Morgunblaðið - 29.09.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Virðing
Réttlæti
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að boða til allsherjar-
atkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á
ársfund ASÍ 2006. Kjörnir verða 73 fulltrúar
og 28 fulltrúar til vara.
Framboðslistar, ásamt meðmælum 100
fullgildra félagmanna VR, þurfa að hafa
borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi
verslunarinnar, fyrir kl. 12 á hádegi föstu-
daginn 6. október næstkomandi.
Kjörstjórn.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
!
""
SPURT OG SVARAÐ UM BÍLA
ER HEPPILEGRA AÐ NOTA ÓDÝRARI OLÍU?
ÞESS Í STAÐ ENDURNÝJA HANA OFTAR?
Í BRETLANDI sem á Íslandi er
baráttan gegn hraðakstri mjög virk
en nú virðist sem sumar þær að-
ferðir sem hingað til hafa verið not-
aðar í auknum mæli gegn ökumönn-
um virki ekki sem skyldi, í það
minnsta ekki þegar um hraða-
myndavélar er að ræða.
Á sama tímabili og hraðamynd-
vélum var fjölgað hætti dauðaslys-
um og alvarlegum slysum að fækka
ef marka má skýrsluna en hún
stangast á við opinberar tölur frá
lögreglunni í Bretlandi.
Slysum hefur ekki fækkað
Niðurstöður þessar eru byggðar
á könnun sem hægt er að lesa á
meðfylgjandi vefslóð en hún var
birt í fagtímaritinu British Medical
Journal hinn 23. júní síðastliðinn og
nær yfir árin 1996 til og með 2004.
Könnunin staðfestir með þessu aðra
könnun sem var framkvæmd fyrir
samgönguráðuneytið í Bretlandi frá
árinu 2004. Þar kemur einnig fram
að með tilkomu hraðamyndavéla
geti alvarleg slys aukist um allt að
55%. Sú skýrsla hefur ekki verið
gerð opinber en þó hefur verið
fjallað um hana í breskum fjölmiðl-
um, meðal annars hjá Daily Mail en
þar koma þessar tölur fram.
Góð tekjulind
Í breskum fjölmiðlum virðist al-
menningsálitið vera að snúast gegn
hraðamyndavélunum eftir að upp
komst um hve gífurlegar tekjur
geta verið af vel staðsettri hraða-
myndavél.
Sú hraðamyndavél sem hefur
rakað inn hvað mestum tekjum í
Bretlandi halaði inn sem svarar 160
milljónum íslenskra króna á aðeins
7 mánuðum – meðalsektin er um 8
þúsund krónur, nokkru lægri en hér
heima.
Á sama tíma hefur vegaeftirlit
lögreglu verið skorið niður um 11%
og virðist sem alvarlegum slysum
og dauðaslysum sé að fjölga ef
marka má fréttir í breskum fjöl-
miðlum.
Efast um
gagn hraða-
myndavéla
Morgunblaðið/Billi
Hraðamyndavélar Í Hvalfjarðar-
göngunum hefur verið komið fyrir
hraðamyndavél.
TENGLAR
..............................................
http://www.dft.gov.uk/stellent/groups/
dft_foi/documents/page/dft_foi_
039535.pdf
http://bmj.bmjjournals.com/cgi/
rapidpdf/bmj.38883.593831.4Fv1.pdf
http://www.dailymail.co.uk/pages/
live/articles/news/news.html?in_ar-
ticle_id=403966&in_page_id=1770
http://observer.guardian.co.uk/
uk_news/story/0,,1879867,00.html_ Porsche kynnti t nýjan 911 Targa og var hann prófaður í Portúgal. » 6
Þriðja kynslóð Renault Clio prófuð » 4
föstudagur 29. 9. 2006
bílar mbl.isbílar föstudagur 29. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir
Guðjón Þórðarson ætlar að koma ÍA í fremstu röð á ný >> 4
MARGRÉT LÁRA Í HAM
SKORAÐI FJÖGUR MÖRK Í SÍNUM 25. LANDSLEIK
ÞEGAR ÍSLAND BURSTAÐI PORTÚGAL XX 3
ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í
körfuknattleik karla er með leik-
mann í sínum röðum til reynslu en sá
heitir Peter Hey-
ser og er fyrrum
skólafélagi Fann-
ars Ólafssonar.
