Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 37 menning Eftir Árna Heimi Ingólfsson arniheimir@lhi.is Krzysztof Penderecki stundaði tón-smíðanám við Tónlistarskólann íKraká og vakti fyrst verulega at-hygli þegar hann átti öll þrjú verð- launaverkin í samkeppni á vegum Pólska tón- skáldafélagsins árið 1959. Í kjölfarið fylgdu tvö verk sem komu Penderecki á heimskortið og skipuðu honum í hóp athyglisverðustu „av- ant–garde“ tónskálda sinnar kynslóðar: Anak- lasis og Harmljóð um fórnarlömb Hiroshima. Nýstárlegar hugmyndir Pendereckis hristu rækilega upp í tónlistarlífi eftirstríðsáranna. Um 1960 voru evrópsk tónskáld á bólakafi í niðurnjörvuðu skipulagi raðtækninnar, tón- smíðatækni sem Arnold Schönberg hafði fund- ið upp fjórum áratugum fyrr. Verk Schön- bergs og lærisveina hans voru í hávegum höfð og fjöldi ungra tónskálda, m.a. Pierre Boulez og Karlheinz Stockhausen, boðaði yfirburði raðtækninnar í ræðu og riti. Penderecki var hins vegar frjáls og óháður í tónsköpun sinni, og tónlist hans var iðulega á skjön við hinn akademíska og stundum gerilsneydda stíl serí- alismans. Tilraunamennskan náði til margra ólíkra þátta í tónlist Pendereckis. Sjálf nótnaskriftin er óhefðbundin: í stað taktstrika fylgir tímaás fyrir neðan nóturnar þar sem gefinn er upp sekúndufjöldi fyrir hvern hluta verksins. Oft- ast er það þó áferðin sjálf, hljómurinn sem slíkur, sem er í forgrunni. Þykkir hljóm- aklasar geta þrengst eða víkkað út eftir þörf- um, kvarttónar gefa tónlistinni annarlegan blæ, auk þess sem Penderecki notar víðfeðm og dramatísk glissandó og slagverksáhrif í öll- um hljóðfærahópum. Emanations (1958) er samið fyrir tvær strengjasveitir en önnur þeirra stillir hljóðfæri sín kvarttóni neðar en hin. Harmljóð fyrir fórnarlömb Hiroshima (1959-61) er samið fyrir 52 strengjahljóðfæri og hefst á átakanlega sterkum og ómstríðum tónaklasa sem skyndilega verður ofurveikur. Effektinn er sáraeinfaldur en um leið snilld- arlega útfærður: við erum stödd í Hiroshima í ágúst 1945 og á innan við mínútu höfum við upplifað hvort tveggja, ærandi ýlfrið í aðvör- unarflautunum og átakanlega þögnina þegar allt er afstaðið. Penderecki kveður fast að orði, tónlist hans er afgerandi og býður ekki upp á málamiðlanir. Eftir því sem árin liðu varð tónmál Pende- reckis hefðbundnara, án þess að það virtist að nokkru leyti bitna á sköpunargleðinni. Á sjö- unda áratugnum tók Penderecki að blanda saman ólíkum áhrifum frá ýmsum tímum tón- listarsögunnar. Lúkasarpassían (1966) er að mörgu leyti krassandi nútímaverk en sækir innblástur sinn einnig í gregorsöng og mið- aldatónlist. Um miðjan áttunda áratuginn hófst það sem nefnt hefur verið „síðróm- antíska tímabil“ Pendereckis. Hann sneri baki við tilraunamennskunni en leitaði þess í stað fanga í tilfinningahlöðnum stíl Wagners og sinfónískum verkum Bruckners og Mahlers. Nýjustu tónsmíðar Pendereckis eru gegn- særri en áður, áferðin léttari og að mörgu leyti „hefðbundnari“ en hjá mörgum samtíma- tónskáldum. Eitt viðamesta tónverk Pendereckis er Pólska sálumessan (1984), sem hljómaði í Há- skólabíói undir stjórn tónskáldsins á Listahá- tíð 1988. Verkið er magnað „manifesto“ í margföldum skilningi; í því renna saman trúarskoðanir tónskáldsins, pólítísk sannfær- ing og tilfinningar til lands og þjóðar. Þótt Penderecki hafi lokið við sálumessuna á sínum tíma hefur hann af og til bætt við hana nýjum köflum. Nýjasta viðbótin er Sjakonnan fyrir strengi, tileinkuð minningu Jóhannesar Páls II páfa sem var pólskur að uppruna eins og kunnugt er. Undirstaða sjakonnunnar er hníg- andi krómatísk bassalína sem er endurtekin níu sinnum. Sambærilegar bassalínur koma fyrir í mörgum