Morgunblaðið - 27.09.2006, Side 38
EF VÆNISÝKI mín væri jafnmikil og vissra valdamanna
í vissum stjórnmálaflokki – sem berjast nú fyrir því með
oddi og egg og útúrsnúningum á Íslandssögunni að fá að
auka njósnir sínar um okkur stórhættulegan almúgann –
þá áliti ég áreiðanlega að ekki aðeins líkamsræktarstöðvar
heldur líka leikhúsin væru komin á mála hjá þessum stór-
mennum til að þjálfa Íslendinga fyrir væntanlega leyni-
heri. Leikhúsin hafa nefnilega í upphafi leikárs gert nær
ómannúðlegar kröfur til líkamlegs atgervis áhorfenda.
Fjórar sýningar hef ég séð á viku því framboðið er mik-
ið. Allar nema ein fóru yfir venjulega lengd. Sú lengsta var
þrjár klukkustundir. Á öllum nema einni var því sleppt að
hafa hlé. Lengst þurfti ég að sitja samfleytt í eina klukku-
stund og fjörutíu og fimm mínútur og snúa upp á bolinn
um tugi gráða til að sjá eitthvað. Sýning Nemendaleik-
hússins er að vísu styst þessara fjögurra, áttatíu mínútur
án hlés, en þar er manni gert að standa allan tímann.
Hvít kanína er ekki sýning á þeirri faglegu þekkingu
sem leiklistarnemar hafa aflað sér í skóla eins og tíðkast í
nemendaleikhúsi. Hér í fyrirrúmi er ekki listin að leika
heldur að leika sér og mest þó með áhorfendur. Þeim er
smalað saman með gjallarhornum í forsalnum, þar hrúga
þeir sér saman á þröngu afmörkuðu svæði og bíða. Því-
næst hlýða þeir þeirri skipun að elta tvo leikendur í ein-
faldri röð út úr leikhúsinu og inn í það aftur; hanga þar
saman í þröngu fordyri og bíða. Er svo loks hleypt í salinn
með því skilyrði að þeir sýni persónuskilríki, svari óþægi-
legum nærgöngulum spurningum, á þeim sé jafnvel gerð
vopnaleit; svo lokast þeir inni með nemendunum. Lokast
inni í áttstrendu rými litla sviðsins sem er fóðrað mjúkum
dýnum til hliðanna. Niður í gryfjuna þar sem alla jafna er
upphækkað svið er öllum smalað. Þar liggja einnig dýnur
eins og hráviði en áhorfendur setjast á gólf og rampa og
byrjað er á framleiða handa þeim úr hávaðasamri vél syk-
urleðjuna „candyflos“ á meðan leikari byltist um á tram-
políni sem strengt er yfir höfðum manna. Ekki fá áhorf-
endur lengi að una við þá sælu heldur er öllum smalað
saman aftur upp á rampann og þaðan, standandi allan tím-
ann, fylgjast þeir með ýmiss konar uppákomum nemenda
ofan í gryfjunni, ofan á trampólíninu, inni í kössum, blöðr-
um, plastpokum, dagblöðum. Samhengislausri röð af tón-
listar- og myndlistargjörningum – eintölum persóna sem
ekki hafa nein sérkenni.
Hlutverk leikmyndateiknara og leikstjóra eru óljós,
devised theatre kallar nútíminn sýningar eins og þessar
þar sem leikararnir finna einhvers staðar texta, áreiti fyrir
leik; menn eru sjálfum sér nógir. Áður var svona nokkuð
stundað sem æfingaraðferð og nefnt upp á íslensku spuni.
Spunnið er um neyslusamfélag þar sem allir eru al-
þjóðlega einmana og veruleikafirrtir. Hugmyndaauðgin
reynist mest hjá Ilmi Stefánsdóttur. Ég verð sorgmædd af
að horfa í augun á Mikka mús. Er ekki alveg viss en held
samt að áhorfandinn hafi verið í aðalhlutverki í sýningunni
og ráðlegg þeim sem vilja íhuga stöðu sína í leikhúsinu að
sleppa sparifötunum og fara á strigaskóm þegar þeir arka
til að sjá Hvíta kanínu.
Hlutverk áhorfandans
LEIKLIST
Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands
Sýning eftir nemendur. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd
og búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Hanna Kayhkö.
Nemendur: Anna Svava Knútsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson,
Hallgrímur Ólafsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Magnús
Guðmundsson, Sara Marti Guðmundsdóttir, Sigrún Huld Skúla-
dóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir og Vignir Þór Valþórsson.
