Morgunblaðið - 29.09.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur dæmt hálffimmtugan karlmann,
Eduardo Useda Correa, í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á
fimmtán ára gamalli stúlku í október
2005.
Dómurinn komst að þeirri niður-
stöðu að þrátt fyrir neitun ákærða í
fyrstu og síðan minnisleysi hans um
atburði mætti leggja til grundvallar
vitnisburð stúlkunnar um það sem
átti sér stað á heimili hans umrætt
kvöld. Þótti sannað að Correa hefði
með ofbeldi þröngvað stúlkunni til
holdlegs samræðis á heimili hans og
kærasta hennar umrætt sinn þar
sem Correa neytti aflsmunar en hún
hvorki gat spornað við verknaðinum
né veitt mótspyrnu þar sem hún var
lömuð af hræðslu og fraus. Frásögn
stúlkunnar í Barnahúsi svo og and-
legt ástand hennar þegar lögregla
kom á staðinn og þegar hún kom á
neyðarmóttökuna þóttu styðja það
að hún hefði verið svo hrædd að hún
hefði ekki getað varið sig.
Með hliðsjón af aldursmun Correa
og fórnarlambsins svo og að hann er
stærri og sterkari og var talsvert
drukkinn var það mat dómsins að
ekki léki á því neinn vafi að Correa
hefði neytt aflsmunar til að ná fram
vilja sínum. Var hann einnig dæmd-
ur til að greiða stúlkunni 700 þúsund
krónur í miskabætur auk sakar-
kostnaðar.
Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Verjandi var Sig-
urður Sigurjónsson hrl. og sækjandi
Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari
hjá ríkissaksóknara.
2½ árs fangelsi
fyrir nauðgun
Engin vitni voru að glæpnum en stúlk-
an talin trúverðug fyrir héraðsdómi
Í HNOTSKURN
»Ákærði og stúlkan voruein til frásagnar um það
sem gerðist. Dómurinn taldi
litlar líkur á því að stúlkan
hefði strax að kynmökum
loknum reynt að vernda sönn-
unargögn sem hún gerði með
því að þurrka sæði í húfuna
sína sem lá við hliðina á henni
í sófanum ef hennar samþykki
hefði legið fyrir.
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
AFKOMA sveitarfélaganna í heild
batnaði verulega á árinu 2005 miðað
við fyrra ár. Afkoman er þó mjög
mismunandi eftir einstaka sveitar-
félögum, einkum þó hvað snertir
Reykjavíkurborg annars vegar og
þorp sem eru með íbúafjölda á
bilinu 400 til 4.000 manns hins veg-
ar.
Þetta kemur fram á minnisblaði
Gunnlaugs Júlíussonar, sviðsstjóra
hag- og upplýsingasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga, en upplýs-
ingunum var dreift á þingi sam-
bandsins sem nú stendur yfir á Ak-
ureyri og byggja þær á
upplýsingum frá nánast öllum sveit-
arfélögum í landinu um afkomuna á
síðasta ári.
Þannig kemur fram að skatt-
tekjur sveitarfélaga í heild jukust
um 13,1% milli ára og námu 93,8
milljörðum króna og þjónustutekjur
jukust um tæpan fjórðung og námu
24 milljörðum króna. Samtals voru
tekjur sveitarfélaga í fyrra þannig
tæpir 118 milljarðar króna sem jafn-
gildir tæplega 16% aukningu milli
ára.
15% hækkun launagreiðslna
Fram kemur einnig að launa-
greiðslur sveitarfélaga hækkuðu um
tæp 15% milli ára og að annar
rekstrarkostnaður jókst um 6%.
Samanlagt voru rekstargjöld sveit-
arfélaganna á síðasta ári þannig 104
milljarðar á árinu 2005 og hækkuðu
um 10 milljarða króna eða um 11%.
Fram kemur að afkoma Reykja-
víkurborgar sker sig nokkuð úr af-
komu annarra sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Þannig er
afkoman neikvæð þegar tekið hefur
verið tillit til fjárfestinga og nemur
fjárþörf borgarinnar fimm milljörð-
um króna á síðasta ári af þeim sök-
um. Afkoman er ágæt á höfuðborg-
arsvæðinu að öðru leyti, en hún er
þó sýnu lökust í sveitarfélögum með
400–4.000 íbúa, sem standa utan
þeirra svæða þar sem þensla hefur
verið undanfarið.
