Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, telur mikilvægt að í samkomulagi Íslands og Bandaríkj- anna um varnarmál hafi pólitískum stoðum verið skotið undir margháttað samstarf ríkjanna á sviði öryggismála en í því felist á hinn bóginn ekki breyt- ing á eðli samstarfsins. Upplýsingar um samstarfið og ný verkefni ríkisins er annars vegar að finna í samkomulaginu um varnarmál og hins vegar í yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um ný verkefni vegna brott- farar Bandaríkjahers. Um hin nýju verkefni sagði Björn, að þau kæmu ekki í stað varnarliðsins, enda væru þau ekki hernaðarleg, þó yfirlýsingin væri birt í tengslum við brotthvarf hersins væri áréttað með henni hvað þurfi að gera til að öryggis- mál Íslands gætu talist í lagi. „Þótt við séum ekki að taka að okk- ur hernaðarleg verkefni er það al- mennt mat okkar að það þurfi að huga að þessum atriðum, sem getið er í yf- irlýsingunni. Það liggur í hlutarins eðli, að brottför varnarliðsins kallar á aukna ábyrgð okkar á eigin öryggi. Um það ætti ekki að þurfa að deila,“ sagði Björn í sam- tali við Morg- unblaðið. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri fjallað um ýmislegt sem áður hefði verið á döf- inni, s.s. pólitíska aðkomu að al- mannavörnum og uppbyggingu Tetra-kerfisins. „Þetta eru mál, sem hafa verið á döfinni en eru áréttuð í tilefni af brottför varn- arliðsins, þar sem þau snerta öryggi landsmanna. Þetta eru ekki verkefni sem varnarliðið hefur sinnt, enda hef- ur það farið með landvarnir. Hér er um að ræða öryggisgæslu á vegum lögreglu og hún hefur alla tíð verið í verkahring innlendra stjórnvalda.“ Pólitísk yfirlýsing mikilvæg Í samkomulagi Íslands og Banda- ríkjanna um varnir segir m.a. að kann- aðar verði leiðir til að auka samstarf Landhelgisgæslunnar og bandarísku strandgæslunnar. Björn benti á að samstarf þessara stofnana hefði verið náið um langt árabil og stefnt væri að því að styrkja það frekar þó ekki væri búist við neinni gjörbreytingu. Mesta breytingin væri sú að með sam- komulaginu í varnarmálum fengi sam- starf Landhelgisgæslunnar og banda- rísku strandgæslunnar, og raunar fleiri stofnana skýrari pólitískan grundvöll eða umboð. Slíkt umboð væri ekki síst þýðingarmikið til að greiða fyrir niðurstöðu í málum innan hins flókna og margskipta stjórnkerfis Bandaríkjanna. Björn sagði landamærasamstarfið hafa þróast í átt að nánari samvinnu á undanförnum árum, sérstaklega eftir að Ísland varð hluti af Schengen- svæðinu. Mikil umferð væri um Kefla- víkurflugvöll til og frá Bandaríkjunum og því væri full ástæða til að sam- starfið væri eins náið og frekast væri kostur. Samstarf milli lögregluemb- ætta á Íslandi og í Bandaríkjunum hefði tíðkast lengi og mundi vænt- anlega aukast. Hér skipti hin pólitíska stoð í samkomulaginu um varnarmál einnig miklu máli. „Í þessu sambandi getum við ekki heldur litið fram hjá því að samstarf okkar við Evrópuríkin á þessu sviði hefur verið að eflast mjög ört á síðustu misserum, meðal annars í gegnum Schengen-samstarfið og Europol,“ sagði Björn. Í fyrrnefndu samkomulagi kemur fram að liður í samstarfi á sviði lög- gæslu og vörnum gegn hryðjuverkum sé ætlunin að sérsveit íslensku lögregl- unnar og sérsveitir Bandaríkjahers þjálfi saman og skiptist á starfs- mönnum. Aðspurður hvort slíkt sam- starf hefði áður verið milli þessara sveita sagði Björn, að í sjálfu sér hefði engin hindrun verið fyrir því. Sér- sveitin ætti samstarf við sambærilega aðila