Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.09.2006, Qupperneq 48
Morgunblaðið/Kristinn „Í MÍNUM villtustu draumum hefði ég aldrei getað ímyndað mér að hér myndi mæta fjöldi á við kvennafrídaginn, en það gerð- ist,“ sagði Ómar Ragnarsson við Morgunblaðið eftir að fjölmenn- um mótmælafundi gegn Kára- hnjúkavirkjun lauk á Austurvelli í gærkvöldi. Talið er að á milli tíu og tólf þúsund manns hafi lagt mál- staðnum lið með göngu niður Laugaveg og í kjölfarið safnast saman á Austurvelli. Mótmæl- endur báru kyndla og hvít bönd til merkis um frið og sátt við samviskuna og kynslóðir fram- tíðar og að sögn Ómars mátti merkja mikinn samhug í fólki. „Ég líkti þessu við fimmtán lotna bardaga þar sem við lægjum í gólfinu í sjöundu lotu. Við ættum eftir að fá talið upp í tíu, standa upp og klára bardagann. Það eru átta lotur eftir, það eru átta mán- uðir til kosninga þannig að bar- daginn er aðeins hálfnaður,“ sagði Ómar sem telur að á þeim tíma megi enn hleypa úr Hálslóni án þess að varanlegar skemmdir hljótist af. Göngur voru einnig haldnar á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöð- um og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var alls staðar margt um manninn. Samstaða Vigdís Finnbogadóttir fagnar Ómari vel að lokinni athöfn. „Bardaginn er aðeins hálfnaður“ Tíu til tólf þúsund manns gengu gegn Kárahnjúkavirkjun í gærkvöldi Eftir Andra Karl andri@mbl.is Í HNOTSKURN »Á morgun er áætlað aðhefja fyllingu Hálslóns. Það mun að öllum líkindum fyllast til hálfs í vetur en að fullu næsta sumar. »Bréf með ákalli til þingsog ríkisstjórnar um þjóð- arsátt var afhent embættis- manni Alþingis í gærkvöldi. ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 270. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Norðaustan 5– 13 m/s, dálítil súld eða rigning norð- an- og austan- lands, annars þurrt að kalla. Hlýjast á SV-landi. » 8 Heitast Kaldast 13°C 4°C MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra lagði ásamt dómsmála- herra fram tillögu á rík- isstjórnarfundi í gær þess efnis að hafin yrði vinna við gerð aðgerða- áætlunar vegna ofbeld- is á heimilum og kyn- ferðislegs ofbeldis gegn konum og börnum. Að sögn Magnúsar tekur áætlunin til næstu fimm ára og er ráðgert að hún kosti í heild 140 milljónir króna. Segir hann stefnt að því að auka fyrirbyggjandi aðgerðir sem stuðla að opinni umræðu um ofbeldi gegn börnum og kynbundnu ofbeldi og viðhorfs- breytingum í þjóðfélaginu. Magnús segir ráðgert að styrkja starfs- fólk stofnana í því að sjá einkenni ofbeldis hjá þolendum og tryggja að þeir fái viðeig- andi aðstoð. Einnig sé mikilvægt að rjúfa vítahring ofbeldis með því að styrkja með- ferðarúrræði fyrir gerendur. | 4 Vinna gegn ofbeldi Aðgerðaáætlun gegn heimilisofbeldi Magnús Stefánsson INGIMAR Sigurðsson, formaður skipu- lagsnefndar Seltjarnarness, skýrði frá því á fundi Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness í gærkvöldi að nefndin hefði fyrr um daginn samþykkt að hafna hugmyndum arkitekta- stofunnar arkitektur.is og fasteignafélags- ins Klasa um byggingu 3.500–4.000 manna byggðar á landfyllingum út af Bakka- granda við sunnanvert Seltjarnarnes. Hugmyndin vakti hörð viðbrögð íbúa Seltjarnarness sem höfðu m.a. miklar áhyggjur af fuglalífinu á Bakkatjörn en fuglarnir leita í æti út í flóann. Íbúar benda á að Nesið sé fullbyggt og að ekki sé með góðu móti hægt að koma fleiri íbúðum þar fyrir án þess að það skapi mikinn umferð- arþunga sem aðkomuleiðirnar tvær í bæ- inn muni á engan hátt bera. | 18 Hafna hug- mynd um landfyllingu RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra að þegar yrði hafinn undirbúningur að útboði á rík- isstyrktu áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Landsflug til- kynnti í síðustu viku að félagið myndi hætta áætlunarflugi á leiðinni og var síðasta ferðin farin á sunnudag. Vegagerðinni hefur þegar verið falið að hefja undirbúning að útboðinu, en gera má ráð fyrir að útboðsferlið taki sex til sjö mánuði og verður við útboðið tekið mið af reglum sem gilda á Evrópska efna- hagssvæðinu. Ríkisstjórnin samþykkti jafnframt tillögu Sturlu um að hafnar yrðu við- ræður við flugrekstraraðila um að taka að sér áætlunarflug milli lands og Eyja gegn fjárhagslegum stuðningi þar til samið yrði um flugið til lengri tíma í kjöl- far útboðsins. Segir Sturla mikilvægt að samgöngur komist á aftur. | 12 Morgunblaðið/Jim Smart Flug til Eyja ríkisstyrkt ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hefur höfðað mál í Bandaríkjunum gegn fimm fyrrverandi starfsmönnum fyr- irtækisins og Barnaspítala Fíladelfíu- borgar fyrir stuld og misnotkun á eig- um félagsins og margvísleg brot á ráðningarsamningum. Þeim er m.a. gefið að sök að hafa á ólögmætan hátt afritað og sent frá fyrirtækinu upp- lýsingar um viðskiptaleyndarmál, við- skiptasamninga, hugbúnað og gögn í eigu ÍE. Starfsmennirnir fimm, sem allir létu af störfum hjá ÍE í sumar, eru Hákon Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, ÍE, Struan Grant, fyrrverandi verk- efnisstjóri í erfðarannsóknum, Robert Skraban, fyrrverandi starfsmaður í viðskiptaþróunardeild, Jonathan Bradfield, sem vann við erfðarann- sóknir, og Jesus Sainz sem starfaði við lífupplýsingadeild fyrirtækisins. ÍE fer fram á tafarlaust lögbann á störf fimmmenninganna við nýstofnaða miðstöð fyrir hagnýtar erfðamengja- rannsóknir við Barnaspítala Fíladelfíu enda sé henni ætlað að vera í beinni viðskiptalegri samkeppni við ÍE. Í tilkynningu ÍE kemur fram að við rannsókn málsins hafi komið í ljós að í lok síðasta árs hafi Hákon Hákonar- son gengið frá samningi við barnaspít- alann vestra um að veita umræddri miðstöð forstöðu. Þá liggi einnig fyrir að a.m.k. þrír hinna hafi þegar hafið störf á sama vettvangi og rökstuddur grunur sé um að stjórnendur spítalans hafi haft fulla vitneskju um hina meintu ólögmætu gagnasöfnun. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jesus Sainz, segir Sainz ekki starfa fyrir umræddan spítala og búið sé að sanna að hann hafi ekki afritað gögn ÍE. Þetta viti stjórnendur ÍE en engu að síður sé hann ákærður til jafns við hina starfsmennina fjóra. ÍE höfðar mál gegn fimm fyrrum starfsmönnum Taldir hafa afritað gögn og miðlað upplýsingum um viðskiptaleyndarmál til keppinautar ÍE í Bandaríkjunum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is  Starfa | 4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.