meistaraverkum barokktímans og vísa þá iðulega til sorgar eða dauða. „When I am laid in earth“, aría Dídóar úr Dídó og Eneasi eftir Purcell, eða Crucifixus úr h-moll messu Bachs, eru tvö fjölmargra dæma um slíkt. Sjakonna Pendereckis byrjar hægt og varfærnislega en smám saman komast radd- irnar á meiri hreyfingu og ná að lokum vold- ugum hápunkti. Píanókonsert Pendereckis, Upprisan, var saminn 2001-02 og frumfluttur af Emanuel Ax og Fíladelfíuhljómsveitinni í Carnegie Hall í maí 2002. Penderecki hafði aldrei samið fyrir einleikspíanó áður, ef nokkur æskuverk eru undanskilin. „Ég forðaðist lengi að semja pí- anókonsert,“ sagði hann í viðtali þegar kons- ertinn var frumfluttur. „Það voru ótal frábær- ir píanókonsertar samdir á 20. öld, og þá á ég ekki síst við verk Bartóks og Prokofiev. Mér fannst minni samkeppni þegar ég samdi kons- ertana fyrir fiðlu og selló. En þegar ég hafði nýlokið við konsert fyrir þrjú selló fannst mér loksins kominn tími til að láta slag standa. Ég hóf að semja konsertinn í júní 2001, og eftir þriggja mánaða vinnu var ég um það bil hálfn- aður. Stíllinn var léttur, eins konar kaprísa. En eftir 11. september gerbreyttist sýn mín á verkið. Það varð dekkra og alvörugefnara, og ég endursamdi ákveðinn kafla í verkinu með það fyrir augum að bæta inn í það sálmalagi. Það heyrist fyrst þegar um þriðjungur verks- ins er liðinn, og snýr aftur tvisvar áður en yfir lýkur.“ Penderecki segir að heiti konsertsins sé þó fyrst og fremst táknrænt og þurfi að skilja í víðara samhengi. „Sálmalagið er tákn upprisunnar, vitnisburður um sigur lífsins á dauðanum og huggunina sem trúin færir okk- ur á tímum sorgar. Ég samdi sálminn strax eftir voðaverkin í New York. Þetta voru ósjálf- ráð viðbrögð mín sem manneskju, og þannig vildi ég mótmæla grimmdinni alveg eins og ég gerði áratugum áður með Harmljóðinu fyrir fórnarlömb Hiroshima eða Pólsku sálumess- unni.“ Tónmál konsertsins er dæmigert fyrir nýleg verk úr smiðju Pendereckis. Þótt grunnurinn sé nokkurn veginn atónal eru hugmyndirnar sem liggja að baki stefjunum undir áhrifum frá tónlist 19. aldarinnar. Síðrómantík eða póstmódernismi – þetta er tónlist sem kærir sig kollótta um merkimiða. Hún leitast fyrst og fremst við að ná til hlustandans, og Pende- recki er óhræddur við að nota dúr-, moll- og minnkaða hljóma til að búa til kunnuglegt um- hverfi fyrir hugmyndir sínar. Meira að segja „tóntegundaleg“ framvinda verksins fylgir rómantískri hefð. Upphafsstefið gefur í skyn – þó aldrei meira en það – c–moll, en mik- ilfenglegur upprisukaflinn í lokin er í Es–dúr. Svipað ferli, úr myrkri yfir í ljós, má finna í fjölmörgum verkum rómantískra tónskálda á borð við Brahms og Mahler. Það er ljóst allt frá upphafi að verkið er „vir- túósakonsert“ af hæstu gráðu, með þrumandi hljómum og hröðum hlaupum upp og niður hljómborðið. Stundum hægir á tónlistinni og hljóðfæri hljómsveitarinnar fá íhugular ein- leiksstrófur eða vefja sig hvert um annað í dul- úðlegum hljómum. Oftar er konsertinn þó á fleygiferð, þrunginn dramatík og spennu, og ágengir upphafstaktarnir snúa aftur hér og þar. Eftir mikinn gauragang heyrast þéttir básúnuhljómar líkt og úr fjarska – sálmalagið í fyrsta sinn. Um skeið virðist ringulreiðin ætla að fara með sigur af hólmi, en loks breytir verkið um stefnu. Hápunktur konsertsins er mikilfengleg ítrekun sálmalagsins við hljóm- sveitarundirleik og kirkjuklukknahljóm. Eftir langvarandi ógnir og óvissuástand siglir Penderecki með hlustendur sína í örugga höfn, fullviss um sigur lífsins – og tónlistarinnar. Tónlistarjöfurinn Penderecki Pólverjinn Krzysztof Penderecki (f. 1933) er tvímælalaust einn mesti tónlistarjöfur vorra daga