Borgarleikhúsið, Litla svið kl. 20, 21. september 2006.
Hvít kanína
Morgunblaðið/Árni Sæbeg
Nemendur „Hér í fyrirrúmi er ekki listin að leika held-
ur að leika sér og mest þó með áhorfendur.“
38 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/10 kl. 14
Sun 8/10 kl. 14 Sun 15/10 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 30/9 kl. 20 Fös 6/10 kl. 20
Fös 13/10 kl. 20 Sun 15/10 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 28/9 kl. 20 Fös 29/9 kl. 20 UPPS.
Lau 7/10 kl. 20 Sun 8/10 kl. 20
HVÍT KANÍNA
Nemendaleikhúsið frumsýnir nýtt verk
eftir hópinn.
Í kvöld kl. 20 Fim 28/9 kl. 20
Fös 29/9 kl. 20 Lau 30/9 kl. 20
BANNAÐ INNAN 16 ÁRA.
Engum hleypt inn án skilríkja.
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI
Börn 12 ára og yngri fá frítt í leikhúsið í
fylgd með forráðamönnum*
*Gildir ekki á söngleiki og barnasýnin-
gar.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
MEIN KAMPF
Í kvöld kl. 20
Fös 29/9 kl. 20
Lau 7/10 kl. 20
Sun 8/10 kl. 20
Lau 14/10 kl. 20
ÁSKRIFTARKORT
Endurnýjun áskriftarkorta stendur yfir!
5 sýningar á 9.900 kr.
Mein Kampf e. George Tabori
Amadeus e. Peter Shaffer
Fagra veröld e. Anthony Neilson
Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson
Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk
Símonarson, Þórarin Eldjárn og Egil
Ólafsson
Lík í óskilum e. Anthony Neilson
Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lind-
gren
Viltu finna milljón? e. Ray Cooney
Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson
Manntafl e. Stefan Zweig
Alveg brilljant skilnaður e. Geraldine
Aron
Íslenski dansflokkurinn
og margt, margt fleira.
Nánari uppl. á www.borgarleikhus.is
www.leikfelag.is
4 600 200
Kortasala í fullum gangi!
Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með!
Karíus og Baktus - Sýnt í Rýminu
Lau. 30.sept. kl. 14 UPPSELT - 3.kortasýn.
Lau. 30. sept. kl. 15 UPPSELT
Lau. 30. sept. kl. 16 Aukasýning - í sölu núna
Sun. 1. okt. kl. 14 UPPSELT - 4.kortasýn.
Sun. 1. okt. kl. 15 UPPSELT
Sun. 1. okt. kl. 16 UPPSELT
Sun. 8. okt. kl. 17 örfá sæti laus - 5.kortasýn.
Næstu sýningar: 15/10, 22/10, 29/10
Mike Attack - sýnt í Rýminu
Fös. 29.sept. kl. 21 örfá sæti laus - 1.kortasýn.
Lau. 30.sept. kl. 21 2.kortasýn.
Næstu sýningar: 05/10, 06/10, 12/10, 13/10, 14/10
Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn.
BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU - eftir W. A. Mozart
Frumsýning fös. 29. sep. kl. 20
2. sýn. sun. 1.okt. kl. 20 – 3. sýn. fös. 6. okt. kl. 20 – 4. sýn. sun. 8. okt . kl. 20
5. sýn. fös. 13. okt. kl. 20 - 6. sýn. sun. 15. okt. kl. 20
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningu í boði Vinafélags íslensku óperunnar kl. 19.15
Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu hjá
EHÍ hefst 3. október. Skráning í síma 525 4444 – endurmenntun@hi.is
fl group er aðalstyrktaraðili
sinfóníuhljómsveitar íslands SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
rauð tónleikaröð í háskólabíói
Hljómsveitarstjóri ::: Krzysztof Penderecki
Einleikari ::: Florian Uhlig
FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER KL. 19.30
Krzysztof Penderecki ::: Sjakonna fyrir strengi
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 4
Krzysztof Penderecki ::: Píanókonsert
norrænir músíkdagar í háskólabíói
Það ferskasta í norrænni nútímatónlist
FIMMTUDAGINN 5. OKTÓBER KL. 19.30
sköpun heimsins í háskólabíói
Jón Leifs ::: Edda I
LAUGARDAGINN 14. OKTÓBER KL. 17.00
lifandi goðsögn
ATOM Egoyan er um margt at-
hyglisverður leikstjóri og ýmsir
kunna að minnast hinnar hádrama-
tísku og afar vel útfærðu The
Sweet Hereafter, en mynd sú verð-
ur að teljast til hápunkta ensku-
mælandi kvikmyndagerðar á tíunda
áratugnum. Í myndinni sem nú er
sýnd á IIFF, Þar sem sannleik-
urinn er grafinn, heldur sigurganga
leikstjórans að mörgu leyti áfram.
