Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 18

Morgunblaðið - 29.09.2006, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING VÍÐSJÁ, þáttur um menn- ingu og listir á dagskrá Rásar eitt, hefur nú verið í loftinu í 10 ár. Hann er sendur út alla virka daga milli klukkan 17 og 18. Í þættinum er fjallað um menningu á breiðum grund- velli, innan lands og utan. Fylgst er með viðburðum á listasviðinu, leikhúsi, bókmenntum, tónlist og myndlist auk þess sem fjallað er um hugmynda- strauma og margt fleira sem lýtur að menning- arástandi samtímans. Umsjónarmenn þáttarins eru Eiríkur Guð- mundsson og Guðni Tómasson. Útvarpsþáttur Menningarþáttur- inn Víðsjá 10 ára TVENNIR tónleikar verða á Broadway um helgina þar sem fram kemur hljómsveitin Á móti sól. Í fararbroddi verður Magni Ásgeirsson, sem gerði garðinn frægan í Rockstar Su- pernova-raunveruleikaþætt- inum í Los Angeles. Með Magna og hljómsveitinni kem- ur auk þess fram söngkonan Dilana sem hafnaði í 3. sæti í sama raunveruleikaþætti. Magni varð sem kunn- ugt er í 4. sæti. Fyrri tónleikarnir verða annað kvöld og seldust miðar á þá upp á 2 tímum. Þá verða aukatónleikar haldnir á sama stað annað kvöld á milli kl. 19 og 21. Tónleikar Magni og Dilana með Á móti sól Dilana FERNIR tónleikar verða á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld. Tore Brunborg-Sunna Gunn- laugs kvartett ríður á vaðið á Q-bar kl. 17. Íslensk-finnski kvintettinn Dialect verður á Nasa kl. 20.30. Tónlist Dialect sækir áhrif í strauma og stefn- ur innan djassins, allt frá main- steam yfir í framúrstefnu. Að þeim loknum stígur á svið Nasa kvintett gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirs- sonar. Hálftíma fyrr, eða kl. 22, verður pólskur djass með tríói Andrzej Jagodzinsky í Þjóðleik- húskjallaranum. Annað kvöld verða síðan tón- leikar Kurt Elling í Austurbæ. Djasstónleikar Tríó, kvartettar og kvintettar Ásgeir Ásgeirsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is NÝHAFIÐ starfsár Íslensku Óper- unnar virðist ætla að vera fjölbreytt. Bjarni Daníelsson óperustjóri segir áherslurnar í rekstri Óperunnar í vetur í sjálfum sér ekki breyttar en að þeim sé smá saman að takast að vera með fleiri járn í eldinum. „Við erum áfram með samning við ríkið sem gerir ráð fyrir tveimur venjuleg- um óperuuppfærslum á ári og tveim- ur samstarfsverkefnum. Stærsta samstarfsverkefni okkar á þessu ári er við Strengjaleikhúsið en við mun- um setja upp Skuggaleik, nýja Ís- lenska óperu, í samstarfi við það. Hitt samstarfsverkefnið er uppsettning á Cavaleria Rusticana með Óperukór Hafnafjarðar. Óperustúdíó Íslensku óperunnar, sem er samstarfsverkefni við fjölmarga tónlistarskóla, verður nú í fjórða skipti, en það samstarf hefur þróast mjög skemmtilega og styrkt sig listrænt. Minni samstarfs- verkefni eru svo við Kammersveitina Ísafold og nýstofnaða antíkhljóm- sveit sem heitir Camerata Dramma- tica. Við rekum líka Óperudeiglu Ís- lensku Óperunnar sem er vettvangur til nýsköpunnar og tilraunastarfs. Hádegistónleikarnir halda síðan áfram í vetur.“ segir Bjarni og bætir við að tilgangurinn með þessari fjöl- breyttni sé m.a. að höfða til sem flestra. „Ef við sinnum ekki bæði for- tíð, nútíð og framtíð er hætta á að formið staðni og við með því. Auðvit- að sýnum við klassísku meistara- verkin sem óperuhefðin snýst um en við viljum líka gagnvart listamönnum og áhorfendum fást við nýrri verk sem eru öðruvísi upp byggð og gera aðrar kröfur. Síðan reynum við að stuðla að því að það komi ný íslensk verk fram á sjónarsviðið.“ Betri fjárhagsstaða Aðspurður út í fjármagn Óperunn- ar segir Bjarni það aðallega koma frá ríkinu eins og áður. „Reksturinn gengur út á það að nýta sem best ríkisstyrkinn sem er lang stærsta uppspretta fjár hjá okkur. Síðan fáum við peninga fyrir miðasölu og erum í samstarfi við fyrirtæki at- vinnulífsins. Á seinustu árum hefur okkur tekist að laga fjárhagsstöðu Óperunnar verulegu, við erum ekk- ert að velta meiri fjármunum en áður en starfsemin er stöðugri.