Heyser er með
þýskt ríkisfang
en tveir aðrir er-
lendir leikmenn
eru í röðum KR-
inga. Jeremiah
Sola sem er
ítalskur miðherji
og Bandaríkjamaðurinn Tyson Pat-
terson sem er bakvörður. „Við erum
ekki búnir að gera neinar ráðstafanir
í sambandi við Peter. Hann er til
skoðunar og við ætlum að bíða að-
eins og sjá hvernig hann smellur í
liðið. Við erum einfaldlega að reyna
að efla okkar lið til þess að við sitjum
ekki eftir í baráttunni við önnur lið.
Við ætlum okkur að vera í baráttunni
um titla í vetur,“ sagði Böðvar Guð-
jónsson formaður körfuknattleiks-
deildar KR. Patterson lék 10 leiki
með Grindavík tímabilið 2000-2001
og skoraði 27 stig að meðaltali í leik.
Benedikt Guðmundsson er þjálfari
liðsins.
KR leitar
að liðs-
styrk
Benedikt
Guðmundsson
Eftir Ívar Benediktsson
ben@mbl.is
Ekki eru taldar miklar líkur á að
ausn fáist á deilunum á fundi IHF
og EHF sem ráðgerður er í nóvem-
ber. Inn í deilurnar blandast karp
um breytingar á forkeppni Ólympíu-
eikanna sem IHF vill gera en þær
hugmyndir eru forsvarsmönnum
handknattleiks í Evrópu lítt að
skapi.
Á síðustu árum hefur heima-
leikjum landsliða fækkað mjög,
einkum þeim leikjum sem hafa eitt-
hvert vægi svo sem í undankeppni
alþjóðlegra móta. Til þess að snúa
þessari þróun við hefur EHF lagt
fram hugmyndir að undankeppni
Evrópumóta landsliða og undan-
keppni heimsmeistaramóta innan
Evrópu verði breytt. Tekið verði
upp sama keppnisfyrirkomulag og
Knattspyrnusamband Evrópu hef-
ur, það að leikið verði í fimm til sex
liða riðlum þar sem þjóðir hvers rið-
ils mætast tvisvar sinnum. Þannig
mætti fá fleiri heimaleiki, fjölga
áhorfendum á leikjum, hressa upp á
áhuga á íþróttinni og auka mögu-
leikann á tekjum af sjónvarpssend-
ingum. Um leið verði lögð af núver-
andi forkeppni og síðan umspilsleik-
ir sem háðir eru hvert vor líkt og
íslenska landsliðið lék við Svía í júní
sl., sællar minningar.
Þessum hugmyndum er IHF á
móti og segir það ekki vera í hönd-
um EHF að breyta fyrirkomulagi
forkeppni HM. Ekki komi til greina
að gera breytingar á núverandi
keppnisfyrirkomulagi.
EHF er mótfallið hugmyndum
að forkeppni Ólympíuleika
Um leið hefur EHF ekki tekið í
mál að samþykkja breytingar IHF á
forkeppni Ólympíuleikanna. IHF
vill fækka þeim ólympíusætum sem
útdeilt er eftir árangri á heims-
meistaramótum og álfumótum. Þess
í stað hyggst IHF halda eina stóra
keppni sex til átta vikum fyrir
Ólympíuleika þar sem ákveðnum
fjölda þjóða, sem staðið hafa sig best
á álfumótunum, verði boðin þátt-
taka. Niðurstaða þessa móts myndi
ráða mestu um hvaða tólf þjóðir öðl-
uðust rétt til þess að keppa á
Ólympíuleikum. Reyndar er haldið
opnum þeim möguleika að ríkjandi
heims- og Evrópumeistarar fengju
sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíu-
leikum.