í mörgum löndum og sameig- inlegar æfingar væru mikilvægar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ný verkefni íslenskra stjórnvalda við brottför varnarliðsins er einnig fjallað um varalið. Björn sagði ljóst að setja yrði ákvæði í lög um slíkt lið, áður en það gæti tekið til starfa og hann minnti jafnframt á að lögregla hefði haft fram til ársins 1996 haft heimild til að kalla út varalið. Varalið myndi væntanlega koma bæði að löggæslu og störfum vegna almannavarna. Ákvæði um slíkt lið ætti bæði erindi í lögreglulög og lög um almannavarnir. „Á þessu stigi er ótímabært að ræða leiðir í þessu efni, þær munu skýrast, eftir að tillögur að lagaákvæðum hafa verið kynntar.“ Landhelgisgæslan langdýrust Spurður um kostnað við hin nýju verkefni ríkisins sagði Björn að ljóst væri að langdýrasti þátturinn snerti landhelgisgæsluna. Ekki hefði verið lagt mat á kostnað að öðru leyti, þó væri ljóst að hann yrði töluverður. Ef komið yrði á fót varaliði yrði það fólk að fá þjálfun og svo mætti áfram telja. Þá taldi hann brýnt að huga að fjölgun nemenda í Lögregluskóla ríkisins. Björn sagðist sáttur við sam- komulag Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum og hann teldi varnir landsins fullnægjandi. Með sam- komulaginu væri tryggt að hreyf- anlegur herafli væri til staðar í þágu Íslands, ef á þyrfti að halda. Íslend- ingum hefði tekist að tryggja þetta m.a. með því að leggja mikla áherslu á nauðsyn loftvarna og ætti að skoða niðurstöðuna í ljósi kröfunnar um, að orrustuþotur yrðu til staðar á Kefla- víkurflugvelli. Ekki breyting á eðli samstarfsins Dómsmálaráðherra telur brýnt að huga að fjölgun nemenda í Lögregluskóla ríkisins Björn Bjarnason Repúblikaninn David K. Garman ereinn af þremur aðstoðarorkumála-ráðherrum Bandaríkjastjórnar.Hans sérsvið er orkumál en hinir aðstoðarráðherrarnir tveir deila með sér vís- indarannsóknum annars vegar og kjarnorku- öryggi hins vegar. Garman er einnig starfandi formaður stýrinefndar Alþjóðavetnissamstarfsins, IPHE, sem hélt í vikunni sjötta fund sinn í Reykjavík. Meginmarkmið IPHE er að flýta fyrir þróun vetnishagkerfisins en auk Íslend- inga taka fimmtán ríki og Evrópuráðið þátt í samstarfinu, sem hleypt var af stokkunum árið 2003. Garman hefur í gegnum þá stöðu kynnt sér orkumál á Íslandi og þekkir vel til tilrauna Íslenskrar Nýorku með vetnisknúna strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu. Spurður um hlutverk Íslendinga í þessu samstarfi segir Garman það einkar mikil- vægt, Ísland sé kjörinn vettvangur fyrir vetnisrannsóknir og að vísindamenn landsins standi framarlega á þessu sviði. „Svo geta Íslendingar sett sig inn í þanka- gang bæði Bandaríkjamanna og fulltrúa Evr- ópu í samstarfinu og það skiptir oft miklu máli,“ segir Garman. „Stundum eiga Evr- ópumennirnir erfitt með að skilja landa mína og öfugt.“ Varðar öryggi landsins George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þau orð falla í aprílmánuði að hátt olíuverð væri orðið einskonar skattur á bandarísk fyrir- tæki og byrði á efnahagslífi landsins. Aðspurður um hvort hátt eldsneytisverð að undanförnu hefði stuðlað að aukinni áherslu á þróun vetnis sem orkubera fyrir sam- göngukerfið vestanhafs segir Garman tvær hliðar á vetninu, sem báðar varði öryggi landsins þótt með ólíkum hætti sé. „Vetni eykur öryggi í orkuframboði með því að gera okkur kleift að láta orkubera sem er framleiddur innanlands leysa af hólmi inn- flutta orkugjafa. Við getum framleitt vetnið úr fjölmörgum orkugjöfum heimafyrir. Í öðru lagi gæti það styrkt efnahagslífið með margvíslegum hætti.