“ Engir söngvarar hafa verið fast- ráðnir hjá Óperunni undanfarin tvö ár en draga mun til tíðinda í því í vet- ur. „Á sínum tíma var tekin sú ákvörðun að ekki yrðu fastráðnir söngvarar nema þeir myndu sinna bitastæðum hlutverkum aftur og aft- ur og næsti söngvari sem uppfyllir þessi skilyrði kemur hingað til starfa um áramótin og er ráðinn til tveggja ára, en það er Ágúst Ólafsson, barí- tón. Ég býst ekki við að það verði ráðist aftur í að hafa kjarnahóp söngvara fyrr en verkefnum fjölgar, ég veit ekki hvenær það verður en framtíðardraumar okkar snúast um nýtt óperuhús í Kópavogi,“ segir Bjarni. Tónlist | Bjarni Daníelsson óperustjóri um veturinn hjá Íslensku óperunni Með fleiri járn í eldinum Óperan Bjarni Daníelsson óperustjóri segir fjölbreytni einkenna starfið. ÞEGAR Bob Dyl- an var unglingur árið 1959 og gekkst ennþá við nafninu Robert Zimmerman tók hann upp ásamt Ric Kangas fé- laga sínum í smá- bænum Hibbing í Minnesota nokk- ur lög á segulband Kangas. Kangas getur prísað sig sælan að hafa ekki hent upptökunum af samspili þeirra félaga því þrjú lög sungin af Dylan og eitt þar sem hann leikur á gítar hafa varðveist á böndunum. Nú er búist við að upptökurnar seljist á uppboði í næsta mánuði í Dallas á um 100.000 dollara, eða nálægt 7 milljónir ÍSK. Kangas sagði í samtali við Daily Tribune í Hibbing að hann hefði geymt seg- ulböndin í ferðatösku allan þennan tíma. Hann hlustaði ekki á upptök- urnar fyrr en hann fann segul- bandstæki á bílskúrsútsölu nýlega sem gat spilað þessi gömlu segul- bönd. Kangas sagði kunningja sín- um frá þessu og þannig vildi til að sá þekkti framkvæmdastjóra Dyl- ans, Jeff Rosen. Í fyrstu var Rosen vantrúaður á frásögnina en hlust- aði að lokum á upptökurnar sem að endingu voru notaðar í heimildar- mynd Martins Scorsese um Bob Dylan, No Direction Home. „Marg- ir sem sáu heimildarmyndina spurðu mig út í þessa tónlist,“ segir Kangas, sem í millitíðinni hefur lát- ið gera tæknilega betrumbætta út- gáfu af upptökunum. „Ég hafði ekki grænan grun um að upptök- urnar væru svona mikilvægar. En það hefur komið í ljós að þetta eru einhver fyrstu lögin sem tekin eru upp með Bob.“ Lögin fjögur sem hafa varðveist síðan 1959 eru I Got á New Girl, The Frog Song, Like a Rolling Stone og I Wish I Knew. Þrjú gömul lög með Dylan fundin Upptökurnar gætu selst á 7 milljónir kr. Bob Dylan - taktu mark á sérfræðingum GOLFÚTSALA 20% - 70% AFSL. GOLFSETT ½ Golfsett í poka frá kr. 13.740 Heilt golfsett í poka frá kr. 20.720 FATNAÐUR Pro Quip Silk Touch Regngalli Besti gallinn skv. Todays Golfer Jakki aðeins kr. 11.120 Buxur aðeins kr. 7.840 KERRUR/POKAR Rafmagnskerra kr. 18.650 Golfkerrur frá kr. 2.960 Þriggja hjóla frá kr. 5.625 Golfskór 20 - 50% afsl. Verð frá kr. 2.900 Golfboltar 20 - 30% afsláttur af öllum golfboltum. Titleist, Top Flite o.fl. Kerrupoki kr. 6.650 Standpoki kr. 7.630 BARNA/UNGLINGA GOLFSETT í poka verð frá kr. 7.920 Pútter frá kr. 1.520 Járn frá kr. 900 Tré frá kr. 1.400 HOWSON verð frá kr. 13.900 HIPPO verð frá 15.900 LYNX 30% Afsláttur FRÁBÆRT VERÐ Á VÖNDUÐUM JÁRNASETTUM DAGSKRÁ: Föstudag 29. sept. HÁSKÓLABÍÓ Salur 1 Kl. 18.00 Whole New Thing Kl. 20.20 Falling Kl. 22.25 Princess HÁSKÓLABÍÓ Salur 2 Kl. 18.00 Balordi Kl. 20.00 Lights in the Dusk Kl. 22.00 Free Radicals HÁSKÓLABÍÓ Salur 3 Kl. 18.00 The Powder Keg Kl. 20.00 Exotica Kl. 22.00 Russian Arc HÁSKÓLABÍÓ Salur 4 Kl. 20.00 Northern Skirts TJARNARBÍÓ Kl. 12.08 East of Bucharest Kl. 14.00 Euphoria Kl. 16.00 Taxidermia Kl. 20.00 Sherrybaby Kl. 22.00 El Topo Kl. 00.25 Holy Mountain TENGLAR .............................................. www.filmfest.is Kvikmyndahátíð í Reykjavík Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.