglaður
og gott að vera í kringum þig. Og
þó síðustu dagarnir hafi verið þér
erfiðir og sársaukafullir, var aldrei
langt í húmorinn. Þó þú hafir
kannski ruglað svolítið.
Mér þykir svo vænt um þig elsku
pabbi minn og var því svo erfitt
fyrir mig að horfa uppá þig svona
veikan. En nú ertu ekki að þjást
lengur pabbi minn. Nú ertu farinn,
en ég veit að þú ert samt ekki far-
inn því þú verður alltaf hjá okkur
og fylgist með okkur. Og lætur
okkur gera hlutina strax. Það þýðir
ekkert að drolla svona, bara gera
þetta strax.
Guð geymi þig pabbi minn, ég
elska þig Þín dóttir
Lára.
Elsku besti afi minn, ég trúi eig-
inlega ekki ennþá að þú sért farinn
og að ég fái aldrei að sjá þig aftur,
en sem betur fer á ég fullt af mjög
góðum minningum og ráðum sem
ég held fast í. Það er t.d. ýmislegt
sem ég myndi ekki borða í dag ef
þú hefðir ekki borðað það eins og
þunnur hafragrautur, saltað
hrossakjöt og svið, allt apað eftir
þér. Svo er það skírnin okkar góða
þegar þú þegar þú skírðir dúkkuna
Sunnu með því að skrifa nafnið á
ennið á henni og þurrka það svo af
með þvottapoka. Þetta var rosa at-
höfn hjá okkur. Eða þegar allir
krakkarnir í hverfinu áttu hjól
nema ég, þá varst þú ekki lengi að
redda hjóli fyrir stelpuna. Mér leið
alltaf eins og ég væri litla stelpan
þín og naut þess alltaf að horfa á
Tomma og Jenna og dýralífsþætti
með þér þó svo ég væri orðinn 16
ára gelgja. En svo varð litla stelp-
an bara ólétt aðeins of snemma og
þér fannst það held ég svolítið
skrítið því við spjölluðum lítið þá
mánuðina, en um leið og ég stundi
„ó“ eða „æ“ þá varst þú ekki lengi
að spyrja: „Er ekki allt í lagi?“ og
ég vissi alltaf að þér var sko ekki
sama. Ég viðurkenni það líka hér
með að ég lék mér stundum að því
að segja „ó“ eða „æ“ til að athuga
viðbrögðin og það klikkaði aldrei.
Svo fæddist bara önnur afastelpa,
Karitas eða „Litla svöng“ eins og
þú varst farinn að kalla hana og þið
gátuð fíflast og hamast mikið.
Veikindi þín tóku svolítið á Karitas
og eins og þú veist þá gekk Jóna
dúkka í gegnum sömu veikindi og
þú stundum, en svo þú vitir þá líð-
ur Jónu betur núna og hún fékk
súrefnisslönguna sem þú varst að
reyna að redda fyrir hana á spít-
alanum. Það er líka enginn nema
þú sem getur dregið mann út eld-
snemma á sunnudagsmorgni til að
bóna bílinn, hver á að minna mig á
það? Þú verður bara að pikka í mig
einhvern veginn. Þú hjálpaðir mér
líka mikið þegar ég flutti að heim-
an reddaðir ýmsu sem mig vantaði
og hringdir alltaf í mig þegar þú
fannst eitthvað sem hægt var að
nota og mér þótti svo vænt um að
þú hugsaðir til mín. Þegar ég lít til
baka þá varstu bara stundum eins
og pabbi okkar systkinanna og það
er kannski þess vegna sem þetta er
svona sárt og erfitt en það var líka
sárt að sjá þig svona kvalinn og
veikan og ég trúi því að þér líði
betur þar sem þú ert núna. Svo nú
kveð ég þig elsku afi minn og
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið okkur.
Þín afastelpa, „Rýjan þín“ eða
„Nýja“.
Eirný
Elsku afi félagi, þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við höf-
um átt saman. Ég skal hugsa mjög
vel um hann Sóma okkar og gera
hann mjög góðan og þægan. Ég vil
bara minna þig á að þú, félagi,
varst alltaf svo góður við mig. Takk
elsku félagi.
Guðrún Margrét
Valsteinsdóttir.
Kæri Afi.
Ég veit að þér líður mikið betur
núna og ert kominn á besta stað.
En ég sakna þín nú samt alveg
rosalega mikið. Ég mun aldrei
gleyma þér og okkar stundum
saman, því þær eru margar og all-
ar góðar.
Takk fyrir allt sem þú hefur gef-
ið mér og minni litlu fjölskyldu.
Hafðu það gott besti afi í heimi !
Kveðja,
Brynjar Freyr, Hanna Bára
og Pálmar Henry.
Elsku afi.
Ég man svo vel eftir því þegar
ég fékk þær fregnir að þú værir
orðinn veikur. Mig verkjaði í
hjartastað. Svo voru dagarnir hjá
þér mjög misjafnir, góðir, slæmir
og allt þar á milli. En nú ertu horf-
inn af þessum heimi, horfinn okk-
ur. En ég veit að þú þjáist ekki
svona ægilega mikið lengur og fæ
ég frið og gleði yfir því í hjarta
mér.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta.
Þú verður ávallt í hjörtum okkar
og ég veit að þú fylgist með okkur.