Þó er ekki laust við að það gæti
nokkurra vonbrigða þegar upp er
staðið og sú hugsun læðist að
manni að efnið hafi e.t.v. verið fyrir
neðan virðingu Egoyans. En hér
segir sem sagt frá skemmtikrafta-
teyminu Vince og Lannie sem voru
á hátindi ferilsins á ofanverðum
sjöunda áratugnum. Myndin hefst í
samtímanum þegar nokkuð er um
liðið síðan þeir félagar voru frægir,
en forvitinn skemmtanaiðn-
aðarblaðamaður fer á stúfana að
rannsaka hvers vegna þeir hættu
báðir á hátindi ferilsins. Í ljós kem-
ur að fortíð þeirra félaga geymir
myrk leyndarmál og jafnvel verður
vart við beinagrind, í bókstaflegri
merkingu, í skápnum. Bygging
myndarinnar felst svo í því að
tvinna saman umræddum tíma-
skeiðum, þ.e.a.s. rannsókn blaða-
mannsins í nærliggjandi samtíma
og fortíðinni þegar Vince og Lannie
voru stórstjörnur og flugu um land-
ið til að skemmta í sjónvarpi og
fyrir áhorfendur. Skemmtikraft-
arnir tveir eru athyglisverðar per-
sónur og bygging myndarinnar
gengur nokkuð vel upp en leynd-
armálið mikla, þ.e. syndin sem
skildi þá félagana að, er ekki sér-
lega merkileg uppljóstrun.
Leyndarmál
skemmtikraftanna
KVIKMYNDIR
IIFF Háskólabíó
Leikstjórn: Atom Egoyan. Aðalhlutverk:
Kevin Bacon, Colin Firth, Alison Lohman.
Kanada/Bretland, 106 mín.
Þar sem sannleikurinn er grafinn
(Where the Truth Lies) Heiða Jóhannsdóttir
Leyndarmálið mikla „Syndin sem
skildi þá félagana að, er ekki sér-
lega merkileg uppljóstrun.“
UPPISTANDARINN og þátta-
stjórnandinn Dave Chappelle er til
alls líklegur, og hér tekur hann
upp á því að skipuleggja nokkurs
konar óvissupartí í New York sem
verður jafnframt viðfangsefni
heimild-
armyndar
leikstjórans
Michel
Gondry um
viðburðinn.
Uppátækinu
má e.t.v. lýsa
sem nokkurs
konar tilraun
um stemm-
ingu, en þar
fær Chappelle
nokkra hæfi-
leikaríka
svarta tónlist-
armenn til
þess að koma fram á ókeypis úti-
tónleikum sem eru hvergi auglýst-
ir – aðeins kynntir með því að láta
orðróm berast um að Dave Chap-
pelle ætli að halda hverfispartí í
Brooklyn. Fólk mætir í röð á rútu-
stöð og þaðan er haldið á vett-
vang, þar sem eftirvæntingu gest-
anna er mætt með frábærri
dagskrá sem virðist nær spunnin
af fingrum fram af listamönnum á
borð við Mos Def, Kanye West,
Erykah Badu og sjálfri Lauryn
Hill. Chappelle gengur jafnvel svo
langt að halda til æskustöðva
sinna í Ohio-fylki og bjóða m.a.
skólalúðrahljómsveit á tónleikana.
Michel Gondry fangar stemm-
inguna á tónleikunum í þessari
áhugaverðu heimildarmynd sem
fjallar um hið óvænta og um þá
gamansemi, hugmyndaríki og
samstöðu sem listin kallar fram í
fólki.
Óvissupartí
í Brooklyn
KVIKMYND
IIFF Regnboginn
Leikstjórn: Michel Gondry. Fram koma:
Dave Chappelle, Kanye West, Mos Def,
Talib Kweli, Common, the Fugees o.fl.
Bandaríkin, 102 mín.
Hverfispartí Dave Chapelle (Dave
Chappelle’s Block Party) Heiða Jóhannsdóttir
Fyndinn Dave
Chapelle fer óhefð-
bundnar leiðir lífinu.
María Kristjánsdóttir