Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 29.09.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 19 SAUTJÁNDA starfsár Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna hefst næstkomandi sunnudag með tón- leikum í Seltjarnarneskirkju þar sem hljómsveitin minnist þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Wolf- gangs Amadeusar Mozarts. Á tón- leikunum verða flutt tvö verk; hljómsveitarsvítan Mozartiana eftir Tsjækovskí, en hún var samin í minningu Mozarts, og 8. sinfónía Beethovens sem er talinn frægasti nemandi Mozarts. „Mozartiana er svíta skrifuð í anda Mozarts, við höf- um ekki flutt hana áður en hún er mjög áheyranleg og skemmtileg. 8. sinfónía Beethovens er síðan mjög vel þekkt og vinsæl, en við höfum spilað hana einu sinni áður,“ segir Páll Einarsson formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna. Aðspurður hvort það sé ekki kom- ið nóg af afmælistónleikum til heið- urs Mozart segir Páll að það sé aldr- ei hægt að fá of mikið af Mozart. „Hann er í miklum metum hjá okkur og það er líklega ekkert tónskáld sem við höfum spilað jafn mikið eft- ir.“ Páll segir starfsárið fara vel af stað hjá Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. „Við byrjuðum að æfa í lok ágúst og þetta er fyrsta uppskera. Næstu tónleikar verða svo eftir sex vikur og á þeim frumflytjum við m.a verk eftir Oliver Kentish stjórnenda hljómsveitarinnar.“ Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð árið 1990 og er skipuð fólki sem flest hefur langt tónlistar- nám að baki en hefur atvinnu af öðru en hljóðfæraleik. Tónleikarnir fara fram í Seltjarn- arneskirkju sunnudaginn 1.október kl. 17:00. Áhugamenn minnast Mozarts Morgunblaðið/Kristinn Mozart Sinfóníuhljómsveit áhugamanna spilar í minningu Mozarts. NÝLEGA var annar af höfundum lagsins „Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini“ ranglega sagður látinn í ýmsum fjölmiðlum eftir að AP-fréttaveitan hafði skýrt frá andláti hans. Misskilningurinn kom upp eftir dauðsfall manns sem hafði talið eiginkonu sinni trú um að hann væri höfundurinn að laginu. Að sögn ekkju Pauls Van Valken- burgh, Rose Leroux, hafði eigin- maður hennar haldið því fram, í þau fjörutíu ár sem þau voru gift, að hann hefði samið lagið undir nafninu Paul Vance, en síðar selt réttinn að höfundarlaunum sem ungur maður. Að sögn frú Leroux var hún miður sín yfir að komast að hinu sanna í málinu eftir allan þennan tíma. Á fréttavef BBC er haft eftir hin- um eiginlega Paul Vance að síminn hafi ekki stoppað undanfarna daga þar sem fólk haldi að hann hafi safn- ast til ferða sinna. Vance, sem í dag á keppnishesta, sagði ennfremur að tveir hesta sinna hefðu verið dregnir til baka úr keppni á miðvikudaginn af sömu sökum. Peningauppspretta Vance samdi lagið á sínum tíma í félagi við Lee Pockriss. Það var Brian Hyland sem upprunalega söng lagið inn á plötu en í þeirri út- gáfu komst það á topp bandaríska smáskífulistans árið 1960. Síðan þá hefur „Itsy Bitsy Teenie Weenie Yellow Polka Dot Bikini“ hljómað í myndum á borð við Sister Act 2 og Revenge of the Nerds 2. „Lagið er peningauppspretta,“ sagði Vance og reiddi fram sönnun um viðtöku höfundarlauna. Ótímabær dánarfregn BANDALAG íslenskra listamanna (BÍL) boðar til almenns fundar í Norræna húsinu á morgun, laugar- daginn 30. september, kl. 14.00. Yfir- skrift fundarins er: „Hvar er ís- lenskt sjónvarp?“ og er markmiðið að vekja fólk til vitundar um inn- lenda dagskrárstefnu í sjónvarpi. Ágúst Guðmundsson, forseti BÍL, setur fundinn, en auk hans taka til máls Dagur Kári Pétursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Sigurbjörg Þrastar- dóttir og Sigurjón Kjartansson. Þorsteinn Guðmundsson les úr Roklandi eftir Hallgrím Helgason undir yfirskriftinni „Kona deyr við skjáinn“. Jakob Frímann Magnús- son flytur verk, ásamt söngvara, er nefnist „Táknmynd nútímans í ís- lensku sjónvarpi?“ og Ómar og Ósk- ar Guðjónssynir leika nokkur þekkt kynningarstef úr bandarískum sjón- varpsþáttum. Fundarstjóri verður Margrét Bóasdóttir, ritari BÍL. Hvar er íslenskt sjónvarp? ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.