Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 16

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEIMVÍSINDAMENN binda mikl- ar vonir við rannsókn gervihnattar- ins Solar-B sem Geimrannsókna- stofnun Japans hefur skotið á loft. Markmiðið er að rannsaka seg- ulsvið sólar sem breytist stundum með firnamiklum sprengingum, eða sólgosum. Orkan sem leysist þá úr læðingi samsvarar tugum milljóna vetnissprengna á nokkrum mínút- um. Geimvísindamenn vona að rann- sóknin leiði í ljós hvað það er sem kemur þessum sólgosum af stað og geri þeim kleift að sjá hegðun sól- arinnar betur fyrir.  Meira á mbl.is/itarefni /    & 0(    &  &          &  &   &  1       /    & 2( 324, 5 4& 65          3                 &                4& 65 &  &    67683 9          &    &3 :;  &       :;  & &   !"#$%!&''&((&&$ )'& * +!&',) /            < =>## 4   2:76    9 6&   6          1     ? 9 6    4    2:76    -&'-#$ ) '$&'.!&  , 9      6     (   3  & &    6&           &  *  &    9     &              4   4    @&      4 &                      (    &          !" #$   !  %  &      A 4   0 /    4  B4 4C3                    < ="#83!& %9 =$#38 <  ="3D Gervihnöttur rann- sakar upptök sólgosa MARÍA Fjodorovna keisaraynja, dönsk móðir síðasta keisara Rúss- lands, var lögð til hinstu hvílu við hlið sonar síns og eiginmanns í grafhvelfingu undir gólfi dóm- kirkju í Sankti Pétursborg í gær, 87 árum eftir að keisaraynjan flúði frá Rússlandi vegna byltingar bolsé- víka. Kista keisaraynjunnar var flutt með skipi frá Danmörku og kom til Rússlands á þriðjudag, nákvæm- lega 140 árum eftir að hún kom þangað fyrst. Kistan er hér látin síga í hvelf- ingu Romanov-keisaraættarinnar undir dómkirkjunni í Sankti Pét- ursborg. Keisaraynjan hvílir við hlið sonarins, Nikulásar II., og eig- inmannsins, Alexanders III., eins og hún óskaði eftir. Eftir að keisaraynjan var lögð til hinstu hvílu fór fram minning- arathöfn undir stjórn Alexei II. patríarka. Meðal viðstaddra voru Friðrik, krónprins Dana, og eig- inkona hans, María prinsessa. Dagmar Danaprinsessa fæddist árið 1847, breytti nafni sínu og gekk í rússnesku rétttrún- aðarkirkjuna þegar hún giftist keisaranum. Reuters Keisaraynja Rússa lögð til hinstu hvílu STJÓRNVÖLD í Grikklandi reiða sig nú á að smygl og vændi rétti efnahag landsins við þar sem þessi ólöglega starfsemi verður tekin með í reikninginn þegar lands- framleiðslan er metin. Evrópusambandið hefur lagt fast að grísku stjórninni að laga fjár- lagahallann og hún hefur því gripið til þess ráðs að fella hluta svarta hagkerfisins inn í hagtölur. Við það eykst landsframleiðslan a.m.k. um 10%, að sögn Manolis Kontopyrak- is, yfirmanns grísku hagstofunnar. „Í endurskoðaðri landsfram- leiðslu verður tekið tillit til fjár- muna frá ólöglegri starfsemi, svo sem peninga frá tóbaks- og áfeng- issmygli, vændi og peningaþvætti,“ sagði hagstofustjórinn. Áætlað er að landsframleiðslan í Grikklandi verði um 194 milljarðar evra í ár. Svarta hagkerfið er talið nema um 40–60 milljörðum evra á ári. Smygl og vændi auki hagvöxt í Grikklandi Denver. AFP. | Vopnaður maður, sem tók tvær stúlkur í gíslingu í skóla í