og vafalaust verða tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands annað kvöld, þar sem hann stjórnar tveimur verka sinna, meðal hápunkta tónlistar- ársins hér á landi. Kveður fast að orði Tónlist hans er afgerandi og býður ekki upp á málamiðlanir. Höfundur er dósent í tónlistarfræði við Listahá- skóla Íslands. Morgunblaðinu hefur borist bréf frá Curver Thoroddsen sem er á ferð um Bandaríkin með Einari Erni Benediktssyni: „Hér er skeyti frá Minneapolis, heimili Prince og Mall of America og Minnesota Vikings ef út í það er far- ið. Við spiluðum í kvöld fyrsta kons- ertinn af 20 með Melvins hér á norð- austurströnd Bandaríkjanna á Fine Line Café, 700 manna stað hér í Minneapolis. Það var sérstakt þar sem að þetta var í fyrsta skiptið sem við spilum bara tveir saman, s.s. án stuðnings annarra meðspilara. Draugadrengirnir (The Ghost- boys) hafa fylgt okkur frá upphafi í einhverri mynd en þessi túr þótti of langur til að vera að draga þá með frá vinnu og vinum en ferðin er tæp- lega mánuður. Ég tók með mér gítar með þremur strengjum til að við værum ekki alveg rokklausir í Ameríkunni og Einar blæs í trompetinn sinn eins og svo oft áður. Á myndinni má sjá súrefnispípur sem fara inn í nef Einars. Þetta er það nýjasta… Við erum aðallega að kynna plöt- una In Cod We Trust en hún kom út í byrjun mars á þessu ári samtímis hjá Ipecac Recordings (USA, mest- öll Evrópa), Honest Jons (UK, Frakkland) og Smekkleysu (Ísland og Vestmannaeyjar) en einnig tök- um við tvö eldri lög og eitt nýtt sem hefur ekki ennþá fengið nafn (og ekki texta heldur að mér heyrist ha- haha :D). Tónleikarnir gengu hnökralaust fyrir sig, og fengum við fínar við- tökur og þakkir á eftir enda eru aðdáendur Melvins ansi tilraunavant fólk. Einnig mátti sjá glitta í Syk- urmolaboli ef grannt var skoðað. Buzz sagði að þeir væru mjög ánægðir að geta boðið upp á breidd í tónleikakvöldinu en ekki bara hrein- ræktað rokk. Mér skilst síðan á öðr- um hljómsveitarmeðlimum að hann væri mjög hrifinn af plötunni okkar. Sjálfir eru Melvins að kynna nýja plötu sem kemur út um miðjan októ- ber og taka 8 lög af henni auk eldri slagara. Skemmtilegar mannabreytingar urðu hjá þeim á þessu ári. Bassaleik- ari hætti og fengu þeir bassaleikara úr dúettinum Big Business (Hydra- head) en ákváðu að ganga skrefinu lengra og bæta líka hinum helmingi tvíeykisins við. Því eru nú tveir trommarar í bandinu (annar örv- hentur), myndar það mikið sjón- arspil og verður aðal hljómsveit- arinnar, níðþungur skriðkrafturinn, enn gífurlegri. Big Business hita einnig upp fyrir Melvins og rennur þeirra prógramm saman, þ.e. Big Business byrja og svo tínast Melvins inn. Á undan okkur var svo hljóm- sveitin Porn en hún stendur að þessu sinni saman af „tour managernum“ (hann er í rauninni bandið og fær þessa og hina í tímabundið samband við sig), hljóðmanninum og trommu- tækninum. Þétt riffrokk með „sludge“-ívafi. Allir í hópnum virtust vel niðri á jörðinni og þægilegt andrúmsloft á meðal manna. Eftir tónleikana fórum við á næt- urklúbbinn 1st Avenue (í eigu Prince og kemur fram í Purple Rain) þar sem Sykurmolarnir spiluðu einhvern tíma í gamla dag og forláta sólgler- augum Einars var stolið á. Við hittum Prince sem skoraði á hópinn í körfubolta heima hjá sér. Sá stutti var ótrúlega góður í boltanum en úrslit urðu heimamenn að burst- uðu okkur 20 á móti 9 en það lið vann sem komst fyrst upp í 20. Leiðinlegur endir á annars frá- bæru kvöldi en til að enginn yrði svekktur var okkur svo boðið upp á pönnukökur eftir leikinn. Ghostigital Curver og Einar Örn í Fine Line Café í Minneapolis. Skeyti frá Minneapolis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.