Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Virðing Réttlæti Framboðsfrestur Ákveðið hefur verið að boða til allsherjar- atkvæðagreiðslu í VR við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ 2006. Kjörnir verða 73 fulltrúar og 28 fulltrúar til vara. Framboðslistar, ásamt meðmælum 100 fullgildra félagmanna VR, þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, fyrir kl. 12 á hádegi föstu- daginn 6. október næstkomandi. Kjörstjórn. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag                !          "" SPURT OG SVARAÐ UM BÍLA ER HEPPILEGRA AÐ NOTA ÓDÝRARI OLÍU? ÞESS Í STAÐ ENDURNÝJA HANA OFTAR? Í BRETLANDI sem á Íslandi er baráttan gegn hraðakstri mjög virk en nú virðist sem sumar þær að- ferðir sem hingað til hafa verið not- aðar í auknum mæli gegn ökumönn- um virki ekki sem skyldi, í það minnsta ekki þegar um hraða- myndavélar er að ræða. Á sama tímabili og hraðamynd- vélum var fjölgað hætti dauðaslys- um og alvarlegum slysum að fækka ef marka má skýrsluna en hún stangast á við opinberar tölur frá lögreglunni í Bretlandi. Slysum hefur ekki fækkað Niðurstöður þessar eru byggðar á könnun sem hægt er að lesa á meðfylgjandi vefslóð en hún var birt í fagtímaritinu British Medical Journal hinn 23. júní síðastliðinn og nær yfir árin 1996 til og með 2004. Könnunin staðfestir með þessu aðra könnun sem var framkvæmd fyrir samgönguráðuneytið í Bretlandi frá árinu 2004. Þar kemur einnig fram að með tilkomu hraðamyndavéla geti alvarleg slys aukist um allt að 55%. Sú skýrsla hefur ekki verið gerð opinber en þó hefur verið fjallað um hana í breskum fjölmiðl- um, meðal annars hjá Daily Mail en þar koma þessar tölur fram. Góð tekjulind Í breskum fjölmiðlum virðist al- menningsálitið vera að snúast gegn hraðamyndavélunum eftir að upp komst um hve gífurlegar tekjur geta verið af vel staðsettri hraða- myndavél. Sú hraðamyndavél sem hefur rakað inn hvað mestum tekjum í Bretlandi halaði inn sem svarar 160 milljónum íslenskra króna á aðeins 7 mánuðum – meðalsektin er um 8 þúsund krónur, nokkru lægri en hér heima. Á sama tíma hefur vegaeftirlit lögreglu verið skorið niður um 11% og virðist sem alvarlegum slysum og dauðaslysum sé að fjölga ef marka má fréttir í breskum fjöl- miðlum. Efast um gagn hraða- myndavéla Morgunblaðið/Billi Hraðamyndavélar Í Hvalfjarðar- göngunum hefur verið komið fyrir hraðamyndavél. TENGLAR .............................................. http://www.dft.gov.uk/stellent/groups/ dft_foi/documents/page/dft_foi_ 039535.pdf http://bmj.bmjjournals.com/cgi/ rapidpdf/bmj.38883.593831.4Fv1.pdf http://www.dailymail.co.uk/pages/ live/articles/news/news.html?in_ar- ticle_id=403966&in_page_id=1770 http://observer.guardian.co.uk/ uk_news/story/0,,1879867,00.html_ Porsche kynnti t nýjan 911 Targa og var hann prófaður í Portúgal. » 6 Þriðja kynslóð Renault Clio prófuð » 4 föstudagur 29. 9. 2006 bílar mbl.isbílar föstudagur 29. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Guðjón Þórðarson ætlar að koma ÍA í fremstu röð á ný >> 4 MARGRÉT LÁRA Í HAM SKORAÐI FJÖGUR MÖRK Í SÍNUM 25. LANDSLEIK ÞEGAR ÍSLAND BURSTAÐI PORTÚGAL XX 3 ÚRVALSDEILDARLIÐ KR í körfuknattleik karla er með leik- mann í sínum röðum til reynslu en sá heitir Peter Hey- ser og er fyrrum skólafélagi Fann- ars Ólafssonar. Heyser er með þýskt ríkisfang en tveir aðrir er- lendir leikmenn eru í röðum KR- inga. Jeremiah Sola sem er ítalskur miðherji og Bandaríkjamaðurinn Tyson Pat- terson sem er bakvörður. „Við erum ekki búnir að gera neinar ráðstafanir í sambandi við Peter. Hann er til skoðunar og við ætlum að bíða að- eins og sjá hvernig hann smellur í liðið. Við erum einfaldlega að reyna að efla okkar lið til þess að við sitjum ekki eftir í baráttunni við önnur lið. Við ætlum okkur að vera í baráttunni um titla í vetur,“ sagði Böðvar Guð- jónsson formaður körfuknattleiks- deildar KR. Patterson lék 10 leiki með Grindavík tímabilið 2000-2001 og skoraði 27 stig að meðaltali í leik. Benedikt Guðmundsson er þjálfari liðsins. KR leitar að liðs- styrk Benedikt Guðmundsson Eftir Ívar Benediktsson ben@mbl.is Ekki eru taldar miklar líkur á að ausn fáist á deilunum á fundi IHF og EHF sem ráðgerður er í nóvem- ber. Inn í deilurnar blandast karp um breytingar á forkeppni Ólympíu- eikanna sem IHF vill gera en þær hugmyndir eru forsvarsmönnum handknattleiks í Evrópu lítt að skapi. Á síðustu árum hefur heima- leikjum landsliða fækkað mjög, einkum þeim leikjum sem hafa eitt- hvert vægi svo sem í undankeppni alþjóðlegra móta. Til þess að snúa þessari þróun við hefur EHF lagt fram hugmyndir að undankeppni Evrópumóta landsliða og undan- keppni heimsmeistaramóta innan Evrópu verði breytt. Tekið verði upp sama keppnisfyrirkomulag og Knattspyrnusamband Evrópu hef- ur, það að leikið verði í fimm til sex liða riðlum þar sem þjóðir hvers rið- ils mætast tvisvar sinnum. Þannig mætti fá fleiri heimaleiki, fjölga áhorfendum á leikjum, hressa upp á áhuga á íþróttinni og auka mögu- leikann á tekjum af sjónvarpssend- ingum. Um leið verði lögð af núver- andi forkeppni og síðan umspilsleik- ir sem háðir eru hvert vor líkt og íslenska landsliðið lék við Svía í júní sl., sællar minningar. Þessum hugmyndum er IHF á móti og segir það ekki vera í hönd- um EHF að breyta fyrirkomulagi forkeppni HM. Ekki komi til greina að gera breytingar á núverandi keppnisfyrirkomulagi. EHF er mótfallið hugmyndum að forkeppni Ólympíuleika Um leið hefur EHF ekki tekið í mál að samþykkja breytingar IHF á forkeppni Ólympíuleikanna. IHF vill fækka þeim ólympíusætum sem útdeilt er eftir árangri á heims- meistaramótum og álfumótum. Þess í stað hyggst IHF halda eina stóra keppni sex til átta vikum fyrir Ólympíuleika þar sem ákveðnum fjölda þjóða, sem staðið hafa sig best á álfumótunum, verði boðin þátt- taka. Niðurstaða þessa móts myndi ráða mestu um hvaða tólf þjóðir öðl- uðust rétt til þess að keppa á Ólympíuleikum. Reyndar er haldið opnum þeim möguleika að ríkjandi heims- og Evrópumeistarar fengju sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíu- leikum. Forsvarsmenn flestra handknatt- leikssambanda í Evrópu hafa mót- mælt fyrirhugaðri breytingu IHF á undankeppni Ólympíuleika, sem til stendur að halda í fyrsta sinn fyrri hluta sumars 2008. Segja þeir m.a. að erfið keppni svo stuttu eftir langt keppnistímabil handknattleiks- manna sé ekki eitthvað sem hand- knattleiksmenn þurfi. Gæði þeirrar keppni geti orðið slök og komi enn frekar niður á handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem ekki hefur þótt verða sífellt lakari með hverj- um Ólympíuleikunum. Slök undan- keppni og ólympíukeppni með þreyttum handknattleiksmönnum auki ekki veg íþróttarinnar í augum Alþjóða ólympíunefndarinnar sem hefur í alvöru horft til handknatt- leiks þegar hugað hefur verið að fækkun keppnisgreina á sumar- ólympíuleikum sem þykja vera orðnir alltof umfangsmiklir. Ískalt stríð ríkir í handknattleiksheiminum FROST ríkir í samskiptum Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) og Handknattleikssambands Evrópu (EHF) eftir að IHF setti EHF stólinn fyrir dyrnar við breyt- ngar á forkeppni heimsmeistara- keppninnar í handknattleik með þeim orðum að það sé ekki á verk- viði EHF að breyta keppnisfyrir- komulagi HM. Forkeppni heims- meistaramóts, hvort sem er í Evrópu eða annars staðar, eigi að vera samkvæmt uppskrift IHF. Þessu er EHF ekki sammála og sit- ur málið fast. Ásgeir Elíasson mun að öllum lík- indum taka við þjálfun 2. deildar liðs ÍR í knatt- spyrnu. Páll Kristjánsson, formaður knatt- spyrnudeildar ÍR, sagði í sam- tali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að viðræður við Ásgeir væru komnar af stað og sagðist hann bjartsýnn á að Ásgeir yrði næsti þjálfari liðsins sem varð í 5. sæti í 2. deildinni í sumar. Ásgeir er reyndasti þjálfari landsins en hann hætti störfum hjá Fram í síðustu viku. Undir hans stjórn tryggði Safamýrarliðið sér sæti í Landsbankadeildinni. Ásgeir hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá Víkingi Ólafs- vík árið 1975. Auk Víkings Ó. hefur hann þjálfað Þrótt R., FH og Fram og bæði A-landsliðið og U-21 árs landsliðið. Ásgeir á leið til ÍR Ásgeir Elíasson. Reuters Fögnuður Leikmenn þýska liðsins Bayer Leverkusen fagna í leikslok með lukkudýri félagsins eftir 3:1 sigur á svissneska liðinu Sipon í UEFA-keppninni í gærkvöldi. Leverkusen komst áfram í keppninni en í dag verður dregið í riðla og verður spennadi að sjá niðurstöðuna þar. Yf ir l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                    Í dag Sigmund 8 Menning 18, 50/55 Veður 8 Umræðan 36/40 Staksteinar 8 Forystugrein 32 Úr verinu 12 Bréf 40 Viðskipti 14/15 Minningar 41/46 Erlent 16/17 Dagbók 57/61 Höfuðborgin 20 Víkverji 60 Akureyri 20 Staðurstund 58/59 Austurland 21 Leikhús 54 Landið 21 Bíó 58/61 Daglegt líf 22/31 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Fylling Hálslóns hófst í gær- morgun þegar lokur hjárennsl- isganga vestan við Kárahnjúkastíflu runnu niður og vörnuðu Jöklu rennslis. Um hundrað manns voru viðstödd atburðinn en lónið mun fyllast hratt næstu daga. » 1  Reykjavíkurborg var myrkvuð klukkan 22 í gærkvöldi í tilefni af opnun alþjóðlegrar kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík. Slökkt var á öll- um ljósastaurum í borginni í hálfa klukkustund og fylgdist mikill mannfjöldi með myrkvaðri borg. » 6  Uppsagnir verða hjá Ratstjár- stofnun á næstunni. Ekki liggur fyr- ir nákvæmlega hve mörgum verður sagt upp en ljóst er að innan við tíu starfsmenn á landsbyggðinni missa vinnuna. Uppsagnirnar taka gildi þegar nokkuð verður liðið á næsta ár. Um 20 starfsmönnum stofnunar- innar var sagt upp í fyrra. » 2  Árni Johnsen hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist stefna á eitt af efstu sætum á lista flokksins í kjördæm- inu. Að sögn Árna hafa yfir þúsund manns skorað á hann að fara í próf- kjör. » 8  Hundrað ár eru í dag liðin frá því að Síminn var stofnaður. Í tilefni af þessum tímamótum hefur verið gef- in út bók, Saga Símans í 100 ár, sem þær Helga Guðrún Johnsen og Sig- urveig Jónsdóttir rita. » Miðopna Erlent  Að minnsta kosti fimmtán manns féllu, meðal annars í sjálfsmorðs- árásum, í Bagdad í gær. Svo virðist sem skæruliðar hafi komið sér aftur fyrir í borgarhverfum sem talið var að væru örugg, jafnvel með þegj- andi samþykki írösku lögreglunnar. » 16  Jarðskjálfti upp á allt að sjö á Richter-kvarða varð á hafsbotni nærri Samoa-eyjum í Kyrrahafinu í gær. Skjálftinn olli lítilli flóðbylgju en ekkert tjón varð en óttast var í upphafi að flóðbylgjan myndi hafa afleiðingar. » 16  María Fjodorovna, keisaraynja í Rússlandi, var lögð til hinstu hvílu við hlið sonar síns og eiginmanns í grafhvelfingu undir gólfi dómkirkju í Sánkti Pétursborg í gær, 87 ára gömul. » 16 Viðskipti  Jafet Ólafsson framkvæmdastjóri hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í VBS fjárfestingarbanka hf. og mun eftir viðskiptin eiga um 2% hlut í fyrirtækinu. Fjárfestingar- félagið FSP kaupir hlut hans. Jafet hyggst láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins í lok ársins. » 14 „ÞAÐ var kominn tími á þetta og þótt fyrr hefði verið segja sum- ir,“ segir Óli H. Þórðarson, sem í gær tilkynnti fulltrúum Um- ferðarráðs að hann hefði óskað eftir því við sam- gönguráðherra að verða leystur frá formennsku í ráðinu. Nýr formaður verður skip- aður frá og með 1. október. Óli hóf störf sem framkvæmda- stjóri Umferðarráðs árið 1978, en hann hefur verið formaður frá 2002. Fram að áramótum segist hann ætla að koma þeim sem tekur við inn í starfið, en svo segir hann óvíst hvað taki við. Hann segist þó ætla að sinna einhverjum rannsóknarstörfum sem tengjast umferðarmálum á næsta ári. Óli hættir sem for- maður Óli H. Þórðarson Hjá Umferðarráði frá árinu 1978 Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is UPPSÖGNUM hluta starfsmanna Ratsjárstofnunar á landsbyggðinni verður flýtt, og var starfsmönnum í gær tilkynnt að tæplega 10 úr þeirra hópi yrði sagt upp á næstunni. Uppsagnirnar munu taka gildi þegar nokkuð verður liðið á næsta ár, segir Ólafur Örn Haraldsson, for- stjóri Ratsjárstofnunar. Þetta er síð- ari hrina uppsagna hjá Ratsjárstofn- un, en í fyrra var tæplega 20 starfsmönnum sagt upp störfum, og um leið boðaðar frekari uppsagnir haustið 2007. „Fyrir meira en ári gerðu Banda- ríkjamenn kröfu um hagræðingu hjá stofnuninni vegna tæknibreytinga sem mögulegt var að gera hér eins og í stöðvum víðar um heim. Í því felst að reka stöðvarnar með fjareft- irliti og fjarstýringu,“ segir Ólafur. Ratsjárstofnun rekur fjórar rat- sjárstöðvar; á Miðnesheiði, Bola- fjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokks- nesi. Eftir þær breytingar sem nú á að gera verður eftirliti stýrt frá stöð- inni á Miðnesheiði. Í hinum stöðv- unum verður starfsfólk sem sjá mun um almennt viðhald og gæslu, en tæknimenn frá Miðnesheiði munu sjá um tæknilegt viðhald í öllum stöðvunum. Í