“ Leysa þarf eldsneytið af hólmi Einn helsti hvatinn til þess að finna nýja orkubera til að knýja farartæki er sá, að olíu- lindir jarðar eru ekki ótæmandi, þær munu fyrr eða síðar verða uppurnar. Svo er hátt ol- íuverð orðið hagkerfinu til trafala, nú þegar því er spáð að árið 2010 muni gallonið (3,785 lítrar) af vetni sem er framleitt með orku úr gasi kosta einn og hálfan Bandaríkjadal, eða um 105 ísl. krónur að núvirði. Inntur eftir frægri rannsókn M. King Hubberts, jarðfræðings hjá olíuvinnslufyr- irtækinu Shell, á sjötta áratugnum, þar sem hann spáði því að olíuframleiðsla í Bandaríkj- unum myndi ná hámarki um árið 1970 og dala svo, segir Garman ljóst að leysa þurfi ol- íuna af hólmi. „Burtséð frá því hvort Hubbert hafi haft rétt fyrir sér liggur fyrir að hagkerfi heims- ins þarf að finna nýja orkugjafa. Bush forseti sagði í ávarpi sínu í janúar að „Bandaríkja- menn væri háðir olíu“ og að þeir þyrftu að íhuga aðra möguleika. Það er skylda okkar sem stjórnvalda að smíða áætlanir, þar sem gert er ráð fyrir því að olían kunni að renna til þurrðar. Við leggjum hart að okkur við að þróa vetni sem orkubera og orku úr lífmassa sem orkugjafa.“ Vetni er eins og fyrr segir orkuberi, það flytur orku líkt og rafmagn fremur en að varðveita orkuna í kolefniskeðjum líkt og ol- ía. Garman segir gas koma til greina sem orkugjafa við vetnisframleiðslu til að byrja með. „Við slíka framleiðslu er dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur 60 prósentum, miðað við hefðbundna notkun gassins. Sumir gagnrýnendur segja þetta ekki nóg til að draga úr losuninni en ég er því ósammála.“ Gæti knúið heimilið og bílinn Rithöfundurinn og orkumálaráðgjafinn Jeremy Rifkin setur fram þá framtíðarsýn í bók sinni „The Hydrogen Economy“, sem kom út árið 2002, að vetni muni umbylta efnahagskerfi Bandaríkjanna, með því meðal annars að stuðla að mikilli fjölgun orku- framleiðenda og lægra orkuverði. Spurður um þessa sýn, sem minnir óneit- anlega á vangaveltur um áhrif netsins á hag- kerfið á síðasta áratug, segist Garman ekki geta fullyrt að þróunin verði á þennan veg, allt eins geti farið svo að fá fyrirtæki muni annast sölu og dreifingu á orkuberanum vetni. Óvissan um þróunarbrautir vetnisins sé hins vegar meðal þess sem geri það svo spennandi sem orkugjafa. „Ég hef lesið bókina og rætt við Rifkin um þessi mál. Það sem hann á við er að eins- konar lýðræðisvæðing í orkumálum getur átt sér stað, ef orka og framleiðsla hennar verð- ur gerð fleirum aðgengileg en áður. Rifkin á sér skoðanabræður, hagfræðing- urinn Vijay V. Vaitheeswaran setur fram lík- ar hugmyndir í bók sinni „Power to the People“. Þetta er eitt af því sem er svo já- kvætt við vetni. Það gefur þér möguleika sem hagkerfi er grundvallast á olíunotkun býður ekki upp á.“ Geturðu nefnt dæmi? „Ef ég reiði mig á olíu reiði ég mig á orku- gjafa sem hefur verið framleiddur, hreins- aður og fluttur til mín eftir flóknu dreifikerfi. Það er hugsanlegt að bandarísk heimili muni í framtíðinni hafa efnarafala, rafgreina og sólarrafhlöður sem geta framleitt vetni. Vetnið mætti nota til að knýja farartæki heimilisins. Svo mætti jafnvel flytja orkuna aftur til heimilisins, ef til að mynda sól- arrafhlöðurnar nýttust ekki í sólarleysi.