Forsvarsmenn flestra handknatt-
leikssambanda í Evrópu hafa mót-
mælt fyrirhugaðri breytingu IHF á
undankeppni Ólympíuleika, sem til
stendur að halda í fyrsta sinn fyrri
hluta sumars 2008. Segja þeir m.a.
að erfið keppni svo stuttu eftir langt
keppnistímabil handknattleiks-
manna sé ekki eitthvað sem hand-
knattleiksmenn þurfi. Gæði þeirrar
keppni geti orðið slök og komi enn
frekar niður á handknattleikskeppni
Ólympíuleikanna sem ekki hefur
þótt verða sífellt lakari með hverj-
um Ólympíuleikunum. Slök undan-
keppni og ólympíukeppni með
þreyttum handknattleiksmönnum
auki ekki veg íþróttarinnar í augum
Alþjóða ólympíunefndarinnar sem
hefur í alvöru horft til handknatt-
leiks þegar hugað hefur verið að
fækkun keppnisgreina á sumar-
ólympíuleikum sem þykja vera
orðnir alltof umfangsmiklir.
Ískalt stríð ríkir í
handknattleiksheiminum
FROST ríkir í samskiptum Alþjóða
handknattleikssambandsins (IHF)
og Handknattleikssambands
Evrópu (EHF) eftir að IHF setti
EHF stólinn fyrir dyrnar við breyt-
ngar á forkeppni heimsmeistara-
keppninnar í handknattleik með
þeim orðum að það sé ekki á verk-
viði EHF að breyta keppnisfyrir-
komulagi HM. Forkeppni heims-
meistaramóts, hvort sem er í
Evrópu eða annars staðar, eigi að
vera samkvæmt uppskrift IHF.
Þessu er EHF ekki sammála og sit-
ur málið fast.
Ásgeir Elíasson
mun að öllum lík-
indum taka við
þjálfun 2. deildar
liðs ÍR í knatt-
spyrnu. Páll
Kristjánsson,
formaður knatt-
spyrnudeildar
ÍR, sagði í sam-
tali við Morgun-
blaðið í gærkvöldi að viðræður við
Ásgeir væru komnar af stað og
sagðist hann bjartsýnn á að Ásgeir
yrði næsti þjálfari liðsins sem varð í
5. sæti í 2. deildinni í sumar.
Ásgeir er reyndasti þjálfari
landsins en hann hætti störfum hjá
Fram í síðustu viku. Undir hans
stjórn tryggði Safamýrarliðið sér
sæti í Landsbankadeildinni. Ásgeir
hefur víða komið við á þjálfaraferli
sínum sem hófst hjá Víkingi Ólafs-
vík árið 1975. Auk Víkings Ó. hefur
hann þjálfað Þrótt R., FH og Fram
og bæði A-landsliðið og U-21 árs
landsliðið.
Ásgeir á
leið til ÍR
Ásgeir Elíasson.
Reuters
Fögnuður Leikmenn þýska liðsins Bayer Leverkusen fagna í leikslok með lukkudýri félagsins eftir 3:1 sigur á svissneska liðinu Sipon í UEFA-keppninni í
gærkvöldi. Leverkusen komst áfram í keppninni en í dag verður dregið í riðla og verður spennadi að sjá niðurstöðuna þar.
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Menning 18, 50/55
Veður 8 Umræðan 36/40
Staksteinar 8 Forystugrein 32
Úr verinu 12 Bréf 40
Viðskipti 14/15 Minningar 41/46
Erlent 16/17 Dagbók 57/61
Höfuðborgin 20 Víkverji 60
Akureyri 20 Staðurstund 58/59
Austurland 21 Leikhús 54
Landið 21 Bíó 58/61
Daglegt líf 22/31 Ljósvakamiðlar 62
* * *
Innlent
Fylling Hálslóns hófst í gær-
morgun þegar lokur hjárennsl-
isganga vestan við Kárahnjúkastíflu
runnu niður og vörnuðu Jöklu
rennslis. Um hundrað manns voru
viðstödd atburðinn en lónið mun
fyllast hratt næstu daga. » 1
Reykjavíkurborg var myrkvuð
klukkan 22 í gærkvöldi í tilefni af
opnun alþjóðlegrar kvikmyndahá-
tíðar í Reykjavík. Slökkt var á öll-
um ljósastaurum í borginni í hálfa
klukkustund og fylgdist mikill
mannfjöldi með myrkvaðri borg. »
6
Uppsagnir verða hjá Ratstjár-
stofnun á næstunni. Ekki liggur fyr-
ir nákvæmlega hve mörgum verður
sagt upp en ljóst er að innan við tíu
starfsmenn á landsbyggðinni missa
vinnuna. Uppsagnirnar taka gildi
þegar nokkuð verður liðið á næsta
ár. Um 20 starfsmönnum stofnunar-
innar var sagt upp í fyrra. » 2
Árni Johnsen hefur tilkynnt að
hann bjóði sig fram í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Hann segist stefna á eitt af efstu
sætum á lista flokksins í kjördæm-
inu. Að sögn Árna hafa yfir þúsund
manns skorað á hann að fara í próf-
kjör. » 8
Hundrað ár eru í dag liðin frá því
að Síminn var stofnaður. Í tilefni af
þessum tímamótum hefur verið gef-
in út bók, Saga Símans í 100 ár, sem
þær Helga Guðrún Johnsen og Sig-
urveig Jónsdóttir rita. » Miðopna
Erlent
Að minnsta kosti fimmtán manns
féllu, meðal annars í sjálfsmorðs-
árásum, í Bagdad í gær. Svo virðist
sem skæruliðar hafi komið sér aftur
fyrir í borgarhverfum sem talið var
að væru örugg, jafnvel með þegj-
andi samþykki írösku lögreglunnar.