hverri stöð starfa í dag 2–3 tæknimenn og annar eins hópur af fólki sem sér um viðhald, gæslu og þjónustustörf. Ólafur segir að einhverjir tækni- menn muni flytjast í stöðina á Mið- nesheiði frá hinum stöðvunum þrem- ur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þeir í það minnsta fjórir. Öðrum verður sagt upp, og segir Ólafur að þeir sem missi vinnuna muni fá aðstoð við að leita að nýrri vinnu, eða jafnvel við búferlaflutn- inga, enda ljóst að erfitt sé fyrir tæknimenn að finna sambærilega vinnu á landsbyggðinni. Ratsjárstofnun flýtir uppsögnum Tæplega 10 missa vinnuna og nokkrir tæknimenn flytjast á Miðnesheiði RÍKISÚTVARPINU verður gert að styrkja og efla sjónvarpsþátta-, kvik- mynda- og heimildarmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálf- stæðum framleiðendum. RÚV skuld- bindur sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarps- efni, kvikmyndum, heimildarmynd- um eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum kr. á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 millj. kr. og verður 250 millj. kr. eftir fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kem- ur í samningi til fimm ára á milli menntamálaráðuneytisins og RÚV um útvarpsþjónustu í almannaþágu, sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magn- ússon útvarpsstjóri kynntu í gær. Samningurinn á að taka gildi sam- hliða setningu væntanlegra laga um breytt rekstrarform RÚV. Stóraukna áherslu á að leggja á ís- lenskt efni og er mælt fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á svonefndum kjörtíma, þ.e. frá kl. 19 til kl. 23, aukist um tæp 50% á samn- ingstímanum. „Þetta er tímamótasamningur að því leyti að þarna er í fyrsta skipti út- listað í talsverðum smáatriðum hvaða stefnu Ríkisútvarpið, sem félag, tekur að samþykktu frumvarpinu sem lagt verður fram í næstu viku. Það sem vegur þyngst að umfangi og útgjöld- um við að uppfylla samkomulagið er ákvæði um að auka um 50% hlutfall innlends efnis á kjörtíma í sjónvarpi, sem er skilgreindur frá kl. sjö til ell- efu á kvöldin,“ segir Páll Magnússon. „Við höfum lengi beðið eftir breyt- ingum í þessa átt og höfum hvatt til þess að slíkur samningur yrði gerður. Það er út af fyrir sig ánægjulegt að þessi samningur skuli vera kominn á og það jafnvel áður en nýju lögin eru samþykkt um Ríkisútvarpið hf.,“ seg- ir Ágúst Guðmundsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna (BÍL). Ágúst tekur þó fram að honum hafi ekki gefist tóm til að skoða ná- kvæmlega hvað í samningnum felst. Morgunblaðið/Golli Markmiðin kynnt RÚV skal leggja áherslu á íslenskt sjónvarpsefni að því er segir í samningi sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri kynntu í Útvarpshúsinu í gær. RÚV gert að stórauka framboð á íslensku efni Í HNOTSKURN »Hlutfall íslensks sjón-varpsefnis milli kl. 19 og 23 á að verða 65% í lok samn- ingstímans en það var 44% á seinasta ári. »Stefnt er að samkomulagivið rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra al- menningi. »RÚV skal gera áætlun fyr-ir 31. desember 2007 um að koma eldra efni, t.d. á plöt- um, segulböndum og filmum, á aðgengilegt form til geymslu og framtíðarnotkunar. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.