“ Þarf meira fé til rannsókna Þegar talið berst að því markmiði bíla- framleiðendanna Toyota og General Motors um að hefja fjöldaframleiðslu á vetniskn- únum bílum í upphafi næsta áratugar segir Garman að þetta ferli muni taka lengri tíma, sé miðað við verulega markaðshlutdeild vest- anhafs. „Mitt mat er að fullkomlega samkeppn- ishæf fjöldaframleiðsla á vetnisknúnum bíl- um muni hefjast fyrir alvöru þegar líður að árinu 2020. Þá á ég við fjöldaframleidda bíla sem neytendur vilja og hafa efni á.“ Spurður um árleg útgjöld orkumálaráðu- neytisins segir Garman þau vera um 24 millj- arða Bandaríkjadala, eða um 1.677 milljarða króna. Þar af renni sex milljarðar dala, eða um 420 milljarðar króna, til rannsókna á þeirri tækni sem er beitt við orkuvinnslu og hálfur milljarður dala, eða um 35 milljarðar króna, til rannsókna á endurnýjanlegum orkugjöfum. Svo verji innanríkisráðuneytið og Umhverfisstofnun Bandaríkjanna, EPA, meðal annarra fé til rannsókna á þessu sviði. Garman segir að hálfur milljarður dala á ári í rannsóknir á sólarorku, vetni, orku úr lífmassa og jarðvarmaorku sé „sennilega ekki nógu mikið“. „Forseti Bandaríkjanna fór í árlegu ávarpi sínu í janúar fram á 22 prósenta aukningu í útgjöldum til rannsókna á hreinni orku. Þingið hefur enn ekki veitt okkur það um- framfé en við höfum beðið um það. Því má bæta við, að í Bandaríkjunum er litið svo á að kjarnorka sé hrein orka. Þess vegna höfum við áhuga á að blása lífi í kjarnorkuvinnslu sem leið til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í andrúmsloftið.“ Hlutur stjórnvalda mikilvægur Einstaklingsframtakið og lágmarksafskipti stjórnvalda af atvinnulífinu hafa löngum ver- ið kjörorð repúblikanaflokksins. Spurður um þátt stjórnvalda í þróun nýrra orkugjafa seg- ir Garman hann vera mikilvægan, þótt mest- ur árangur náist við samvinnu einkafyrir- tækja og stjórnvalda. „Bílaframleiðandinn General Motors hefur áhuga á að breyta framleiðslu sinni. Bíla- markaðurinn í Norður-Ameríku er mjög þroskaður. Bílaframleiðendur bítast sín á milli um markaðshlutdeild. Því eru Bandarík- in ekki vænlegasti staðurinn fyrir GM til að sækja hagnað af starfsemi sinni. Yfirmenn GM hugsa hnattrænt og um hvernig bíl þeir vilji selja á vaxandi mörkuðum, í Brasilíu, Kína og á Indlandi. Þarna er framtíðin og þarna kann framtíð- arvöxtur fyrirtækisins að verða. Fyrir nokkr- um árum gerði GM rannsókn á því hvers konar bíl það ætti að framleiða í framtíðinni og niðurstaðan var vetnisbíll. Þetta er dæmi um samofna hagsmuni stjórnvalda og einkageirans. Á meðan stjórn- völd beita sér fyrir ávinningi almennings af vetnisframleiðslu, hreinna lofti og auknu ör- yggi í orkuframboði leggur einkageirinn áherslu á að skila hagnaði.“ Aukin áhersla á orkunýtni Garman telur þau skref er stjórnin hefur stigið til að bæta orkunýtni annað dæmi um mikilvægi framlags hennar í orkumálum. „Á þessu ári samþykkti stjórnin reglugerð sem felur í sér að 15 ný raftæki, allt frá þvottavélum til spennubreyta, þurfa að upp- fylla skilyrði um lágmarksorkunýtni eigi þau að fara í framleiðslu. Þá reynum við að fá neytendur til að leggja sitt af mörkum með því að huga að orkunotkun sinni og koma auga á raftæki sem nýta orkuna best,“ segir David K. Garman. Vetnishagkerfið á næsta leiti David K. Garman er einn þriggja aðstoðarorkumálaráð- herra Bandaríkjanna. Í samtali við Baldur Arnarson ræðir Garman um framtíðarmöguleika vetnishagkerfisins. Morgunblaðið/Ásdís Orkumál David K. Garman telur einkar mik- ilvægt að auka fjölbreytni í orkuframboði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.