» 16
Jarðskjálfti upp á allt að sjö á
Richter-kvarða varð á hafsbotni
nærri Samoa-eyjum í Kyrrahafinu í
gær. Skjálftinn olli lítilli flóðbylgju
en ekkert tjón varð en óttast var í
upphafi að flóðbylgjan myndi hafa
afleiðingar. » 16
María Fjodorovna, keisaraynja í
Rússlandi, var lögð til hinstu hvílu
við hlið sonar síns og eiginmanns í
grafhvelfingu undir gólfi dómkirkju
í Sánkti Pétursborg í gær, 87 ára
gömul. » 16
Viðskipti
Jafet Ólafsson framkvæmdastjóri
hefur selt tæplega fjórðungshlut
sinn í VBS fjárfestingarbanka hf. og
mun eftir viðskiptin eiga um 2%
hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingar-
félagið FSP kaupir hlut hans. Jafet
hyggst láta af störfum sem fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins í lok
ársins. » 14
„ÞAÐ var kominn
tími á þetta og
þótt fyrr hefði
verið segja sum-
ir,“ segir Óli H.
Þórðarson, sem í
gær tilkynnti
fulltrúum Um-
ferðarráðs að
hann hefði óskað
eftir því við sam-
gönguráðherra
að verða leystur frá formennsku í
ráðinu. Nýr formaður verður skip-
aður frá og með 1. október.
Óli hóf störf sem framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs árið 1978, en
hann hefur verið formaður frá 2002.
Fram að áramótum segist hann ætla
að koma þeim sem tekur við inn í
starfið, en svo segir hann óvíst hvað
taki við. Hann segist þó ætla að sinna
einhverjum rannsóknarstörfum sem
tengjast umferðarmálum á næsta
ári.
Óli hættir
sem for-
maður
Óli H.
Þórðarson
Hjá Umferðarráði
frá árinu 1978
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
UPPSÖGNUM hluta starfsmanna
Ratsjárstofnunar á landsbyggðinni
verður flýtt, og var starfsmönnum í
gær tilkynnt að tæplega 10 úr þeirra
hópi yrði sagt upp á næstunni.
Uppsagnirnar munu taka gildi
þegar nokkuð verður liðið á næsta
ár, segir Ólafur Örn Haraldsson, for-
stjóri Ratsjárstofnunar. Þetta er síð-
ari hrina uppsagna hjá Ratsjárstofn-
un, en í fyrra var tæplega 20
starfsmönnum sagt upp störfum, og
um leið boðaðar frekari uppsagnir
haustið 2007.
„Fyrir meira en ári gerðu Banda-
ríkjamenn kröfu um hagræðingu hjá
stofnuninni vegna tæknibreytinga
sem mögulegt var að gera hér eins
og í stöðvum víðar um heim. Í því
felst að reka stöðvarnar með fjareft-
irliti og fjarstýringu,“ segir Ólafur.
Ratsjárstofnun rekur fjórar rat-
sjárstöðvar; á Miðnesheiði, Bola-
fjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokks-
nesi. Eftir þær breytingar sem nú á
að gera verður eftirliti stýrt frá stöð-
inni á Miðnesheiði. Í hinum stöðv-
unum verður starfsfólk sem sjá mun
um almennt viðhald og gæslu, en
tæknimenn frá Miðnesheiði munu
sjá um tæknilegt viðhald í öllum
stöðvunum. Í hverri stöð starfa í dag
2–3 tæknimenn og annar eins hópur
af fólki sem sér um viðhald, gæslu og
þjónustustörf.