Mér þykir svo sárt að hugsa til
þess að Petra Rán og Logi Snær
eigi eftir að alast upp án þess að
hafa afa í kringum sig, því ekki
hefði ég viljað alast upp án þess að
hafa þig elsku afi minn. Oh. hvað
ég er strax farin að sakna þín. Ég
sakna þess að koma og fá grínið
beint í æð um leið og ég steig fæti
inn. Sakna stríðninnar og glottsins.
Ég sakna alls sem viðkom þér.
Hvíldu vel, afi minn Elsku
amma, megi almættið fylgja þér og
styrkja í þessari löngu og ströngu
ferð. Við elskum þig.
Randalín og fjölskylda.
Með tár í augum og söknuð í
hjarta kveð ég þig elsku afi minn.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig og varðveiti,
þín
Hlíf.
Elsku besti afi minn ég sakna
þín svo mikið ég gerði ljóð úr bók
til þín.
Í fjarska
Blik
Augna þinna
Vaka
Yfir leyndum
Vegum mínum.
Vaka blíð.
Blik augna þinna
Minna á sorgina
Þegar gleðin
Snertir hjarta mitt.
Í fjarska
Fuglinn syngur.
(Anna S. Björnsdóttir.)
Kveðja, „litla svöng“,
Karitas afastelpa.
Bjarnhólastígurinn í Kópavogi
er hvorki langur né að við hann búi
fjölmenni. Við þessa götu byrjuð-
um við að koma okkur upp húsi af
litlum efnum fyrir fjörutíu árum
síðan. Þá voru þau Stefán svili og
mágur og kona hans Guðrún systir
og mágkona búsett við þessa ró-
legu götu. Þau keyptu þar gamalt
hús en hófu síðan að byggja nýtt og
fluttu fljótlega inn í það hálft.
Gamla húsið stóð áfram um stund
og það varð okkar happ, þar feng-
um við að búa um tíma þar til við
fluttum í okkar eigið.
Þarna varð talsverð barnamergð
því frjósemi fylgdi báðum fjöl-
skyldunum.
En löngu eftir að við vorum flutt
í okkar eigið hús voru þau Stefán
og Guðrún ekki alveg laus við okk-
ar börn þó nóg væri fyrir í þeirra
ranni. Lengi eftir að íslenskt sjón-
varp varð að veruleika stóðum við
gegn því að kaupa okkur tæki.
Börn okkar létu sér það lynda okk-
ur til nokkurrar furðu en ástæðuna
komum við ekki auga á nokkuð
lengi. Ástæðan var einföld; þau
settust einfaldlega upp hjá Gunnu
frænku og Stebba, þar gátu þau
séð allt sem þau lysti á skjánum og
þar höfðu þau meiri félagsskap. Að
sjálfsögðu var síðan gefist upp og
sjónvarp keypt, en áfram var samt
oft skotist til Gunnu frænku.
Við stöndum þess vegna í mikilli
þakkarskuld við þau Guðrúnu og
Stefán en hann hefur nú kvatt okk-
ur eftir erfið veikindi. Stefán vann
lengst af sem vagnstjóri hjá Stræt-
isvögnum Kópavogs en í mörg
sumur ók hann um hálendið með
hópa erlendra ferðamanna. Þó ekki
væri hann neinn tungumálamaður
vann hann sér traust og vináttu
margra í þeim hópi sem héldu sam-
bandi við hann eftir að þeir voru
heim komnir. Þetta finnst eflaust
öllum sem Stefán þekktu skiljan-
legt. Hann var einstaklega þægi-
legur í allri umgengni, skapgóður
með eindæmum.
Við þökkum sérstaklega fyrir
þessi samveruár á Bjarnhólastígn-
um, ekki síst vegna barna okkar
sem svo sannarlega áttu hjá þeim
Stefáni og Guðrúnu ætíð hauka í
horni.
Við sendum systur og mágkonu
innilegar samúðarkveðjur, svo og
börnum þeirra og tengdabörnum
og öllum hinum fjölmenna hópi af-
komenda.
Helga Harðardóttir,
Sigurður Grétar
Guðmundsson.
Stefán Stefánsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HENNING ÞORVALDSSON
húsasmíðameistari,
Hamrabyggð 14,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu sunnudaginn 24. september.
Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
2. október kl. 13:00.
J. Steinunn Alfreðsdóttir,
Jóna Júlía Henningsdóttir, Adólf Adólfsson,
Henning Henningsson, Ása Karin Hólm,
Þorvaldur Henningsson,
Henný Jóna, Vigfús, Arnar Hólm,
Lovísa Björt og Hilmar Smári.
GUÐBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR
frá Hólmavík,
Frumskógum 4,
Hveragerði,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 23. september sl.
Jarðaförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandanda,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Guðbjörg Ingimundardóttir.
Faðir okkar og tengdafaðir,
BJARNI VALDIMARSSON
fyrrum bóndi,
Leirubakka,
Landssveit,
er látinn.
Jón Bjarnason,
Kristín Bjarnadóttir Ævar S. Sigurjónsson,
Þórunn Bjarnadóttir, Carsten B. Möller.
Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir,
PAUL NABIL BUSTANY,
andaðist í New York laugardaginn 19. ágúst.
Útför hans fór fram í Morristown, New Jersey í
Bandaríkjunum laugardaginn 26. ágúst.
Minningarathöfn um Paul Nabil verður í Neskirkju
föstudaginn 29. september kl. 15.00.
Asu Okyay,
Laufey Vilhjálmsdóttir Bustany,
Samir Bustany,
Christine Bustany.
Okkar ástkæri,
ÓLAFUR ROY VINER SMITH JÓNSSON,
(Óli Smith),
er látinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valgeir Ólafur Guðmundsson.