bænum Bailey í Colorado í Banda- ríkjunum í fyrradag, skaut aðra stúlkuna og síðan sjálfan sig. Maðurinn, sem er 53 ára, tók í fyrstu sex stúlkur í gíslingu en sleppti fljótlega fjórum þeirra. Mun hann hafa beitt suma gíslana kyn- ferðislegu ofbeldi af einhverju tagi. Kvaðst hann vera með sprengju auk annarra vopna og hleypti af nokkrum skotum er hann kom inn í Platte Canyon-framhaldsskólann. Maðurinn var að sögn mjög æst- ur og hótaði að vinna stúlkunum mein. Þegar hann vildi ekki lengur ræða við lögregluna var ákveðið að láta til skarar skríða gegn honum. Skaut hann þá aðra stúlkuna og sjálfan sig. Skaut nemanda og sjálfan sig Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AÐ minnsta kosti 15 manns féllu í sjálfsmorðsárásum og öðru ofbeldi í Bagdad í gær. Svo virðist sem skæru- liðar hafi aftur komið sér fyrir í borg- arhverfum, sem Bandaríkjamenn töldu sig hafa „hreinsað“, jafnvel með þegjandi samþykki íraskra lögreglu- manna. Tveir íraskir lögreglumenn létu líf- ið í bílsprengingu í einu hverfi sjíta og sjö manns féllu og 35 særðust í tveim- ur árásum í miðborg Bagdad. Árásir og mannfall voru einnig í öðrum hverfum. Haft var eftir ónefndum leyniþjón- ustustarfsmanni í gær, að vopnaðir hópar væru aftur búnir að koma sér fyrir í hverfum, sem áttu að hafa verið „hreinsuð“ í miklum aðgerðum bandarískra og íraskra hermanna fyrir skemmstu. Verst af öllu þykir þó, að írösku lögreglusveitirnar, sem gæta hverfanna, virðast hafa sam- starf við dauðasveitirnar. Lík manna, sem oft hafa verið pyntaðir hroðalega, finnast nú á hverjum morgni í þessum hverfum. Þeim Írökum, sem neyðst hafa til að flýja heimili sín vegna átakanna á milli trúflokkanna, súnníta og sjíta, fjölgar daglega og er nú áætlað, að þeir séu um fjórðungur milljónar, 40.000 fjölskyldur. Er þá aðeins mið- að við formlega skráningu hjá innan- ríkisráðuneytinu og líklegt, að raun- verulegar tölur séu miklu hærri. Í júní síðastliðnum var talið, að um 18.000 fjölskyldur hefðu hrakist frá heimili sínu, í júlí 27.000 og 40.000 nú. Fram kemur í nýrri könnun, sem háskólinn í Maryland í Bandaríkjun- um hefur látið gera í Írak, að 78% telja, að vera bandarískra hermanna í landinu geri ástandið verra en ella. Þá hefur stuðningur landsmanna við árásir á bandaríska hermenn aukist, er nú 61% en var 47% í janúar síðast- liðnum. Eru þessar niðurstöður líkar þeim í könnun, sem bandaríska utanríkis- ráðuneytið gekkst fyrir og greint var frá í The Washington Post. Vaxandi ofbeldi í skjóli lögreglunnar Um 250.000 manns, 40.000 fjölskyldur, hafa hrakist frá heimili sínu vegna blóðugra átaka milli trúflokkanna í Írak Reuters Endalaus harmur Konur gráta ástvini sína, sem féllu í loftárás Bandaríkja- manna á hús í borginni Baquba síðastliðinn miðvikudag. Í HNOTSKURN » Engin áreiðanleg tala ertil yfir þá óbreyttu borg- ara, sem fallið hafa í Írak síð- an í innrásinni í landið í mars 2003. Margt bendir þó til, að hún sé að nálgast 50.000. » Bandaríkjamenn hafa númisst rúmlega 2.700 her- menn í Írak. » Fátt bendir til, að Banda-ríkjamenn geti farið frá Írak „með reisn“ á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.