„Í þeim er haldið uppi almennri
velferðarþjónustu og þau leitast við
að vera ekki eftirbátar stærri sveit-
arfélaga í þeim efnum. Á hinn bóg-
inn hefur íbúum víða fækkað í þess-
um sveitarfélögum og atvinnulífið
veikst sem hefur í för með sér að af-
koma þeirra og fjárhagur hefur
veikst. Þau þensluáhrif sem hafa
verið í samfélaginu á undanförnum
árum hafa heldur ekki náð til þess-
ara sveitarfélaga hvað varðar tekju-
hliðina en launakröfur þar eru
áþekkar því sem gerist á þenslu-
svæðum samfélagsins,“ segir enn-
fremur í minnisblaðinu.
Verulega betri afkoma
sveitarfélaga árið 2005
Mjög mismunandi afkoma eftir stærð sveitarfélaga
Fjölmenni Af fundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga á Akureyri.
SLÖKKT var á götuljósum og víða í
fyrirtækjum og heimilum í tilraun til
að myrkva höfuðborgarsvæðið,
Reykjanesbæ og Akranes í 30 mín-
útur í gærkvöldi. Var þetta gert í til-
efni opnunar Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík.
Forsvarsmenn kvikmyndahátíð-
arinnar tóku upp hugmynd Andra
Snæs Magnasonar um að myrkva
borgina, sem hann setti fram í bók
sinni Draumalandið, og unnu hug-
myndinni brautargengi.
Andri Snær var sjálfur viðstaddur
opnun kvikmyndahátíðarinnar í
miðborg Reykjavíkur og sagði hann
í samtali við Morgunblaðið – eftir að
kveikt hafði verið á ljósastaurum á
ný að talsvert hefði verið af upp-
lýstum húsum í miðbænum, auk þess
sem umferðin hefði ekki hjálpað.
„Þetta var mjög flott en ég held að
það hafi skipt miklu máli hvar fólk
var. Það má eiginlega líta á þetta
sem nokkurs konar generalprufu,
það gleymdist að slökkva ljósin í
nokkrum fyrirtækjum niðri í bæ og
líka í alþingishúsinu,“ sagði Andri
Snær.
Mikil umferð í myrkrinu
Þótt margir tækju þátt í myrkv-
uninni var þó talsvert af heimilum
og fyrirtækjum upplýst, auk þess
sem umferðin lýsti upp helstu um-
ferðargötur. Ský huldu himininn að
mestu á höfuðborgarsvæðinu en
margir fengu sér göngutúr til að
njóta myrkursins.
Eitthvað var þó einnig um að fólk
fengi sér bíltúr í myrkrinu, og segir
varðstjóri lögreglunnar í Reykjavík
að á meðan á myrkvuninni stóð hafi
fólk fráleitt farið að óskum um að
halda kyrru fyrir og njóta myrkurs-
ins, og á stórum umferðaræðum hafi
umferðin verið eins og á föstudags-
eftirmiðdegi, og mikið ljós fylgt bíl-
unum. Ekki hafði þó verið tilkynnt
um nein óhöpp til lögreglu í myrkr-
inu skömmu fyrir miðnætti í gær.
Einnig segir lögreglan að ung-
lingahópar hafi safnast saman víða,
sérstaklega í úthverfunum, auk þess
sem mikið hafi borið á flugeldum og
margar kvartanir borist vegna
þeirra enda ekki vel til fallið þegar
nágrannar vildu njóta myrkursins
að sprengja flugelda rétt á meðan
myrkvunin stóð.
Ljósin slökkt á suðvesturhorninu
Morgunblaðið/Ómar
Fleyttu kertum Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Jón Ásgeir Hreinsson og Lilja Björk Jónsdóttir bjuggu sig undir að fleyta kertum á Tjörninni í myrkrinu.
Morgunblaðið/ÞÖK
Ljós Áður en ljósin voru slökkt var Reykjavík uppljómuð að venju. Frá
Perlunni mátti sjá yfir borgina og yfir á Akranes í fjarskanum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Myrkur Eftir að slökkt hafði verið á götuljósunum lagðist myrkrið yfir.
Íbúarnir slökktu flestir ljósin, bæði í borginni og á Skaganum.