Ólafur segir að einhverjir tækni-
menn muni flytjast í stöðina á Mið-
nesheiði frá hinum stöðvunum þrem-
ur. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru þeir í það minnsta fjórir.
Öðrum verður sagt upp, og segir
Ólafur að þeir sem missi vinnuna
muni fá aðstoð við að leita að nýrri
vinnu, eða jafnvel við búferlaflutn-
inga, enda ljóst að erfitt sé fyrir
tæknimenn að finna sambærilega
vinnu á landsbyggðinni.
Ratsjárstofnun
flýtir uppsögnum
Tæplega 10 missa vinnuna og nokkrir
tæknimenn flytjast á Miðnesheiði
RÍKISÚTVARPINU verður gert að
styrkja og efla sjónvarpsþátta-, kvik-
mynda- og heimildarmyndagerð með
því að kaupa og sýna efni frá sjálf-
stæðum framleiðendum. RÚV skuld-
bindur sig til að gerast kaupandi eða
meðframleiðandi að leiknu sjónvarps-
efni, kvikmyndum, heimildarmynd-
um eða öðru sjónvarpsefni og verja til
þess að lágmarki 150 milljónum kr. á
ári frá og með árinu 2008. Árið 2009
hækkar upphæðin í 200 millj. kr. og
verður 250 millj. kr. eftir fimm ár.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í samningi til fimm ára á milli
menntamálaráðuneytisins og RÚV
um útvarpsþjónustu í almannaþágu,
sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Páll Magn-
ússon útvarpsstjóri kynntu í gær.
Samningurinn á að taka gildi sam-
hliða setningu væntanlegra laga um
breytt rekstrarform RÚV.
Stóraukna áherslu á að leggja á ís-
lenskt efni og er mælt fyrir um það í
samningnum að hlutfall íslensks efnis
á svonefndum kjörtíma, þ.e. frá kl. 19
til kl. 23, aukist um tæp 50% á samn-
ingstímanum.
„Þetta er tímamótasamningur að
því leyti að þarna er í fyrsta skipti út-
listað í talsverðum smáatriðum hvaða
stefnu Ríkisútvarpið, sem félag, tekur
að samþykktu frumvarpinu sem lagt
verður fram í næstu viku. Það sem
vegur þyngst að umfangi og útgjöld-
um við að uppfylla samkomulagið er
ákvæði um að auka um 50% hlutfall
innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi,
sem er skilgreindur frá kl. sjö til ell-
efu á kvöldin,“ segir Páll Magnússon.
„Við höfum lengi beðið eftir breyt-
ingum í þessa átt og höfum hvatt til
þess að slíkur samningur yrði gerður.
Það er út af fyrir sig ánægjulegt að
þessi samningur skuli vera kominn á
og það jafnvel áður en nýju lögin eru
samþykkt um Ríkisútvarpið hf.,“ seg-
ir Ágúst Guðmundsson, forseti
Bandalags íslenskra listamanna
(BÍL). Ágúst tekur þó fram að honum
hafi ekki gefist tóm til að skoða ná-
kvæmlega hvað í samningnum felst.
Morgunblaðið/Golli
Markmiðin kynnt RÚV skal leggja áherslu á íslenskt sjónvarpsefni að því er segir í samningi sem Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri kynntu í Útvarpshúsinu í gær.
RÚV gert að stórauka
framboð á íslensku efni
Í HNOTSKURN
»Hlutfall íslensks sjón-varpsefnis milli kl. 19 og
23 á að verða 65% í lok samn-
ingstímans en það var 44% á
seinasta ári.
»Stefnt er að samkomulagivið rétthafa um víðtækari
notkun á eldra safnaefni til að
gera það aðgengilegra al-
menningi.
»RÚV skal gera áætlun fyr-ir 31. desember 2007 um
að koma eldra efni, t.d. á plöt-
um, segulböndum og filmum, á
aðgengilegt form til geymslu
og framtíðarnotkunar.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is